Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 7
Allir eiga þeir ao vera eitt Runcie Kantaraborgarbiskup virðist stefna að endursameiningu anglíkönsku kirkjunnar og þeirrar kaþólsku, en sætir harðri andstöðu af hálfu margra anglíkana og konunghollra Breta Athygli mikia hefur vakið heimsókn Roberts Runcie, erkibiskups af Kantaraborg og tignasta preláta anglíkönsku kirkjunnar, til Páfagarðs um s.l. helgi. Eftir fjögurra daga ráð- stefnu þar birtu þeir Runcie og Jóhannes Páll páfi annar sam- eiginlega yflrlýsingu. í henni skuldbinda kirkjuhöfðingjar þcssir tveir sig til þess að vinna að endursameiningu kirkna sinna, sem hlíta leiðsögn þeirra. Þessi tíðindi þykja talsverð og marka að sumra mati tímamót í kirkjusögunni. Þau koma þó ekki að öllu leyti á óvart. Þegar 1966 hófust að tilhlutan „elskaðra fyrirrennara vorra, Páls páfa sjötta og Michaels Ramsey erki- biskups" (eins og það er orðað í yfirlýsingunni) viðræður með það fyrir augum að eyða ágreiningi kaþólsku kirkjunnar og hinnar anglíkönsku. Páfavald og kvenprestar Beinn fjandskapur milli kaþó- likka og mótmælenda er nú löngu úr sögunni og með hliðsjón af því og sögulegum forsendum kemur það vart á óvart að anglíkanska kirkjan skuli af mótmælenda- kirkjum reynast fúsust til að nálg- ast páfakirkjuna á ný. Það sem réði úrslitum um að enska kir- kjan, móðurskip anglíkanskra kirkjudeilda, sleit sig lausa frá páfa var að hann fékkst ekki til að heimila Hinriki konungi áttunda að skilja við drottningu sína, Katrínu af Aragóníu, en sú var ósk konungs í þeim tilgangi að geta kvænst Önnu Boleyn. Ástæður Hinriks til að snúa þegn- um sínum til mótmælendatrúar voru því í fyllsta máta verald- legar, og í samræmi við það varð anglíkanska kirkjan ekki jafn eindregin í því að hreinsa af sér alla pápísku og lúthersku kir- kjurnar, hvað þá þær kalvínsku. Frá því á 19. öld hefur kaþólski þátturinn í anglíkönsku kir- kjunni, a.m.k. þeirri ensku, verið að eflast, sem um er að vísu deilt hve miklu hafi breytt og víst er að þar kveður einnig mikið að frjáls- lyndum og alþýðlegum hreyfing- um, sem frábitnar eru kaþólsku. f þessu sambandi er óhjá- kvæmilegt að sviðsljós frétta- mennskunnar beinist að Runcie, sem setið hefur höfuðstól ensku ríkiskirkjunnar í níu ár. Hann er hvatamaður endursameiningar og virðist sjálfur reiðubúinn að viðurkenna páfa sem æðsta mann anglíkönsku kirkjunnar einnig, en ætla má að það sé af hálfu kaþólsku kirkjunnai skilyrði fyrir því að saman gangi. Annað á- greiningsefni er um kvenpresta, sem undanfarið hafa verið vígðir í mörgum umdæmum anglíkönsku kirkjunnar, en kaþólska kirkjan tekur ekki í mál að konur nái prestvígslu. Einnig viðvíkjandi þessu hefur Runcie komið til móts við kaþólikka og gefið í AÐ UTAN skyn, að trúbræður hans hafi gengið fulllangt í því að hefja konur til áhrifa innan kirkjunnar. Thatcherstjórn fær orð í eyra Enda þótt ýmsir anglíkanskir kirkjuhöfðingjar hafi í þessu tekið undir með Kantaraborgar- biskupi hefur þessi stefna hans valdið víðtækri óánægju innan kirkju hans. íhaldssamir hefðar- sinnar í henni líta á endursamein- ingarstefnu hans sem svik við arf- inn frá siðaskiptunum og í augum margra þeirra gengur það guð- lasti næst að ýja að því að anglík- anska kirkjan viðurkenni páfann sem yfirmann sinn. Frjálslyndari anglíkanar eru engu ánægðari með tignasta biskup sinn. Þeir eru hlynntir kvenprestum, getn- aðarvörnum og fóstureyðingum, en allt þetta fordæmir kaþólska kirkjan. Stefnan til sameiningar við þá kirkju er því í þeirra augum skref aftur á bak. Þar að auki hefur kastast þjösnalega í kekki milli Runcies erkibiskups og íhaldsflokksins Páfi og Runcie erkibiskup í Róm - viðræður með það fyrir augum að eyða ágreiningi milli kirkna þeirra hófst þegar 1966. Breta undanfarin ár, þá væri um það helst við ríkiskirkjuna að sakast, þar eð hennar hlutverk væri að halda því við. Thatcher sjálfri varð orðfall, sem er ekki vanalegt, en aðstoðarmenn hennar segja að breiðsíðan frá erkibiskupi hafi snortið hana illa, sérstaklega þar sem hana gruni að kirkjuhöfðinginn hafi með þessu viljað gleðja hjörtu Verka- mannaflokksins, en árlegt flokks- þing hans hófst í byrjun vikunn- ar. Neil Kinnock, leiðtogi Verka- heimsveldi sitt og viðskipti þess við aðrar heimsálfur voru sem mest (upphaflega komst hún á legg sem meiriháttar verslunar- og hafnarborg út á gróða af þræl- averslun), en hnignun gekk þar í garð að lokinni heimsveldistíð og með inngöngu Bretlands í Evr- ópubandalagið, en þá jukust við- skipti þess við önnur aðildarríki þess hlutfallslega. Við þeim við- skiptum liggja Liverpool og aðrar vesturstrandarborgir ekki vel. Eins og skilja má af framan- skráðu hefur Runcie um skeið varð orðfall við breiðsíðuna frá erki- Kinnock - varð kátur næsta. Thatcher biskupi. breska, sem frá gamalli tíð hefur verið talinn standa anglíkönsku kirkjunni nær en aðrir stjórnmálaflokkar. Sú þykkja óx um allan helming um s.l. helgi, vegna vissra ummæla erkibiskups í sambandi við Rómarförina. í tímaritsviðtali sem birtist á sunn- udag komst erkibiskup svo að orði að á stjórnartíð Margaretar Thatcher hefðu lestir eins og ágirnd, sjálfumgleði og hræsni eflst með Bretum. Gróf efnis- hyggja hefði á þessum árum verið í sókn, samfara fyrirlitningu og tillitsleysi gagnvart fátæku fólki og miður greindu, atvinnuleys- ingjum og yfirleitt þeim sem mið- ur mega sín. Klykkti Runcie út með því að segja, að kirkjan væri betur í stakkinn búin en íhalds- flokkurinn til að skilja áhyggjur óbreytts fólks. Talsmaður íhaldsflokksins hreytti út úr sér á móti að ef dreg- ið hefði úr guðrækilegu hugarfari mannaflokksins, varð og kátur næsta við ummæli erkibiskups og kvað hann hafa hitt naglann á höfuðið. Flokkur Kinnocks hefur verið í sókn meðal kjósenda und- anfarið, ef marka má niðurstöður skoðanakannana, og meiri eða minni óbeinn stuðningur anglík- önsku kirkjunnar gefur honum aukin byr í segl. Athygli hefur vakið að þessir tveir aðilar hafa upp á síðkastið orðið nokkuð samstíga í gagnrýni sinni gegn Thatcherstjórninni, sem þeir saka um að hafa hlaðið undir efnahags- og atvinnulíf Lundúna- borgar og Suðaustur-Englands en haft aðra landshluta útundan, einkum fátækt, aldrað og heilsu- laust fólk þar. Af lágum stigum í Liverpool Einhvern þátt í afstöðu Runci- es í þessum málum kann það að eiga að hann er af lágum stigum og frá Liverpool, borg sem hefur drabbast niður á tíð Thatcher- stjórnar og var raunar byrjuð á því fyrr. Þessi helsta hafnarborg vesturstrandar Bretlands stóð í blóma meðan Bretland hafði DAGUR ÞORLEIFSSON sætt allharðri gagnrýni bæði úr herbúðum kirkju sinnar og íhaldsflokksins, og sú gagnrýni varð háværari en nokkru sinni fyrr eftir Rómarráðstefnuna. Innan kirkjunnar er þessum ljúf- mannlega og virðulega preláta, sem nú er 68 ára að aldri, brugðið um linku og staðfestuleysi, ekki síst gagnvart páfa, sem og að hann veiti kirkju sinni deiga for- ustu og auki þar með líkur á sundrung innan hennar. Er þá átt við deilur hefðarsinna og frjáls- lyndra út af kvenprestum o. fl. Hefur Hans Náð (His Grace) Ro- bert Runcie þó sýnt að hann er enginn aukvisi; í heimsstyrjöld- inni síðari gat hann sér góðan orðstír sem skriðdrekastjóri í Norður-Afríku. En nú er sumra mál að honum hafi farnast öllu miður að stýra virðulegustu kir- kju enskumælandi manna en skriðdrekanum á eyðimörkinni forðum. Kristnir allra landa sameinist Hinn herskái norðurírski klerkur Ian Paisley, sem út frá viðhorfum í heimahögum er sér- lega harðsnúinn gegn kaþólikk- um, líkir Runcie við Júdas ískaríot og annar breskur klerkur hefur kallað hann „laumupáp- ista.“ Margir íhaldsmenn og aðrir konunghollir Bretar líta svo á, að sameiningarstefna Runcies feli í sér móðgun við Elísabetu drottn- ingu aðra, en hún er æðsta per- sóna ensku kirkjunnar og margra annarra anglíkanskra kirkju- deilda eins og fyrirrennarar hennar hafa verið alla tíð frá dögum Hinriks áttunda. Ekki er laust við að vísað sé til uppruna Runcies sem skýringar á því að hánn sé blendinn í sinni anglíkön- sku. Faðir hans, skoskur rafvirki, var enginn klerkavinur. Hvað sem líður öllum umrædd- um ágreiningi innan anglíkönsku kirkjunnar og meðal Breta yfir- leitt fer ekki milli mála að sam- einingartilhneigingar höfuðprel- átanna tveggja eiga sér forsendur í samtíðinni. í samtíð okkar gætir vaxandi óvissu og öryggisleysis- kenndar. Fólk kvíðir því að mannkynið sé að ofbjóða um- hverfinu, ef það sé þá ekki þegar búið að því, velferðarríkið, sem menn fyrir rúmum hálfum öðrum áratug héldu enn að yrði eilíft virðist mörgum eiga í vök að verj- ast fyrir ruddalegri efnishyggju samfara svokallaðri nýfrjáls- hyggju, austurblökkin er öll að riðlast úr þeim formum, sem hún hefur verið í frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari og enginn veit hvað við tekur þar og þriðji heimurinn er undirlagður af harð- og óstjórn, efnahagslegri og félagslegri óáran og gífurlegri fólksfjölgun. Og íslam, granni og erfðafjandi Evrópukristninnar, er öflugra og herskárra en nokkru sinni fyrr frá því á 17. öld. Undir þessum kringumstæðum eru það ekki nema eðlileg við- brögð af hálfu kristinna manna að leita athvarfs í trú sinni og jafnframt að eyða fornri sundr- ung, sem mörgum kemur fyrir sjónir sem úreltar fortíðarleifar, úr sínum röðum. í þeim anda er áðurumtöluð yfirlýsing þeirra Jó- hannesar Páls og Roberts Runci- es. Þeir tala um brýna nauðsyn þess að kristnir menn standi sam- einaðir í hrjáðum og erfiðleika- þrúguðum heimi og vitna í því sambandi í Jóhannesar guðspjall, 17.k.21-23.v.: „... allir eiga þeir að vera eitt, - eins og þú, faðir, ert í mér og eg í þér, eiga þeir einnig að vera í okkur ... svo skulu þeir vera fullkomlega sam- einaðir, til þess að heimurinn komist að raun um, að þú hefir sent mig ...“ Föstudagur 6. október 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.