Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 9
Minna er betra en meira Menningarsjóður hefur gefið út athyglisverða bók eftir Hörð Berg- mann „Okkurhættirtil aö lítafram hjá því, að þaö sem einum verður til hagsbóta bitnar oft á öörum. Ríkj- andi vaxtarhyggja og framfaratrú felur nefnilega í sér þá fráleitu hugmynd, að takist einum aö auka hlut sinn komi allir aörir á eftir. Þeir sem eru iönastir við aö hefja sig á þægilegan stall leggja líka sitt til þess að fólk haldi þess- ari trú. Þaö er horft framhjá sam- hengi hlutanna, takmörk ekki virt.“ Þannig segir m.a. í nýrri bók eftir Hörð Bergmann, sem Menningarsjóður og Þjóðvinafé- lagið gefa út og ber heitið „Um- Út er komin ný hljómplata, þar sem Gísli Magnússon píanó- leikari leikur verk eftir Beethoven ogBrahms:sónatanr31 ÍAs-dúr op. 110 eftir Beethoven og Til- brigði og fúga um stef eftir Hánd- el op. 24 eftir Brahms. Hljóðritun verkanna fór fram í Háskólabíói 1988 með stafrænni hljóðtækni. Gísli iék þessi verk á tónleikum Tónlistarfélagsins í Reykjavík árið 1987, og eru þau meðal stórbrotnustu verka sem samin hafa verið fyrir píanó. Són- ata Beethovens var samin árið búðaþjóðfélagið'1 með undirtitl- inum „Uppgjör og afhjúpun - Nýr framfaraskilningur". Bókin er að sögn höfundar hugvekja handa alþýðu, og hefur að geyma gagnrýna greiningu á því sem nöfundur kallar ríkjandi vaxtar- og sældarhyggju, þar sem í bók- arheiti er vísað til þess „hvernig líf okkar er vafið í sífellt þykkari, dýrariog fánýtari umbúðir í nafni framfara“. í greiningu sinni gengur höf- undur út frá ýmsum þverstæðum í samtíma okítar svo sem þeim að auknum hagvexti fylgi lengri vinnutími, aukinni vélvæðingu í 1821, en þá var hann að vinna að Missa Solemnis, og er í fjórum þáttum. Hándel-tilbrigði Brahms eru hins vegar samin árið 1861. Þau eru 25 og lýkur með glæsi- legri fúgu. Gísli Magnússon er fæddur á Eskifirði 1929 og lærði píanóleik hjá þeim Rögnvaldi Sigurjóns- syni og Árna Kristjánssyni og síð- ar hjá Walter Fry í Zúrich og Carlo Zecchi í Róm. Þetta er sjö- unda hljómplata Gísla Magnús- sonar, en hann er nú skólastjóri Tónlistarskólans í Garðabæ. landbúnaði fylgi dýrari landbún- aðarafurðir, stærri landhelgi fylgi aukin ofveiði, bættu heilsufari fylgi dýrari heilbrigðiskerfi, tölv- uvæðingu bankanna fylgi fjölgun starfsfólks o.s.frv. Höfundur sagði á blaðamanna- fundi í vikunni, að vitund margra væri nú að vakna fyrir því að ó- seðjandi kröfur umbúðaþjóðfé- lagsins um stöðugan vöxt á öllum sviðum leiddu til glötunar: marg- ir sérfræðingar vildu nú fækka í fiskiskipastólnum um helming, stjórnmálamenn hefðu nú vart meiri áhyggjur af öðru en hvernig draga megi úr landbúnaðarfram- leiðslunni og íbúar höfuðborgar- svæðisins hefðu nú vaknað upp við þann vonda draum að bíla- eign borgarbúa hefði torveldað allar samgöngur til muna. Ég færi rök fyrir því í þessari bók, sagði ' Hörður, að minna er betra en meira, og ég sýni jafnframt fram á hvernig þessi skilningur gengur þvert á stefnu stjórnmálaflokk- anna í landinu, en von mín er jafnframt sú, að hún geti orðið lesendum til skilningsauka og auðveldað þeim að taka farsæla afstöðu til þjóðmála og eigin lífs- hátta. Bókina Umbúðaþjóðfélagið má panta hjá Menningarsjóði í síma 621822, en fram til 1. nóv- ember er hún boðin á sérstöku Menningarsjóðsverði, kr. 1.400. Bókin er 168 bls. að stærð í kiljubroti. Ný hljómplata Gísli Magnússon leikur Beethoven og Brahms tABK ER ALVE& SAMA MSrr SéRT 1 VEKKFALLÍ !!' SVARA&u \ \Vtv'Jfkrf'ÁT\AN UKiWil VVTH l \ V.U v. I V \ I I / V Ul l u lu / l » Föstudagur 6. október 1989 NYTT HELGARBLAÐ — SlÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.