Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 11
Einu sinni, segir sagan, voru tveir Belgar á ferö með hlaðinn vörubíl á þröngum og fáförnum sveitavegi. Komu þeir þar að sem vegurinn lá undir brú, og stóð þar letrað stórum stöfum: „Há- markshæð 4 metrar“. En þannig var að hlassið á vörubílnum var fjórir og hálfur metri á hæð. Belg- arnir stoppuðu ráðvilltir, og ann- ar gekk út úr bílnum. Horfði hann góða stund á brúna og á hlassið og svo aftur á brúna. Að þessu loknu sagði hann við félaga sinn: „Það er allt í lagi að keyra áfram. Það er engin lögga hérna.“ Hætt er við að þessi saga kenni oss lítið um leyndardóma belg- ískrar þjóðarsálar, en á hinn bóg- inn má vera, að eins og oft gerist um heimskulegar sögur veiti hún þeim mun meira innsæi í sálarlíf þeirra sem eru að halda henni á lofti. En það eru sem sé næstu nágrannar Belga beint fyrir sunn- an landamærin. Um alllangt skeið hafa Fransmenn haft fyrir sið að setja saman alls kyns sögur um Belga, þar sem þeim er eignað hugarfar, háttalag, tilsvör og tilburðir sem virðast þó fyrst og fremst vera kjarnsæ stílfæring á ýmsum djúpstæðum einkenn- um sögumannanna sjálfra. Liggur við að hægt sé að skil- greina þessar Belgasögur sem sérstaka munnlega bókmennta- grein í Frakklandi og bjóða þær upp á viðamiklar formgerðar- rannsóknir bókmenntafræðinga, ef þeir eru þá ekki þegar teknir til óspilltra málanna og farnir að halda fyrirlestra og þing og skrifa lærðar greinar um efnið. En samt er ekki víst að með slíkum rann- sóknum sé hægt að afhjúpa hlut- verk þessara sagna í frönsku þjóðlífi. Svo virðist nefnilegasem þær séu engan veginn sagðar í einhverjum terapötískum til- gangi, til að sjá ýmsar vafasamar hliðar á sjálfum sér í skýrum spéspegli og gera sér þannig auðveldara fyrir sig að átta sig á þeim, heldur er eins og þær hafi sams konar hlutverk og sögur af ölæði náungans í munni drykkju- manna: brynja sig gegn illkvittn- islegri rödd einhverrar óvelkom- innar sjálfsgagnrýni með því að heimfæra upp á einhvern annan lítið eitt ýkta skopmynd af sínum eigin persónuleika, þannig að hann líti út sem hinn eiginlegi sökudólgur. En þessi tilgangur sagnanna verður vitanlega að vera vendilega falinn: það verða að vera til staðar einhverjir þykk- ir varnarmúrar, sem harla hæpið er að nokkur formgerðarrann- sóknamaður geti rofið. Útbreidd tilfinning En kringum alla múra má ævinlega finna einhverjar Krýsu- víkurleiðir. Fræðimaður einn benti á það einhvern tíma fyrir löngu, að tvær mismunandi ástæður gætu legið fyrir því að mannskepnan fylgir gildandi reglum og siðum í þjóðfélaginu. Eins og enski embættismaðurinn sem dvaldist einn í tuttugu ár í frumskógum Nýju Gíneu og fylgdi allan þann tíma borðsiðum fínni hverfanna í Lundúnum út í ystu æsar, þvoði sér um hendurn- ar, fór í smóking og setti upp bindi þó svo að hann sæti til borðs með mannætum, gæti einstak- lingurinn einfaldlega verið þeirrar skoðunar, að reglurnar hefðu við einhver djúpstæð rök að styðjast og væru réttar og eðli- legar, og því ætti hann að hlýða þeim við allar kringumstæður. En hann gæti líka verið þannig innréttaður, að það þyrfti að hafa kylfuvæddan lögregluþjón á hverju strái til að halda honum við efnið, eins og Belgunum í sög- unni, og sjá til þess að hann hlýddi reglunum svikalaust: um leið og löggunni yrði litið af hon- um hætti hann að hlýða. Þessar tvær ástæður fyrir réttri breytni kallaði fræðimaðurinn „innri“ og „ytri“ stýringu. Margir kynnu nú að freistast til að halda að það sé fyrst og fremst undir reglunum sjálfum og eðli þeirra komið hvort menn dragn- ist til að hlýða þeim sjálfviljugir eða hvort þeir reyni eftir megni að hundsa þær þangað til kylfan er komin á loft, því þær séu mis- gagnlegar og sumar kannske hrein ögrun við skynsemina. Gæti ég trúað því að þessi ein- falda kenning sé einkum og sér í lagi vinsæl meðal unglinga: þeir líta gjarnan svo á að maður sem sniðgengur reglur sé öðrum klár- ari í kollinum, af því að hann hafi „séð í gegnum þetta allt saman“. En í þessari mynd a.m.k. er kenningin samt röng: það sem stjórnar hegðun mannsins gagnvart alls kyns reglum og sið- um er fyrst og fremst einhver stýringu innri tilfinning, sem er ekki ein- staklingsbundin heldur útbreidd meira og minna í heilum þjóðfé- lögum en virðist hins vegar vera í harla litlum tengslum við það hvernig reglunum er háttað og hvort þær eru „skynsamlegar“ og „rökréttar“ eða ekki, - enda get- ur það oft verið álitamál. Fyrir allra augum Þannig virðast ekki vera mikil rök fyrir því að setja upp háls- bindi, þegar maður er að fara út í frumskóg í dinner með mannæt- um, en frá sjónarmiði Englend- ingsins er það þó kannske eitthvað sem kemur alveg af sjálfu sér: öll hans tilvera og sjálfsréttlæting í lífinu byggist á því að hann sé enskur Englend- ingur, og bindislaus í kvöldverð- arboði væri hann það ekki lengur, - hann væri ekki lengur neitt sem skipti máli fyrir hann sjálfan. Því setur hann upp sitt bindi hvað sem tautar og raular í 50 stiga hita, um leið og bumbu- slátturinn hefst. Menn kynnu nú að halda að umferðarreglur og slíkt tilheyri allt öðrum geira mannlífsins: ekki er annað að sjá en nauðsynlegt sé að hlýða um- ferðarreglunum, hvort sem ein- hver er til staðar til að hafa eftirlit með því eða ekki. En Fransmenn líta samt öðru vísi á málið: þeim finnst að með því að beygja sig undir reglur, hverjar sem að- stöðurnar eru, séu þeir að láta aðra ráða yfir sér, - þeir séu nán- ast því að gera sig hlægilega með slíkri hlýðni, sem stimpli þá sem einhverja „tapara" og geti ekki leitt til annars en þeir verði troðnir undir í lífsbaráttunni. Fyrir allra augum. Ef sú hugsun slæðist að þeim þrátt fyrir allt, að þetta viðhorf sé dálítið skoplegt, losa þeir sig við hana með því sem sagt að heimfæra hegðunina upp á Belga. Til að sýna hvað hegðun af þessu tagi er bundin við ákveðin menningarsvæði má taka ýmis at- hyglisverð dæmi um það hvernig hún getur snúist við á undarlegan hátt. Eitt þeirra er alþekkt, en það er gerólík framkoma karl- manna í Norður- og Suður- Evrópu gagnvart hinu kyninu. í suðurlöndum er það sem sé út- breidd venja, þegar karlmaður kemst í návígi við konu, að hann hafi í frammi við hana alls kyns graðhestatilburði, þó svo að ger- vallar aðstæður séu á þá leið að slíkt sé fullkomlega út úr takt og með öllu tilgangslaust. Hann not- ar kannske einhverja gegnsæja átyllu til að setjast hjá bláókunnri konu á kaffihúsi, hann gefur sig á tal við hana úti á götu án nokk- urrar ástæðu - og án þess jafnvel að vita hvað hann ætlar að segja - en með veiðibros á vörum, eða hann grípur hreinlega tækifærið, þegar hann á leið fram hjá henni án þess að hún vari sig, og leggur gjörva hönd á þann líkamshluta sem fjarskyldastur er andlitinu, svo og önnur ávöl form sem kunna að vera í puttafæri. Það er daglegur viðburður að konur séu eltar á götum jafnvel um hábjart- an dag, svo ekki sé minnst á ýmis- legar glósur sem þeim eru sendar. Ekkert virðist geta skakkað leikinn, nema einhver „lög- regla“, - sem sé nærvera annars karlmanns, sem gæti varið kon- una með sláandi röksemdum. Ég hef séð karlmann reyna að klifra upp í glugga til konu á annarri hæð í suðrænni borg með blaut- legt glott á vörum og detta ámát- lega niður, þegar karlmaður birt- ist óforvarandis við hlið konunn- ar. í Norður-Evrópu er háttalag af þessu tagi hins vegar harla sjaldgæft, og getur kona gengið þar óáreitt um götur og ansað manni, sem spyr hvað klukkan sé, án þess að þurfa að óttast að eitthvað annað búi undir. Á þeim slóðum eru karlmenn ekki með neina blautlega tilburði við hitt kynið, nema þeim finnist þeir hafa ástæðu til að ætla að einhver farvegur sé fyrir slíkt. Eða þeir séu beinlínis staddir á kjötmark- aði. í þessum málum hlíta þeir „innri stjórnun“. Siðferðis- múrinn Þetta er alkunna, en menn hafa hins vegar ekki veitt því jafn mikla eftirtekt, að í áfengismál- um snýst þetta gersamlega við. Suðurlandamenn drekka vafa- laust meira en íbúar Norður- Evrópu, þegar á heildina er litið, en þegar þeir komast í návígi við flösku, velta þeir því yfirleitt fyrir sér hvort óhætt sé að dreypa á veigunum og hversu þyrstir þeir séu, áður en þeir hella í glasið, og síðan drekka þeir ekki meira en aðstæður leyfa. Eitt lítið atvik, sem gerist flesta daga í flestum heimilum suðurlanda, er á vissan hátt táknrænt fyrir þetta: tekin er fram flaska og hellt í glös, - en síðan er tappanum stungið aftur í flöskuna og hún sett inn í skáp. Ef menn sjá hins vegar skugga af flösku í Norður-Evrópu, er það næsta útbreiddur siður, að þá sé öllu öðru í lífinu og tilverunni snarlega ýtt til hliðar, og síðan er ekkert til sem skiptir máli nema innihald flöskunnar, þangað til það er á þrotum. Vinkona mín í suðlægum hálfum var í tygjum við Semsvein frá Norður- Finnlandi. Einu sinni gerðist það að hún keypti kampavínsflösku til að gefa afa sínum háöldruðum í afmælisgjöf, og beið flaskan brosandi eftir afmælinu inni í ís- skáp. En þá varð henni það á, að hún skildi Semsveininn einan eftir í grennd við ísskápinn, með- an hún brá sér andartak út í búð, - og þegar hún sneri aftur var flaskan kyrfilega horfin en brosið komið á varir Semsveinsins. Og menn kannast víst við það, að á norðurslóðum leggja menn ekki flösku frá sér fyrr en úr henni hef- ur verið teygaður hver dropi. Það þarf einhvern utanaðkomandi aðila til að skakka leikinn. Kannske verður ályktunin sú, að þvert yfir Evrópu liggi einhver ósýnilegur múr: þegar komið er norður fyrir hann fara karlmenn að hlýða innri stýringu í sam- skiptum sínum við hitt kynið, - en missa jafnframt óþyrmilega stjórn á áfengismálum, nema til komi einhvers konar „lögga“. Væri þetta svo sem í samræmi við þá kenningu, að summa lastanna hafi tilhneigingu til að vera kon- stant. En sá er vandinn, að þessi ósýnilegi múr er meiri háttar þröskuldur í samskiptum manna í álfunni: svo virðist nefnilega sem norðanmúrsmenn og sunnan- múrsmenn eigi í hinu mesta basli hvorir um sig við að skilja hátta- lag hinna á ýmsum mikilvægum augnablikum lífsins. Þeir sem hlýða innri stýringu á einhverju sviði fordæma gjarnan harðlega þá sem þurfa ytri stýringu í því sama sviði. En svo kemur fyrir að suðurlandabúar líti þannig á hóg- væra framkomu manna á norður- slóðum í samskiptum þeirra við hitt kynið, að hún sanni að þeir séu upp til hópa náttúrulausir eða argir. Og þegar menn frá norður- slóðum sjá suðurlandabúa setja tappa í flösku sem enn er hálffull, halda þeir kannske að hann sé svo gegnsósa, að veigamar séu hættar að hafa áhrif á hann. Þetta er vitanlega stór þrösk- uldur í veginum fyrir þeirri sam- einingu Evrópu sem nú er svo mjög á dagskrá á margvíslegum sviðum. Kannske ímynda ein- hverjir sér að t.d. menntamála- ráðherrar Evr-ópulandanna gætu með miklu átaki í stýringarmál- um leyst vandann og komið á innri stýringu í kyn- og vínhegðun í álfunni: legðist þá samtímis nið- ur fjölþreifni í suðri og brenni- vínsberserksgangur í norðri. En væri ekki nokkur hætta á því, eins og mannlegri náttúru er nú hátt- að, að sameiningin gerðist á hinn veginn? Föstudagur 6. október 1989 NVTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.