Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 06.10.1989, Blaðsíða 19
NÝTT HELGARBLAÐ - SlDA 1» Hugsað í litum Valgarður Gunnarsson: Er fyrst og fremst að sækjast eftir að sjá hvernig liturinn fúnkerar Valgarður Gunnarsson list- málari, sem opnar málverkasýn- ingu í Nýhöfn á morgun, segir innihald eða merkingu mynda sinna vera lítinn hluta verkanna, það sem hann hafi mestan áhuga á sé að gera tilraunir með að hnoða saman litum. - Ég hef mikla ánægju af að mála, segir hann, - fyrir mér er það aðalat- riðið. - Ég sýni olíumálverk frá þessu ári, og viðfangsefnin, því maður verður samt sem áður að velja sér slíkt, eru mestan partinn sitjandi fígúrur, hálfpartinn eins og stólar. Þetta eru mjög einfald- ar myndir og kyrrar, það er að segja að mótívin eru eitthvað sem aðeins utanaðkomandi kraftar geta hreyft og mætti ef til vill sjá þau sem tákn um einhverja eilífa bið. Þessar fígúrur hafa beðið svo lengi að þær eru um það bil að verða hluti af landslaginu. Eru menn ekki oftast nær að bíða eftir einhverju? ... Og svo gerist nátt- úrlega ekki neitt. - Annars er ég fyrst og fremst að sækjast eftir að sjá hvernig lit- urinn fúnkerar. Ég reyni að fá hann til að verða að einhverju í sjálfu sér og er yfirleitt ánægður með mynd þegar mér finnst mér hafa tekist að fá lit málverksins, form þess og viðfangsefni til að smella saman í eina heild. Ég hef ekki gert mikið af því að skil- greina það sem ég er að gera. Ég byrja út frá einhverju einföldu formi, en verð mjög fljótlega upptekinn af málningarvinnunni sjálfri, enda skiptir hún mig mestu. Að mála mynd til að koma einhverjum boðskap til skila eða segja eitthvað ákveðið finnst mér frekar heyra undir myndskreytingar. - Ég nota yfirleitt mjög grunnt rými. Þetta liggur allt á yfirborð- inu, ef það er dýpt í þessum mál- verkum er hún í litnum og þeim stemmningum sem mér hefur tekist að kalla fram. Það má segja að sumar þessar stemmningar séu óbein áhrif frá landslagi, ákveð- inni birtu eða minningu um áhrif eða lit. Ég hugsa í litum, enda fer ekki hjá því að málverk sé fyrst og fremst hugsað sem eitthvað fyrir augað. Það sem er í þessum verkum skilst með því að horfa á þau, þannig eru þau hugsuð, þau Valgarður Gunnarsson: Aðalatriðið er að mála. Mynd - Jim Smart. eru ekki eitthvað sem maður skýra til þess að geta skilið hvað verður að hlusta á einhvem út- um er að ræða. LG við neitt veldur honum skapraun og reiði. Og þetta er ekki per- sóna, sem bregst við sem þro- skaður einstaklingur og sættir sig við vonbrigðin, heldur æpir hann og öskrar og fer í fýlu. Móðgað yfirvald - Það sem felst í hlutverkinu er að sýna þetta móðgaða yfirvald, sem missir allt út úr höndunum. Honum er ákaflega mikilvægt að halda virðingu sinni, en í hvert skipti sem leikið er á hann kemst þessi virðing í hættu. Staða hans krefst þess að hann sé sterkur og að litið sé upp til hans, en slíkt verður ákaflega erfitt þegar allir leggjast á eitt um að njósna urn hann og leika á hann. Operuna í gegn beitir hann frekju og blekk- ingum til að endurvinna virðingu undirsátanna en ekkert gengur þar til í lokin, að hann gerir loks- ins heiðarlega játningu og biður konu sína fyrirgefningar. - Greifinn er mjög kven- samur, eins og títt var um aðals- menn á þessum tíma. Hann elsk- ar að vísu konu sína en hefur alla tíð getað fengið þær konur sem hann benti á auk hennar. Áður en óperan hefst hefur hann lýst því yfir að hann afnemi þann rétt lénsherrans að eyða brúð- kaupsnóttinni með konum undir- sáta sinna, en þann rétt vill hann nú taka sér aftur með Súsönnu, þjónustustúlku konu sinnar, sem ætlar að giftast Fígaró, þjóni hans. - Óperunni lýkur með því að greifinn sættir sig við það í fyrsta skipti á ævinni að taka tillit til annarra og ég tel hann vaxa við þá ákvörðun. Að mínu mati þroskast hann sem persóna í Íeiknum, þótt slíkt sé vissulega túlkunaratriði. Sá sem leikstýrði mér í þessu hlutverki þegar ég var í skóla hélt því fram að greifinn gæfist upp vegna þess að hann neyddist til þess en að hann breyttist í rauninni ekki neitt, en ég er ekki sammála því. Mér finnst tónlistin gefa til kynna að persónan hafi í raun og veru þroskast. Þegar þau syngja öll saman í lokin og biðja hvert ann- að afsökunar breytist tónlistin, verður hátíðlegri og svolítið í átt- ina að kirkjutónlist og þannig finnst mér Mozart gefa til kynna að raunveruleg hugarfarsbreyt- ing hafi átt sér stað. LG íslenska óperan tekur aftur upp sýningar á Brúðkaupi Fígar- ós nú um helgina, en fimm sýn- ingar eru fyrirhugaðar á Brúð- kaupinu áður en farið verður að huga að næsta verkefni Óper- unnar. Hlutverkaskipan er óbreytt nema að því leyti að nýr maður tekur við hlutverki Greifans kvensama; Bandaríkja- maðurinn Keith Reed, tekur við af Kristni Sigmundssyni. Keith Reed flutti hingað til lands síðastliðið vor og kennir nú við Söngskólann og Kennarahá- skóla íslands auk þess sem hann syngur í Óperunni. - Ég lauk MA prófi frá Tónlistarháskólan- um í Indiana í maí í vor, segir hann. - Það er stærsti tónlistar- skóli í heimi og ég hef því haft mörg tækifæri til að koma fram á námsárunum, hef til að mynda sungið hlutverk Greifans í Brúð- kaupi Fígarós, „Þann illa“ í ævintýrum Hoffmanns og í Peter Grimes eftir Britten svo eitthvað sé nefnt. Við konan mín, sem er íslensk, komum svo hingað eftir að ég lauk prófi og þá prufusöng ég fyrir hlutverk Greifans. Það varð úr að ég byrjaði minn feril sem atvinnusöngvari hér á landi og ég er mjög ánægður með það tækifæri. - Mér finnst ég mjög heppinn að fá að byrja með svona góðu fólki. Ég varð undrandi á því að hér væri svo mikið af hæfileika- fólki, sem hefði lært hér og vildi leggja sinn metnað og sína hæfi- leika í að halda hér uppi góðri óperu. Ef við berum Reykjavík saman við borg af sömu stærð í Bandaríkjunum kæmi aldrei til greina að þar þrifist ópera í þess- um gæðaflokki. Hagsmuna- árekstur herra og þjóna En hvernig hefur gengið að ganga inn í hlutverk annars manns ísýningu sem erþegar full- mótuð? - Það hefur gengið mjög vel. Fólk hefur tekið mér vel og gert mér auðvelt að falla inn í hópinn, og ég tel Þórihildi Þorleifsdóttur leikstjóra eiga mestar þakkir skildar fyrir hvað þetta hefur allt gengið snurðulaust fyrir sig. Henni hefur tekist að sameina alla þræðina og hefur komið því sem ég hef fram að færa inn í sýninguna, svo ég er mjög ánægð- ur og tel mig heppinn að hafa fengið að byrja minn feril sem atvinnusöngvari á svo jákvæðan hátt. - Brúðkaup Fígarós er samið eftir leikriti eftir franska skáldið Beaumarchais, leikrit, sem á sín- um tíma var talið einn af neistun- um, sem stuðluðu að frönsku byltingunni. Þar kemur berlega í ljós það hyldýpi, sem er á milli há- og lágstétta, auk þess sem herrarnir eru dregnir fram sem hálfgerðir þursar sem sniðugir þjónar geta leikið á. Þetta leikrit þótti slík ádeila á ríkjandi skipu- lag í Frakklandi að konungur bannaði það. ítalinn Lorenzo da Ponte, sem skrifaði óperutextann upp úr leikritinu, dregur að vísu mjög úr þeirri ádeilu sem í því felst, en á þeim tíma sem óperan er samin var þetta samt sem áður nokkuð skörp gagnrýni. Þarna er fjallað um hagsmunaárekstur herra og þjóna, og það eru þjón- arnir sem fara með sigur af hólmi. - Greifinn syngur dásamlega tónlist, en sem persóna er hann ekki par heillandi. Hann er í rauninni ekki þroskaðri en spilltur tíu ára pottormur, sem hefur alla tíð fengið allt sem hann benti á, og óperan fjallar um það hvernig hann í fyrsta skipti lendir í því að fá ekki vilja sínum fram- gengt. Hann er vanur því að hlut- irnir séu aðeins á einn veg; þann sem honum hentar best, svo það að hann ræður ekki lengur neitt Keith Reed í hlutverki Greifans: Mér finnstGreifinn þroskastvið að neyðast til að taka tillit til annarra. Mynd -JimSmart. Nýr Greifi í Fígaró Keith Reed: Greifinn er eins og spilltur tíu ára pottormur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.