Þjóðviljinn - 10.10.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 10.10.1989, Qupperneq 1
Þriðjudagur 10. október 1989 169. tölublað 54. órgangur Einkabankar Vaxtalækkun knúin í gegn Einkabankarnir lœkka vexti á morgun. Hart deilt innan verkalýðshreyfingarinnar á vaxtahœkkun Alþýðubankans og verðurfjallað um hana á þingi VMSÍ. Ásmundur Stefánsson: Hlutafjársöfnunin gengur vel Einkabankarnir ákváðu í gær að lækka vexti á morgun mið- vikudag og verða þannig að ósk- um Seðlabankans. Lækkunin á miðvikudag verður þó ekki jafn stór og hækkunin um síðustu mánaðamót, en þá hækkuðu einkabankarnir vexti allt að 5%. Þessi lækkun kom eftir stífar fundasetur bankastjóra Seðla- bankans og forsvarsmanna einka- bankanna og var m.a. rætt um að beita 9. gr. Seðlabankalaga í fyrsta skipti ef bankarnir lækk- uðu ekki vexti að eigin frum- kvæði. Vaxtahækkunin um síðustu mánaðamót virðist þó ætla að draga dilk á eftir sér innan verka- lýðshreyfingarinnar og er ljóst að - ákvörðun bankaráðs Alþýðu- bankans um vaxtahækkun mun koma til umræðu á þingi Verka- mannasambandsins sem hefst á fimmtudag. „Það er mikil harka í þessu máli undir niðri og ljóst að fjallað verður um það á þingi Verka- mannasambandsins,“ sagði Björn Grétar Sveinsson sem á sæti í framkvæmdastjórn VMSÍ um þá ákvörðun stjórnar Al- þýðubankans að hækka vexti með öðrum einkabönkum. Einsog fram hefur komið þá hafa Dagsbrúnarmennirnir Hall- dór Björnsson og Leifur Guð- jónsson lýst því yfir að þeir munu ekki sitja fundi miðstjórnar ASÍ það sem eftir er af árinu vegna orða sem Orn Friðriksson annar varaforseti ASÍ hafði um tillögu- flutning þeirra tvímenninga, en þeir lögðu til að ASÍ mótmælti vaxtahækkun einkabankanna um síðustu mánaðamót. Ólafur Ólafsson stjórnarmaður í Dagsbrún og bankaráðsmaður í Alþýðubankanum sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem kemur fram að Ólafur hafi ekki stutt til- lögu þeirra Halldórs og Leifs og að stjórn Dagsbrúnar verði að gera sér grein fyrir að peningar verði ekki til í bönkum. Halldór sagði við Þjóðviljann í BSRB Þríðjungur haldið kaupmætU Ögmundur Jónasson: Gott en ekki nógu gott Samkvæmt upplýsingum sem Ögmundur Jónasson formaður BSRB óskaði eftir frá launadeild fjármálaráðuneytisins kemur fram að þriðjungur félagsmanna þess hefur haldið kaupmætti sín- um eða aukið við hann það sem af er samningstímanum. Að sögn Ögmundar er þetta gott en ekki nógu gott. „Við vilj- um ekki að neinn verði fyrir kaupmáttarskerðingu en við höf- um áhyggjur af því að kaupmátt- ur launa er kominn óhugnanlega langt niður og úr því þarf að bæta,“ sagði Ogmundur Jónas- son. -grh gær að hann væri mjög ósáttur við vinnubrögð forseta Alþýðusam- bandsins og annarra bankaráðs- manna í Alþýðubankanum. „Að mínu mati er þetta stórmál þegar banki sem kennir sig við alþýðu landsins hefur forgöngu um vaxtahækkun. Það er afskaplega sérkennileg afstaða hjá forseta ASÍ að samþykkja þessa hækkun sem bitnar á launafólki, en ráðast samtímis á ríkisstjórnina vegna annarra hækkana í þjóðfélaginu. Það er ekki langt síðan að innan verkalýðshreyfingarinnar voru höfð uppi stór orð um að vexti ætti að knýja niður með handafli og forseti ASÍ lét ekki sitt eftir liggja þá.“ Halldór sagði að sá ótti sem kom í ljós þegar Alþýðubankinn ákvað að ganga til samstarfs við Iðnaðarbankann og Samvinnu- bankann um að kaupa Útvegs- bankann og stofna íslandsbanka væri nú að staðfestast. „Við erum að verða þátttakendur í hinni kapítalísku hreyfingu, enda verkalýðshreyfingin stór sjóða- eigandi. Ég hef ekki trú á að þetta mál sofni út af heldur hlýtur það að vekja þá spumingu hvort verkalýðshreyfingin á að vera að vasast í bankarekstri." Til þess að sitja við sama borð og hinir bankamir þurfti Alþýðu- bankinn að auka hlutafé um 400 miljónir. Lífeyrissjóður Dags- brúnar og Framsóknar, sem er langstærsti hluthafinn í Alþýðu- bankanum, ákvað að auka sinn hlut um 52 miljónir en stjórn Dagsbrúnar ákvað að auka ekki sinn hlut og sagði Halldór að at- burðimir nú yrðu ekki til þess að auka áhuga Dagsbrúnar á því að gera það. Ásmundur Stefánsson forseti Samninganefnd rafiðnaðar- manna hafnaði tilboði samn- inganefndar ríkisins um 6,25% hækkun grunnlauna á sáttafundi sem hófst klukkan 14 á sunnudag og stóð í nær 12 tíma þar til slitn- aði upp úr viðræðunum. Ekki hefur verið boðað til nýs sáttafundar í deilunni og ríkir al- ger óvissa um hvert framhaldið verður en verkfall rafiðnaðar- manna hefur nú staðið yfir í tæp- an hálfan mánuð. Aðalkrafa rafiðnaðarmanna er að fá bætt upp það launatap sem þeir telja sig hafa orðið fyrir þeg- ar þeir vom frystir úti í maí í fyrra í kjölfar bráðabirgðalaga ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar. Fyrir þann tíma vora þeir á sama kaupi og rafiðnaðarmenn sem vinna hjá ríkisverksmiðjum ss. Áburðarverksmiðju ríkisins og fleirum. véfengja sjálfsögð og viðurkennd réttindi starfsmanna sinna í stað þess að setjast tímanlega að samningaborði og leysa þessa kjaradeilu á eðlilegan og farsælan hátt.“ -grh Ríkið bauð 6,25% grunnkaupshækkun sem rafiðnaðarmenn höfnuðu. Símasambandslaust innanbœjar í Þorlákshöfn Samkvæmt upplýsingum frá Pósti & Síma era 128 símanúmer enn biluð í Múlastöðinni en þó fékkst undanþága til að gera við þá símabilun sem varð á höfuð- borgarsvæðinu á sunnudag þegar númer sem byrja á 60, 61, .62 og 69 duttu út. Þá er símasambands- laus innanbæjar í Þorlákshöfn en þó er hægt að hringja til og frá þorpinu. Ennfremur em bilanir í innanhússímkerfum Háskólans, Tryggingastofnunar og í aðal- banka Landsbankans. Þá hefur stjórn BHMR haft til umfjöllunar yfirlýsingar fulltrúa fjármálaráðherra um að verkfall Rafiðnaðarsambands íslands sé ólögmætt og hefur ályktað þess vegna eftirfarandi: „BHMR vill vekja sérstaka athygli á þeim sí- endurteknu starfsaðferðum fjár- málaráðuneytisins að elta sífellt ólar við formsatriði með því að ASÍ sagði við Þjóðviljann að söfnun hlutafjár gengi vel og að ýmsir aðilar hafi sýnt því áhuga að kaupa meira en þeir hafi rétt á. Ásmundur vildi ekki leggja mat á það hvort uppákoman í kringum vaxtahækkun Alþýðubankans gæti haft áhrif á hlutafjársöfnun- ina. „Alþýðubankinn hefur rúm- an tíma til þess að ganga frá greiðslum til Islandsbanka vegna hlutafjáraukningarinnar. Líf- eyrissjóðimir hljóta að líta til þess að byggja upp sterka fjár- málastofnun sem sinnir þeirra þörfum.“ -Sáf/fmg Strandgatan með stæl. Það var sannkölluð þjóðhátíðarstemmning á Strandgötunni í Hafnarfirði þegar hún var opnuð á ný eftir gagngerar breytingar og endurbætur sl. föstudag. Miðbærinn fylltist af fólki og var æska bæjarins í miklum meirihluta. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri aðstoðaði dóttur sína við að klippa á borða, lúðrablástur ómaði á milli húsveggja og verslanir við Strandgötu lokkuðu með sértilboðum. Mynd Jim Smart. Rafiðnaðarmenn Altt við það sama Síld Vertíðin er hafin Sfldarvertlðin hófst í gær þegar Valdimar Sveinsson landaði 30 tonnum f Vestmannaeyjum og Guðmundur Kristin um 50 - 60 tonnum á Fáskrúðsfirði hjá Pól- arsfld hf og var þar strax hafist handa við söltun. Svo virðist sem mikið sé um væna og stóra sfld á miðunum við suðausturland og vom þrír fjórðu hlutar aflans hjá Guðmundi Kristni um og yfir 35 sentimetrar að lengd. Þá sprengdu skipverjar á Valdimar Sveinssyni nótina þegar þeir fengu um 100 tonna kast en náðu inn aðeins um 30 tonnum. í ár verður leyft að veiða um 90 þúsund tonn og hafa 87 bátar leyfi til veiðanna en kvóti á bát er um 1100 tonn. Enn sem komið er hefur aðeins náðst samkomulag um fyrirframsölu á 60 - 70 þúsund tunnum sfldar við Svía og Finna. Söluverð á hefðbundnum teg- undum hækkar um 6% -7% frá fyrra ári í sænskum krónum og finnskum mörkum. Þá em form- legar samningaviðræður við Sov- étmenn ekki hafnar um sfldar- kaup þeirra á yfirstandandi vert- íð. í síðustu viku samþykkti Verð- lagsráð sjávarútvegsins nýtt verð á sfld til frystingar og söltunar og hækkaði það um 20% frá fyrri vertíð. Fyrir sfld sem er ísuð í kör um borð í veiðiskapi verður greidd 10% verðuppbót. Þá hef- ur Verðlagsráðið samþykkt frjálst verð á sfld og sfldarúrgang til bræðslu á sfldarvertíð haustið 1989. -grh Alþingi Þing kemur saman Idag kemur Alþingi saman að loknu sumarleyfi. Þing verður sett með hefðbundnum hætti. Eftir messu í dómkirkjunni held- ur þingheimur ásamt forseta Is- lands, Vigdísi Finnbogadóttur og biskupi íslands, Ólafi Skúlasyni, til AJþingishússins. Þar setur forseti þingið samkvæmt venju. Hjá fjármálaráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að enn væri stefnt að því að leggja fram fjár- lagafmmvarp ríkisstjómarinnar á morgun. En engir eiginlegir fundir verða á Alþingi í dag, heldur draga þingmenn um sæti í þingsölum og ganga frá öðram formsatriðum. -hmp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.