Þjóðviljinn - 10.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.10.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Gengið Fellt þrisvar og sigið sex sinnum Seðlabankinn: Frá upphafi árs 1989fram yfir miðjan september nemur lœkkun krónunnar samanlagt 19,67% Gengi íslensku krónunnar hef- ur verið fellt þrisvar sinnum á þessu ári og sex sinnum látið síga. Frá upphafí árs fram yfír miðjan september nemur lækkun krón- unnar samanlagt 19,67% og sam- svarandi meðalhækkun gjald- miðla er 24,48%. Þetta kemur fram í Hagtölum mánaðarins fyrir september sem Seðlabanki Islands gefur út. Fram til þessa hefur gengisferli ársins verið sem hér segir: Fyrsta gengisfelling ársins var fram- kvæmd 3. janúar og þá lækkaði krónan um 4,88% en gjaldmiðlar hækkuðu um 5,13%. Rúmum mánuði seinna eða 7. febrúar var gengið fellt um 2,5% og þá hækk- uðu erlendir gjaldmiðlar um 2,56%. Á næstum vikum þar á eftir á tímabilinu frá 15. febrúar til 3. mars var gengi krónunnar látið síga um 2,2% og sem þýddi 2,25% hækkun gjaldmiðla. Síð- asta formlega gengisfellingin það sem af er árinu var síðan fram- kvæmd 10. maí þegar gengi krón- unnar var fellt um 1,5% og við það hækkuðu gjaldmiðlar um 1,52%. Þvínæst var gengið látið síga um 2,2% á tímabilinu frá 19. maí til 7. júní sem hækkaði gjald- miðla um 2,25%. Stuttu seinna frá 16. júní til 3. júlí var gengi krónunnar látið síga enn á ný um 2,2% og þá hækkuðu gjaldmiðlar aftur um 2,25%. Fjórða gengis- sigið á árinu kom til framkvæmda á tímabilinu frá 4. júlí til 26. júlí og þá í þriðja skiptið um 2,2% sem 2,25% hækkun gjaldmiðla. Frá 28. j úlí til 30. ágúst var gengið svo látið síga aftur um 2,2% og þá hækkuðu gjaldmiðlar aðeins um 2,24%. Sjötta og síðasta gengis- sigið í bili kom síðan til fram- kvæmda á tímabilinu frá 6. sept- ember til 21. september og þá um 1,63% sem hækkaði gjaldmiðla um 1,66%. Á þessu yfirliti sést að á tíma- bilinu frá 3. janúar 1989 til 3 mars hefur gengið ýmist fallið eða sigið samtals um 9,30% og á sama tíma Astandið er lang alvarlegast í húsnæðismálunum og eftir því sem ég veit best eru um 110 á svokölluðum neyðarbiðlista eftir húsnæði hjá fötluðum. Engu að síður verðum við vör við ákveð- inn vilja til að aðstoða okkur úti í þjóðfélaginu en peningar virðast vera af skornum skammti,“ sagði Andrés Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Þroskahjálpar. í gær var haldið þriðja málþing þroskaheftra sem Landssam- tökin Þroskahjálp og Öryrkja- hafa gjaldmiðlar hækkað um 10,25%. En frá 10. maí til 21. september féll það ýmist eða seig um 11,43% og þá hækkuðu gjald- bandalag íslands stóðu að. Mál- þingið er liður í samnorrænu átaki sem miðar að því að þroska- heftir hafi aukin áhrif og séu virk- ari við mótun eigin lífs. Á þinginu var lögð aðaláhersla á áhrif á heimili, vinnu og frístundir. í ályktun þingsins segir: „Við sem erum þroskaheft viljum hafa áhrif á okkar eigið líf. Við viljum að það sé hlustað á okkur og það sé borin virðing fyrir okkur og því sem við höfum að segja. Það að við séum þroskaheft þýðir ekki miðlar samtals um 12,91%. Frá 18. september hefur hins vegar verið til staðar ónotuð heimild til gengissigs um 0,57% sem mun að við höfum ekki sömu tilfinn- ingar og þarfir og aðrir.“ Á föstudag er Dagur fatlaðra og verður þá farin kröfuganga frá Hlemmi og niður á Lækjartorg í samvinnu við öll stærstu verka- lýðsfélög landsins auk samtaka atvinnurekenda. Þingflokkunum hefur verið boðin þátttaka í göng- unni og verður að henni lokinni haldinn útifundur á Austurvelli. Þann sama dag verða svo haldin landsþing Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar. -grh þýða hækkun gjaldmiðla þessu til viðbótar um 0,58%. Sé þessi heimild reiknuð með hefur gengi krónunnar verið fellt eða látið síga um 20,1% og gjaldmiðlar hækkað um 25,2%. -grh Breiðholt Almenningur færaðsynda Tillagafulltrúa Alþýðu- bandalagsins í íþrótta- og tómstundaráði, um að innilaugin í Breiðholti verið opin almenningi samþykkt Iþrótta- og tómstundaráð sam- þykkti tillögu Tryggva Þórs Aðal- steinssonar um að innilaug sund- laugarinnar í Breiðholti, verði opin almenningi í vetur þá daga sem hún er ekki notuð til æfínga eða kennslu. Tryggvi sagði að þetta væri í fyrsta sinn frá því að Sundlaug Fjölbrautarskólans í Breiðholti var opnuð fyrir tíu árum, að al- menningi gefst kostur á að nota innilaugina. „Það hentar mörgum betur að nota innilaugina, sérstaklega hafa komið óskir frá foreldrum ungra barna um að laugin verði opin almenningi.“ Tillagan var samþykkt sam- hljóða og henni vísað til skóla- málaráðs og er vonast til að það leggi blessun sína yfir hana. Til- lagan gerir ráð fyrir að sund- laugin verði opin almenningi frá og með 1. nóvember. Verður hún þá opin um helgar og á öðrum frídögum sem útilaugin er opin. -Sáf Þroskaheftir vilja fá sömu réttindi og aðrir og vera með ófötluðum úti í þjóðfélaginu. Á myndinni eru f .v. Helgi Pálsson, Andrés Ragnarsson framkvæmdastjóri, ína Valsdóttir og Magnús Þorqrímsson sálfræðinqur. Mynd: Kristinn. Fatlaðir 110 á neyðarlista eftir húsnæði Flensborgarskóli tók í notkun nýtt húsnæði undir skólabókasafn sitt í síðustu viku. Að sögn Kristjáns Bersa Ólafssonar er bókasafnið í Flensborg eitt fullkonasta skólabókasafnið á landinu. Myndin var tekin við opnun safnsins. Mynd Kristinn. HÍK fordæmir Stjórn Hins íslenska kennarafé- lags fordæmir tilraunir ríkisvalds- ins til að brjóta á bak aftur vinnu- ■ stöðvun Rafiðnaðarsambands- ins, bæði með fullyrðingum um ólögmæti verkfallsins og með því að láta ganga í störf þeirra sem eru í vinnustöðvun. „HÍK lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum að leita uppi agnúa á samnings- réttarlögum með það fyrir augum að fara í kringum anda laganna til að fótumtroða sjálfsögð mannréttindi,“ segir orðrétt í fréttatilkynningu frá HÍK. Námskeið gegn flughræðslu Nú geta flughræddir sótt nám- skeið til að yfirvinna þennan leiða kvilla en Flugleiðir hafa ákveðið að fara að dæmi erlendra flugfélaga og bjóða upp á slík námskeið. Námskeiðið er undir- búið af Eiríki Emi Arnarssyni sálfræðingi en auk hans mun Gunnar H. Guðjónsson flug- stjóri leiðbeina á námskeiðun- um. Námskeiðið hefst í dag og stendur samtals í 20 klukkustund- ir. Þátttökugjald er 15.000 krón- ur og er flugferð til einhvers áætl- unarstaðar félagsins erlendis innifalin í verðinu. Una Eyþórs- dóttir í sína 690173 og 690131 gef- ur nánari upplýsingar. Fyrirlestur um ritlistarkennslu William D. Valgardson rithöf- undur og prófessor í ritlist flytur fyrirlestur um kennslu í ritlist í stofulOlíöddakl. 17.15íkvöld. Valgardson er kunnasti núlifandi rithöfundur af íslenskum ættum í Kanada en í gær kom út á ís- lensku sagan Blóðrót í þýðingu Guðrúnar Guðmundsdóttur. Valgardson kennir við University of Victoria í British Columbia í Kanada. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Náttúrufræðingar styðja raf iðnaðarmenn Stjóm Félags íslenskra náttúru- fræðinga hefur lýst yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Raf- iðnaðarsambands íslands og for- dæmt harðlega allar tilhneigingar ríkisvaldsins til að „fótumtroða samningsrétt þeirra“. Newman styrkir barnaspítala Byggingarsjóður barnadeildar Landsspítalans fékk nýlega höfð- inglega gjöf frá sjóði kvikmynda- leikarans Paul Newman (New- maná Own Foundation). Styrk- urinn var upp á rúmar 6 miljónir króna, eða 10 þúsund dollarar. Það var Ingvar J. Karlsson læknir sem afhenti peningagjöfina fyrir hönd Newman sjóðsins. Sjó-maðurinn og Grímur til Sviss Islendingar hafa sent tvö handrit að sjónvarpsleikritum í sam- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva í Sviss. Handritin eru Sjó- maðurinn eftir Þórdísi Kristjáns- dóttur og Grímur eftir Hlyn Helgason. Alls bárust 12 handrit Sjónvapinu og valdi dómnefnd tvö þeirra og lét þýða þau. Dómnefndina skipuðu þau Bríet Héðinsdóttir, Guðbrandur Gíslason og Viðar Víkingsson. f Sviss verða svo valin 10 handrit allsstaðar að úr Evrópu og þau fullunnin. íslendingar tóku þátt í þessari samkeppni í fyrsta skipti í fyrra og komst Steinabarn Vil- borgar Einarsdóttur þá í hóp út- valdra. Egill Eðvarðsson hefur nú gert sjónvarpskvikmynd eftir handritinu og verður hún sýnd um jólin. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, verður formaður dómnefndarinnar sem velur þau handrit sem komast áfram einsog í fyrra. Mitterand seinkar Ákveðið hefur verið að Francois Mitterand, forseti Frakklands, komi til Islands 7. nóvember í stað 17. október einsog upphaf- lega var ákveðið. Mitterand mun hitta Steingrím Hermannsson forsætisráðherra auk þess sem utanríkisráðherrar landanna og embættismenn um málefni Evr- ópubandalagsins og Fríverslun- arsamtaka Evrópu munu hittast. Þá mun Mitterand hitta Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands. Ný umferðarljós í dag verða tekin í notkun tvenn ný umferðarljós. Önnur ljósin eru á mótum Sætúns og Laugar- nesvegar en hin ljósin á mótum Kleppsvegar (Elliðavogar) og Langholtsvegar. Kveikt verður á ljósunum kl. 14 í dag. Athygli skal vakin á því að ýta þarf á hnapp til að fá grænt ljós fyrir gangandi yfir Sætún og Klepps- veg. Kyrrlát stund Aðvenkirkjan Ingólfsstræti 19 í Reykjavík er opin í hádeginu sér- hvern fimmtudag í vetur, frá kl. 12 -13. Þar mun hljóma fögur og friðsæl tónlist fyrir sérhvern sem vill og þarf að eiga kyrrláta endurnærandi stund í önn dags- ins. Prestur kirkjunnar, Jón Hjörleifur Jónsson verður til staðar. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.