Þjóðviljinn - 10.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.10.1989, Blaðsíða 3
Sambandið Löglegar uppsagnir Halldór Björnsson varaformaður Dags- brúnar: Getum ekk- ert hafst að þótt okkur líki ekki uppsagnir sem þessar - Þótt við séum auðvitað aldrei hrifnir af uppsögnum á félags- mönnum okkar getum við lítð hafst að í þessu máli. Uppsagnirn- ar virðast löglegar og mennirnir halda starfi sínu til áramóta sem er óaðfinnanlegt að öllu leyti, sagði Halldór Björnsson varafor- maður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar um uppsagnirnar í Afurðasölu Sambandsins. Tveimur starfsmönnum Af- urðasölunnar var sagt upp fyrir skömmu og sá þriðji hefur gert það að samkomulagi að hætta um áramótin. Einnig hefur einn starfsmaður látið af störfum vegna aldurs. Þórir Karl Jónas- son trúnaðarmaður starfsmanna sagði uppsagnirnar ólöglegar í Þjóðviljanum í síðustu viku. Þór- ir sagði forráðamenn fyrirtækis- ins bera við skipulagsbreytingum sem væru tilbúningur og að aðrir starfsmenn hefðu verið ráðnir í stað hinna. - Það er ljóst að breytinga er að vænta varðandi sögun hjá Af- urðasölunni og virðist það ástæða uppsagnanna. Ég fæ ekki séð að ráðið hafi verið i stöður þeirra sem sagt var upp og er engin ástæða til að rengja Úlfar Reynis- son deildarstjóra í þeim efnum, sagði Halldór ennfremur. Hann sagði Dagsbrún ekki hafa borist kæra vegna málsins og bjóst ekki við að svo yrði. -þóm Norðurlandskjördœmi eystra Svanfríður úr öðni sætinu Svanfríður Jónasdóttir vara- þingmaður Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra, varaformaður flokksins og að- stoðarmaður fjármálaráðherra hefur tekið þá ákvörðun að bjóða sig ekki fram í annað sæti á fram- boðslista flokksins nyðra við næstu alþingiskosningar. Þetta kemur fram í viðtali við hana í helgarblaði Dags á Akur- eyri og sem hún staðfesti við Þjóðviljann í gær. Spurð um ástæður fyrir þessari ákvörðun sagði Svanfríður þær vera ýmsar en vildi ekki greina frá þeim að svo stöddu að öðru leyti en því að hún hefði tekið þessa ákvörðun fyrir nokkru. Aðspurð hvort hún stefndi á fyrsta sæti á lista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra við næstu alþingiskosningar sem Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgönguráð- herra hefur skipað frá 1983 sagði hún: „Ég hef ekki tekið afstöðu til þess. Það er máls síns tíma.“ -grh Heimsókn Hússein á íslandi Hussein Jórdaníukonungur kom til íslands í gærkvöldi. Mikl- ar öryggisráðstafanir voru gerðar vegna heimsóknarinnar en Huss- ein dvaldi í Reykjavík í nótt. Konungurinn mun hitta Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands á meðan hann dvelst hér. Fyrir landsfund Sjálfstæðis- flokksins um síðustu helgi höfðu lengi verið uppi um það há- værar raddir innan flokksins, að nauðsynlegt væri að stokka upp í forystusveit flokksins. Þessi krafa varð auðvitað fyrst og fremst til vegna óánægju manna með for- mann flokksins, Þorstein Pálsson. Sömuleiðis var aldrei nokkur vafí á hvern sjálfstæðismenn vildu fá í hans stað í formannsstól. Davíð Oddsson hefur í mörg ár verið vinsælasti stjórnmálamaður Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem harðnaði á dalnum fyrir flokkinn urðu óskir um hann í formannsstól háværari. En strax á fyrsta degi landsfundar kom í ljós að Davíð ætlaði sér ekki for- mannsstólinn, alla vega ekki í þessari atrennu. Hann kaus að setja skákina um formanninn í bið. Eftir að Morgunblaðið hafði birt fréttaskýringu á leiðaraopnu þar sem Davíð var sagður fram- tíðarforystumaður flokksins, fór flestum leikmanninum að verða ljóst að honum væri ætlað vara- formannsembættið á landsfundi Hvort er Þorsteinn að segja „komdu blessaður" eða Davíð að segja „vertu blessaður"? Mynd: Jim Smart. Hann benti hins vegar þeim sem hefðu þessar efasemdir á að tala við konuna hans, þar sem hann hefði verið varaformaður á þeirra heimili í mörg ár og hún gæti vitn- að um, að það samstarf hefði gengið vel. Davíð gerði líka að umtalsefni að Júiíus Sólnes hefði sagt að Davíð hefði ekkert vit á landsmálum. „Svona verða menn kokhraustir á að vera tvær vikur á Hagstofunni“, sagði Davíð og þingheimur hló dátt. Mál málanna óleyst Sjálfstæðismönnum tókst ekki að ná samstöðu um stefnuna í sjávarútvegsmálum á landsfund- inum. Þetta mál málanna í ís- lensku efnahagslífi er enn mikið ágreiningsmál innan flokksins en segja má að menn hafi á endan- um sæst á einhvers konar mála- miðlun og ákveðið að salta á- greininginn. En það er eins víst að það salt fari að svíða illa í óánægjusárum stórra hópa innan flokksins þegar líður frá lands- fundi. í fyrstu ályktunardrögum fundarins var núverandi kvótak- Á leið úr borgarstjórastól og sumir töldu jafnvel að hann myndi fara fram í formannskjöri. Þessum getgátum reyndi Davíð ekki að eyða og formaður flokks- ins vildi ekki gefa út stuðningsyf- irlýsingu til sitjandi varafor- manns, þannig að landið lá orðið nokkuð ljóst fyrir. Blekkti Davíð Friðrik? Það vekur athygli að aðeins viku fyrir landsfund átti Friðrik Sophusson fund með Davíð, þar sem Davíð fullvissaði Friðrik um að hann ætlaði ekki fram gegn honum í varaformanninn. í ræðu á landsfundinum, eftir að hann var kjörinn, lýsti Davíð því sem átti að vera atburðarrásin í mál- inu. Hann setti myndina upp þannig að þrýstingur hefði stöðugt aukist á að hann færi fram til varaformanns, og aðeins tveimur sólarhringum fyrir lands- fund hefði þrýstingurinn verið svo mikill, að ekki hefði lengur verið hægt að hunsa hann. Þessi lýsing Davíðs á gangi mála á auðvitað að réttlæta þann skamma fyrirvara sem hann gaf Friðriki til að gera upp hug sinn varðandi það, hvort hann ætti að halda í kosningabaráttu eða draga sig í hlé. Það er þó altalað að Davíð hafi átt fjölmarga fundi með áhrifamönnum flokksins í atvinnulífinu og víðar, mörgum vikum fyrir landsfund, þar sem lagt var á ráðin um hvernig að framboði hans skyldi staðið. Það var líka að heyra á mörgum landsfundarfulltrúanum, að Morgunblaðið hefði vægast sagt staðið illa að málum gagnvart Friðrik, með því að flengja upp opnufréttaskýringu um Davíð með svo skömmum fyrirvara, án þess að gefa Friðrik færi á að jafna leikinn. Flestir reikna með að Davíð sé að fara Krísuvíkurleiðina að formannsembættinu með því að fara fyrst í varaformanninn. Fyrir þessu eru margvísleg rök. Davíð ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í gegnum sveitarstjórnarkosning- arnar í vor. Þá kostar það minni átök að kljást við varaformann- inn en formanninn og síðast en kannski ekki síst, þá hafa þeir Davíð og Þorsteinn verið per- sónulegir vinir frá „rennblautu barnsbeini“ eins og Davíð orðaði það sjálfur á landsfundinum. Hann kýs þvf vafalítið að gefa Þorsteini færi á virðulegri brott- för eftir að hann sjálfur hefur réttlætt valdatöku sína með kosn- ingasigri í Reykjavík. Landsfundarfulltrúar biðu spenntir eftir ræðu Friðriks Soph- ussonar á laugardag. Þar myndi koma fram hvað hann hyggðist gera eftir að framboð Davíðs var öllum ljóst. Þar sagði hann ma. að sér hefði lengi verið ljóst að þar sem Davíð færi, væri framtíð- arforingi á ferð. Hann leyndi því hins vegar ekki að hann hefði haft um það efasemdir að rétti tíminn væri kominn fyrir hann og flokk- inn. Þetta áréttaði Friðrik í sam- tali við Þjóðviljann og sagði þess- ar efasemdir meðal annars eiga rætur í því að sveitastjórnarkosn- ingar væru framundan. Friðrik sagði þann litla frest sem honum hefði gefist til að gera upp hug sinn, hafa verið óþægi- legan. Það hefði síðan verið hans í BRENNIDEPLI mat að draga sig til baka, ekki hefði verið hægt að segja Davíð að bíða, hann myndi standa upp fyrir honum næst. Það er þó mat Friðriks að hann sjálfur komi sterkari frá þessum fundi en hann fór inn á hann og frjálsari. Staða hans væri slík að fullt tillit yrði að taka til hans sjónarmiða í flokkn- um. Óánægjuna með forystu flokksins rakti Friðrik fyrst og fremst til þriggja atriða. Fyrst hefði komið upp klofningur í flokknum, síðan hefði flokkurinn beðið afhroð í kosningum og loks tekið þátt í skammlífri ríkis- stjórn. En hefði þá ekki verið nær fyrir Davíð að sækjast eftir for- mannsembættinu? Þessu sagði Friðrik að réttast væri að Davíð svaraði fyrir sig sjálfur, þetta hefði verið hans ákvörðun. Hugsanleg skýring gæti þó verið, að það væri bæði áhættuminna og fyrirhafnar- minna að skipta um varaformann en formann. Þessar breytingar nú væru meira breytingar breyting- anna vegna enda nauðsynlegt fyrir stjórnmálaflokk að sýna að hann væri lifandi og gæti breyst. Forystumál Sjálfstæðisflokks- ins verða ekki leyst í eitt skipti fyrir öll, að sögn Friðriks. Þau komi örugglega til með að verða tekin til athugunar reglulega. „Forystumenn stjórnmálaflokka eru heldur ekki lengur í lífstíðar- starfi sem slíkir, heldur geta þeir farið og komið aftur og því skyldu menn ekki gleyma“, sagði Frið- rik. Það væri aftur ljóst af orðum Davíðs í hans garð að loknu kjöri hans í varaformanninn, að full samstaða væri á milli þeirra. Vegna þess hvað fyrirvarinn á framboði Davíðs var stuttur, var óraunhæft fyrir Friðrik að fara í framboð gegn honum. En ef svo hefði farið er engan veginn víst hver úrslit hefðu orðið. Friðrik hefur starfað mikið í innviðum flokksins og nýtur þar víðtækrar virðingar og trausts. Um helm- ingur landsfundarfulltrúar eru menn og konur sem starfa með reglulegum hætti í félagsmálum innan flokksins og þar er Friðrik sterkur. Einn landsfundarfull- trúa sagði að ef kosið hefði verið á milli Friðriks og Davíðs, hefði örugglega ekki orðið um neitt burst að ræða. Hins vegar hefði Friðrik í störfum sínum sem vara- formaður lagt áherslu á að skapa einingu í flokknum og ef til vill metið stöðuna þannig, að ef farið yrði út í kosningar gæti það veikt stöðu Davíðs fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í vor. En hverjir eru þessir leiðtoga- hæfileikar sem sjálfstæðismenn og aðrir þykjast sjá í Davíð Odds- syni. Hvað hefur hann fram yfir Þorstein Pálsson? Það er til að mynda sláandi munur á þessum tveimur þegar kemur að því að ná sambandi við fólk úr ræðustól. Þorsteinn heldur þurrar ræður og bregður sjaldan út af því sem skrifað hefur verið fyrirfram. Davíð nær hins vegar sambandi við áheyrendur í gegnum hlátur- taugarnar. Það var til dæmis, áberandi hvernig hann náði að slaka á þúsund manns í Laugar- dalshöllinni á sunnudag með nokkrum gamansömum athuga- semdum. Hann sagðist hafa séð í einhverju blaði að efast væri um hæfileika hans til að gegna vara- formannsembættinu vegna þess hvernig hann væri skapi farinn. erfi algerlega hafnað. Þetta virtist fara fyrir brjóstið á mörgum og varð lendingin sú að fordæma kvótakerfið, viðurkenna að það þyrfti þó að vera við iýði enn um sinn en síðan ætti að taka við kerfi þar sem hvert skip fengi ákveðn- um hlut leyfðs heildarafla úthlut- að. Einn útgerðarmaður á fund- inum sagði þetta ágæta lendingu þó hann tapaði á henni sjálfur, þar sem hann hefði fiskað vel á viðmiðunarárunum. En það væri lítið réttlæti í því að þeim sem hefði gengið illa á þeim árum, ættu alltaf að hafa aflaheimild í samræmi við það. Undanfarin misseri hafa and- stæðurnar á milli Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags skerpst. Forystumenn þessara flokka hafa ítrekað undirstrikað hver annan sem höfuðandstæð- ing. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir kosningu Davíðs sanna að kenning Gunnars Thoroddsen um forystukreppur Sjálfstæðis- flokksins hafi verið rétt. Þegar Geir Hallgrímssyni hefði mistek- ist forysta í flokknum, hefðu stuðningsmenn hans viljað bægja óánægjunni frá honum með því að velta Gunnari úr sæti varafor- manns. Gunnar hefði þá gert þeim það til háðungar að leggja fram eftirfarandi breytingartil- lögu á lögum flokksins: „Nú mis- tekst formanni og skal þá vara- formaður víkja“. Ólafur sagði að nú hefði sömu aðferðum verið beitt gegn Frið- rik. Þær hefðu mistekist gagnvart Gunnari en tekist gagnvart Frið- rik. Sú spuming vaknaði hvort Davíð ætlaði sér að verða áhrifa- lítill formaður við hliðina á Þor- steini eða hvort Þorsteinn yrði algerlega háður Davíð. Éftir landsfundinn væri forystukreppa Sjálfstæðisflokksins jafn afdrátt- arlaus og áður. Davíð hefði hins vegar ákveðið að yfirgefa sæti borgarstjóra innan tíðar, fram- boð hans til varaformanns hefði verið fyrsta skrefið. Ef Davíð neitaði þessu eins og hann hefði raunar gert í fjölmiðlum, væri hann að segja að hann ætlaði sér að verða áhrifalítill varaformað- ur. Spurning dagsins væri því hver væri næsta borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Það væri síðan athyglisvert að Sjálfstæðis- flokkurinn skilaði auðu í öllum helstu málum á þessum lands- fundi. Stefnan í sjávarútvegsmál- um, landbúnaðarmálum og efna- hagsmálum væri jafn óskýr eftir fundinn og fyrir hann. -hmp „Forystumenn stjórnmálaflokka eru heldur ekki lengur í lífstíðarstarfi sem slíkir, heldur geta þeir farið og komið aftur ogþvískyldu menn ekki gleyma“, sagði Friðrik Sophusson Þriðjudagur 10. október 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.