Þjóðviljinn - 10.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.10.1989, Blaðsíða 7
ERLENDAR FRÉTTIR Ungverjaland Flokkurinn leggur sig niður Breytir sér í nýjanflokk sem svipar verulega til jafnaðarmannaflokka og lýsir yfir stuðningi við fjölflokkakerfi og markaðsstefnu Þau tíðindi urðu á þingi ung- verska kommúnistaflokksins um helgina að flokkurinn lagði sjálfan sig niður og gerði sam- dægurs úr sér nýjan flokk, sem nefnist Sósíalistaflokkur og hefur stefnuskrá sem mjög minnir á jafnaðarmannaflokka Vestur- Evrópu. Nafn flokksins, meðan hann enn var kommúnistaflokk- ur, hafði Iengi verið Sósialíski verkamannaflokkurinn. Flokk- urinn hefur ráðið lögum og lofum í Ungverjalandi frá því að það varð eins flokks ríki á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari. Flokksþingið lýsti jafnframt Bush sagður vilja efnavopn Bandaríska blaðið Washing- ton Post skýrði svo frá í gær að Bush forseti hefði ákveðið að Bandaríkin héldu áfram fram- leiðslu efnavopna og létu ekki einu sinni staðar numið við það þótt alþjóðlegur sáttmáli um eyðingu slíkra vopna tæki gildi. Blaðið hefur þetta eftir embættis- mönnum nokkrum, sem það nefnir ekki. Aðspurður vildi tals- maður Hvíta hússins ekkert um þetta segja. Bandaríkjamenn fá Nóbelsverðlaun Tveir bandarískir vísinda- menn, Harold E. Varmus og J. Michael Bishop, 49 og 53 ára, fá Nóbelsverðlaunin í læknisfræði þetta árið, samkvæmt tilkynn- ingu frá Karolinska institutet í Stokkhólmi. Fá þeir verðlaunin fyrir árangur í rannsóknum á vexti krabbafruma. Verkamannaflokkur í sókn Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar nýtur Verka- mannaflokkurinn breski nú fylgis 45 af hundraði þarlendra kjós- enda, en 37 af hundraði eru íhaldsflokks megin. Þýðir það að Verkamannaflokkurinn myndi fá 50 þingsæta meirihluta í neðri málstofu þingsins, ef kosið yrði nú. En reglum samkvæmt þarf ekki að efna til þingkosninga fyrr en á miðju ári 1992 og litlar líkur eru á að Margaret Thatcher vilji hafa kosningar fyrr nema því að- eins að flokkur hennar rétti sig af frá því sem nú er. Veiðiþjófar slátra fílum Stjórnvöld íTansaníu tilkynntu í gær að s.l. þrjú ár hefði fílum í stærsta þjóðgarði landsins fækk- að úr 55,000 í 30,000. Væri fækk- unin af völdum veiðiþjófa, sem leita mjög á fílastofninn í þeim til- gangi að ná í fílabein til að selja á svörtum markaði. Tansanía beitir sér fyrir því að samþykkt verði alþjóðlegt bann við verslun með fílabein. 90 fórust í fellibyl A.m.k. 50 manns fórust erfelli- bylur að nafni Angela gekk yfir norðurhluta Filippseyja á föstu- dag. Flestir þeirra drukknuðu í flóðum, sem fellibylurinn olli. 11 manns er saknað. Frá Filipps- eyjum hélt Angela áfram til Kína og varð a.m.k. 40 manns að bana á eynni Hainan. yfir fylgi sínu við að Ungverja- land tæki upp fjölflokkakerfi og þýðir það að kommúnistaflokk- urinn fyrrverandi, sem enn er rík- isflokkur, lætur af völdum ef hann tapar í kosningum. Flokk- urinn ætlast ennfremur til að eft- irleiðis standi ríkisstjórnin þing- inu reikningsskap ráðsmennsku sinnar, en ekki einum stjórnmálaflokki. Yfirlýst stefna hins endurfædda flokks er að Ungverjaland sé velferðarríki, grundvallað á markaðsbúskap, þar sem ríkisvaldið stuðli að frjálsu framtaki en skattleggi atvinnulífið til að tryggja afkomu þeirra, sem minnst mega sin, og til þess að halda megi uppi sómasamlegu skóla- og heilbrigðiskerfi. Einnig er í álykt- un flokksþingsins um þetta lögð áhersla á umhverfisvernd. Flokkurinn fordæmdi og á þinginu margt úr kommúnískri fortíð sinni, þar á meðal það að hann neyddi ungverska jafnað- armannaflokkinn til að sameinast sér 1948, Stalínstímabilið yfirleitt og innrás Sovétmanna 1956 til að bæla niður það sem flokkurinn kallar nú alþýðuuppreisn, en nefndi áratugum saman gagn- byltingu. Eigi að síður finnst frjálslyndum flokksmönnum að ekki hafi verið gengið nógu langt í því að losa sig við fortíð flokks- ms og óttast þeir að hann muni því verða fyrir fylgishruni í næstu kosningum, sem að öllum líkind- um verða frjálsar. Hefðarsinnar í flokknum eru hinsvegar mjög óhressir með umskiptin, sem orð- in eru á honum, og kváðu sumir þeirra hafa í hyggju að stofna nýj- an kommúnistaflokk. Nepszabadsag, dagblað flokksins, hefur fellt úr blað- hausnum „Öreigar allra landa, sameinist!“ og sett í staðinn: „Sósíalískt dagblað.“ í lögum hins nýja flokks er hann skil- greindur sem marxísk stjórnmálasamtök, er sameini hefðir kommúnisma og jafnaðar- stefnu. Reuter/-dþ. Nató Úttast upplausn Sovétríkja Sú var tíðin að þvf var haldið fram, að lífsnauðsynlegt væri að vestræn ríki stæðu sameinuð og hernaðarlega öflug til að gera að engu meintar útþenslufyrir- ætlanir Sovétríkja og austur- blakkar. Enn er því haldið fram innan Nató að grundvallarnauð- syn sé að ríki þess séu hernaðar- lega öflug og sameinuð, en nú er gefin upp gagnstæð ástæða við þá sem áður var, sem sé sú að Sovét- ríkin séu á undanhaldi sem stór- veldi og jafnvel hætta á að þau leysist upp. „Hættan stafar í mínum augum ekki af útþenslusinnuðum So- vétríkjum sem sækjast eftir yfir- drottnun,“ sagði Richard Burt, aðalsamningamaður Bandaríkj- anna á ráðstefnunni í Genf um langdrægar kjarnaflaugar, á laug- ardag. „Nú stafar háski af hrörn- andi veldi Sovétríkjanna, sem meira að segja getur verið að leysist upp.“ Taldi Burt að á slík- um óvissutímum bæri að setja þörfina á fullu samlyndi innan Nató öllu ofar.“ Burt sagði þetta í ræðu á þing- mannaráðstefnu Natóríkja, sem staðið hefur yfir í Róm s.l. fjóra daga. Manfred Wörner, fram- kvæmdastjóri Nató og fýrrum varnarmálaráðherra Vestur- Þýskalands, ámælti þar sumum aðildarríkja fyrir það að þau væru nú hirðulausari um hermál en áður hefði verið og tækju forskot út á væntanlega friðarsælu er þau héldu að ganga myndi í garð er risaveldin hefðu náð samkomu- lagi um frekari afvopnun. Reuter/-dþ. Austur-Þjóðverjar í Prag bíða eftir vögnum sem flytja eiga þá til Vestur-Þýskalands - 45,000 þeirra hafa flust og flúið þangað s.l. fjórar vikur. A ustur-Pýskaland Agasöm afmælishátíð Lögregla lét kylfur bylia á höfðum fólks sem hrópaði: „Ekkert of- beldi!“ og „Við verðum hér“ Jafnframt því sem um s.I. helgi var haldið upp á 40 ára afmæli austurþýska ríkisins kom í Austur-Berlín og flciri borgum tU harðari átaka milli lögreglu og mótmælafólks en nokkru sinni fyrr síðan 1953, er uppreisn var bæld niður af mikilli hörku. Að sögn talsmanna lúthersku kirkj- unnar þarlendis voru ef til vill um 700 manns handteknir í Austur- Berlín yfir helgina og 80-100 slösuðust. í Leipzig, Dresden, Potsdam og Magdeburg kom einnig til kröfu- og mótmælafunda og átaka mótmælafólks og lögreglu, en ekki er vitað hversu margir slösuðust þar eða voru handtekn- ir. Ókyrrt hefur verið í landinu síðan á miðvikudag, er til mikilla óspekta kom í Leipzig, en þar virðist andstaðan gegn stjórnvöldum hvað almennust. Mótmælafólk kastaði þar grjóti í lögreglu og lögregla og opinberir fjölmiðlar segja það hafa hrópað nasísk vígorð. Hinsvegar mun mótmælafólk það, er hafði sig í frammi um helgina, yfirleitt hafa hegðað sér af fullri friðsemd. Ekki dugði það þó til að fólkið slyppi við ofbeldi lögreglunnar og sérþjálfaðra liðsveita innanríkis- ráðuneytisins, sem létu kylfur bylja á höfðum fólksins meðan það hrópaði: „Ekkert ofbeldi!" Kröfu- og mótmælafundir stóðu yfir í Austur-Berlín og víðar frá því á laugardagskvöld og meira eða minna fram á sunnudagskvöld. Fólkið krafðist umbóta og athyglisvert er að það lagði áherslu á að það vildi verða um kyrrt í landinu. Nafn Gorbat- sjovs Sovétríkjaforseta var hróp- að í kór, en hann var staddur í Austur-Berlín sem gestur við af- mælishátíðahöldin. Ráðamenn þar í borg kenna vestrænum fjöl- miðlum og „spellvirkjum" um átökin. Um 45,000 manns hafa undan- famar fjórar vikur flust og flúið frá Austur-Þýskalandi til Vestur- Þýskalands. Reuter/-dþ. Heildarupphæö vinninga 07.1 Ovar 8.786.831 2 höfðu 5 rétta og fær hvor kr. 2.593.071 Bónusvinninginn fengu 5 og fær hver kr. 106.806 Fyrir 4 tölur réttar fær hver 7.253 og fy ri r 3 réttar töl u r færhverumsig473 VEISTU ... að aftursætið fer jafnhratt og framsætið. SPENNUM BELTIN hvar sem við sitjum í bilnum. UUMfEROAB RAD Þriðjudagur 10. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.