Þjóðviljinn - 12.10.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 12.10.1989, Page 1
Fimmtudagur 12. október 1989 170. tölublað 54. órgangur Fjárlög Á leið í stöðugleikatímabil Þriggja milljarða halli áfjárlögum 1990. Frumvarpið einkennist af aðhaldi,jöfnunaraðgerðum og kerfisbreytingum. Halli nœsta árs lœgri en áþessu ári sem hlutfall afvergri landsframleiðslu Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, lagði í gær fyrir Alþingi fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Vegna samdráttar í íslenskum þjóðarbúskap segir Ólafur að ákveðið hafí verið að leggja frum- varpið fram með tæplega þriggja milljarða halla. Hins vegar feli frumvarpið í sér forsendur til að skapa grundvöll fyrir nýtt stöðug- leikatímabil í íslenskum efn- hagsmálum og að millifærslukerfí Qármagns verði lagt af. Atvinnu- vegir og verkalýðshreyfíng verði sjálf að axla ábyrgð á eigin samn- ingum, rikisstjórnin hafí með Qárlagafrumvarpinu skapað efnahagslegt umhverfí sem þessir aðilar verði að laga sig að. Að sögn Ólafs Ragnars byggir grundvöllur fjárlagafrumvarps- ins á stöðugleika í gengismálum, jafnvægi í peningamálum og minnkandi verðbólgu og við- skiptahalla. Fjárlagafrumvarpið sé í raun burðarás efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og umfangs- mesta efnahagsaðgerð hennar. Ekki þýði fyrir atvinnuvegina og samingsaðila vinnumarkaðarins að koma til ríkisstjórnarinnar biðjandi um gengisfellingu eða auknar niðurgreiðslur eftir ára- N mótin. Með fjárlagafrumvarpinu hefði ríkisstjórnin í raun kynnt sínar efnahagsaðgerðir fyrirfram. Eitt megineinkenni frumvarps- ins er aðhald á flestum sviðum . Ríkisútgjöld lækka að raungildi um 4% frá þessu ári, eða um 4 milljarða. Fjármálaráðherra sagði að það væri í fyrsta skipti á þessum áratug sem ríkisútgjöld lækkuðu. Þá lækkuðu tekjur ríkisins að raungildi um 1,5 milljarð og skatthlutfall yrði því óbreytt sem hlutfall af landsfram- leiðslu. Halla næsta árs á að fjár- magna að fullu með innlendum lántökum, að sögn Ólafs, þannig að erlend skuldabyrði ykist ekki og vextir hækkuðu ekki. Þættir í fjárlagafrumvarpinu sem verka eiga til jöfnunar í samfélaginu, eru að lægra þrep virðisaukaskatts, 13%, verður á algengustu matvælum, svo sem Félagslegar íbúðir verða Iátnar stofnunar hækkar um 60% í kjöti, fiski og innlendu grænmeti. hafaforgang. Framlag til byggða- krónutölu og framlög til fram- Ólafur Ragnar Grímsson segir fjárlagafrumvarp ársins 1990 skapa nýjan grundvöll (íslensku efnahagslífi. Rafiðnaðarmenn Línur flækjast Símasambandslaust við Bretland og Bandaríkin að hluta. Ekki hœgt að hringja innanbœjar í Þorlákshöfn Kvikmyndir Góðaðsókn á Listahátíð Eins og kunnugt er stendur Kvíkmyndahátíð Listahátíðar nú yfir í Regnboganum. Að sögn Árna Þórarinssonar í undirbún- ingsnefnd fyrir hátíðina hefur að- sókn hingað til verið nokkuð góð og fer vaxandi með hverjum degi. Þegar hefur verið uppselt á nokkrar sýningar þannig að viss- ara er að tryggja sér miða tíman- lega. Menn skulu líka vara sig á að láta tímann hlaupa frá sér því hátíðin stendur aðeins til 17. okt- óber. Fjallað er um einstakar kvikmyndir á hátíðinni á síðu 8 í dag- -þóm Ef eitthvað kemur upp á getum við ekki hringt í lækni eða slökkviliðið nema þá að hlaupa á milli húsa. Þannig að ástandið í símamálunum hér innanbæjar er mjög alvarlegt, sagði Guðmund- ur Hermannsson sveitarstjóri Ölfushrepps. En vegna verkfalls rafíðnaðarmanna hafa Þorláks- hafnarbúar ekki getað hringt innanbæjar í nokkra daga. Ekki fékkst undanþága til að gera við hluta símstöðvar sem sér um tal- samband við útlönd, þannig að ekki er hægt að ná sambandi við Bretland og hluta Bandaríkj- anna. Þegar Þjóðviljinn fór í prentun hafði engin hreyfing komist á við- ræður rafiðnaðarmanna og við- semjenda þeirra. En þeir sátu hjá ríkissáttasemja fram á kvöld. Rafiðnaðarmenn eru örðnir treg- ir á undanþágur. Þeir minntu sjónvarpið á það í gær, að þá um kvöidið rynni út undanþága um útsendingu auglýsinga. Ekki hef- ur verið skipt um sérstaka spólu sem skráir símtöl farsíma, en venjulega er skipt um hana viku- lega. Símtöl í gegnum farsíma gætu því stöðvast. Erfítt er að ná símasambandi við og frá Mosfellsbæ. Ekki hefur verið tekin afstaða til undan- þágubeiðni. Sveitarstjóri Ölfus- hrepps hefur sent tvær undan- þágubeiðnir til verkfallsnefndar ráfiðnaðarmanna um að síman- um verði kippt í lag en árangurs. -grh kvæmdasjóða aldraðra og fatl- aðra halda sér í krónutölu. Tvær kerfisbreytingar hafa mest áhrif á fjárlagafrumvarpið að sögn Ólafs Ragnars. Virðis- aukaskatturinn fæli í sér að end- urgreiðslum ríkissjóðs á uppsöfn- uðum söluskatti til atvinnuveg- anna, yrði hætt og samkeppnis- aðstaða íslenskra fyrirtækja batn- aði. Önnur kerfisbreyting sem hefði mikil áhrif væri ný verka- skipting ríkis og sveitarfélaga. f gögnum frá fjármálaráðu- neytinu kemur í ljós að hlutfall hallans á ríkissjóði fer lækkandi með tilliti til vergrar landsfram- leiðslu. Árið 1986 var þetta hlut- fall -1,2%, 1987 -1,3%, 1988 -2,8%, 1989 -1,6% en á næsta ári er þetta hlutfall áætlað -0,8%. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs á næsta ári verður samkvæmt frum- varpi 1,6 milljarðar. Sérfræðing- ar fjármálaráðuneytisins segja að með því að hafa 3 milljarða halla á fjárlögum næsta árs, skapi lánsfjárþörf ríkissjóðs lítil þensluáhrif, eða um 370 milljónir króna. Ef hallinn hefði verið meiri, myndi það annað hvort leiða til hærri vaxta eða vaxandi skuldabyrði erlendis. En á næsta ári mun ríkissjóður í raun bæta stöðu sína gagnvart Seðlabank- anum um einn milljarð, sem þýð- ir að grynnkað er á höfuðstól skulda erlendis. Indriði Þorláksson, hjá Fjár- laga og hagssýslustofnun, vakti athygli á því að ef ríkissjóður losnaði undan þeim miklu vaxta- greiðslum sem hann þyrfti að standa skil á, tæplega 10 milljörðum, yrðu 6 milljarðar í afgang hjá ríkissjóði. Þetta væri þó nokkur einföldun þar sem al- menningur myndi greiða hluta þessara vaxta ma. með hærra orkuverði ef ríkissjóður tæki ekki á sig vissar skuldir orkufyrir- tækja. Heildartekjur ríkissjóðs á næsta ári eru áætlaðar 90,4 milljarðar en heildargjöld 93,2 milljarðar. -hmp Bankar Vextir lækka Víxilvextir einkabankanna lækkuðu í gær úr 29% í 27,5%. Utvegsbankinn hækkaði hinsveg- ar víxilvexti sína úr 27% í 27,5%. Landsbankinn og Búnaðarbank- inn eru hinsvegar enn með 26% víxilvexti. Landsbankinn og Búnaðar- bankinn breyttu hjá sér innlánsvöxtum og hækkuðu vext ir af Kjörbók Landsbankans og eru nú 17% á óverðtryggðum kjörum og 3% á verðtryggðum kjörum. Gullbók Búnaðarbank- ans hækkar úr 16,6% í 20% og Metbók úr 18,8% í 23,2%. Þá hækkar Verslunarbankinn vexti á yfirdráttarlánum úr 33% í 34% en Iðnaðarbankinn lækkar sömu vexti úr 33% í 32,5%. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.