Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 2
Frá síðasta VMSÍ-þingi á Akureyri 1987, - þar sem Karvel var kosinn varaformaður. Harka í burðaiiiðnum Kjaramálastefnu fyrir næstu samningalotu Verkamanna- sambands Islands verður ætlaður rúmur tími á þingi sambandsins sem hefst í dag. VMSÍ ætlar sér stóran hlut í heildarstefnumörk- uninni næstu misseri og þaðan má vænta andsvara við stefnu Vinnu- veitendasambandsins. Hjá VSI hefur línan verið lögð, - og skýrist með hverjum deginum sem líður frá yfirlýsingu Einars Odds Kristjánssonar formanns VSÍ á fundi Verslunarráðsins ný- lega. Með henni gaf Einar tóninn og gerði lýðum Ijóst að VSÍ yrði ekki til umræðu um kauphækk- anir, - enga verðtryggingu á laun og umræðugrundvöllur samn- inga yrði „lágmörkun kaupmátt- arskerðingar “ fyrir næsta ár. VMSf-þingið mun gefa tóninn fyrir mótun kröfugerðar fyrir næstu samninga. Vísbendingar um það sem er á oddinum hjá fulltrúum eru samþykktir verka- lýðsfélaga víða um land og sam- taka þeirra. Margar þeirra eru varlega orðaðar og bíða þess að þingfulltrúar taki af skarið þar sem óðum styttist í næstu samn- ingalotu. Tengsl við ríkisstjórnina? Sérfræðiálit sem lögð verða til grundvallar umræðunni á þinginu eru samin af þar til gerðum ráðnum sérfræðingum. Sumir þeirra hafa á hinn bóginn tengsl við ríkisstjórnina og atvinnu- stefnu hennar beint eða óbeint. Nokkrir „andófsmenn“ innan verkalýðs hreyfingarinnar sem Þjóðviljinn hafði samband við telja valið á faglegum ráðgjöfum nú vera tákn um nánari tengsl VMSÍ við „ máttarvöldin" í þjóðfélaginu en um langa hríð. Gildir þar einu hvort um „vinstri" eða „hægri“ samsteypu- ríkisstjórnir hefur verið að ræða. Þá er bent á að hörð viðbrögð þungavigtarmanna innan VMSÍ gegn vaxtahækkunum viðskipta- bankanna nýlega sýni sterkari tengsl við ráðamenn í ríkisstjórn, - og jafnvel Seðlabanka. Sérfræðingarnir sem um ræðir eru Birgir Árnason hagfræðingur og aðstoðarmaður Jóns Sigurðar- sonar iðnaðarráðherra. Hann fjallar um stóriðju og virkjanir. Tengsl hans gefa tilefni til að spyrja að hve miklu leyti sjón- armið ráðherrans nái inn á þing- ið. Birgir stendur jafnframt fram- arlega í forystu ungra krata. Jó- hann Antonsson viðskiptafræð- ingur og varaformaður stjórnar Atvinnutryggingasjóðs hefur sett saman greinagerð fyrir þingið um sjávarútveg og fiskvinnslu. Sig- urður Jóhannesson hagfræðingur er fyrrum starfsmaður Kjara- rannsóknarnefndar og skilar þinginu greinargerð um kjaramál og lífeyrismálin leggur Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Almennra lífeyrissjóða fyrir. Samábyrgö með vinnuveitendum? Verkalýðsfélög hafa á undan- förnum misserum sum hver lagt út í fjárfestingar í atvinnufyrir- tækjum. Nefna má dæmi frá Höfn í Hornafirði og Seyðisfirði, - þó ólík séu. Annarsvegar er þátttaka verkalýðsfélags tilkom- in vegna kaupa á atvinnutæki (skipi) hinsvegar vegna gjald- þrots fyrirtækis og stofnun nýs í kjölfar þess. Það hefur ætíð verið viðkvæmt mál innan verkalýðs- hreyfingarinnar hversu langt skuli gengið í samkrulli við vinnu- veitendur, bæði vegna takmark- aðs fjármagns og erfiðari stöðu eftir á við samningaborðið. Málið í BRENNIDEPLI er skylt afstöðu fólks í verkalýðs- hreynngunni til bankareksturs en þó álíta sumir vera umtalsverðan mun hér á og verja fjárfestingar verkalýðsfélaga í atvinnufyrir- tækjum með röksemdum um tryggingu atvinnutækifæra og byggðastefnu auk þess sem það telur að þannig séu peningasjóðir verkalýðsfélaganna betur tryggð- ir (sé um arðbæran atvinnurekst- ur að ræða). Ólík afstaða fólks bæði í for- ystu verkalýðshreyfingarinnar og í rótum hennar til bankastarfsemi hefur glögglega komið fram eftir að ákveðið var að ganga inn í væntanlegan íslandsbanka. Nú þegar, sjást skil á milli skoðana þeirra sem hafa það hlutverk að gæta hagsmuna bankans (for- maður bankaráðs, fulltrúi Dagsbrúnar í bankaráði Alþýðu- bankans o.fl.)og þeirra sem frá upphafi hafa verið andsnúnir samferð verkalýðs með iðnrek- endum og verslunareigendum í sameiginlegum bankarekstri. Nú íljósi þess að nán- ari tengsl virðast nú vera meðfor- ystu VMSÍ ogrík- isstjórn má búast við erfiðri göngu fyrir þá sem stefna í aukna hörku við samningaborðin eftir þetta þing þegar skilin hafa skerpst leitar fólk til hugsjónarinnar og það er líklegt að VMSÍ-þingið verði grundvöllur frekari ákvarðanna í þessum málum þar sem spurning- in hefur óðfluga nálgast pólitískt eðli sitt ekki síður en það rekstr- arhagfræðilega. Ábyrgðarstörf og samningaþóf í ljósi þess að nánari tengsl virðast nú vera með forystu VMSÍ og ríkisstjórn má búast við erfiðri göngu fyrir þá sem stefna í aukna hörku við samningaborðin eftir þetta þing. í samningum skipta forystustörfin miklu og í kosningum innan VMSÍ á laugar- daginn gerir fólk kröfu til þess að útkoman endurspegli málefnin. Viðmælendur Þjóöviljans telja að hér sé ekki um að ræða spurn- ingu um einn mann til eða frá, - út úr eða inn í stjórn. Þeim sem tamt er að líta fyrst á styrk per- sónanna og síðan á málefnin hljóti að vera freisting af því að spá í samsetningu á forystu VSÍ, - toppstöðurnar meðal atvinnu- rekenda og skoða síðan mögu- leika á sterkri samningasveit VMSÍ. Spurningin geti því orðið þessi: á að senda vana verkalýð- sforkólfa á sitjandi forystu VSÍ eða nýtt fólk gegn nýju fólki þar? í því sambandi minnist fólk þess hvernig samningamenn á báða bóga sem „vanir" eru hver öðrum geta orðið erfiðir ljáir í þúfu og lengt samningaþref. Hinu má ekki gleyma að sókn VMSÍ- forystunnar í sérfræðinga til að semja greinagerðir og tillögur fyrir þetta þing getur einnig verið vísbending um aukna áherslu á fagleg vinnubrögð. Vegna pólitískrar skiptingar á toppstöðunum innan VMSÍ, sem fæstir telja að raskist á þessu þingi, kann að vera athyglisvert að skoða þá kreppu sem kratar ganga í gegnum í dag og næstu tvo. Pétur Sigurðsson forseti ASV er krati og orðaður sem er- fingi á sæti Karvels Pálmasonar í varaformannsstarfið. Pétur hefur setið á móti núverandi formanni Vinnuveitendasambandsins Ein- ari Oddi í áraraðir við samninga- borðið á Vestfjörðum .Þeir áttu til dæmis mikið samstarf þegar hópbónus var komið í flest frysti- hús á Vestfjörðum á einum vetri og verða að teljast frumkvöðlar að því kerfi. Það kann því að fara eftir skoðunum manna á hversu æskilegt er að hafa þvílíka fortíð , -eða „haldgóða reynslu“ hvort kratar þrýsta fast eða Iétt á Pétur. Aðrir benda á að gegn „hópbón- usfurstanum" Einari Oddi væri eðlilegast að senda hagvanann fulltrúa úr sal: hópbónuskonu. fmg FRÉTTIR Innanlandsflug Meiri samkeppni Arnarflug sækir um aðfljúga á þrjá staði sem Flugleiðir þjóna Arnarflug hefur sótt um til sam- gönguráðuneytisins að fá að fljúga áætlunarflug á þrjá staði sem Flugleiðir hafa nú einkaleyfl á að fljúga tU. Þetta eru Höfn í Hornafirði, Húsavík og Patreks- fjörður. Flugleyfum verður endurúthlutað til flmm ára um næstu áramót og segir Steingrím- ur J Sigfússon, samgönguráð- herra að tvær leiðir komi tU greina í þessum efnum. í samtali við Þjóðviljann sagði Steingrímur að menn hefðu horft til tveggja möguleika með innan- landsflugið. Annars vegar að veita sérleyfi á ákeðna staði undir ákveðnu og virku eftirlitskerfi, sem hefði það verkefni að fylgjast náið með hvernig flugfélögin þjónustuðu sína ákvörðunar- staði. Hins vegar væri hægt að hugsa sér hvort réttlætanlegt væri að opna fyrir einhverja sam- keppni. Engum komi þó til hugar annað en að sú samkeppni gæti aldrei orðið nema takmörkuð og mjög stýrð. Ráðherra sagðist ekki vilja tjá sig mikið um málið í fjölmiðíum að svo stöddu. Aðilar eins og Flugmálastjórn og Flugr- áð ættu eftir að fjalla um það. Jörundur Guðmundsson, markaðsstjóri Arnarflugs innan- lands, sagði að félagið hefði þeg- ar skrifað bæjarstjórnum þeirra þriggja bæjarfélaga sem félagið hefði sótt um áætlun til. Félagið vildi fá að fljúga þrjá daga í viku til Hafnar og Húsavíkur, tvisvar á dag. En aftur á móti sækti félagið um að fá að sjá alfarið um flugið til Patreksfjarðar, þar sem það flug tengdist mjög þjónustu fé- lagsins við Bfldudal. Jörundur sagði Arnarflug nú þegar bjóða lægra verð á fargjöldum en Flug- leiðir, fargjöld væru almennt of dýr, en hann tryði því að meiri samkeppni leiddi til lækkunar. Það kemur fram í bréfi Arnar- flugs til samgönguráðherra, að 10 milljóna tap hefði verið á rekstri innanlandsflugs Arnarflugs á síð- asta ári. Félagið rekur tapið einna helst til þess hvað sérleyfin gefi Arnarflugi færi á að flytja fáa farþega. I máli samgönguráðherra kom fram að Flugleiðir og nokkur smærri flugfélög landsbyggðar- innar, hefðu sett fram hugmyndir um nánara samstarf þeirra á milli og sagði Steingrímur að þann möguleika yrði að skoða í stöð- unni, eins og alla aðra mögu- leika. -hmp Bifreiðaverkstœði Loftræsting víða léleg Vinnueftirlit ríkisins kannaði aðbúnað, holl- ustuhætti og öryggi á 128 bílaverkstœðum á höfuðborgarsvœðinu Ikönnun á aðbúnaði, holiustu- háttum og öryggi á 128 bfla- verkstæðum á höfuðborgarsvæð- inu gerði Vinnucftirlit ríkisins kröfu um úrbætur í meira en helmingi fyrirtækjanna varðandi almenna loftræstingu, afsogi frá útblæstri bfla og tækjabúnaði sem einkum var ábótavant í vinnurými. _______ Svo var einnig um aðstöðu við vélahlutaþvott og vinnu við hluti sem innihalda asbest. Aðstöðu við sprautuvinnu var einkum ábótavant í litlum fyrirtækjum. Þó reyndist hávaði ekki meðal stærstu vandamála í greininni og lýsing var víðast hvar góð. Vinnueftirlitið fylgdi eftir þeim kröfum sem gerðar voru sam- hliða könnumnm og í september- lok höfðu fyrirtækin fullnægt meira en 80% af kröfum sem varða öryggi, um 70% af þeim sem snerta aðbúnað starfsmanna og_60% af kröfum sem varða hollustuhætti. Tilgangur könnunarinnar var að afla upplýsinga um ástand að- búnaðar, hollustuhátta og örygg- is á vinnustöðum innan bfl- greinanna á höfuðborgarsvæðinu og nýta þær við að efla slysavarnir 'og vinna að úrbótum á vinnu- rými, tækjabúnaði og starfs- mannarými. Þá var lögð sérstök áhersla á að kanna hávaða, loft- ræstingu, meðferð lífrænna leysi- efna og hugsanlega mengun. -grh Ólafsvík Stakkholt vill selja enskum Gerír út þrjá báta auk fisk- og rœkjuvinnslu r Utgerðar- og fiskvinnsjufyrir- tækið Stakkholt hf. í Olafsvík hefur boðið enskum aðila í New- castle kaup á 20% eignarhluta fyrirtækisins til að rétta við fjár- hagsstöðu þess. Stakkholt hf. gerir út þrjá báta auk þess sem fyrirtækið rekur eigin fisk- og rækjuvinnslu. Ekki hefur þó formlega verið gengið frá kaupunum en samningavið- ræður hafa verið í gangi um nokk- urn tíma. Nokkur áhöld virðast vera á túlkun laga um eignaraðild er- lendra aðila í fiskvinnslu- og út- gerðarfyrirtækjum hér á landi. Sj ávarútvegsráðuneytið telur að erlendir aðilar megi ekki reka fiskvinnslustöðvar hérlendis en í lagi að eiga hlutdeild í útgerðar- fyrirtækjum en þó ekki meiri- hluta. Aftur á móti virðist það ekki vera jafn mikið á tæru þegar í hlut á fyrirtæki sem er í senn 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki. Hins vegar vegar hafa íslensk stjórnvöld ekki séð ástæðu til að amast við því þó að belgískir aðil- ar eigi allt að 49% í fiskvinnslu- fyrirtæki á Suðumesjum. _grj, Borgaraflokkur Guðmundur þing- flokksformaður Guðmundur Ágústsson þing- maður Borgaraflokksins, hefur verið valinn til þess að gegna for- mennsku í þingflokknum. Hann tekur við af Óla Þ Guðbjartssyni, sem nú gegnir starfi dómsmálaráðherra. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verður varafor- maður þingflokksins og Ásgeir Hannes Eiríksson gegnir starfi ritara. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.