Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 3
a tseoR Frumsýningr föstudagskvöldió 13. október. Húsió opnaó kl. 19.00. Mióa- og boróapantanir daglega í síma 23333. LAMBADA DAJASim Ru kju- ofi /a.vojrmu) nici) r ifsbc i jasós a. Hiinaiifisfiljaónr lianiboi 'f/a 1ii rtifjf) ur iii( ó liordcla iscsósn. Hjoónin ciiinifi J oq i rclta kröldrcrói & •^^fARH°LTI 20 SÍK11 233j]~ SAMEINAÐI GRÍNFLOKKERINN sýnir sápuóperuna Happahjólið: Glæsilegir vinningar Hijómsveit ingimars Eydal leihur tyrir dansi lil hl. 03. Verðkönnun Búsáhöld og nærföt misdýr Umtalsverður munur reyndist á iægsta og hæsta verði á búsá- höldum í verðkönnun sem Verð- lagsstofnun gerði í 33 verslunum víðsvegar um landið. Verðmun- urinn var allt að 62%, en það var 5 lítra Cyrver vaskafati sem kost- aði 198 krónur í Kaupfélaginu á Höfn í Hornafirði en 122 krónur í Kaupfélagi Borgnesinga. í tveimur öðrum tilvikum var munur á lægsta og hæsta verði yfir 50% Knivman hnífur kostaði á bilinu 305-467 krónur eða 53% munur og ákveðin gerð af Irish coffee glasi kostaði frá 130-195 krónur, eða 50% verðmunur. Mestur verðmunur í krónum talið var á þriggja lítra Alpan ál- potti. Munurinn var 789 krónur. í fréttatilkynningu frá Verð- lagsstofnun segir að ástæða verð- munarins sé einkum tvíþættur, misjafn aldur birgða og mismikil smásöluálagning. Pá hefur Verðlagsstofnun kannað verð á nærfatnaði í 48 verslunum og kom í ljós mikill verðmunur. Mestur munur á hæsta og lægsta verði var á Vouge-sokkabuxum sem kost- uðu 115 krónur í Kjarabót á Húsavík en 310 krónur í Olympiu við Laugaveg í Reykjavík. Verð- munurinn 170%. í tveimur tilvikum var munur á hæsta og lægsta verði um 80%. Triumph kvennærbuxur kostuðu 361 krónu í Svarfdælabúð á Dal- vík en 636 krónur hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavík. _Sáf Alnœmi 54 fengið HlV-smit Alls hafa 54 einstaklingar á ís- landi greinst með smit af völdurti HIV. Af þeim hafa 13 greinst með alnæmi á lokastigi og eru 5 þeirra látnir. Frá 1. janúar í ár til 30. september hafa 6 nýir einstak- lingar greinst með smitið og þrír nýir með lokastig alnæmis. Sjúkdómurinn er lang algeng- astur hjá hommum, en rúm 68% þeirra sem hafa smitast eru hom- mar, eða 37 einstaklingar. Fíkni- efnaneytendur sem nota sprautur eru næst fjölmennastir, átta tals- ins. Fjórir blóðþegar hafa greinst með smit allt konur og fjórir gagnkynhneigðir þar af þrjár konur. Alls hafa 8 konur greinst með smit, en karlarnir eru 46. Flestir eru á aldrinum 20-29, 27 talsins. Næst fjölmennasti hópurinn er á aldrinum 30-39, 13 talsins. Einn hefur greinst með smit undir tví- tugu og þrír yfir sextugu. Þá vekur það athygli að þrátt fyrir að þeim hafi fjölgað að und- anförnu sem hafa greinst með smit hefur enginn íslendingur lát- ist af völdum alnæmis í rúmt ár. ______________________-Sáf Grásleppg Fjögur þúsund tunnur óseldar Um fjögur þúsund tunnur eru enn óseldar af söltuðum grá- sleppuhrognum frá síðustu vertíð sem verkuð voru á Norðaustur- landi, Barðaströnd og á Strönd- um. Að sögn Arnars Pálssonar framkvæmdastjóra Landssam- bands smábátaeigenda var saltað í um 13.500 tunnur og búið að selja tæpar 10 þúsund tunnur. Ástæðan fyrir þessari birgðasöfn- un er einkum sú að sumir útflyt- jendur lofuðu uppí ermina á sér meiru en þeir gátu staðið við. Til að ræða þetta mál hafði utanríkisráðuneytið boðað full- trúa frá Landssambandi smábát- aeigenda, útflytjendum og kaupendum á fund í gær en þeim fundi var frestað um eina viku. ______________________-grh FRETTIR Þjóðhagsspá Samdráttur verður áfram Minnkandi fiskafli en aukin útflutningsverðmœti af álframleiðslu. Horft til Grænlandsþorsksins Endurskoðuð þjóðhagsspá komst í hendur þingmanna í gær. I henni kemur fram að horf- ur í þjóðarbúskapnum árið 1990 einkennast af minnkandi fiskafla. Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði fiskaflinn 10-12% minni en árið 1987 þegar yfirstandandi samdráttarskeið i þjóðarbú- skapnum hófst. í þjóðhagsspánni kemur fram að þunglega horfir um skilyrði þjóðarbúsins á næsta ári. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að stjórn efnahagsmála markist af því hvernig Ijúka skuli varnarbarátt- unni þriðja samdráttarárið í röð. Forsætisráðherra segir mögu- leikana á batnandi skilyrðum hvað hefðbundnar atvinnugrein- ar snertir, - felast í hugsanlegri göngu svokallaðs Grænlands- þorsks á íslandsmið og aukningu útflutningsverðmæta af álfram- leiðslu. í álframleiðslu er gert ráð fyrir stöðugri aukningu verð- mæta um 1% á ári hverju tímabil- ið 1990 til 1994. Atvinnutækifæri vegna aukinnar álframleiðslu eru talin aukast á næsta ári um 0,5% á landsgrundvelli. Fleiri ljósa punkta telur Steingrímur að næsta ár muni erfa frá þessu. Nefnir hann þar batnandi af- komu helstu samkeppnisgreina innanlands og hjá útílutningsfyr- irtækjum. í þjóðhagsspánni er gert ráð fyrir betra jafnvægi á fjármagns- markaði svo sem verið hefur síð- ustu misseri .Forsendur þeirrar skoðunar er að finna ef skoðaðar eru vaxtatekjur af fjármagnseign á þessu ári, -segir Þórður Friðjónsson forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar. fmg VSK Vershmin vill eitt skattþrep Varar við aukinni skattheimtu og þar með hækkun vöruverðs Aamstarfsráð verslunarinnar vill að virðisaukaskatturinn verði í einu þrepi og það verði ekki hærra en 22% eins og upp- haflega var gert ráð fyrir auk þess að undantekningar verði helst engar. Ennfremur vill ráðið að ákvæði laga um greiðslufrest skattsins í tolli verði virk frá 1. degi með reglugerð sem ráðherra setur, að uppgjörstímabil skattsins verði 4 í stað 6, að sett verði reglugerð um endurgreiðslu skattsins til er- lendra ferðamanna og að skatt- skylda verði miðuð við greiðslu- aðferð en ekki reikningsaðferð neð sérstöku tilliti til afborgunar- viðskipta. Á blaðamannafundi í gær lýstu forystumenn Félags íslenskra kaupmanna, Kaupmannasam- taka íslands og Verslunarráðs ís- lands yfir ánægju sinni yfir þeim fyrirhuguðu breytingum að virð- isaukaskattur verði tekin upp í stað söluskatts við næstu áramót. Þó með því fororði að þessi kerf- isbreyting verði ekki notuð til að auka enn meira skattheimtu á landsmenn og fyrirtæki og þar með hækkun vöruverðs. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.