Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Leggðu okkur lið að leggja aðaláherzlu á órofa- samþættingu þessa hvoru tveggja. Við byggjum svo oft og svo vel en gleymum hinum við- varandi hlut rekstrarins, sem til framtíðar litið hefur ólíkt meiri fjármunaþörf í för með sér. Það má hins vegar ekki hindra það að áfram sé byggt upp af full- um krafti þar sem brýn þörf kall- Helgi Seljan skrifar raða eins og á fínu máli er sagt og þá skiptir mestu hvaða mælistika er látin ráða. Og frumforsenda er örugg og áreiðanleg áætlanagerð um það sem framkvæma skal og hvernig megi til farsældar þeim sem þarfnast samfélagsliðsinnis mest til að mega eiga sem eðlileg- asta hlutdeild í sjálfu ævintýrinu - lífsævintýrinu. Þess vegna er ekki Ég hygg að ýmsir ókunnugir segi sem svo. Er ekki „lottóféð“ til lausnar? Hvað verður um allar þær upphæðir, sem til Öryrkja- bandalags íslands renna eftir „lottó“farveginum? Skylt er að upplýsa, að einm- mitt þess vegna hafa tugir öryrkja fengið úrlausn húsnæðisvancja síns, en óralangt er enn í það að „Allirflokkar áAlþingi segjast bera þessi mál fyrir brjósti... Núer að koma í verkþessum ágcetu áformum, láta viljann í Ijós ífram- lögum tilframkvœmda og reksturs. Um ann- að og meira er nú ekki beðið. “ í allri baráttu, hversu brýn sem hún er og úrlausnir aðkallandi þá ber að virða það og viðurkenna sem vel hefur verið gert, hvort sem er af samfélagsins hálfu eða félagasamtökum áhugafólks. Svo blind má baráttan aldrei verða, þótt ótalmargt knýi á og kalli á skjóta lausn, að öllu því sé gleymt sem gert hefur verið. Samtök fatlaðra viðurkenna fjölmörg vel unnin verk um leið og þau hljóta að sækja fram til frekari sigra, svo ótalmargt sem enn er framundan af óloknum verkefnum. Barátta þeirra verður enn um sinn að beinast að hinum brýnu verkefnum sem blasa við um leið og að heildarhag er hugað. Það fer þannig ekki milli mála að ærið margt hefur áunnist í málefnum fatlaðra undangenginn áratug og þó máske mest í þeim þáttum er lúta að þroskaheftum. Uppbygg- ing blasir sem betur fer alls staðar við og gleðiefni er það þó mest að út um allt land hefur örust og mest orðið þróunin - svo líkja má við beina byltingu. Það sem við þorðum vart að vona eða áttum sem draum í óra- firrð fyrir hálfum öðrum áratug er orðið að virkileika dagsins í dag og þó miklu meira. En áfram skal ótrautt halda, svo ekki verði stöðnun eða afturför og til þess verðum við að fá liðsinni fólksins í landinu og samfélagsins í heild, þeirra sem þjóðarkökunni sneið- skipta þó fyrst og síðast. Þrátt fyrir allt sem áunnizt hefur skortir átak enn. Átak í fram- kvæmdum fyrst, en samhliða þarf að tryggja öruggan rekstur þess, sem upp er byggt. Máske þarf nú ar á. Auðvitað munu menn segja að nú sé þröngt í búi og bágindi meiri en svo að menn geti leyft sér stóra og dýra drauma. Auðvitað verður einhvers staðar við að koma, draga mörk, leggja nýjar áherzlur og víða má virki- lega spara. Það er hins vegar einfaldlega svo að það er enginn sparnaður í því fólginn að ýta brýnum vanda á undan sér í stað þess að leita allra leiða til lausnar. Það er einnig ofurljóst að enn meiri áherzlu þarf að leggja á hin þörfu og aðkallandi verkefni þeg- ar þrengir að. Þá þarf nefnilega að forgangs- hikað við það á „erfiðum tímum“ að fara fram á fjögurra ára áætlun til þess að leysa mikinn vanda yfir eitt hundrað fatlaðra einstak- linga, sem hafa beðið og bíða enn úrlausnar sem og aðstandendur þeirra langþreyttir af erfiðri umönnun, sem alla orku þeirra hefur tekið. Auðvitað kostar það sitt að leysa þessi mál, en vita skulu menn, að það kostar miklu meira að láta þau hlaðast upp og verða að ókleifum vegg. Það er máske það mál sem allir eiga að geta skilið, þó ég efi ekki að langflestir meti einig hinn mannlega þátt, sem með þessu öðlast úrlausn. unnt sé að sinna öllum, er þangað leita athvarfs, hins eina utan fé- lagsmálastofnana sveitarfélag- anna. Um það vitnar bezt eða verst biðlisti Hússjóðs Öryrkjabanda- lagsins upp á nær 300 manns, þar af um 30% fólks með geðræn vandamál, hópar sem óðfluga vex og alltof hratt. Menn skulu gæta þess hversu miskunnarlaus markaður leigukjaranna er og alls óviðráðanlegur þessu fólki. „Lottó“fé fólksins í landinu er því mikilvægt framlag og leysir vanda ótalinna, en áðurnefndir einstaklingar upp á rúmt hundrað með sambýlis- eða heimilisþörf eru einfaldlega utan við þennan biðlista og samfélagið í heild á þar að koma inn í. Allir flokkar á Alþingi segjast bera þessi mál fyrir brjósti, allir segjast vilja leggja einmitt þessu máíi lið. Nú er að koma í verk þessum ágætu áformum, láta viljann í ljós í framlögum til framkvæmda og reksturs. Um annað og meira er nú ekki beðið. Á degi fatlaðra á íslandi með því einfalda vígorði að vopni: Lífsgæði mun beðið um endur- speglun þessa eindregna vilja allra stjórnmálamanna. Hinn 13. október leggið þið okkur lið í þessari hógværu kröfu - heimili handa þessum hundrað manna hóp á næstu árum. Þið eruð aflið, fólkið í landinu sem labbar með okkur niður Laugaveg og Bankastræti allt niður á Austurvöll og eins verðið þið úti á landi með okkur, þið sem gangið þar fyrir fulltrúa ykk- ar með sömu kröfu, sömu ein- dregnu óskina og biðjið þá að leggja lið. Þá verður öðruvísi og enn betra um að litast eftir fimm ár virkra framkvæmda veruleikans, sem allir segjast vilja sjá, sem all- ir segja aðeinn sé samboðinn þjóðfélagi þar sem velferð og jafnrétti eiga ævinlega að vera í öndvegi. Leggðu okkur því lið - leyfðu okkur öllum að eiga aðild að þessum virkileika. Helgi er félagsmálafulltrúi Öryrkja- bandalags Islands. MENNING Naktar penir smíðuðu litla íbúð þegar þær mddu frá sér þessu næturmyiiói Jón Stefánsson Úr þotuhreyflum guða Útg. höf. 1989. Þetta er önnur ljóðabók Jóns Stefánssonar og hefst hún á til- vitnun í popparann og ljóð- skáldið Tom Waits. Það sem að mínu viti tengir þá er myrkur, borg, ljósastaurar og furðulegt háttalag mannanna. Einmana- leiki, vonbrigði og ást. Sveitin telst líka með. Það væri fróðlegt að bera þessa tvo höfunda saman ítarlegar en hér er hægt. Ég verð að viðurkenna að við fyrsta lestur bókarinnar þótti mér hún vera metnaðarlaus fram- lenging á nokkrum þekktum höfndum, s.s. Brian Patten og bók hans Little Johnny’s Con- fessions. Lítum á þetta í því sam- bandi: Fyrra bréf úr blokk á miðnesheiði Elsku mamma; regnúði eins og fíngerð slœða regnúðinn sem án minsta fyrirvara vreður haglél sem vindurinn þeytir úrillur í andlit þitt eins og örsmáum hörðum hnefum sumarið svefnvana sumarið með birtuna eins og eldspýtur undir augnlokum eða veturinn þegar fyrstu sólargeislarnir frjósa í morgunsárinu þessi eyja í kaldri greip hafsins sem skapstyggur vindurinn umbreytir í blýgrátt tennt skrímsli sem spýr gulli þessi eyja þar sem ég stend krúnurakaðan vörð um frelsið bless þinn sonur En því betur og meirar sem ég las komu fleiri þættir í ljós sem eru Jóns og einskis annars, þótt hann sé augsjáanlega ekkert að fela þessi áhrif. Þegar ég tala um eigin tón Jóns hef ég í huga trúarlegt og guð- fræðilegt innihald ljóða hans sem er sérstaklega áberandi í fyrsta kaflanum en fyrir honum fara þessi orð: Vinsamlegast snúið lífi ykkar í átt að einglyrni himinsins þaðan mun ég tala Þetta minnir mig óneitanlega á Opinberunarbók Jóhannesar. Það er guð sem talar; einglyrn- ið táknar virðuleika hans og aldur. Hann hvetur mennina til að veita orðum sínum athygli. Kvæðið „Slitur úr gömlum for- mála” er í mínum huga einræða guðs sem staglast á því að hann hafi ekkert að segja, þrátt fyrir beiðni sína um áheyrn hjá mönn- unum. ----- ég stend á herðum tímans og sé sjónvarpsstöðvar verða að söfnum gleymskunnar ég bryð kletta svo vindsamt augnaráð konunnar feyki ekki blóðinu úr farvegi sínum ég hef ekkert að segja en verður stundum hugsað til þín sem hefur fundið tilgang lífsins og átt við fituvandamál að stríða verður stundum hugsað til þín Honum verður stundum á að gera eitt og annað og hugsa til hinna og þessara eins og línurnar hér fyrir ofan sýna og í lok kvæð- isins er líkt og skáldið sameinist guði í einum líkama: þegar rákin sem sólin skildi eftir á niðurleið er óðum að hverfa og kvöldhiminninn breiðir úr sér þakinn sæðisslettum guðs í tveimur síðustu línunum talar skáldið og lýsir frjómætti guðs. Næsta kvæði virðist vera lýsing á Eden eða Paradís alla, vega hefst það á þeim slóðum. fyrir daga kynhvatanna man fyrir daga kynhvatanna þegar hitinn draup af hverju laufi og konungurinn klauf loftið drepandi slöngur apa svertingja og stundum líka vonda menn man fyrir daga kynhvatanna konungurinn með hana föla af fegurð undir brúnum armi eftir tíma apynjanna man fyrir daga kynhvatanna áður en svartir tvífœtlingar risu upp og að sögn stjórnvalda misskildu sig sem menn Hérna er guðinn orðinn kon- ungur, hinn hvíti maður sem kúg- ar og drepur menn og dýr. Kvæðin Fyrrum og nú s. 14 og 15 bregða upp myndum af lífi þjóðarinnar í gluggalausum moldarkofa og ofglugguðu nú- tíma húsi þar sem vandamálin og firringin, eru sama eðlis. Flugljóð er síðast í I kafla og er í mínum huga nýr samruni guðs og skálds en það er þröngt og hér uppí háloftunum er oft erfitt að anda. Þessi kafli þykir mér for- vitnilegasti hluti bókarinnar og höfundi til mikils sóma. Þriðji kaflinn skiptir yfir í ann- an takt og ort er til Kristjáns Fjallaskálds og Jóhanns Sigur- jónssonar. í þessum kafla eru ríkjandi grá- ir tónar: framljósin greina engin form í/ sviplausri þokunni þar sem steinn/ verður fjall, eða: og hann flýr/ gráa einsemd kastala- veggjanna. svipmyndir nóttin draumkenndar svartar konuhendur þögnin brothœtt gler síðustu langdrukknu hrópin horfin með hraðboðum augnabliksins bilað götuljós varpar rökkri gegnum rúðuna yfir andlit mitt þyrlar upp minningum um háværa tónlist raddir í reykþungu lofti og svipi sem eirðarlaust Ijósið sleit alla merkingu úr beðið í rökkrinu af biluðu götuljósi að hugsun mín verði loksins lognkyrr af þungri víndrykkju ogþú viðráðanleg tæring barþjónn dormar yfir slitnu klámblaði og héðan fór kona með hrakið augnaráð tœlandi dýrsleg andspænis logandi fegurð þinni og þyrnótt hugsun næturinnar skolar óminnisöldum yfir þjáningaspor mannsins þegar barþjónninn sópar mér út í blautt morgunsárið Hérna er Tom Waits tilfinning- in mjög sterk, allavega að því marki sem ég þekki hann. Þetta er fallegt ljóð, rómantískt og auk þess ekki eina rómantíska stemmningin í bókinni. Jón er vel máli farinn og það er gaman að bragðvísi hans eins og því t.d. hvernig hann setur upp nöfn ljóðanna. Magnús Gestsson Fimmtudagur 12. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.