Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 7
FRETTIR Tölvur Tímasprenging á föstudegi Þrír tölvuvírusar munugera vart við sigföstudaginn 13. október. Aðeins einnþeirra hefurgreinsthérlendis en alls hafa greinst hérfimm tölvuvírusar Föstudagurinn 13. hefur löngum þótti hinn mesti ó- lukkans dagur og eru margir sem trúa því statt og stöðugt að hinir hræðilegustu atburðir munu ger- ast í hvert sinn sem slíkan dag ber upp. Hingað til hefur þetta aðal- lega verið bundið einhverri hjátrú og dulspeki en möguleikar eru á að þeir sem vinna við tölvur verði fyrir einhverju tjóni á morgun, föstudaginn 13. októ- ber. Tölvuvírusar hafa verið þekkt fyrirbrigði um nokkurt skeið en til eru nokkrir vírusar sem eru gerðir með það fyrir augum að skemma vinnu fyrir fólki á þeim degi. Pað er því ekki að ástæðu- lausu sem menn eru uggandi um sín forrit og gögn og munu vafa- laust margir taka afrit af öllu slíku áður en föstudagurinn 13. rennur upp -1 rauninni er ekki svo mikið að óttast hér á landi þennan um- talaða dag. í dag eru þekktir 78 mismunandi tölvuvírusar í heiminum en aðeins fimm þeirra hafa fundist hér á landi. Af þess- um fimm vírusum er aðeins einn sem getur gert einhvern óskunda föstudaginn 13. þannig að hættan er ekki meiri en á öðrum tímum. Tveir aðrir vírusar eru gerðir með föstudaginn 13. í huga en þeir hafa enn ekki fundist hér á landi, sagði Friðrik Skúlason tölvufræð- ingur hjá Reiknistofnun Há- skólans og sérfræðingur í tölvu- vírusum. - Vírusinn sem getur gert skaða á föstudaginn kallast Jerú- salem vegna þess að þar var hann fyrst greindur. Hann er út- breiddastur af þessum þremur vírusum og sá eini sem komið hefur hingað til lands. Hann er hengdur aftan í forrit og þegar það er keyrt eyðir hann forritinu og sjálfum sér í leiðinni. - Hættulegasti vírusinn varð- andi þennan dag er hinsvegar svokallaður Data Crime sem er algjör tímasprengja. Hann er stilltur inná föstudaginn 13. októ- Leiðrétt minningargrein í minningargrein um Benedikt Gíslason frá Hofteigi sem birtist í blaðinu í gær urðu þau mistök, að hluti málsgreinar féll niður og skekkist við það samhengi. Petta varð þar í greininni, í þriðja dálki hennar, sem segir frá búskap Benedikts í Hofteigi. Réttur er textinn svona - innan sviga það sem niður féll: „Hann var kappsamur við vinnu (og ætlaðist til þess sama af öðrum. Féð var margt) og landinu farnaðist vel. Það þarf því engan að undra þótt Benedikt héldi því fram með þeirri ákefð sem honum var gefin að sauðkindin og gróðurinn ættu eðlilega samleið í þessu landi“. Þjóðviljinn biðst velvirðingar á þessum mistökum. Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri LFH og Magnús Þór Jónsson auglýsingateiknari með merkið „hæng“. Hængur á útfluttan gæðalax Framvegis verður „hængur“ notað á útfluttan gæðalax. Landssamband fiskeldis- og hafbeitarstöðva stóð fyrir hugmyndasamkeppni um gæða- merki á lax frá sambandinu og hlaut Magnús Þór Jónsson auglýsinga- teiknari fyrstu verðlaun fyrir merki sem hann kallar „hæng“. Auk þess sem merkið verður notað á útfluttan gæðalax verður það einnig notað í auglýsingar og til almennra kynningar- og markaðsmála á erlendum mörkuðum. Merkið sýnir haus á hæng, orðu í íslensku fánalitunum og tvo hálfhringi sem tákna að fiskurinn er alinn fiskur. Inni í hringunum er slagorð á ensku: „Iceland for quality“ eða íslensk gæði. Þeir einir fá að nota gæðamerkið sem uppfylla ströng gæðaskilyrði sérstaks gæða- sambands Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Ungbarnanudd Verðandi og nýbakaðir foreldrar geta lært ungbamanudd hjá Elín- borgu Lárusdóttur félagsráð- gjafa. Ungbarnanuddið er alda- gömul aðferð til að viðhalda heilsu og velferð barnsins, bæði líkamlega, tilfinningalega og andlega. Nuddið styrkir ónæmis- kerfi líkamans, blóðrás og öndun og hjálpar barninu að slaka á, los- ar um spennu og streitu og stuðl- ar að betri svefni. Upplýsingar um námskeiðið veitir Elínborg Lárusdóttir í síma 22275 og 27101. Verðhækkunum mótmælt Á sambandsstjórnarfundi iðn- nemasambands íslands 7. októ- ber sl. var samþykkt ályktun þar Friðrik Skúlason tölvufræðingur: Aðeins einn vírus fundist hérlendis sem á að fara í gang föstudaginn 13. Mynd: Jim Smart. ber 1989 sérstaklega og fer í gagn á þeim degi eða síðar. Menn eru því ekki ömggir þótt ekki sé unn- ið við tölvuna þennan dag en Data Crime eyðir öllu af harða diski tölvunnar. Sá þriðji er S- afríski vírasinn en hann er enn mjög sjaldgæfur og tiltölulega meinlaus. Aðrir kunnir vírasar era ma. Austurríski vírasinn sem skemmir 8. hvert forrit og Hass- vírasinn sem birtir í öðra hverju forriti „Your Computer is Ston- ed“. En hvaða vírusar eru þekktir hérlendis auk Jerúsalems? - Elstur er Boltavírasinn sem lýsir sér þannig að bolti úr tölvu- leik hoppar og skoppar á skján- um. Alvarlegastur er Haustvíras- inn en hann greindist bara október-desember í sl. haust. Nú lætur hann ekki á sér bera en ótt- ast er að hann skjóti aftur upp kollinum á sömu mánuðum. Hann lýsir sér þannig að bókstaf- irnir á skjánum detta einn af öðr- um niður á botn skjásins og lenda þar í einni hrúgu. Verst er þó að forritin verða ekki söm á ný eftir að hafa smitast af Haustvírasi. Þá er íslenski vírasinn að sjálfsögðu til hérlendis en hann er mjög sjaldgæfur. Hann hefur einnig fundist erlendis og fannst ma. „endurbættur“ í ísrael. Sá fimmti sem greinst hefur hér á landi kall- ast Brain sem vísar til manns- nafns en ekki heilans. Hann er nokkur algengur erlendis en það er varla hægt að segja að hann sé til á íslandi því hann hefur aðeins einu sinni fundist og var eytt sam- stundis. / hvers konar tölvum er mesta hættan á að verða fyrir tölvuvír- us? - Tölvuvírasar finnast aðallega í einkatölvum, sérstaklega í Mac- intosh og í svokölluðum PC- tölvum. Erlendis er þetta miklu meira vandamál og er talið að um 200 nýjar tölvur smitist af Jerú- salem á hverjum degi í Banda- ríkjunum en alls um 500 tölvur af alls konar vírusum. Ég hef gert forritið Lykla-Pétur til varnar tölvuvírusum. Það leitar uppi vír- usa, eyðir þeim og verndar bæði gegn þekktum og óþekktum vír- usum. Ég á haldgott safn vírasa og hef prófað þá á Lykla-Pétri og hefur honum ekki enn orðið meint af. Hinsvegar er auðvitað möguleiki á að búa til vírus gagn- gert til að komast framhjá Lykla- Pétri en til þess þarf mjög góða þekkingu, sagði Friðrik Skúla- son. Það er því eins gott að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar unnið er við tölvu og gera einhverjar ráðstafanir til að smitast ekki. Rétt einsog með aðra illræmda vírusa er vissara að setja öryggið á oddinn og nota „smokk" til varnar tölvuvírusum. -þóm sem mótmælt er harðlega þeim verðhækkunum sem átt hafa sér stað á undanförnum misseram, sérstaklega frá gerð síðustu kjarasamninga og ganga í ber- högg við gefin loforð ríkisstjórn- arinnar, einsog segir í ályktun- inni. Jafnframt lýsir sambands- stjórn INSÍ yfir fullum stuðningi við verkfall Rafiðnaðarsambands íslands og harmar að ríkisstjórn sem kennir sig við félagshyggju láti viðgangast að reynt sé að berja niður verkfall fólks með vinnubrögðum sem ekki hafa áður þekkst í íslenskri verkalýðs- sögu. „Sambandsstjórn Iðnemas- ambands íslands gerir þá kröfu að ríkisstjómin afneiti fráleitri túlkun ríkislögmanns á réttmæti verkfallsins og tryggi að forstöðu- menn allra ríkisstofnana virði verkfallið. Áhugamenn um mannfræði í kvöld kl. 20 verður haldinn stofnfundur Félags áhugamanna um mannfræði. Tilgangur félags- ins er að efla umræðu á íslandi um mannfræði. Stofnfundurinn verður í stofu 101 í Odda, hugvís- indadeild Háskóla íslands. Námskeið um f jármál einstaklinga G-samtökin, samtök gjaldþrota einstaklinga, munu standa fyrir námskeiði um fjármál einstak- linga og rekstur heimila. Fjallað verður um helstu atriðin í fjár- málum fólks og rekstur heimilis, gerð fjárhagsáætlana, lánavið- skipti og útreikninga í því sam- bandi og viðbrögð við fjárhags- örðugleikum. Leiðbeinandi verður Sigurður Geirsson við- skiptafræðingur og er námskeið- ið haldið í samvinnu við MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Námskeiðið verður hald- ið í fundarsal Hlífar, Reykjavík- .urvegi 64 í Hafnarfiði og verður dagana 23., 24. og 25. október. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu G-samtakanna í síma 91-652277 þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11-14, eða hjá Grétari Kristjónssyni í síma 92- 16960 og hjá Tryggva Þór Aðal- steinssyni hjá MFA í síma 84233. Að deyja með reisn Öldranarráð íslands gengst fyrir ráðstefnu á föstudag kl. 13 í Borgartúni 6. Annarsvegar verð- ur fjallað um ný lög um málefni aldraðra og verða framsögumenn frá heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og Pétur Sigurðs- son. Hinsvegar verður fjallað um efnið „að deyja með reisn“, þ.e. vandamál sem tengjast virkri læknisþjónustu þegar ekki verð- ur séð að hún beri árangur. Fram- sögumenn dr. Pálmi Jónsson læknir og sr. Ölafur Oddur Jóns- son. Námstefnustjóri er Gunn- hildur Sigurðardóttir hjúkrunar- forstjóri. Hjörtur Nielsen í Mjóddina Hjörtur Nielsen hefur opnað nýja verslun að Álfabakka 14 i Mjóddinni. Á boðstólum verða sömu postulíns- og kristalsvörur og Hjörtur hefur boðið uppá í versluninni í Templarasundi, Mattarósin, Renesance, Hvíta stellið og Laukurinn auk Lindner varanna frá Þýskalandi. Versl- unin i Templarasundi verður opin fram að jólum en síðan verður verslunin eingöngu í Mjóddinni. í nýju versluninni verður myndlistar- sýning stöðugt í gangi og er Margrét Jónsdóttir þar núna með sýnigu á olíumálverkum. Flmmtudagur 12. október 1989 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.