Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.10.1989, Blaðsíða 9
Ur fombóka- sölunni í mjaltimar á kvöldin Olga Ágústsdóttir, bóndi og fornbókasali á Akureyri: Fornbókasalan nokkurs konar aukabúgrein. Menn hneigjast til ljóðalesturs á síðsumarkvöldum Akureyri - höfuðborg Norðurlands hefur löngum getað státað af miklum bóka- vinum. Þar hafa t.a.m. aiið manninn bókasafnarar ekki smáir í sniðum, menn eins og Þorsteinn M. Jónsson, Steindór Steindórsson frá Hlöðum og Guðmundur skáld Frímann. Það er því ekki að undra að í bænum finnist forn- bókaverslun - Fróði - sem er reyndar sú eina norðan heiða. Það eitt er þó ekki í sjálfu sér í frásögu færandi - heldur það að kaupmaðurinn er bóndi að upplagi og starfi, Olga Ágústsdóttir. - Ég keypti þessa verslun 1985 og hef rekið hana síðan. Þá stóð jafnvel til að selja hana suður yfir heiðar til Reykjavíkur. Mér hlýtur að hafa runnið það til rifja ef við yrðum að sjá á bak einu verslun sinnar tegundar á Norðurlandi og sló því til, segir Olga. - Reyndar var ég búin að vera heima í tólf ár með börnin. Þegar þau eru vaxin úr grasi vill maður beina kröftum sínum að einhverju nýju. - Trúlega bý ég enn að kynn- um mínum af heimilisbóka- safninu þar sem ég var í sveit sem stelpa, segir Olga þegar hún er spurð um rætur bókaáhugans. - Þegar ég var bún að lesa skemmtilegu bækurnar að mér fannst, var maður tilneyddur að lesa hinar, sem reyndust yfir- leitt ekki síðri þegar til kom. Aukabúgrein meö kúabú- skapnum og kart- öfluræktinni Olga er búsett að Kaupangi í Öngulsstaðahreppi, þar sem hún ræktar kartöflur og rekur kúabú. - Við erum loksins búin að taka upp, endavorum við í fyrra fall- inu og sluppum við vætukaflann í haust. Það má heita að það hafi rignt upp á hvern einasta dag síð- an við náðum að taka allt upp. Uppskeran er rétt í meðallagi. Gullaugað kom fremur illa út. Það er alltaf erfitt að eiga við þessar rauðu íslensku og ég hef heyrt að uppskeran af þeim sé með rýrara móti við Eyjafjörð í ár, segir Olga. - Það má segja að fornbóka- verslunin sé einskonar aukabú- grein. Þetta fer ágætlega saman. Eg er mjög ánægð með þetta. Hérna hittir maður alls konar fólk - sérstaklega á sumrin. Þá slæðist hingað inn mikið af ferða- mönnum, eins og úr Reykjavík, fólk sem alla jafna gefur sér ekki tíma til að dunda sér í fornbóka- verslun nema þegar það kemst frá amstrinu heima fyrir og getur um frjálst höfuð strokið. Olga segir að hún selji einna drýgst yfir sumarmánuðina. - Þessu er öfugt farið með kol- legana í Reykjavík. Síðan dettur salan niður hjá mér á haustin og fram á vetur þegar farið er að lifna yfir sölunni syðra. Guðrún frá Lundi í bland við dul- speki - Jú, blessaður vertu, Guðrún frá Lundi gengur alltaf og það er eins og áhugi fyrir sagnagerð hennar fari vaxandi. Þegar ég var barn var Guðrún í tísku og aftur núna. Ég er hérna til að mynda með pöntun frá bókasafninu á Djúpavogi á nokkrum sögum Guðrúnar. Á Djúpavogi er hún alla vega í miklum metum. Það er verra með nóbelsskáldið okkar. Það er af sem áður var þegar hann tíndist jafnt og þétt úr hill- unum - nú hreyfist hann varla að heitið getur. Líklega stafar þessi dræma sala í honum af því að það er alltaf verið að endurútgefa bækurnar hans og þær eru núorð- ið svo til á hverju heimili, segir Olga, þegar hún sýnir aðkomu- manni hvað hillurnar hafa að geyma. Það er þó varla svo að ekkert seljist orðið af gömlum og notuð- um bókum nema sveitalífssögur Guðrúnar frá Lundi? - Nei, sem betur fer selst fleira, segir Olga. - Þjóðlegur fróðleikur er alltaf í miklum metum meðal lestrarhesta. Karl- mennirnir virðast hneigjast meira að honum. Konurnar halda sig meira við kveðskapinn og dul- speki. Dulspekin virðist njóta sí- fellt almennari hylli á sama tíma og svo til ekkert er spurt um lesn- ingu um stjórnmál og þjóðfélags- mál. Annars segir Olga, að athyglis- vert sé að ljóðaáhugi sé að aukast á ný eftir að hafa verið í lágmarki. - Ljóðabækur seljast sérstaklega vel í ágústmánuði. Það stafar sennilega af því að þegar sumri tekur að halla verða menn við- kvæmir í lund hér við Eyja- fjörðinn og rómantíkin lætur á sér kræla. Olga segir að sér sýnist að enn séu til bókasafnarar af lífi og sál og ánægjulegast sé að sjá þar með í bland unga karla og konur. Karlarnir kaupa meira að magni til en konurnar og Olga segir að svo virðist að þeir vfli ekki fyrir sér að festa kaup á bók freisti hún þeirra á annað borð. - Konurnar eru öðruvísi. Þær kaupa aðeins að vandlega athuguðu máli og eru ekki eins stórtækar. Það segir þó ekkert til um það að bókakaup þeirra séu minni að gæðum. Allar leiðir liggja til Rómar Það er ekki um að villast þegar litast er um í bókastöflunum í Fróða, að bókaúrvalið er með ágætum og stenst fyllilega snún- ing bókakostí stærri fornbóka- verslana í Reykjavík. f verslun- inni er mikið úrval ljóðabóka og rita um þjóðlegan fróðleik. At- hygli vekur hve mikið af bóku- num eru í forkunnarfögru bandi, gylltar og skreyttar á kjöl. Þá er í versluninni allnokkurt úrval eldri tímarita og blaða. Líta má sjald- séða gripi, eins og Óðin Þorsteins Gíslasonar, Norðurfara Gísla Brynjólfssonar og enn fágætari gripi, Reykjavíkurpóstinn, sem sumir telja forföður íslenskra blaða er út kom í Reykjavík laust fyrir 1850. - Versluninni mætti berast meira af góðum bókum. Nóg býðst af ruslinu. Það er helst að ná í fágætar bækur með því að Olga Ágústsdóttir handfjallar hérna einn dýrgripanna sem hún lumar á í versluninni Fróða á Ak- ureyri: afmælisútgáfa af Guð- brandsbiblíu. Mynd - rk takaúr dánarbúumíumboðssölu. Samt er eins og menn haldi alltaf að grasið sé grænna hinumegin við lækinn og reyna að koma bókunum í verð fyrir sunnan. Þegar allt kemur til alls er reyndin sú, að menn fá ekki meira fyrir skræðurnar þar en hér, segir Olga og nefnir sem dæmi gott bókasafn sem boðið hafi verið fyrir sunnan, en þegar verðlagsmálin runnu upp fyrir eigandanum, gerði hann þá bragarbót að koma safninu í lóg nyrðra. Olga segir að þeir sem búi utan Stór-Reykjavíkursvæðisins eigi að hafa möguleika á að nálgast notaðar bækur. - Mér finnst það vera sjálfsagt réttlætismál. En það er eins og sumir haldi að allt sé betra í Reykjavík og þangað liggi allar leiðir. Nýverið hóf Olga að útbúa bóksöluskrá fyrir viðskiptavini verslunarinnar, eins og tíðkast hefur um árabil hjá tveimur forn- bókaverslunum í Reykjavík. - Ég sel mikið í gegnum pantanir, skriflegar eða símleiðis. Þeir sem vilja geta fengið hjá mér þessar skrár, enda er það sjálfsögð þjón- usta við viðskiptavini. En hvað með uppboð - hefur Olga reynt að fara inn á braut bókauppboðanna? - Ég stóð fyrir uppboðum en er hætt því. Bókauppboðin voru ekkert vel séð meðal safnara hérna. Akureyri er það lítill bær að hér þekkja bókamenn hverjir aðra og því bjóða menn ekki í bækur hver gegn öðrum. -rk Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR „SWOP **' S&ÍÍSí7» Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerlð skil tímanlega Fimmtudagur 12. október 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.