Þjóðviljinn - 13.10.1989, Síða 3
Samkvæmisklæðnaður eftir Margréti Þorvarðardóttur.
Ullarpeysa eftir Veru Ósk Stein-
sen.
Barnafatnaður eftir Ástu Björns-
dóttur og Birnu Pálsdóttur.
íslenskir fatahönnuðir efndu til
sýningar á framleiðslu sinni að
Hótel Borg síðastliðinn laugar-
dag. Þar gat að líta hina fjöl-
breytilegustu framleiðslu fatnað-
ar á unga jafnt sem aldna og
grannajafnt sem holdmikla. Þátt-
takendur í sýningunni voru átta
félagar í FAT, félagi fata- og tex-
tílhönnuða. Félagið var stofnað
fyrir þrem árum og í því eru nú um
30 félagar.
María Manda fatahönnuður
sagði í samtali við Þjóðviljann, að
fatahönnun væri tveggja til
þriggja ára nám, og að flestir ís-
lenskir fatahönnuðir hefðu lært í
Danmörku eða Frakklandi. Sjálf
lærði hún í Los Angeles í Banda-
ríkjunum.
María sagði að atvinnutækifær-
um íslenskra fatahönnuða hefði
fækkað með versnandi stöðu
ullariðnaðarins, en fjöldafram-
leiðsla á íslenskri fatahönnun
hefði fyrst og fremst verið í ullar-
fatnaði. Nú munu einungis 2-3
fatahönnuðir starfa að hönnun á
fjöldaframleiddum fatnaði. Aðr-
ir starfa sjálfstætt við sérsaumun
á módelflíkum, búningahönnun
o.fl.
Sjálf sagðist María Manda vera
sérhæfð í að hanna fatnað í yfir-
stærðum. - Það hefur komið í
ljós að fólk sem er stórvaxið á
þverveginn eða langveginn fær
oft ekki föt við sitt hæfi. Vegna
vaxandi eftirspurnar hef ég sér-
hæft mig í að hanna og sérsauma
slík föt.
María sagði að íslensk fata-
framleiðsla stæðist illa erlenda
samkeppni þar sem hún væri ein-
faldlega dýrari vegna smæðar
markaðsins. - Þess vegna þurf-
um við að reyna að skapa okkur
sérstöðu, eins og margar okkar
hafa gert. Þannig gera sumar
Samkvæmiskjóll eftir
Maríu Lovísu Ragnars-
dóttur.
Gallabuxur, jakki og peysa í yfir-
stærð eftir Maríu Möndu.
okkar til dæmis föt úr handmál-
uðu silki eða bómull. Það er gam-
all draumur okkar í félaginu,
sagði María, að koma hér á fót
hönnunarmiðstöð þar sem við
getum haft íslenska fatahönnun
til sýnis.
Þær sem tóku þátt í sýningunni
FAT 89 voru Alda Sigurðardótt-
ir, Ásta Björnsdóttir, Birna Páls-
dóttir, Gréta Sörensen, Margrét
Þorvarðardóttir, María Manda
ívarsdóttir, María Lovísa Ragn-
arsdóttir og Vera Ósk Steinsen.
Sýnendur voru úr samtökunum
Módel 79.
íslensk
fatahönn
Hótel
NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 3 Föstudagur 13. október 1989