Þjóðviljinn - 13.10.1989, Page 13

Þjóðviljinn - 13.10.1989, Page 13
Viljum ekki búa til hamborgara Mið-Evrópumaðurinn István Szabó er einn af merkari kvik- myndaleikstjórum samtímans. Hann lætur sig málefni heimabyggðar sinnar miklu varða, eins og sést glögglega í myndum hans á Kvikmyndahátíð Einn af gestum á Kvik- myndahátíð Listahátíðar er ungverski leikstjórinn István Szabó og á hann jafnframt flest verk á hátíðinni. Fjórar kvikmynda hans í fullri lengd eru á dagskrá auk röð stutt- mynda sem Szabó gerði meðal annars um Búdapest. István Szabó hefur verið í fremstu röð kvikmyndagerð- armanna Evrópu í rúman aldarfjórðung, en vegur hans hefur risið hæst á alþjóðavett- vangi á níunda áratugnum. Á þeim tíma hefur hann gert sín frægari verk - Mefistó, Redl ofursta og Hanussen - sem allar gerast á sama tíma og fjalla um svipaðar persónur og mynda þannig þríleik. Eldri verk hans einsog stuttmynd- irnar Konsert og Þú og kvik- myndin Faðirinn, sem hann gerði á sjöunda áratugnum þykja í hópi merkari mynda síns tíma. Þrjár líkar persónur Það var því mikil eftirvænting sem ríkti í brjósti blaðamanns þegar haldið var til fundar við þennan annálaða meistara. Til að byrja með þótti eðlilegast að spyrja hann um þríleikinn sem áhorfendur geta séð í samhengi hér í Reykjavík. Hafðir þú ákveðið að gera þrjár tengdar myndir á þennan hátt þegar þú réðst í gerð Mefistó? -Nei, alls ekki. Þegar ég vann með Brandauer í fyrsta sinn náð- um við mjög vel saman og urðum góðir vinir við gerð Mefistó. Hann bað mig um að gera með sér aðra mynd, og þarsem mig langaði mjög að vinna með hon- um aftur varð útkoman Redl of- ursti. Eftir hana kom til mín framleiðandi frá Berlín með hug- myndina að Hanussen. Ég hugs- aði málið í nokkurn tíma en ák- vað svo að gera myndina, sér- staklega vegna þess að mér fannst hún bjóða upp á svo mikla mögu- leika fyrir Brandauer. í þessu samhengi kemur upp í hugann sú staðreynd að þú hefur unnið þessar myndir með sama fólkinu. Ekki bara Klaus Maria Brandauer sem aðalleikari, held- ur hefur Péter Dobai skrifað með þér handritin og Lajos Koltai tekið myndirnar. Hvernigstendur á því? - Mér líkar náttúrlega vel að vinna með þessu fólki og það hef- ur reynst mjög vel. Lajos er stór- kostlegur kvikmyndatökumaður og eftir að Péter skrifaði með mér Mefistó þótti mér eðlilegt að hann gerði hin handritin líka. Hvað tengir þessar þrjár mynd- ir saman öðru fremur? -Ég held að mikilvægasti hlekkurinn sem tengir myndirnar saman sé hin gífurlega ögrun sem pólitískar breytingar þessa tíma höfðu á samfélagið. Pá meina ég ögrun sem hæfileikaríkt fólk varð fyrir á þessum tíma. Höfuðpers- ónurnar sem Brandauer leikur í myndunum þremur eru allar gæddar einstökum hæfileikum, leikarinn í Mefistó, Redl ofursti og svo þessi furðulegi Hanussen sem hafði ríka sálfræðilega hæfi- leika. Petta er aðalatriðið, hæfil- eikaríkt fólk í hræðilegum eða erfiðum aðstæðum vegna pólití- skra þátta. En þetta eru samt að nokkru leyti ólíkar persónur og því verða afdrif þeirra ekki þau sömu. Mislit blóm í Evrópu A frumsýningunni á Hanussen sagðir þú okkur skemmtilega dœmisögu af Mið-Evrópumanni sem búið hafði í mörgum löndum án þess að fœra sig um set. Getur þú lýst þessu vandamáli varðandi Mið-Evrópu nánar? - Mið-Évrópa hefur orðið fyrir miklum áfölium síðustu tvær aldirnar. Fólkið í þessum löndum býr yfir svipaðri sögulegri reynslu, hvort sem það er í Pól- landi, Ungverjalandi, Tékkósló- vakíu, Rúmeníu, Austurríki, Pýskalandi eða Júgóslavíu. Við höfum átt við svipuð vandamál að stríða allt frá fyrstu byltingun- um árið 1848. Ungverjaland var miðpunktur hins mikla heims- veldis sem Austurríki-Ungverja- land var, en þar bjuggu mjög margar þjóðir, ss. Serbar, Króat- ar, Rúmenar, Tékkar, Slóvanar, Ungverjar, Gyðingar og Austur- ríkismenn. Þetta stórveldi var mjög athyglisvert og gaf af sér marga hæfileikamenn. En margt annað fylgdi kaupunum, einsog hatur og fordómar. Þetta svæði er því byggt af stórkostlegu hæfil- eikafólki með mikla sögulega reynslu, en hefur einnig orðið fyrir miklum áföllum og niðurlæ- gingum, sársauka og fordómum osfrv. - Á þessari öld hafa skakka- föllin ekki orðið minni. Fyrri heimsstyrjöldin, rússneska bylt- ingin, mjög erfið áföll vegna hruns hagkerfisins á þriðja ára- tugnum, og á sama tíma spruttu upp lýðveldi einsog Weimar- lýðveldið. Síðan gekk fasisminn í garð í nokkrum löndum og síðari heimstyrjöldin í kjölfarið og áfram urðu þjóðir fyrir áföllum td. í Ungverjalandi 1956, Tékk- óslóvakíu 1968 og í Póllandi í kringum 1980. Mið-Evrópa sam- anstendur því af þjóðum með svipaða reynslu að baki, það er allt og sumt. Síðustu áratugi hefur Mið- Evrópa verið klofin í herðar niður vegna Járntjaldsins. Eigum við von á að Mið-Evrópa verði ein- hvern tíma eitt stórt samfélag á ný? - Nei, kannski ekki, en ég vona það innilega. Mikilvægast er að þjóðir í Mið-Evrópu læri að meta og skilja hver aðra og geti þannig lifað og unnið saman. Menn verða að meta hver annars menningu, pólitík og hagkerfi og vera stoltir af því að vera af ólík- um menningarlegum uppruna. Það er ekki nóg að sætta sig við að vera öðruvísi, maður verður að vera stoltur af því. Ég er ríkari ef ég sætti mig við að þú sért það líka, því saman, ekki hvor á móti öðrum, verðum við enn ríkari. Öll byggjum við á eigin grunni og þannig eru allar þjóðir Evrópu ólíkar á einhvern hátt. Ef við verðum ánægð og stolt af eigin uppruna getum við búið til stóran og fallegan akur, fullan af mis- litum blómum. En þetta eru auðvitað draumórar sem ég veit ekki hvort muni rætast. Vandamálið er því alls ekki að Evrópa er byggð svo mörgum þjóðum? - Nei, nei. Við erum einmitt enn ríkari af því að hafa svo margar þjóðir og við eigum að vera ánægð með það. Hamborgarar og kók Nú þegar þríleik þínum frá millistríðsárunum er lokið, eigum við þá von áþvíaðþú einbeitirþér að einhverju öðru tímaskeiði líkt og þínum fyrri myndum? - Það veltur eingöngu á sög- unni sem ég mun fást við en ég hef ekki ákveðið hver hún verður. Það er þó líklegt að það verði samtímasaga því ég er dálítið þreyttur á öllum þeim tæknilegu vandamálum sem fylgja myndum sem gerast í fortíðinni. Eg hef áhuga á að gera venjulegri mynd um venjulega nútímahluti. Snúum okkur að kvikmynda- gerðinni á almennari hátt. Hvert er aðal vandamál evrópskrar kvikmyndagerðar í dag? - Til að skýra það verðum við að athuga að bandarískar kvik- myndir eru á undarlegan hátt gerðar af mikilli fagmennsku. Þær geta oft snert áhorfandann í fullkomleika sínum og eru vel gerðar. Við skulum hafa það hug- fast að Steven Spielberg er snil- lingur - á sínu sviði. Hann getur snert barnið í okkur öllum og enginn annar getur gert það. Þeir sem halda að það sé auðvelt ættu að prófa það og komast að því að svo er ekki. Þetta er ástæðan fyrir því að bandarískar kvikmyndir ganga í hverju bíói í Evrópu í dag. - Evrópskar kvikmyndir snerta ekki áhorfendur á þennan hátt vegna þess að þær reyna það ekki. Slík kvikmyndagerð sem höfðar til allra verður alltaf bandarísk og þaðan er hún kom- in. Evrópsk kvikmyndagerð er byggð á allt öðrum grunni. Við viljum ekki endilega gera kvik- myndir fyrir alla. Það er hægt að gera kviicmynd fyrir alla aldurs- hópa sem höfðar til allra þjóða en hún verður aldrei neitt annað en hamborgari. Og kók. Við viljum halda í okkar fjölbreytta og lysti- sama eldhús og þar liggur vand- inn í evrópskri kvikmyndagerð. Evrópskir kvikmyndagerðar- menn vilja vera evrópskir áfram, hver eftir sínu þjóðerni, ekki al- þjóðlegur hamborgari. Þetta fer í samt lag á ný en ég veit ekki hvað við þurfum að bíða lengi eftir því. í dag virðist fólk aðeins vilja hamborgara en það verður ekki lengi. ímyndaðu þér bara heim án fjölbreyttra veitingahúsa, eng- ir kínverskir og ítalskir staðir og enginn fiskur, bara hamborgarar. Á hverjum degi færðu hambor- gara í hvert mál og þú getur valið um tómatsósu eða majones. Kók eða Pepsí. Það fer ekki á milli mála að eftir nokkra mánuði segir þú: Nú er nóg komið. Við verðum bara að bíða róleg og borða hamborgara á meðan. Hvaða kvikmyndagerðarmenn metur þú mest? - Ég kann mjög vel við marga kvikmyndagerðarmenn. Af sam- tímaleikstjórum met ég mest Bergman, Fellini og Kurosawa og furðufugla einsog Woody All- en. Þeir þrír fyrrnefndu eru einn- ig á meðal fremstu í kvikmynda- sögunni, en í því sambandi get ég nefnt Eisenstein, Bunuel, Orson Welles í Citizen Kane, John Ford, Truffaut, Ozu og marga fleiri þótt þeir séu ákaflega ólíkir. Vegna þess að ég var að læra í kringum 1960 hafði ítalska ný- raunsæið og franska nýbylgjan hvað mest áhrif á mig. Hvaða verk eru í mestu uppá- haldi hjá þér eftir þessa heiðurs- menn? - Það er misjafnt hvaða mynd er í mestum metum hjá mér. Sem stendur er Fanny og Alexander eftir Bergman í mestu uppáhaldi. í langan tíma var það Wild Straw- berries (Smultronstállet) sem er einnig eftir Bergman og þar á undan Persona, þannig að Berg- man hefur verið í hvað mestum metum hjá mér. Af öðrum leik- stjórum kann ég einkar vel við 8 1/2, Amarcord og La Strade eftir Fellini, Ashes and Diamonds eftir Wajda, Jules et Jim eftir• Truffaut, Breathless eftir Go- dard, Citizen Kane að sjálfsögðu, Husbands eftir Cassavetes, Ras- homon eftir Kurosawa, Viridiana og E1 ángel exterminador eftir Bunuel og þannig mætti halda áfram lengi. Getur þú kannski sagt okkur að lokum hvaða hæfileikamenn þú hefur séð stíga sín fyrstu spor að undanförnu? - Ég kunni mjög vel að meta fyrstu mynd Jim Jarmush (Stran- ger Than Paradise). í Ungverja- landi höfum við nú stúlku sem er alveg stórkostleg. Hún gerði mynd sem heitir My 20thlCentury og er frábær. Svo líst mér vel á Emir Kusturica frá Júgóslavíu en annars er alltaf erfitt að benda á nýliða í kvikmyndagerð og ekki alltaf að marka fyrstu myndir þeirra. -þóm Föstudagur 13. október. 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.