Þjóðviljinn - 14.10.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.10.1989, Blaðsíða 1
Dagur faflaðra. Oryrkjabandalag Islands og Landssamtökin útifundur fyrir framan Alþingishúsiö. Fjöldi manna sýndi fötluðum Þroskahjálp stóöu í gær fyrir degi fatlaðra. Fariö var í kröfugöngu frá stuðning með því að mæta á fundinn, enda veður mjög gott. Mynd: Hlemmi niður á Austurvöll undir kjörorðinu „Lífsgæði" og haldinn Kristinn. Þensla í Lögbirtingi Stefnir í metútgáfu í ár. Aukning í tilkynningum um nauðungaruppboð og um ný hlutafélög Utgáfutíðni Lögbirtingablaðs- ins hefur aukist mikið á und- anförnum árum og er Ijóst að í ár mun blaðið koma út oftar en nokkru sinni áður. Alls hafa kom- ið út 129 Lögbirtingablöð það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra voru tölublöðin 120. Eygló Halldórsdóttir ritstjóri Lögbirtingablaðsins sagði í sam- tali við Þjóðviljann að reglan væri sú að blaðið kæmi út að minnsta kosti tvisvar í viku. Mjög algengt er hinsvegar að fjögur tölublöð komi út í hverri viku. Þá hefur það gerst að tvö tölu- blöð hafi komið út sama dag en það gerist oft þegar birtar eru auglýsingar um nauðungarupp- boð frá borgarfógetanum í Reykjavík. Vegna samninga við póstþjónustuna má Lögbirtinga- blaðið ekki vera stærra en átta síður en auglýsingarnar frá borg- arfógeta verða allar að birtast sama dag. Þá hefur verið gripið til þess að gefa út tvö tölublöð sama daginn. Arið 1981 þegar Eygló tók við ritstjórn á Lögbirtingablaðinu komu út 118 tölublöð. Næstu tvö árin jókst útgáfutíðnin en hrap- aði svo niður árið 1985 vegna sjö Sovétríkin Geimskrímsli í Voronezj Vísindamenn í Voronezj, sov- éskri borg skammt frá Don, eru sammála um að eitthvað kyn- legt hafi gerst í almenningsgarði þar 27. sept. s.l. Haft er eftir börnum og unglingum, sem þar voru stödd, að þá um kvöldið hefði loftfar nokkurt, hnattlaga og Ijómandi skært, lent í garðin- um og út úr því komið þriggja metra hátt skrímsli, í manns- mynd þó, með þrjú augu í höfð- inu og töfraskammbyssu við belti. Fréttamenn segja að síðan hafi ekki verið talað um annað í Vor- onezj og hafi sögurnar aukist og margfaldast. Fjöldi manna sé svo kvíðinn út af þessu að nálgist ofsahræðslu. Sovésk blöð yfir- leitt, sem og Tassfréttastofan, birtu ýtarlegar fréttir af fyrirbær- unum í Voronezj. Síðan hafa fréttir borist af öðrum álíka heim- sóknum víðar í landinu. Frétta- maður blaðsins Komsomolskaja Pravda segist t.d. sjálfur hafa hitt að máli geimverur í Perm austur við Úralfjöll. Einnig af þeim stóð mikill ljómi og sögðu þær frétta- manni að þær kæmu frá plánetu sem héti Rauða stjarnan. Genrík Sílanov, forstöðumað- ur jarðeðlisfræðistofnunar í Vor- onezj, segist sannfærður um að eitthvað óútskýrt hafi borið fyrir krakkana í garðinum. Þar hafi mælst óvenjumikill segulkraftur. Auk þess væri far sýnilegt í garð- inum, þar sem geimfarið á að hafa lent, og hafi mælingar leitt í ljós að á þeim bletti hafi legið 11 smálesta þungi. Reuter/-dþ. vikna verkfalls bókagerðamanna og verkfalls BSRB. Árið 1986 varð því metár en þá komu út 164 tölublöð þar sem það þurfti að hreinsa upp. Næstu tvö ár komu svo út 152 tölublöð hvort árið en í fyrra urðu þau 160. Það stefnir því í að metið frá 1986 verði slegið í ár. Eygló sagði að vissulega hefði tilkynningum um nauðungarupp- boð fjölgað mikið, en auk þess hefði orðið mikil aukning í til- kynningum um ný hlutafélög og firmu og væri það umhugsunar- vert. Hinsvegar sagðist hún ekki geta lagt mat á það hvort hér væri um pappírsfélög að ræða. Þá hafa bæst við málaflokkar í blaðinu einsog t.d. tilkynningar um starfsleyfi til fyrirtækja vegna mengunar. Þá hefur mikil aukning átt sér stað í auglýsing- um um nýjar stöður hjá ríkinu, enda virðist meiri hreyfing á fólki sem starfar hjá hinu opinbera nú en áður. „Það hefur verið mikið að gera hjá okkur í haust en það á sér þá eðlilegu skýringu að yfir sumarið er gert réttarhlé og þá hrúgast málin upp,“ sagði Eygló að lok- um. -Sáf Vestmannaeyjar Það verðmætasta flutt óunnið út FiskifélagiÖ: Meirihluti afla báta og smábáta flutt- ur útígámum Heildarafli Vestmannaeyja- báta í síðasta mánuði var um 2.516 tonn og þar af voru 1.629 tonn flutt út með gámum en að- eins 887 tonn fóru til vinnslu í landi. A sama tíma var afli smá- báta 65 tonn og þar af voru 42 tonn flutt óunnið út með gámum. Þetta kemur fram í bráðabirgða- yfírliti Fiskifélags íslands um afl- abrögð í september. Á sama tíma var svo til allur afli togara Eyjamanna til vinnslu í landi eða 1.475 tonn af 1.975 tonna heildarafla þeirra. Aðeins 270 tonn af afla togaranna var flutt út óunnið með gámum. Samkvæmt yfirliti Fiskifélags- ins um aflabrögð í september var botnfiskaflinn 39.581 tonn en var á sama tíma í fyrra 42.234 tonn. Þorskur í botnfiskaflanum nú er 18.706 tonn en var í fyrra 18.591 tonn. Af einstökum verstöðvum var mestum botnfiskafla landað í Vestmannaeyjum eða 4.556 tonn. í lok september var heildar botnfiskaflinn orðinn 520.267 tonn á móti 535.233 tonnum í lok september í fyrra. Þorskur í heildar botnfiskaflanum er nú um 279.173 tonn, en var í fyrra 295.237 tonn. Til samanburðar má geta þess að á sama tímabili árið 1987 var þorskaflinn hins vegar 321.069 tonn. _grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.