Þjóðviljinn - 14.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.10.1989, Blaðsíða 7
Svíþjóð Pettersson látinn laus ERLENDAR FRETTIR A ustur-Pýskaland Breytingar ræddar Vaxandi tjáningarfrelsi í fjölmiðlum Erich Honecker, æðsti maður ríkis og ríkisflokks í Austur- Þýskalandi, ræddi í gær við leið- toga fjögurra stjórnmálaflokka, sem eru í bandalagi við Sósíalíska einingarflokkinn, þ.e.a.s. komm- únistaflokk landsins, og hafa sáralítil völd í raun. Fundarcfni voru almennar kröfur þarlendis um tjáningarfrelsi og aukið frjálsræði í stjórnmálum. Flokkar þessir eru frjálsdem- ókratar, kristilegir demókratar, þjóðlegir demókratar og bænda- flokkur. Manfred Gerlach, leið- togi þeirra fyrstnefndu. hefur einkar einarðlega krafist breytinga í stjórnmálum og sagt að með öðru móti verði ekki hægt að stöðva fólksflóttann vestur. A tniðvikudag lýsti stjórnmálaráð kommúnistaflokksins sig viljugt til að ræða möguleika á umbót- um, en kvað grundvallar- breytingar ekki koma til greina. Ljóst virðist af þessu að vald- hafar hafi kornist að þeirri niður- stöðu, að ekki dugi að snúast við kröfum hinna ýntsu stjórnarand- stöðusamtaka, sem sprottið hafa upp undanfarið, með hörku og stífni einungis, heldur verði að sýna einhvern lit á því að koma til móts við kröfurnar. í samræmi við þetta er farið að örla á frjáls- legunt málflutningi í blöðum. Þannig birti Junge Welt, málgagn Freie Deutsche Jugend, æsku- lýðssamtaka kommúnistaflokks- ins, í gær bréf frá átta rokkmúsík- öntum, sem fagna grasrótarlýð- ræði því, er farið er að gæta í iandinu með tilkomu stjórnar- andstöðusamtaka. Fleiri blöð, sem og hljóðvarp og sjónvarp, hafa og tekið valdhafa á orðinu í þessu efni. í Austur-Berlín er sagt að málflutningur á við það, sem Junge Welt nú leyfir sér, hefði verið óhugsandi fyrir aðeins v*ku. Reuter/-dþ. Christer Fettersson, scm ákærður var fyrir morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Svíþjóð'ar, var látinn laus á flmmtudag samkvæmt úrskurði hofréttar, en það er miðdómsstig í Svíþjóð. Komst hofrétturinn að þeirri niðurstöðu, að fyrirliggj- andi sönnunargögn nægðu ekki til að dæma Pettersson sckan um morðið. Undirréttur dæmdi hann eigi að síður sckan um það og til ævilangrar fangclsisvistar 27. júlí s.l. Pettersson, sem setið hefur í fangelsi í tíu mánuði, hélt upp á fengið frelsi með því aö spila og drekka með kunningjum sínunt. Lögreglan hafði boðið honunt vernd og ný persónuskilríki, en hann afþakkaði hvorttveggja. Flinsvegar útilokaði hann ekki að hann kynni að krefjast skaðabóta fyrir frelsissviptinguna. Við réttarhöldin liélt Petters- son ávallt fast frant sakleysi sínu. Aðalvitnið gegn honum var Lis- bet Palme, ekkja Olofs, en hún taldi sig þekkja Pettersson sem morðingjann. Við fréttamenn sagði hann er hann var látinn laus að hann hefði ekki drepið „vin vorn Palme" en kvaðst alls engan kala bera til ekkju hans, enda skilja vel hvílíku áfalli hún hefði orðið fyrir. Pettersson hefur lengst af frá því að hann komst til fullorðins- ára verið fíkniefnaneytandi og drykkjuntaður og hefur mann- dráp á samviskunni. Reuter/-dþ. M-19 semur frið Sú þekktasta af mörgum vinstrisinnuðum skæruliðahreyfingunt í Kólombíu, nefnd M-19, hefur samið frið við stjórnvöld gegn fvrirheit- um um umbætur á stjórnarskrá og frelsi og sakaruppgjöf fyrir alla liðs- og stuðningsmenn hreyfingarinnar. M-19 var stofnuð 1970 af stúdent- urn og öðrum háskólamönnum af millistéttaruppruna og var kveikjan að stofnuninni kosningar, hverra úrslit hreyfingin taldi að fölsuð hefðu verið. M-19 fór í ýmsu eftir fyrirmyndum frá Castro, en er einnig sögð hafa á sér talsvert af svip hippahreyfingar 7. áratugs. Hugmyndafræði hennar kvað vera fremur frjálsleg. Brundtland segir af sér Stjórn Gro Harlem Brundtland, leiðtoga Verkamannaflokksins norska, sagði af sér í gær eftir að borgaraflokkarnir höfðu sameinast gegn henni á stórþinginu. Var Gro eftir það ekki vært við völd, þar eð flokkur hennar er í minnihluta á þingi. Hún er fimmtug að aldri og varð forsætisráðherra 1986, fyrst kvenna til þess í Noregi. Ólafur Noregs- konungur hefur falið Jan P. Syse, leiðtoga Hægriflokksins, að mynda nýja stjórn, og hyggst hann gera það með stuðningi og hlutdeild Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins. Aftur messað í Kreml Klerkar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sungu í gær messu í Úsp- enskíjdómkirkju í Kreml, og er þetta í fyrsta sinn sem svoleiðis nokkuð gerist þar á bæ síðan 1918. Dómkirkja þessi var byggð á 15. öld. Athöfnin, sent var hin hátíðlegasta með fornslavneskum kirkjusöng og ntikilli reykelsisbrennslu, var haldin í tilefni þess að fjórar aldir eru liðnar frá því að patríarki var útnefndur í Moskvu. í Úspenskíjkirkju voru sumir Rússakeisara krýndir og patríarkar liggja þar grafnir. Kirkjan var gerð að safni eftir byltingu en er nú orðin guðshús á ný. Yfir 180 fórust í fellibyljum Vitað er nú að 68 manns a.m.k. fórust af völdum fellibylsins Dan, sem gekk yfir Filippseyjar fyrr í vikunni. Fáum dögum áður hafði annar fellibylur valdið stórtjóni á eyjunum og er nú dánartalan þar af völdum ofviðranna beggja komin upp í 184. Mest varð tjónið í Manila og á Suður-Luzon. Hússein Jórdaníukonungur Hússein Jórdaníukonungur í heimsókn hjá Vigdísi Finnbogadóttur forseta fslands ásamt konu sinni, Núr drottningu, og yngri syni, Hamza prinsi. Mynd: Jim Smart. Hússein Jórdaníukonungur var um nokkurra daga skeið í fréttunum hérlendis vegna við- komu sinnar hér á leið vestur um haf. Þrátt fyrir smæð og fátækt ríkis síns hefur hann uni áratuga skeið verið einn atkvæðamestu stjórnmálamanna í Austur- löndum nær og hvað eftir annað sýnt athyglisvcrða hæfileika til að halda velli við einkar erfiðar og viðsjárverðar kringumstæður. Hann er Hasjemíti, af ætt sem talin er ein sú virðulegasta í ara- bíska heiminum, enda að sögn komin af Hassan, syni Fatímu Múhameðsdóttur spámanns og manns hennar Ali kalífa og fyrsta ímams sjítasiðar. Langafi hans var Hússein ibn Ali, emír í Mekka, þar sem þeir frændur höfðu lengi setið að ríkjum. Hann gerði 1916 með fulltingi Breta uppreisn gegn Tyrkjum, og eftir heimsstyrjöldina fyrri urðu synir hans Feisal og Abdúlla ríkisleiðtogar í skjóli Breta, sá fyrrnefndi í írak en hinn í Trans- jórdaníu (nú Jórdaníu), sem búin var til handa honum úr kostarýr- um landshlutum austan Jórdan- ar, er aldrei áður höfðu verið ein og sjálfstæð ríkisheild. Abdúlla var myrtur 1951, að líkindum að undirlagi annarra arabískra höfð- ingja sem höfðu illan bifur á hon- um vegna fyrirætlana hans um að stækka ríki sitt og sættast við fsra- el. Tók þá við ríki Talal sonur hans, en varð að láta af völdum árið eftir sökum geðveilu. Varð nú konungur Hússein Talalsson, þá aðeins 17 ára, og hann situr enn á hástóli í Amman. Með níu líf Mörgum þótti sveinstauli þessi lítill fyrir mann að sjá og spáðu að hann stæðist ekki lengi svipti- vinda stjórnmálanna, sem í Austurlöndum nær eru einkar illskuþrungnir og illútreiknan- legir. En fljótt kom á daginn að Hússein var einkar laginn stjórnmálamaður, ljúfmannlegur og hæverskur á yfirborði, seigur og þolinmóður, en gat verið harðsnúinn og miskunnarlaus ef svo bar undir. Hann hefur löngum átt erfitt um vik, enda ríki hans umkringt af öflugri Ara- baríkjum og fsrael, og þar að auki fer því fjarri að þegnar hans hafi allir verið honum hollir. Helst getur hann treyst bedúín- unum, sem eru aðeins fimm af hundraði landsmanna, og þeir ráða mestu í hernum, sem kon- ungur styðst einkum við. Hússein hefur verið líkt við kött, sem alltaf kemur niður á fæturna, hversu hátt sem fallið er, og víst má svo að orði komast að hann hafi níu líf eins og kötturinn kvað hafa. Hann hefur sloppið lifandi frá allnokkrum banatilræðum, sem Palestínumenn og leiðtogar annarra Arabaríkja stóðu á bak- við. Hasjemítar hófust upphaflega til mikilla valda í skjóli Breta, og sagt hefur verið um Hússein að hann sé konungur af Bretlands og einkum Bandaríkjanna náð. Efnahagur ríkis hans hefur alla tíð grundvallast að verulegu leyti á breskum og bandarískum stuðningi. Sjálfur er hann menntaður í breskum skólum og mótaður af vestrænum áhrifum. Kvonföng hans hafa verið eftir því. Konur hefur hann átt fjórar (þó aldrei nema eina í einu) og var sú fyrsta saúdiarabísk (póli- tískt hjónaband sem stóð stutt), næsta bresk, hin þriðja jórdönsk en menntuð á Vesturlöndum og sú núverandi, Núr drottning (hét áður Elizabeth Halaby), er bandarísk af sýrlenskum ættum, faðir hennar var um skeið stjórn- arformaður PanAm. Börn á kon- ungur níu, fjögur í núverandi hjónabandi og fimm úr þeim fyrri. Vinur Engilsaxa í utanríkismálum hefur Húss- ein jafnan hallast að engilsax- nesku stórveldunum, en þó eftir föngum reynt að bæta samskiptin við önnur Arabaríki. Síðustu árin hefur hann náð miklum árangri í því síðarnefnda. Gagnvart ísrael PRÓFÍLL hefur hann jafnan verið sáttfús- astur Arabaleiðtoga en Palest- ínumenn, sem eru meirihluti íbúa ríkis hans, voru honum lengi fjandsamlegir upp til hópa. Draumur afa hans og hans sjálfs var að öll Arabalönd austan Súesskurðar sameinuðust undir veldissprota Hasjemíta, og það rakst á fyrirætlanir Frelsissam- taka Palestínu (PLO) um palest- ínskt ríki, auk þess sem Palest- ínumönnum þótti Hússein alltof linur gegn ísrael. Hússein stóð af sér herfilegan ósigur fyrir ísraelum 1967, er þeir tóku af honum Vesturbakkann, en var hættast kominn 1970, er PLO var orðið ríki í ríki hans og völd hans sjálfs fóru óðum þverr- andi. En í sept. („svarta septemb- er“) það ár brutu bedúínar liðss- veitir PLO á bak aftur í blóðug- um bardögum og síðan hafa sam- tökin ekki borið sitt barr í Jór- daníu. En síðan Hússein afsalaði sér tilkalli til valda á Vesturbakka 1979 hefur samkomulag hans og PLO orðið sæmilegt, og nú styð- ur hann tillögur Mubaraks Eg- yptaforseta um samningaumleit- anir ísraela og Palestínumanna. Ekki hefur mikið farið fyrir lýðræði í ríki Hússeins, sem eink- um hefur stjórnað gegnum her- inn. Efnahagur Jórdaníu fór batnandi á síðari hluta 8. ára- tugar og framan af þeim er nú stendur yfir, sumpart vegna þess að margir fjármála- og athafna- menn flýðu þangað úr borgara- stríðinu í Líbanon og tóku með sér peninga og kunnáttu. En síð- ustu árin hefur slegið í bakseglin í efnahagsmálunum, og fyrr á ár- inu kom til mannskæðra óeirða í landinu út af því. Þá heyrðist enn einu sinni að nú stæði Hússein tæpt, en honum virðist hafa tekist komast fram úr því eins og fleiru. í tómstundum flýgur konungur og syndir. dþ. Laugardagur 14. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.