Þjóðviljinn - 17.10.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 17.10.1989, Side 1
Húseiningar Enska risafyrirtœkið Butler kannar hvort það borgi sig að reisa risaverksmiðju semframleiðir þilplötur úr Hekluvikri og gipsi á íslandi. Jón Sigurðsson: Mjög áhugavert mál. Straumsvík eða Grundartangi koma helst til greina fyrir 14 þúsund fermetra verksmiðjuhús Það er haustlegt um að litast þessa dagana. Víða á landsbyggðinni er jörð orðin hvít en á suðvesturhorninu rignir að vanda. Mynd Jim Smart. Reykjavíkurhöfn, Grundartanga og Helguvíkurhöfn. Helguvíkur- höfn hefur verið afskrifuð þar sem ljóst er að herinn mun ekki veita aðgang að henni. Þá var Þorlákshöfn inni í myndinni en hafnaraðstaða þar er ekki talin fullnægjandi. Þá eru eftir þrjár hafnir, Straumsvík, Grundart- angi og Reykjavík. Talið er að Reykvíkingar muni eiga erfitt með að útvega 40 þúsund fer- metra lóð þannig að líklegustu staðirnir eru annaðhvort Straumsvíkin eða Grundartangi. Þótt fulltrúar Butler hafi kom- ið hingað í viðræður er langt því frá öruggt að ísland verði fyrir valinu. Hagkvæmniskönnun kann að leiða í ljós að ódýrara sé fyrir fyrirtækið að flytja vikurinn út óunninn og vinna hann svo í Skotlandi. Jón Sigurðsson var spurður að því hvort rætt hefði verið um eignarhald á verksmiðjunni. „Nei, málið er ekki kornið á það stig en þeir lýstu því yfir að þeir hefðu áhuga á að eiga sem stærstan hluta í þessu fyrirtæki og það skil ég vel. Eftir því að dæma virðast þeir hafa trú á þessu og það er jákvætt. En ég vil alls ekki segja neitt um þessa hlið málsins á þessu stigi. Vona bara að úr þessu geti orðið ný útflutnings- grein. Það er ekki vafi á að þessi markaður sem um er að tefla, fyrir allbrunaþolnar plötur, er stór. Þessar plötur gætu að ein- hverju leyti komið í staðinn fyrir asbestplötur sem víða er búið að banna og ekki eru taldar heppi- legar manneskjunni. Þarna er þá möguleiki sem menn eygja í stað- inn,“ sagði Jón. -Sáf/hmp Breska risafyrirtækið Butler, sem hefur sérhæft sig í hvers- konar húseiningum, leitar nú hóf- anna hér á landi um að reisa hér risaverksmiðju sem framleiðir þilplötur úr Hekluvikri og inn- fluttu gipsi. Fulltrúar frá fyrir- tækinu voru hér á landi í síðustu viku og ræddu þá m.a. við iðnað- arráðherra og fulltrúa Hafnar- fjarðar, en Kapeliuhraun fyrir ofan Straum er einn af þeim stöð- um sem koma til greina undir verksmiðjuna. Hér er ekki um neina smá- verksmiðju að ræða því fulltrúar Butler eru að leita að 40 þúsund fermetra lóð undir verksmiðj- una, en sjálft verksmiðjuhúsið verður um 12 þúsund fermetrar að stærð. Þilplöturnar á að flytja á markað í Bretlandi og er áætlað að árlegur útflutningur verði um 18 farmar með skipi á stærð við Lagarfoss. Talið er að verksmiðj- an muni veita um 60-70 manns atvinnu þegar hún er komin í fulla framleiðslu. Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra sagði við Þjóðviljann í gær að sér sýndist þetta mál vera mjög áhugavert en það væri þó enn á byrjunarstigi. „Butler er mjög umsvifamikið fyrirtæki, bæði sem byggingafyr- irtæki og söluaðili á byggingar- efnum. Það er m.a. kaupandi að steinull frá Steinullarverksmiðj- unni á Sauðárkróki og þeir vita því hvernig viðskipti við íslend- inga ganga fyrir sig og hafa áhuga Ö að finna grundvöll fyrir þessa verksmiðju í samvinnu við ís- lendinga. Ég tel þetta mjög áhugavert og vona að úr þessu geti orðið arðvænlegt fyrirtæki, en það er náttúrlega þeirra sem að þessu standa að meta það,“ sagði Jón. Ástæðan fyrir því að Butler rennir hýru auga til íslands er Hekluvikurinn. Slíkur vikur þekkist bara á þremur stöðum í veröldinm, við Heklu, í Kenýa og á Ítalíu. Italir hafa bannað út- flutning á vikri og því leita Bret- arnir til íslendinga. Fyrirtækið þarf að hafa aðgang að góðri höfn þar sem ætlunin er að dæla gipsefninu beint úr skipi inn í verksmiðjuna. Telja Bret- arnir fjórar hafnir koma til greina, höfnina við Straumsvík, VMSÍ Steingrímur heimsóttur á morgun Stjórn Verkamannasambands- ins ætlaði að hitta forsætisráð- herra í byrjun þessarar viku en nú er ljóst sá fundur verður ekki fyrr en á morgun, miðvikudag. „Ég fagna því að þeir hafa ósk- að eftir fundi og er ekki alveg búinn að tímasetja hann. Ég vil að sjávarútvegsráðherra verði líka heima því þeir hafa sam- þykkt svo ýtarlegar hugmyndir í sjávarútvegi. Halldór kemur á þriðjudag svo ég býst við að fund- uripn verði á miðvikudag eða fimmtudag," sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra við Þjóðviljann í gær. hmp Sjá brennidepil um VMSÍ þingið á síðu 3 Fiskveiðistefnan Kvóti bundinn veðböndum Sigurður Viggósson: Bankar og lánastofnanir hafa ekki gert neina athugasemd um veðhæfni skips þótt skuld þess sé hœrri en sem nemur húftryggingu. Verðgildi skipa miðast við stœrð kvótans. Arthúr Bogason: Verið að rótfesta kvótakerfið á þennan hátt Þó að „nytjastofnar á íslands- miðum séu sameign þjóðar- innar“ eins og stendur í fyrstu grein laga um stjórnun flskveiða og ítrekað er í nýútkomnum frumvarpsdrögum um sama efni sem lagt verður von bráðar fyrir Alþingi, líta bankar og lánastofn- anir á kvótann sem eign útgerðar- manna og taka veð í honum sé skuld þeirra meiri en sem nemur húftryggingu viðkomandi skips. Að sögn Sigurðar Viggóssonar stjórnarmanns í útgerðarfyrirt- ækinu Stöpum á Patreksfirði og fyrrverandi stjórnarformanns Hraðfrystihúss Patreksfjarðar veit hann dæmi þess að bankar og lánastofnanir hafi ekki gert neina athugasemd um veðhæfni skips þó svo að skuld þess sé hærri en sem nemur húftryggingunni. Þar með er litið á kvótann sem fullgildan og veðhæfan hlut eins og hverja aðra eign út frá beinhörðum viðskiptasjónarmið- um. Enda sé það á tæru frá því kvótinn var settur í lög og hann bundinn skipi að verðgildi þeirra miðast ekki einvörðungu við þau heldur hversu mikill kvóti þeirra er' v „Þeir sem eiga lélegt skip en mikinn kvóta fá meiri fyrir- greiðslu í bankakerfinu en þeir sem eiga gott skip en lítinn kvóta. Þannig að við sem erum að berj- ast gegn kvótakerfinu erum ekki aðeins að slást við andstæðinga okkar innan hinna ýmsu hagsmunahópa í sjávarútvegi og innan stjórnmálaflokkanna held- ur einnig við allt banka- og pen- ingakerfið sem er á fullu við að verja kvótann sökum þeirra gríð- arlega miklu hagsmuna sem það á nú þegar að gæta í núverandi kerfi," sagði Sigurður Viggósson. Undir þetta sjónarmið tekur einnig Arthúr Bogason formaður Landssambands smábáta- eigenda: „Þetta er aðalmálið varðandi kvótann í dag og baráttu við að koma honum í burtu. Með þessari aðferð að binda kvótann veðböndum er verið að rótfesta hann hér og það er sá þáttur sem við höfum mestar áhyggjur ai sem erum honum andvígir,“ sagði Arthúr Bogason. Arthúr sagði það vera umhugs- unarefni fyrir alla að á sama tíma og gagnrýni á kvótakerfið væri alltaf að aukast og brotalamii þess sífellt að koma betur í ljós slægju hagsmunahóparnir og stjórnvöld skjaldborg um kerfið j frumvarpsdrögunum með það markmið að geirnegla hann niður um óköminn aldur. -grh Erlendur risi leitar hófanna Munið byggingarhappdræ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.