Þjóðviljinn - 17.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.10.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR LIN Hækkun námslána frestað Svavar Gestsson: Framlag til LÍN samsvarar launum allra grunn skólakennara landsins. LÍNfœr heimild til skuldbreytinga. Samstarfsnefnd námsmannahreyfinga: Undrandi á fjárlagafrumvarpi samtaka sem ættu Samstarfsnefnd námsmanna- hreyflnganna lýsir yfir undr- un sinni og vonbrigðum með hlut Lánasjóðs íslenskra námsmanna í fjárlagafrumvarpi næsta árs. I frumvarpinu virðist ekki gert ráð fyrir 6,7% hækkun framfærslu- grunns sem samið hefði verið um við menntamálaráðherra. Svavar Gestsson menntamálaráðherra segir að hækkunin muni koma til framkvæmda einhverntíma á næsta ári, þótt hún komi ekki strax 1. janúar eins og gert var ráð fyrir. í bréfi til menntamálaráðherra frá samstarfsnefndinni er minnt á samkomulag sem gert var í febrú- ar um hækkun framfærslu í þrem- uráföngum. Ráðherrann er síðan spurður hvort skerða eigi náms- lán á næsta ári. Svavar Gestsson sagði Þjóð- viljanum að LÍN hefði á næsta ári 3,7 miljarða króna til ráðstöfun- ar. Af þeirri upphæð færi 1,1 milljaður til að standa undir af- borgunum og vöxtum. LÍN hefði verið heimilað að skuldbreyta lánum í langtímalán og augljóst að skuldbreytingar myndu styrkja stöðu sjóðsins. Erfitt gæti reynst að ná fram þriðja áfanga hækkunar á framfærslugrunni, sem ákveðinn hefði verið til að leiðrétta skerðingu íhaldsins á námslánum. Hafa yrði í huga hvernig áraði almennt efnahags- lega í þjóðfélaginu. Þjóðarbúið tapaði 15 miljörðum á næsta ári miðað við árin 1987-1988, sem þegar hefði komið við láglauna- fólk í landinu. Að sögn menntamálaráðherra leggur hann áherslu á að halda framfærslugrunninum og ná fram umræddri hækkun. Þetta gæti gerst með skuldbreytingum og etv. einhverjum breytingum á annarri þjónustu LÍN, td. hvað varðaði lán fyrir skólagjöldum og ferðastyrki. Til þess að ná þess- um markmiðum fram hefði hann ákveðið að skipa nefnd með full- trúum allra fulltrúa á Alþingi og fulltrúum námsmannahreyfinganna. Mark- miðið með skipun nefndarinnar væri að ná langtímasamstöðu um LÍN, þannig að sjóðurinn gæti reynst námsmönnum tryggari en nú. Horfast yrði í augu við stór- kostlega fjölgun námsmanna. Umsvif LÍN á næsta ári, upp á3,7 miljarða, færi langt með að sam- svara launum allra grunnskóla- kennara í landinu. -hmp Kvikmyndir Listahátíð framlengd Sýnt fram að helgi vegna góðrar aðsóknar Kvikmyndahátíð Listahátíðar virðist hafa fallið í góðan jarðveg því aðsóknin hefur verið með eindæmum góð. Því hefur verið ákveðið að framlengja há- tíðina fram ý föstudag og sýna stóran hluta myndanna aftur. Þær myndir sem besta aðsókn hafa fengið eru Himinn yfir Berl- ín, Lestin leyndardómsfulla, Blóðakrar, Salaam Bombay og Fjölskyldan. Athygli skal vakin á því að Lestin leyndardómsfulla verður sýnd í síðasta sinn í kvöld sem og Æskuástir og verða þær því ekki í framlengdri dagskrá. Aðrar myndir verða flestar sýnd- ar aftur ef færeyska myndin Atl- antshafsrapsódían er undan- skilin. í gær kom til landsins síðasti gestur hátíðarinnar, breski leikarinn Terence Stamp. Af því tilefni var kvikmyndin The Hit sýnd í gærkvöld og í kvöld verður sýnd fyrsta kvikmynd hans, Billy Budd. Þess má einnig geta að kvikmyndin Testimony sem fjall- ar um tónskáldið Sjostakovits verður sýnd í fyrsta sinn í kvöld og verður það eina sýning mynd- arinnar í sal A. -þóm Tígulsteinn á Aðventkirkjuna Um þessar mundir er verið að endurnýja þakiö á Að- ventkirkjunni við Ingólfsstræti. Þakið var orðið mjög skemmt og því þurfti að ráðast í þessa fram- kvæmd. Umhverfismálaráð borgarinnar fór fram á að yfir- bragði hússins yröi haldiö en á þakinu var tígulsteinn. Aðventist- ar urðu við því og var fluttur inn rauður tígulsteinn frá Danmörku og er nú verið að klæða þakið með honum. Mynd Kristinn. Porlákshöfn Hafnarvörð- umsagtupp „Okkur fjórum sem vinnum hér var sagt upp formlega frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða fyrirvara. Hvað þá mun taka við vitum við ekkert um. Það virðist enginn vita neitt um það hér né annars staðar,“ sagði Andrés Hannesson starfs- maður á hafnarvigtinni í Þorláks- höfn. Um áramótin munu viðkom- andi sveitarfélög Landshafna í Þorlákshöfn, Rifi og Njarðvík- um taka við rekstri þeirra úr höndum ríkisins. Upphaflega stóð til að þessi breyting tæki gildi fyrir tveimur árum, en þá var henni frestað til komandi ára- móta. Að sögn Guðmundar Her- mannssonar sveitarstjóra í Þorl- ákshöfn hafa engar ákvarðanir verið teknar um endurráðningar né um annað sem viðkemur rekstri hafnarinnar. Guðmundur sagði að á sínum tíma fyrir tveimur árum hefðu átt sér stað viðræður við samgönguráðuneyt- ið en lítið hefði gerst í málunum frá þeim tíma og til dagsins í dag. „Hafnirnar hafa verið í við- haldssvelti í mörg ár og þar þarf að taka til hendinni. Spurningin er hvort sveitarfélögin eigi að standa straum af þeim kostnaði eða hvort ríkið eigi að skila þeim af sér í viðunandi ásigkomulagi. En ég hef enga trú á öðru en að þessi mál leysist fyrir áramótin og við skulum segja að þetta stefni allt fram á við þótt hægt fari,“ sagði Guðmundur Hermanns- son. -grh Hvernig hugsa börn? Hvernig hugsa börn um efnis- heiminn? nefnist fyrirlestur sem Hafþór Guðjónsson framhalds- skólakennari heldur á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála. Fyrirlesturinn er í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum er heimill aðgangur. 295 miljónir í felliþekjur ISAL ætlar að verja 295 miljón- um króna til að setja upp loft- knúnar felliþekjur á 160 ker af samtals 320 á þessu ári og því næsta. Þessar felliþekjur munu koma í veg fyrir töluvert af þeirri mengun sem er í kerskálunum, andrúmsloftið verður hreinna og ennfremur næst umtalsverð vinn- uhagræðing. Um síðustu mán- aðamót var lokið uppsetningu felliþekja á 40 ker í tilraunaskyni, en samhliða uppsetningunni var ákveðið að setja nýja súráls- skammtara á kerin 40. Málm- smiðjan smíðaði þekjurnar, en Stálsmiðjan sá um uppsetningu, Fram til þessa hafa verið notaðar lausar álþekjur sem starfsmenn hafa þurft að færa til með hand- afli, nýju þekjurnar eru hins veg- ar fjarstýrðar. Vonir standa til að samningar takist við íslenskan aðila um uppsetningu felliþekj- anna. Sænskar rúnaristur Rúnafræðingurinn Þórgunnur Snædal heldur fyrirlestur um sænskar rúnaristur í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Fyrir- lesturinn kallar hún „Hér skal standa steinn nær brautu", og fjallar hann um skyldleika þess- ara rista við íslenskar fornbók- menntir. Margar ristur eru í bundnu máli og orðin virðast oft vera sótt í Eddukvæðin. Nk. mið- vikudag, 18. október, verður Þórgunnur svo með fyrirlestur í Þjóðminjasafninu þar sem hún Bergljót S. Einarsdóttir og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir. Arkitektastofa í Hlaðvarpanum Ný arkitektastofa hefur verið opnuð í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Eigendur stofunnar eru arkitektarnir Bergljót S. Einarsdóttir og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir. Báðar hafa þær lokið námi í byggingarlist, Bergliót frá Norges Tekniske Högskole en Ólöf frá Arkitektaskólan- um í Arósum í Danmörku. Þær hafa báðar tekið þátt í fjölda samkepp- na og unnið til nokkurra viðurkenninga. fjallar um vandamál í sambandi við varðveislu rúnasteina. Fyrir- lesturinn kallast „Meðan steinn lifir og stafir rúna“ og hefst hann kl. 17.15. Náttúrulækningar og meðferð gegn ofáti Náttúrulækningafélag Reykja- víkur verður með fræðslufund að Hótel Lind við Rauðarárstíg í kvöld kl. 20.15. Snorri Ingimars- son yfirlæknir á Heilsuhælinu í Hveragerði flytur erindi um nátt- úrulækningar og. Axel Guð- mundsson leiðbeinandi fjallar um nýjar hugmyndir um meðferð gegn ofáti. Einnig mun Regína Stefnisdóttir formaður NLFR fjalla um undirbúning fyrir 22. landsþing Náttúrulækningafélags íslands sem haldið verður í lok mánaðarins. Fundurinn er opinn almenningi. Banaslys Maður og kona létust þegar pall- bíll rann út af vegi og út í Ljósa- vatn í Ljósavatnshreppi aðfara- nótt mánudags. Miki! hálka var á veginum. Konan fannst í bílnum Námskeið í kvennasögu Kvennasaga hefur fram til þessa verið hornreka í menntastofnun- um landsins en konur sem hafa áhuga á kvennafræðum geta þó bætt sér það upp með því að sækja námskeið í kvennasögu sem Helga Sigurjónsdóttir stend- ur fyrir. Hún hefur á undanförn- um árum haldið námskeið fyrir konur þar sem fjallað er um ýmsa þætti í kvennafræðum svo sem sögu kvennabaráttu, stefnur og strauma í kvennapólitík, kvenn- amenningu og margt fleira. í þessari viku hefst sex vikna byrj- endanámskeið fyrir konur og fjögurra vikna framhaldsnám- skeið fyrir þær konur sem hafa sótt námskeið hjá Helgu áður. Bæði námskeiðin verða haldin í Menntaskólanum í Kópavogi við Digranesveg og verður kennt eitt kvöld í viku á hvoru námskeiði, tveir og hálfur til þrír tímar í senn. Auk þess geta kvennahóp- Helga Sigurjónsdóttir ar og aðrir námshópar pantað sérstakt námskeið og yrði þá hvort tveggja staður og stund ákveðið í samráði við hópinns, t.d. um helgi, en það gæti hentað hópum utan höfuðborgarsvæðis- ins vel. Nánari upplýsingar og innritun í síma 42337 á kvöldin þegar lögreglan dró hann upp úr vatninu en kafari fann svo mann- inn drukknaðan í vatninu. Tungan og tæknin Tækniskóli íslands á 25 ára af- mæli um þessar mundir og í tilefni af því verða haldin svokölluð al- menningserindi um ýmislegt sem snertir skólann og tæknina. Fyrstu erindin verða haldin á morgun, miðvikudaginn 18. okt- óber og nefnast þau „Tungan og tæknin". Það eru þau Sigrún Helgadóttir tölfræðingur og Sig- urður Jónsson málfræðingur sem munu fjalla um nýyrðasmíði í tæknimáli í erindum sínum. Þau ætla að gefa stutt yfirlit um nýyrð- asmíð á íslandi, einkum síðustu áratugina, og segja frá orða- nefndum sem nú starfa. Þá munu þau lýsa ýmsum aðferðum sem notaðar eru þegar búin eru tii orðasöfn fyrir hvers kyns tækni- mál og gefin verða dæmi um orð- asmíð úr nokkrum greinum, t.d. tölvutækni og tölfræði. Flutning- ur erindanna hefst kl. 17.15 í sal skólans og er öllum heimill að- gangur á meðan húsrúm leyfir. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.