Þjóðviljinn - 17.10.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.10.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Einangrunin elur á fordómum Kiwanismenn hafa um margra ára skeið lagt lið þeim er eiga við geðsjúkdóma að stríða. Þeir hafa safnað fé meðal landsmanna á svonefndum K-dögum með sölu „K-lykilsins“ og hefur fénu verið varið til uppbyggingar ýmissa þátta þjónustu við geðsjúka. Meðal annars hefur þannig verið stuðlað að uppbyggingu Bergiðj- unnar, endurhæfingarvinnu- staðar fyrir geðsjúka, byggingu endurhæfingarstöðvar Geðvern- darfélags íslands og því að koma upp unglingageðdeild. Nú er ætlunin að því fé er safn- ast á K-degi verði varið til að koma upp sambýlum fyrir fólk sem hefur fatlast af völdum geð- sjúkdóma. f gögnum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er fötlun lýst þannig: „Fötlun felst í þeim erfiðleikum einstaklings er rekja má til vanhæfni hans til að valda því hlutverki sem samfélag hans ætlast til af honum“. Fötlun er þannig ekki eingöngu komin undir einstaklingnum sjálfum heldur einnig umhverfi hans, því jákvæðari sem viðhorf í garð fatl- aðra eru því auðveldari verður aðlögun þeirra og fötlunin minni. Öruggasta leiðin til að byggja upp jákvæða afstöðu almennings til fatlaðra er að fatlaðir fái að- stöðu og möguleika til að lifa og starfa úti meðal annars fólks eftir því sem kostur er því skilningur á eðli fötlunar og hugmynd um hvernig fatlaðir eru fæst best af eigin raun með samskiptum við þá. Einangrun og aðskilnaður eins hóps frá öðrum hópum í samfélaginu elur á fordómum og fáfræði öllum til skaða. Jón G. Stefánsson skrifar Þótt töluvert hafi unnist á und- anförnum árum við uppbyggingu aðstöðu til meðferðar geðsjúkra og áfangastaða og sambýla fyrir fólk er fatlast hefur af völdum dagsins úr ókunnugu eldhúsi. Fatlaðir hafa sömu þarfir og annað fólk en þeir þurfa aðrar aðstæður til að geta sinnt þeim. Fatlaðir þurfa að starfa, skemmta kröfur sem hið almenna samfélag gerir til borgaranna. Sá sem býr lengi á stofnun byggir sinn reynsluheim á heimi stofnunar- innar og fer smám saman meira Öruggasta leiðin til að byggja upp jákvœða afstöðu almennings er að fatlaðir fái mögu- leika til að lifa og starfa úti meðal annars fólks. f Gleymum , _ ekkil _ ^ geðsjúkum ■ 2i.Okt. J geðsjúkdóma eru ennþá fjöl- margir sem fatlast hafa af völdum geðsjúkdóms og verða áfram að vera á geðdeild vegna þess að ekki hefur tekist að finna þeim heimilisstað. Margir þeirra eiga sér þann einn samastað að vera á sjúkrastofu þar sem stöðugt koma og fara sjúklingar með mis- munandi heilsu, á stofnun þar sem starfslið kemur og fer og hver dagur þekkist helst á rétti sér, fara í leikhús, í kvikmynda- hús, á hljómleika, í líkamsrækt, í sumarfrí, í sund. Þá langar til að fá sér í glas, að dansa, að elska, að keyra hringinn, að fara á fjöll, að liggja í leti. Fatlaðir eru eins og við hin. Sá sem dvelur á stofnun er að mjög mörgu leyti ófrjáls og lífsstíll hans mótast mjög af þeim kröfunt sem stofnunin gerir til hans, en þær eru nær undantekn- ingalaust aðrar og meiri en þær og meira úr tengslum við eðlilegt samfélag. Á löngum tíma getur þetta leitt til þess að jafnvel þótt aðrar aðstæður bjóðist, á sá sem lengi hefur búið innan stofnunar mjög erfitt með að yfirgefa hana og aðlaga sig að gjörólíkum að- stæðum utan hennar. Sá sem býr tiltölulega sjálfstætt úti í samfélaginu nýtur mun meira frelsis en stofnunarvist leyfir; borðar, sefur og vakir að viid, vinnur ef hann getur, þvær sér og baðar sig þegar honum sýnist, horfir á sjónvarpið fram- eftir langi hann til, kemur og fer eftir eigin geðþótta. Allir skilja hvers virði þetta er. Flestir eru sammála um að það búsetuform sem best hefur reynst til að skapa fötluðum viðunandi aðstæður sé sambýli þriggja til fimm einstaklinga í hentugu heimilislegu húsnæði þar sem hver hefur herbergi fyrir sig og þar sem tryggt er að þeir geti búið áfram efþeirvilja. í slíku sambýli þurfa hinir fötluðu íbúar að fá þá þjónustu sem gerir þeim kleift að búa sjálfstætt. í því getur falist að þeir fái aðstoð við matargerð og við að annast heimilishald, að- gang að tómstundastarfi, mögu- leika á atvinnu, læknisþjónustu, aðstoð til að leita félagslegra rétt- inda sinna, aðstoð við að halda tengslum við fjölskyldu sína og ýmislegt fleira. Nú eru rekin með samvinnu geðdeildar Landspítalans og Reykjavíkurborgar fimm sam- býli, í samvinnu geðdeildar Landspítalans og Geðverndarfé- lagsins eitt sambýli og eitt sam- býli í húsnæði Öryrkjabandalags íslands. í þessum sjö sambýlum er aðstaða fyrir 26 íbúa. Nú mun Geðverndarfélag íslands hafa í hyggju að byggja upp fleiri sam- býli með stuðningi Kiwanis- manna og það eru margir sem horfa með tilhlökkun fram til þess dags er þau verða opnuð. Sambýlisfyrirkomulagið hefur reynst vel. Það skapar fötluðum mun betri lífsskilyrði en hingað til hefur tekist að skapa þeim á ann- an hátt, en enn skortir mikið á að allir geti notið þess. Stöndum nú öll með fötluðum meðbræðrum okkar og systrum. Tökum þátt í stuðningi Kiwanis- manna við geðsjúka og berum K- lykilinn á K-daginn. Jón G. Stefánsson er vfirlæknir á Geðdeild Landspítalans. Leiksýning í Miklagarði Sigurður Jón Ólafsson skrifar Miðvikudaginn 4. október fór fram í Miklagarði afar sérkenni- leg leiksýning. Flöfundur hennar og aðalleikari var Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra. Á þessari sýningu var fluttur nýjasti gleðiboðskapur ríkisstjórnar- innar, en hann var á þá leið, að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist. Án efa er það ekki tilviljun, að einþáttungur fjármálaráðherra sé á svið settur í stærstu verslun landsins. Sérhver leikhópur mætti vera öfundsverður af sviði þar sem er jafn vítt til veggja og í Miklagarði; auk þess sem leiktjöld og munir eru á staðnum. Þetta er raunar ekki fyrsta sýn- ing fjármálaráðherra í umræddu verslunarhúsi. Skömmu eftir að Ólafur Ragnar var kosinn for- maður Alþýðubandalagsins skoraði hann á Þorstein Pálsson, þáverandi forsætisráðherra, að mæta sér í kappræðu í Mikla- garði. Tilefnið var matarskattur- inn og ætlaði Ólafur að sýna fram á óþurft hans. Svo fór að Þor- steinn þorði ekki að mæta, en engu að síður fór leiksýningin fram þó annan aðalleikarann vantaði. Um þær mundir svaraði Ólafur Ragnar árásum þáverandi ríkis- stjórnar á lífskjörin fullum hálsi og maður leit til hans sem ein- hvers skeleggasta talsmanns alþýðunnar. Þetta var áður en hann gerðist fjármálaráðherra. Það er svo undarlegt með þessa atvinnupólitíkusa, að um leið og þeir setjast á ráðherrastólana gleyma þeir fyrri baráttumálum. Og ekki nóg með það. Það sem í gær var þjóðarböl og ranglæti er í dag orðið þjóðhagsleg nauðsyn og réttlætismál. Matarskatturinn er skýrt dæmi um þetta. Ólafur Ragnar Grímsson barð- ist hatrammlega gegn matar- skattinum, en kúventi eftir að ar hafi hann á annað borð átt þess kost að fylgjast með henni. Sú fullyrðing, að kaupmáttur lægstu launa hafi aukist er eitthvert argasta öfugmæli sem ég hefi heyrt, og er maður þó orðinn ýmsu vanur af hendi stjórnmála- manna. Fjármálaráðherra rök- Tölurog prósentur segjavita- skuld ekki allan sannleikann. Það þarf sjálfsagt ekki mikinn reikni- meistara til að hagræða þeim á þann hátt, að fá jákvæða eða nei- kvæða útkomu eftir hentugleika. Pyngjan er öruggasti vitnis- burðurinn um það hvort kaup- Súfullyrðing, að kaupmáttur lœgstu launa hafi aukist er eitthvert argasta öfugmæli sem ég hef heyrt. hann varð ráðherra. Sama henti Júlíus Sólnes. Áður en hann fékk ráðherraembætti var hann mikill hugsjónamaður og andmælti matarskattinum. Núer hugsjónin fokin út í veður og vind og matar- skatturinn blífur. Kaupmáttarrýrnun Blaðamönnum var serstaklega boðið til þeirrar leiksýningar sem fyrst var drepið á í þessari grein. Ekki er getið um fleiri áhorf- endur, en vafalítið hefur margur sem þarna átti leið um af tilviljun miðvikudaginn 4. október orðið hvumsa við innihald sýningarinn- styður fullyrðingu sína með prósentutölum, en samkvæmt gamalli reynslu ber að taka atvinnupólitíkusa mátulega al- varlega þegar þeir fara að leika sér með tölur. Enda kemur í ljóst að það er ekki mark á þeim tak- andi. Ráðherra segir, að lægstu laun hjá BSRB hafi hækkað um 14-18%. Ekki veit ég hvernig hann fær þá niðurstöðu. Ég tel mig í hópi hinna lægst launuðu hjá BSRB, en samkvæmt mínum útreikningum hafa laun mín að- eins hækkað um 7% frá því samn- ingar tóku gildi (1. apríl), en það er tímabilið, sem ráðherra hefur í huga í reikningskúnst sinni. mátturinn hefur aukist eða rýrn- að. Við hjónin höfum undanfarin átta ár verið borgarstarfsmenn og ég þori að fullyrða, að kaupmátt- ur launa okkar hafi á því árabili aldrei verið jafn bágborinn og einmitt nú. Síðastliðið ár hefur hann rýrnað að mun eða einmitt frá þeirri stundu er Ólafur Ragn- ar Grímsson varð fjármálaráð- herra. Fram að þessu hefur okkur á einhvern hátt tekist að hafa í okkur og á og greiða skuldirnar. Nú blasir hins vegar ekki annað við en gjaldþrot. En ráðherrann gengur feti lengra. Hann segir að ríkis- stjórnin hafi staðið við fyrirheit sín og vitnar þar til kjarasamning- anna við BSRB. Seisei. Hverju voru þúsundir félagsmanna BSRB og ASÍ að mótmæla á Lækjartorgi 1. júní s.l.? Voru það ekki einmitt verðhækkanir á nauðsynjavörum, sem ríkis- stjórnin heimilaði þvert ofan í gerða samninga? Niðurstaða Samningarnir sem gerðir voru við BSRB og ASÍ í vor fólu í sér kjaraskerðingu. Þar kemur þrennt til: 1) Á samningstímabilinu (frá 1. apríl til 30. nóv. hjá BSRB) hækka laun aðeins um 4.500 kr. Sú upphæð er léttvæg fundin í öllum vöruverðs- hækkununum. 2) Ríkisstjórnin hefur svikið gef- in loforð um aðhald í verðlags- málum. 3) Launin eru óverðtryggð. Þessi ríkisstjórn hefur hagað sér líkt og aðrar. Þegar bjarga á atvinnuvegum þjóðarinnar er jafnan ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Auðvaldið má vera harla ánægt með jafn skel- eggan talsmann og Ólaf Ragnar Grímsson. Ef forða á mörgu alþýðu- heimilinu frá gjaldþroti verður að gera samninga sem hljóða upp á 75.000 kr. lágmarkslaun og fullar vísitölubætur launa. En til að slíkir samningar geti orðið að veruleika þarf samheldni og bar- áttuvilja af hálfu launafólks. Höfundur er bókavörður Þriðjudagur 17. október 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.