Þjóðviljinn - 17.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.10.1989, Blaðsíða 11
FRA KVIKMYNDAHATIÐ I DAG Hreinn og edrú Bíóborgin er byrjuð að sýna Hreinn og edrú (Clean and So- ber) eftir Glenn Gordon, kvik- mynd sem er mjög í samræmi við þá „dagskipan" að eiturlyf séu, að Rússum frágengnum, höfu- ðóvinur Bandaríkjamanna. Aðalpersónan er alki og dóp- isti sem er kominn upp í horn: ung stúlka hefur dáið af of stórum skammti af kókaíni í rúminu hjá honum og þar að auki hefur hann dregið til sín fé frá fasteignasölu sem hann starfar við til að braska með í kauphöllinni og reka með því móti sín dópkaup. í þessari klemmu leitar hann athvarfs á meðferðarstofnun, ætlar að bíða af sér stormana og tekur það hreint ekki alvarlega sem þar fer fram. Ekki í fyrstu. En þegar al- vara lífsins kreppir enn að honum dregst hann með hálfum huga inn í meðferðarheiminn og nær ár- angri áður en lýkur. Myndin fer allvel með þessa sögu, þótt einatt sé stiklað á stóru. Alkinn og dópistinn (sem Michael Keaton leikur með mikl- um ágætum) verður ekki fyrir neinni ævintýralegri hugljómun, við höfum það jafnan í huga að sagan gæti farið á hvorn veginn sem væri. Hann er alla myndina að reka sig á eigin ranghugmynd- ir og sjálfsblekkingar. Sú erfið- asta er eftir þegar út í hvunndags- leikann er komin - en hún er sú að hann geti með ástarsambandi við konu sem útskrifast um leið og hann bjargað sjálfum sér og henni. Þetta er vitanlega áróðurs- mynd með sínum hætti - og það er hennar kostur sem slíkrar að hún kemur erindi sínu á framfæri í trúverðugri sögu, sem ekki er hægt að afskrifa sem gamanmál eða hasar. y ÁB. Úrslitaorrustan Þetta var kvikmyndin sem gaf hinum unga Frakka, Luc Besson, færi á að gera kvikmyndina Sub- way árið 1985 og Le grand bleu í kjölfar hennar. Þótt ótrúlegt megi virðast var Besson aðeins 23 ára þegar Le dernier combat, eða Úrslitaorrustan, var frumsýnd árið 1982. Ferill þessa leikstjóra verður því að teljast með ólíkind- um, burtséð frá ágæti myndanna sem ýmist eru rakkaðar niður ell- egar lofaðar í hástert. Úrslitaorrustan er um margt mjög ólík seinni myndunum tveimur. Þetta er fútúrísk vís- indaskáldsaga sem gerist eftir að heimurinn hefur verið lagður í rúst, trúlega af heimsstyrjöld númer þrjú. Nokkrir menn hafa lifað hörmungarnar af en lífsbar- áttan er erfið í heimi þar sem vatn og matur er af skornum skammti. Það sem kemur áhorfandanum enn meira á óvart er að samtöl eru engin í myndinni vegna þess að mannkynið hefur glatað hæfi- leikanum til að tala. Myndin lýsir svo baráttu á milli nokkurra ein- staklinga í þessum harða heimi. Þessari sögu, sem í raun er nær ekkert vit í, er lýst á nokkuð frumlegan hátt í svart-hvítum litum. Verst er að sínemaskópið fer forgörðum í litlum kvikmynd- asölum Regnbogans og kraftmik- ið djass-rokk frá Eric Serra verð- ur því miður að ákaflega mónót- ónskum hljóðgerflafrösum. Þess- ir tveir þættir hafa verið á meðal vörumerkja Bessons og því gætu unnendur hans orðið fyrir von- brigðum með þessa mynd þótt hún sé að vissu leyti mjög athygli- sverð. Það kemur varla á óvart að Besson leggur ekki mikið upp úr nákvæmri uppbyggingu handrits- ins enda ku það ekki hafa verið löng lesning. Það samdi hann ásamt leikaranum og síðar leikstjóranum Pierre Jolivet sem leikur aðalhlutverk í Úrslitaorr- ustunni. Hann leikur hetju okkar í myndinni, Jean Bouisse leikur lækni sem aðstoðar hann og fleiri í myndinni en Jean Reno, sem leikið hefur í öllum myndum Bessons, er ribbaldinn í mynd- inni. Einnig bregður Fritz gamla Wepper fyrir, en hann ættu menn að þekkja betur sem Harry Klein. Úrslitaorrustan er í raun ekki frumleg vísindaskáldsaga en frá- sagnarmáti hennar er það hins- vegar á stundum. Kvikmynda- áhugamenn sjá hana líkast til að- allega vegna þess að hún var fyrsta mynd hins einstaka Luc Besson. -þóm Fjölskyldan Ettore Scola er án efa einn at- hyglisverðasti kvikmyndastjóri ít- ala í seinni tíð. Hann hefur fengið ótal viðurkenningar fyrir hinar mannlegu myndir sínar undan- farna tvo áratugi eða svo og er La famiglia, eða Fjölskyldan, enn ein skrautfjöðrin í hatt hans. Þeir sem sáu Le bal á Kvik- myndahátíð árið 1985 sjá eflaust margt sameiginlegt með henni og Fjölskyldunni. Báðar gerast þær eingöngu innan veggja eins húss þótt saga þeirra spanni heila mannsævi. Þær eru líka báðar dæmi um fádæma hæfileika Scola til að endurvekja andrúmsloft fortíðar með samsetningu leik- myndar, búninga og kvikmynda- töku. En þótt Ballið hafi verið allrar athygli verð hefur Fjölskyldan að flestu leyti vinninginn hvað varð- ar leikstjórn Scolas. Myndin segir frá fjölskyldu nokkurri í Róm frá aldamótum fram á okkar tíma. Sagan hefst með fæðingu sögu- mannsins Carlo og þegar henni lýkur hefur hann tekið við hlut- verki sem ættfaðir fjölskyldunn- ar. Myndin hefur að geyma ótal skemmtilega hliðarþræði og áhorfandinn er sífellt minntur á hve langt er liðið á öldina með vísan í sögufræga atburði. Það sem heldur áhorfandanum þó hvað best við efnið er hinn yndis- legi húmor myndarinnar sem sýnir í skemmtilegu ljósi hina fjölbreyttu skapgerð ítölsku þjóðarinnar. Á heimili fjölskyld- unnar ægir saman öllum hugsan- legum persónugerðum sem sjá til þess að maður er skælbrosandi allan tímann. Svo er auðvitað rómantík, sorg, gleði og allt ann- að sem gerir Fjölskylduna að un- aðslega hlýlegri nostalgíu. -þóm Ekki gráta elskan mín Pleure pas my love, eða Ekki gráta elskan mín, er ein af fjórum frönskum kvikmyndum á Kvik- myndahátíð og er hún um margt dæmigerð kvikmynd frá Frökkum. Þetta er fimmta kvik- mynd leikstjórans Tony Gatliffs og hefur hann jafnan fengist við tilfinningaþrungnar myndir. Ekki gráta elskan mín fellur vissulega undir þann hóp án þess að gagn- taka áhorfandann með tilfinningu sinni. Myndin segir frá einmana ungum manni sem nýlega hefur misst móður sína. Hún var á sín- um tíma fræg leikkona en eftir lát hennar fer hann til mannsins sem uppgötvaði hana og er hann jafn- framt faðir stráksa, án þess að hafa vitað af því sjálfur. Myndin greinir síðan ekki eingöngu frá tilfinningum stráksins (sem lifir í draumaheimi kvikmyndanna) heldur einnig hvaða áhrif koma hans hefur á samband föðurins við ástkonu sína sem jafnframt er leikkona. Ekki gráta elskan mín er um- fram allt falleg og vel unnin kvik- mynd um atburði sem snerta til- finningaveruna í okkur. Leikkonan geðþekka, Fanny Ardant, fer fimlega með hlutverk leikkonunnar en hún fer einnig á kostum í ítölsku myndinni Fjöl- skyldunni. -þóm piÓÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM Nú þegar komið er fram í miðjan mánuðinneru húsmæðurfarnar VÍOburÖÍr að kvarta yf ir því að kaffiskammt- urinn sé á þrotum og eins og menn vita er sykur nær ófáan- legur í bænum. Úr þessu má þó bæta til mikilla muna með því að taka upp meiri mjólkurdrykkju en tíðkazt hefur að undanförnu. 17. október þriðjudagur. 290. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8.24- sólarlagkl. 18.01. Iðja, félag iðnverkafólks í Reykja- vik stofnað 1934. Karl Kautsky látinn 1938. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöa vikuna 13.-19. okt. er í Breiöholts Apóteki og Apóteki Austurbæjar. Fyrrnefndaapótekiðeropiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekið er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavík Kópavogur Seltj.nes sími 4 Hafnarfj Garðabær sími 5 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík slmi 1 Kópavoqur Seltj.nes Hafnarfj sími 5 Garðabær sími 1 11 66 11 66 11 66 11 00 11 00 11 00 11 00 11 00 LCKNAR Læknavakt fyrir Reykjavjk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöö Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingarog tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna simi 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna s. 1966. SJUKRAHUS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virkadaga 18.30-19.30, helgar15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feöratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin viö Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spitalinn:alladaga15-16og18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráögjöf i sálfræöilegum efnum.Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virkadagafrá kl. 8-17. Siminner 688620. Kvennaráðgjölin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum timum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns-og hitaveitu:s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 allavirkadagakl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, erveittísíma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Sala Bandaríkjadollar....... 61,31000 Sterlingspund........... 98,56500 Kanadadollar........... 51,94200 Dönskkróna............... 8,34720 Norskkróna............... 8,81900 Sænskkróna............... 9,48920 Finnsktmark............. 14,22180 Franskurfranki........... 9,59620 Belgiskurfranki.......... 1,54810 Svissn.franki........... 37,44120 Holl. gyllini........... 28,76310 V.-þýskt mark........... 32.47350 Itölsklíra............... 0,04485 Austurr.sch.............. 4,61500 Portúg. escudo........... 0,38490 Spánskur peseti.......... 0,51410 Japanskt yen............. 0,43505 (rsktpund............... 86,53000 KROSSGATA Lárótt: 1 mikill4gufu6fiskur 7sögn9lamb12frost- skemmd 14 ástfólginn 15 nuddi 16 hljódaðir 19 heita 20 gæfu 21 frumeindar Lóðrótt: 2 spil 3 flakka 4 fóðr- un 5 tunga 7 saltlögur 8 gunga 10 atlaga 11 fjall 13 dauði 17 fálm 18angan Lausn á síðustu krossgátu Lárótt: 1 enda 4 gáfa 6 ról 7 pakk 9 óhóf 12 vinir 14 dúa 15 eir 16 lerki 19 undi 20 ánni 21 inntu Lóðrótt: 2 nóa 3 arki 5 fró 7 pöddur 8 kvaldi 10 hreinu 11 fomir 13 nýr 17 ein 18 kát Þriðjudagur 17. október 1989 pJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.