Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 18. október 1989 174. tölublað 54. árgangur Sveitarfélögin Þvinguð inn á gráa markaöinn Sveitarfélög þvinguð til að leita til fjárfestingarfélaga vegn'a slœmrar þjónustu bankanna og skulda ríkissjóðs við bœjarfélögin. Spurning hvort bankarnir eru ekki hinn eiginlegi grái markaður í dag Oft á tíðum er eina leiðin fyrir sveitarféiögin til að fjár- magna framkvæmdir sínar sú að leita til hins svokaliaða gráa markaðar, einkum ef um mikla fjárhæð er að ræða. Það er svo spurning hvort bankarnir eru ekki hinn eiginlegi grái markaður í dag, sagði sveitarstjórnarmaður í stóru sveitarfélagi við Þjóðvilj- anii í gær. Á þingi VMSÍ í lok síðustu viku benti Ásmundur Stefánsson for- seti Alþýðusambandsins á það að í umferð væru skuldabréf sem Hafnarfjarðarbær hefði gefið út sem bæru 10% ávöxtun umfram verðbólgu. Hér er um að ræða skuldabréf sem Fjárfestingar- félagið keypti af bæjarfélaginu með 7,9% föstum vöxtum og sel- ur síðan áfram með afföllum, þannig að ávöxtun á bréfunum verður 10% umfram verðbólgu. Bréf þessi voru gefin út 29. sept- ember sl. Þorsteinn Steinsson fjármála- stjóri Hafnarfjarðar neitaði þessu í Morgunblaðinu um síð- ustu helgi og sagði að sveitarfé- lagið hefði selt Fjárfestingarfé- laginu skuldabréf með 7,9% föst- um vöxtum. „Það sem ég sagði um þetta mál er satt, enda er ég ekki vanur að segja ósatt," sagði Ásmundur við Þjóðviljann. Hafnarfjarðarbær er þó langt því frá eina bæjarfélagið sem gef- ið hefur út skuldabréf til þess að fjáfmagna ákveðnar fram- kvæmdir. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, sagði við Butler Byggtá íslenskri uppfinningu „Þær þilpiötur sem risafyrir- tækið Butler hefur áhuga á að framleiða hér á landi úr Heklu- vikri og innfluttu gifsi er uppfinn- ing Björns Einarssonar tækni- fræðings," sagði Sveinn Halldórs- son sem hefur verið umboðsmað- ur-enska fyrirtækisins hérlendis frá 1965. Að sögn Björns Einarssonar hefur fyrirtækið Viko hf. staðið að þróun þessarar hugmyndar hans á allbrunaþolnum þilplötum en því miður ekki tekist að koma upþ verksmiðju hérlendis vegna skilningsleysis stjórnvalda og op- inberra sjóða. „Þá kom erlenda fyrirtækið Butler inn í myndina og vonandi verður framhaldið gott," sagði Björn Einarsson tæknifræðingur. -grh í byrjun prófaöi Björn Einarsson tæknifræðingur bæði vikur frá Snæfellsnesi og frá Heklu sem síðan reyndist betri til f ramleiðslu á allbrunaþolnum þilplötum. Margt virðist benda til þess að risafyrirtækið Butler hefji framleiðslu þeirra hérlendis. Mynd: Jim Smart. Sjávarútvegsráðuneytið Trillukarlar í hart Jón B. Jónassqn: Flutningur veiðiheimilda á milli ára hjá bátum undir 10 brúttórúmlestum er óheimill. Orn Pálsson: Munum sœkja þetta mál af hörku og ekki gefa eftir þumlung. Árni Gunnarsson: Afstaða ráðuneytisins byggð á veikum grunni Við muiiuni skýra viðhorf sjáv- arútvegsráðuneytisins í þessu máli í bréfi til umboðsmanns AI- þingis sem sent verður til hans í dag eða á morgun þar sem fram kemur að afstaða ráðuneytisins í þessu máli er óbreytt frá því sem verið hefur, að flutningur veiði- heimilda á milli ára hjá bátum undir 10 brúttórúmlestum er óheimill, sagði Jón B. Jónasson skrifstofustjóri sjávarútvegs- ráðuneytisins í gær. Jón B. sagði jafnframt að ef smábátasjómenn vildu ekki hlíta þessum úrskurði ráðuneytisins gætu þeir farið með málið fyrir dómstóla því afstaða ráðuneytis- ins væri með öllu ótvíræð í þessu máli. Það telur að í 10. grein laga númer 3/1988, um stjórn fisk- veiða 1988 - 1990, séu tæmandi talin þau ákvæði laganna sem taki til veiða smábáta. Þar af leiðandi taki 9. grein ekki til veiða þessara báta og sé því ekki heimiil flutn- ingur aflahámarks á milli ára. Að sögn Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra Landssam- bands smábátasjómanna munu þeir sækja þetta mál af hörku og ekki gefa eftir þumlung. Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um á hvern hátt það verður gert en Örn bjóst við að það mundi liggja fyrir von bráðar. „Þessi neitun ráðuneytisins kemur verst við okkar afburðasjómenn sem eru langt komnir með að veiða það aflamagn sem þeim er leyfi- Íegt að veiða í ár og það munum við ekki líða. Þá viljum við minna á svar sjávarútvegsráðherra á Al- þingi við fyrrispurn frá Svavari Gestssyni við umræður um fisk- veiðistjórnunina á sínum tíma. Þá sagði Halldór að enginn greinarmunur væri á hugtöku- num aflamarki og aflahámarki," sagði Örn Pálsson. Fyrr í sumar leitaði Landssam- band smábátaeigenda eftir áliti umboðsmanns Alþingis á málinu þar sem það telur að sjávarút- vegsráðuneytið sé að brjóta lög á þeim með því að synja félags- mönnum þess að flytja veiði- heimildir á milli ára. Um miðjan síðasta mánuð skrifaði svo um- boðsmaður Alþingis sjávarút- vegsráðuneytinu bréf þar sem hann óskaði eftir skýringum þess á kvörtunum Landssambandsins. Ennfremur liggur fyrir lög- fræðilegt álit Arnmundar Back- mans lögfræðings þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að enginn vafi leiki á því að núgild- andi lög um stjórnun fiskveiða heimili flutning veiðiheimilda á milli ára hjá bátum undir 10 brúttórúmlestum á sambærilegan hátt og hjá öðrum skipum. Að þessu sama komst sjávarút- vegsnefnd neðri deildar og í gær sagði Árni Gunnarsson formaður hennar að það hefði verið mikill meirihluti fyrir því að smábáta- sjómenn gætu flutt veiðiheimildir á milli ára. Árni sagði að sér fynd- ist þessi afstaða ráðuneytisins vera byggð á veikum grunni og hreint afleit fyrir smábátasjó- mennina. -grh Þjóðviljann að hann þekkti nokkur dæmi þess að sveitarfélög hefðu boðið út skuldabréf á al- mennum markaði. Tók hann scm dæmi Akureyri, Kópavog, Hafn- arfjörð og Sauðárkrók. Magnús sagðist hinsvegar ekki vita til þess að smærri sveitarfélög hefðu leitað á þennan markað. „Eflaust er ástæðan sú að sveitarfélögin eru í stórum fram- kvæmdum sem þau vilja ljúka, eða til þess að brúa eithvert bil, og það getur verið mjög rétt- lætanlegt," sagði Magnús. í dæmi Hafnarfjarðar var um að ræða lán upp á 80 miljónir króna til tveggja ára sem nota á til kaupa á kaupleiguíbúðum en Hafnarfjarðarbær fékk úthlutað fyrir 17 íbúðum og greiðslur frá Húsnæðisstofnun berast seint. „Hin einfalda staðreynd í þessu máli er sú að bankastofnan- ir í landinu geta ekki boðið jafn góð kjör og fyrirtæki á borð við Fjárfestingarfélagið. Þannig að spyrja má hvoru megin hryggjar grái markaðurinn liggi. Kjarni málsins er sá að þetta voru ein- faldlega bestu fáanlegu kjörin á markaðinum," sagði Guðmund- ur Árni Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Menn ættu að huga að því hverjir eiga Fjárfestingarfélagið en það eru sparisjóðirnir og bankar," sagði Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi í Hafnar- firði. „Það er því spurning hverj- um það þjónar að við verðum að leita til Fjárfestingarfélagsins." Það er tvennt sem veldur því að sveitarfélögin leita til fyrirtækja á borð við Fjárfestingarfélagið. Annarsvegar slæm þjónusta bankanna við sveitarféíögin og hinsvegar það að greiðslur frá ríkinu vegna framkvæmda, t.d. við skóla, berast mjög seint. Þeg- ar sveitarfélag ræðst í skólafram- kvæmdir veitir ríkið 5.000 kr. á fjárlögum sem er staðfestingar- gjald. Þannig hefur Hafnarfjarð- arbær staðið í stórframkvæmdum við að reisa skóla í Setbergi, auk þess sem Öldutúnsskóli og Víðis- taðaskóli hafa verið stækkaðir. Ríkið skuldar nú Hafnarfjarðar- bæ um 200 miljónir króna. Til samanburðar við 10% af- föllin á skuldabréfunum sem seld voru Fjárfestingarfélaginu má benda á að nýlega þurfti Hafnar- fjarðarbær að slá 35 miljóna króna lán vegna framkvæmda Rafmagnsveitunnar. Fékk bær- inn lán hjá Sparisjóði Hafnarf- jarðar, sem er aðal viðskipta- banki bæjarins, og eru vextir af því 9% umfram verðbólgu. „Það að sveitarfélögin þurfa að leita til þessara aðila endurspegl- ar bara ástandið einsog það er á íslenska lánamarkaðinum," sagði sveitarstjórnarmaður við Þjóð- viljann í gær. -^Sáf Munið byggingarhappdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.