Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Notum mikiðaf dýrum lyfjum Meðþvíað ávísa alltaf á ódýrasta lyf lyfjaflokks má spara 300 miljónir Mefnd á vegum heilbrigðisráðu- neytisins telur að hægt verði að draga úr notkun lyfja á næstu þremur árum um 10%, með því að koma í veg fyrir „óþarfa lyfja- notkun". Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra segir að stefna beri að þvl að ná lyfjanotk- un niður á svipað stig og þekkist í Noregi. Norðmenn neyti minnsta magns lyfja I Skandinavíu, 10% minna en íslendingar, en sjúk- dómatíðni þjóðanna sé svipuð. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að ef læknar vísuðu alltaf á ódýrasta lyf í hverjum lyfjaflokki mætti spara um 300 miljónir og sagði heilbrigðisráðherra að það skref bæri að stíga hið fyrsta. Miðað við neyslu síðasta árs á yerðlagi 1. júlí þessa árs, greiða íslendingar 3,5 miljarða fyrir lyf í smásölu á ári. A blaðamannafundi þar sem niðurstöður nefndarinnar voru kynntar, sagðist Guðmundur Bjarnason vonast til þess að geta átt gott samstarf um það við lækna, að þeir vísuðu jafnan á ódýrasta lyf. Nefndarmenn skrif- uðu það á lélegt verðskyn lækna og sjúklinga að ekki væri vísað á ódýrasta lyfið, og þess vegna hefði verið útbúin lyfjaverðskrá sem dreift yrði til allra lækna. Guðmundur sagði að þetta yrði tekið fyrir í skrefum, þar sem dýr- ustu lyfjaflokkarnir væru teknir fyrir fyrst. f áliti nefndarinnar kemur fram að fullyrðingar um gífurlegt lyfjaát íslendinga í samanburði við önnur Norðurlönd fái ekki staðist. Hins vegar gæti tilhnei- gingar til að velja ný og þá dýrari lyf þegar lyfjum er ávísað. íslendingar hafa þó vinninginn hvað varðar fúkkalyfjaát. Dag- lega er ávísað 26,7 dag- skömmtum af fúkkalyfjum á Is- landi, ekki nema 10,1 í Dan- mörku, 12,8 í Noregi og 15,3 í Svíþjóð. Jón Bjarni Þorsteinsson heilsugæslulæknir, sem sæti átti í nefndinni, sagði að horfa yrði til félagslegra þátta í þessu sam- bandi. Islendingar væru td. mun minna frá vinnu en Svíar en vildu fá fúkkalyf um leið og þeir fyndu fyrir einhverjum krankleika. Pegar verðmunur á lyfjum var skoðaður, leiddi athugun nefnd- arinnar í ljós að heildsöluverð reyndist svipað í Danmörku og á íslandi, eða 470-480 krónur. Smásöluverðið var hins vegar 18% hærra hér en í Danmörku. Munurinn á heildsöluverði lyfja í Svíþjóð og á íslandi reyndist vera 33%. Af þeim lyfjum semfengust bæði í Danmörku og Svíþjóð, reyndist munur á heildsöluverði 36,5% okkur í óhag. Inni í þess- um samanburði voru ekki íslensk lyf, sem að jafnaði eru ódýrari en erlend lyf, samkvæmt áliti nefnd- arinnar. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu að lækka megi dreifingar- kostnað á lyfjum um 30-50 milj- ónir. Þetta verði aðallega gert með fækkun lyfsöluaðila og landinu verði skipt upp í 15 lyf- söluumdæmi. Einnig er bent á að spara megi með því að lækka álagningu á dýrustu lyfjunum og að heimilað verði að rjúfa pakn- ingar, þannig að sjúklingur sé ekki látinn kaupa of stórar ein- ingar af lyfjum að óþörfu. -hmp Veraldlegt og geistlegt yfirvald kirkjunnar-Óli Þ. Guðbjartsson ífyrsta skipti sem dómsmálaráðherra á kirkjuþingi og herra Ólafur Skúlason í fyrsta skipti sem biskup íslands á kirkjuþingi. Ljósmynd: Jim Smart. Kirkjuþing Skilgreining dauðans Siðfrœðileg sjónar- mið til umfjöllunar. Líffœraflutningur - útflutningur - skil- greining dánarstund- ar og siðferðileg handleiðsla kirkjunnar A 20. kirkjuþingi sem sett var í gær verður hreyft stórum sið- ferðilegum spurningum og teknar ákvarðanir um hvernig kirkjan vill svara spurningum sem í sam- tímanum styðjast ekki við hefðir eða viðtekin sjónarmið. Hér er um að ræða hlutverk kirkjunnar við handleiðslu við siðferðilegar ákvarðanir einsog svokallaðan líknardauða, líffæraflutninga á milli manna og á milli landa. Bú- ast má við að kirkjuþing sam- þykki að gangast fyrir athugun á siðfræðilegum sjónarmiðum hér á landi, þar sem sérfræðingar innan læknisfræði og siðfræði munu að lokum skila álitsgerð til næsta kirkjuþings um þessi mál. Nýr biskup yfir íslandi herra Ólafur Skúlason setti kirkjuþing í gær og nýr kirkjumálaráðherra Óli Þ. Guðbjartsson flutti ávarp. Þess má geta að Óli er gamall kirkjuþingsmaður sem „leikmað- ur“ en hvarf af þeim vettvangi jsegar hann gekk í Borgaraflokk- inn. Önnur mál á kirkjuþingi eru drög að reglugerð fyrir Hjálpar- stofnun kirkjunnar og tilrauna- námskrá fyrir fermingarstörf. Kirkjuþingi lýkur 26. október. fmg Alþingi Stefnuræða á mánudag Samkvæmt starfsáætlun Al- þingis mun forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, halda stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar næst komandi mánudag. í ræðu sinni mun Steingrímur vafalítið færa rök fyrir þeim mikla halla á fjárlögum sem stefnt er að á næsta ári og þeim niðurskurði sem ríkisstjórnin telur óhjá- kvæmilegan, vegna almenns sam- dráttar í þjóðfélaginu. Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, mun síðan þremur dögum seinna, eða á fimmtudag, hefja fyrstu umræðu um fjárlög næsta árs. Önnur um- ræða fjárlaga fer fram 6. desemb- er og tveimur dögum fyrir jólahlé Alþingis, 19. desember, fer þriðja og síðasta umræða fram um fjárlögin í Sameinuðu Al- þingi. Jólahlé hefst samkvæmt starfsáætlun 21. desember. -hmp Sýning Borgarskjalasafnsins í anddyri Borgarskjalasafns Reykjavíkur, Skúlatúni 2, hefur verið opnuð sýning sem ætlað er að gefa nokkra hugmynd um safnkost þess, en um þessar mundir eru 35 ár síðan Borgarskjalasafnið var formlega stofnað. Borgarskjalasafn Reykjavíkur var formlega stofnað 7. októ- ber 1954 með samþykkt bæjarstjórnar og fluttust þá eldri skjöl borgar- innar yfir til þess frá Þjóðskjalasafni, sem hafði haft þau til varðveislu. Árið 1967 var svo Skjala- og minjasafni skipt í tvö aðskilin söfn. Framan af kallaðist safnið Skjalasafn Reykjavíkur, en árið 1983 var nafnið Borgarskjalasafn tekið upp. Borgarskjalasafnið er héraðsskja- lasafn Reykjavíkurborgar og er hlutverk þess að varðveita skjöl og aðrar skráðar heimildir sem hafa að geyma upplýsingar um starfsemi og sögu Reykjavíkur og borgarstofnana. Fosturskolinn fullsetinn Fósturskóli íslands er fullsetinn í vetur og hefur fjöldi umsókna um skólavist ekki verið meiri síðan 1979, en alls bárust skólanum 120 umsóknir. 80 nemendur voru teknir inn á I. námsár og þurfti ekki að neita neinum nemanda sem uppfyllti kröfur um undir- búningsmenntun. Allir nemend- ur Fósturskólans luku tilskildum prófum eða verkefnum síðasta skólaárs, annað hvort sl. sumar eða í haust. Enginn nemandi heltist úr lestinni vegna verkfalls HÍK, og teljast það góðar heimtur. Snót vill vísitölu á laun Verkakvennafélagið Snót krefst þess að laun verði vísitölutryggð. Félagsfundur Snótar sem haldinn var 6. október mótmælir harð- lega þeirri aðför að verkafólki sem nú stendur yfir. „Þar sem upplýst er að matvara hefur hækkað rúmlega helmingi meira en laun á undanförnum tveimur árum og hækkun vaxta nú, hlýtur verkafólk að krefjast þess að laun verði vísitölutryggð," segir í til- kynningu frá fundinum. Hals-, nef- og eyrna í Eyjum Móttaka verður á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar fs- lands í Heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum dagana 21. og 22. október. Þar fer fram greining Heyrnar- og talmeina og úthlutun heyrnartækja. Sömu daga að lokinni móttöku heyrnar- og talmeinastöðvarinn- ar verður almenn lækningamót- taka sérfræðings í háls-, nef-, og eyrnalækningum. Tekið erá móti viðtalsbeiðnum í Heilsugæslu- stöðinni Vestmannaeyjum. Nýráðningar hjá Hollustuvernd Guðlaugur Hannesson hefur ver- ið ráðinn fræðslufulltrúi Holl- ustuverndar ríkisins en Guð- laugur var áður forstöðumaður rannsóknastofu stofnunarinnar. Guðlaugur er ráðinn í eitt ár, frá 1. janúar 1990 til 31. desember 1990. Þá hefur verið ákveðið að Franklín Georgsson gerlafræð- ingur gegni starfi forstöðumanns rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins sama tímabil. íslenskir dagar hjá KEA Um þessar mundir standa yfir ís- lenskir dagar hjá KEA. Um 80 íslensk framleiðslufyrirtæki kynna vörur sínar í öllum versl- unum KEA en auk vörukynninga eru ýmsar uppákomur í verslun- unum. Broadway kvatt Um næstu mánaðamót mun veitingahúsið Broadway heyra sögunni til en þá mun Reykjavík- urborg yfirtaka húsið og er ætlun- in að breyta því í æskulýðsmið- stöð. Það var árið 1981 að Ólafur Laufdal hóf veitingarekstur í hús- inu og hafa margir þekktir lista- menn troðið fjalirnar á Broad- way, jafnt erlendir sem innlendir. Nægir að nefna stórstjörnur eins- og Jerry Lee Lewis, Fats Dom- ino, Herbie Hancock o.fl. Nú standa yfir síðustu sýningar á dægurlagahátíðinni Komdu í kvöld, sem byggð er á lögum og textum eftir Jón Sigurðsson bankamann. Meðal söngvara má nefna Ellý Vilhjálms, Ragnar Bjarnason, Þorvald Halldórsson og Þuríði Sigurðardóttur. Jón leikur sjálfur á harmónikku og stjórnar hljómsveitinni ásamt Karli Möller. Kennararáðningar Valdinu dreift Svavar Gestsson: Grunnskólarnir sjái sjálfir um ráðningu kennara. Liður í til- tekt í menntamála- ráðuneytinu Mín stefna í menntamálaráðu- neytinu númer eitt er valddreif- ing, segir Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. Ráðherr- ann hefur lagt fyrir ríkisstjórnina frumvarp til laga, þar sem gert er ráð fyrir að ráðning kennara við grunnskóla verði á ábyrgð skóla- stjóra og ráðning skólastjóra og yfirkennara verði á ábyrgð fræðsluskrifstofa hvers umdæm- is. Þingflokkar stjórnarflokk- anna hafa þetta frumvarp nú til athugunar, að sögn Svavars. í samtali við Þjóðviljann sagði Svavar að þessar ráðstafanir væru liður í almennri valddreifingar- stefnu menntamálaráðuneytis- ins. í ráðuneytinu væri nú unnið að viðamikilli endurskipulagn- ingu á starfsemi þess, sem gengi út á að flytja þaðan skriffinnsku- verkefni af margvíslegu tagi, sem komið hefðu í veg fyrir að ráðu- neytið gæti með eðlilegum hætti sinnt stefnumótandi vinnu. Með þessu vildi menntamálaráðuneyt- ið sýna gott fordæmi. „Við segj- um þar með við menningarstofn- anir og skóla: Við erum að taka okkur í gegn, fara yfir okkar starfsemi lið fyrir lið og viljum að aðrar stofnanir á vegum mennta- málaráðuneytisins geri slíkt hið sama,“ sagði Svavar. Segja má að frumvarp um að grunnskólar fari sjálfir með sínar ráðningar, sé þriðji áfanginn í þessum efnum í menntakerfinu. Á síðasta þingi fékk menntamálaráðherra samþykkt tvö svipuð frumvörp. Það fyrra gefur Háskólanum töluvert sjálf- dæmi við ráðningu prófessora, dósenta og lektora. En seinna frumvarpið sem varð að lögum snýr að ráðningu kennara við framhaldsskóla, sem nú er á ábyrgð skólameistara. -hmp íslensk kjötsúpa í pakka Nú er hægt að kaupa íslensku kjötsúpuna í pakka og það eina sem kokkurinn þarf að gera er að bæta vatni út í duft og láta sjóða. Það er Toro sem hefur hafið framleiðslu á súpunni í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að Toro súpur voru fyrst seldar á ís- landi. Það var Sigurvin Gunnars- son matreiðslumeistari sem hafði yfirumsjón með þróun vörunnar en honum til aðstoðar voru mat- reiðslumeistararnir Hilmar B. Jónsson, Eyjólfur Kolbeins og Sigurður Einarsson. Nú er verið að kanna hvort bragðlaukar Norðmanna kunni að meta súp- una með hugsanlega markaðs- setningu þar í huga.. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.