Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 18.10.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Sgánn Kosið um „Thatchersósíalisma“ A stjórnartíð Gonzálezar hefur Spánn notið efnahagsþenslu og drjúgs hagvaxtar en eigi að síður býr mikill hluti landsmanna við kröpp kjör og atvinnuleysi ingkosningar fara fram á Spáni 29. þ.m. og er flestra ætlan að sósíalistaflokkurinn þar- lendi, undir forustu Felipes Gonz- álezar forsætisráðherra, muni tapa fylgi, en verða þó áfram stærsti flokkurinn og jafnvel halda meirihluta í neðri deild þingsins. González, sem nú er 47 ára, hefur verið forsætisráðherra í tvö kjörtímabil. Sósíalistaflokkurinn fékk hreinan þingmeirihluta í kosning- unum 1982, 202 þingsæti af 350 í neðri deild. Hann tapaði veru- lega í kosningunum 1986, en fékk þó 184 þingsæti og hélt þar með þingmeirihluta. Nú stendur meirihlutinn tæpt, en ekki er þó talið útilokað að flokkurinn merji það að ná 176 þingsætum. En naumur yrði sá meirihluti og hlyti að þýða að stjórn Gonzálezar stæði ekki lengur ýkja vel að vígi á þingi, nema því aðeins að hann fengi aðra flokka tii liðs við sig. 17 af hundraði atvinnulausir Eftir sjö ára stjórnartíð sósíal- istaflokksins eru skoðanir Spán- verja um frammistöðu hans á þeim tíma mjög skiptar og and- staða við hann hefur aukist jafnt og þétt. Frá því að Spánn gekk í Evrópubandalagið 1986 hefur hagvöxtur þar verið meiri en í nokkru öðru ríki innan þess. Kjör miðstétta hafa stórum batnað, enda berst það fólk meira á en nokkru sinni fyrr. Fólki sem hef- ur vinnu hefur á þes^u tímabili fjölgað um hálfa aðra miljón. Það hefur þó dugað skammt til að bægja frá atvinnuleysinu, en það er meira á Spáni en í nokkru öðru Evrópubandalagsríki, að ír- landi ef til vill undanteknu, eða um 17 af hundraði. Eftirlauna- þegar búa við mjög þröngan kost og að mati verkamanna hefur hagur þeirra ekki batnað við hag- vöxtinn nema síður sé. Og al- menn óánægja er út af lélegri op- inberri þjónustu og glæpum, sem orðnir eru hin versta plága í borg- um. Konur á vinnumarkað - kirkjur tómar Aðdáendur sósíalistastjórnar- innar benda á öra framþróun í atvinnulífi henni til gildis en hinir eru ekki færri sem segja hana hafa hlaðið einhliða undir fjármála- og kaupsýslumenn og atvinnurekendur en brugðist launafólki. González er sakaður um að vera svo andsnúinn verka- Iýðssamtökum að í þeim efnum sé hann engu betri en Thatcher. Það er harður dómur fyrir flokk, sem sig nefnir Sósíalíska verka- mannaflokkinn. Hvað sem því h'ður hafa orðið gagngerar breytingar á spænsku þjóðlífi á þeim 14 árum, sem liðin eru frá því að generalissimo Franco safnaðist til feðra sinna og MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Lausar stöður við framhaldsskóla: Menntaskólinn vift Sund: Kennarastaða í dönsku er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. janúar n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 11. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið González heilsar með verka- lýðskveðju og hefur sósíalistarós að baki - þrátt fyrir allt. örastar hafa þær breytingar verið á valdatíð sósíalistaflokksins. Þrátt fyrir Francoeinræði í ára- tugi og takmarkaða reynslu af lýðræði þar á undan virðist þorri landsmanna nú ganga út frá lýð- ræði og þingræði sem sjálfsögð- um hlutum. Hjónaskilnaðir eru nú lögleyfðir, sem og fóstur- eyðingar og spænskar konur, áður þekktar nokkuð einhliða sem hlýðnar eiginkonur og að- gætnar og umhyggjusamar mæð- ur, streyma út á vinnumarkað- inn. Stórlega hefur dregið úr kirkjusókn og það orðið kaþ- ólsku kirkjunni, stórveldi í Spán- arsögu samfleytt frá tímum Vestgota, verulegur hnekkir. Ókyrrð framundan? Erlendis nýtur Gonzále^ al- mennt séð meira lofs en heima fyrir. Ríki þau rómanskamerísk, sem af veikum mætti eru að burð- ast við koma upp hjá sér lýðræði, horfa í þeim efnum til móður- landsins Spánar sem fyrirmynd- ar. Mitterrand hugsjónabróðir Gonzálezar í Frakklandi er hon- um einkar vinveittur og ætlar að hjálpa upp á hann í kosningabar- áttunni með því að heimsækja hann rétt áður en kosið verður. í sama tilgangi hefur Bush Banda- ríkjaforseti boðið spænska for- sætisráðherranum í hádegisverð í Hvíta húsinu á morgun. Þeir í Washington höfðu áður fremur illan bifur á flokki Gonzálezar, vegna sósíalismans í nafni hans, en það er löngu liðin tíð. Kosningabaráttan hefur verið mjög á venjulega vesturevrópska vísu, snúist einkum um atvinnu- mál, skatta, húsnæði, eftirlaun og annað eftir því. Almennt er gert ráð fyrir að sósíalistaflokkurinn verði áfram við völd eftir þær með González sem forsætisráð- herra, en hugsanlegt er að hann neyðist að þessu sinni til að taka aðra flokka í stjórn með sér. Bú- ist er við fylgisaukningu flokka til vinstri við stjórnarflokkinn. Hingað til hefur flest gengið friðsamlega til þarlendis frá burt- gángi Francos, en sumra spá er að órólegri tímar fari í hönd, vegna vaxandi gremju þess stóra hluta landsmanna, sem ekki hefur not- ið góðs af efnahagsþenslu og hag- vexti undanfarinna ára. IHT/-dþ. Lögregla og mótmælamenn takast á í Austur-Berlín 7. þ.m. - þolinmæðin sögð á þrotum. Vörubílstjórafélagið Þróttur auglýsir almennan félagsfund fimmtudagin 19. október kl. 20.00. Dagskrá fundarins: 1. Virðisaukaskatturinn, fulltrúar fjármálaráðu- neytisins mæta á fundinn. 2. Önnur mál. Stjórnin Útför Guðmundar Ingva Helgasonar fyrrv. skrifstofumanns hjá Tollstjóraembættinu fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. október kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hans láti heimahlynningu Krabbameinsfélagsins njóta þess. Fyrir hönd vandamanna Ólöf Anna Sigurðardóttir (Stella) Hafliði Magnús Guðmundsson Svava Gróa Helgadóttir Guðrún Ólsen A ustur-Þýskaland 100.000 manna kröfuganga í Leipzig Vaxandi óþolinmæði meðal almennings. Sumirspá breytingum eftir Stjórnmálaráð Sósíalíska ein- ingarflokksins, kommúnista- flokks Austur-Þýskalands, lýsti því yfir fyrir viku að ráðamenn ríkis og ríkisflokks væru reiðu- búnir að ræða breytingar á ýmsu, svo sem í efnahagsmálum og ferðamálum. Aukin hlutdeild al- mennings í stjórn landsins kæmi og til greina og frjálsari fjölmiðl- ar. Fjölmiðlar þarlendis hafa síð- an í s.l. viku gerst furðu frjálslegir miðað við það sem áður var og ýmsir búast við einhverjum breytingum eftir ráðstefnu mið- nefndar kommúnistaflokksins, sem gert er ráð fyrir að haldin verði innan mánaðar. Reuter/-dþ. Um 100.000 manns fóru á mánudagskvöld í göngu um Leipzig og kröfðust umbóta þegar í stað. Er hermt að þetta sé fjöl- mennasta kröfugangan hingað til í sögu austurþýska ríkisins. Yfir 10.000 manns söfnuðust sama kvöld saman við ráðhúsið í Dres- den og kröfðust þess að viðræður borgarstjórans þar við stjórnar- andstöðusamtök og kirkjunnar menn yrðu teknar upp að nýju. 1 borgum þessum, þar sem áður var saxneska konungsríkið og þaráður kjörfurstadæmið, virðist austurþýska andófshreyf- ingin hafa hvað almennast fylgi. Aðgerðir þessar fóru að öllu leyti friðsamlega fram, en erlendir miðnefndarfund fréttamenn og stjórnarerindrek- ar segja að mikillar óþolinmæði gæti eigi að síður meðal þeirra, sem breytinga krefjast. Lútherskir klerkar í Dresden segja að mikil spenna liggi þar í lofti. Viðræður borgarstjóra í Dres- den og víðar við klerka og tals- menn stjórnarandstöðusamtaka hófust fyrir viku, en andófsmenn urðu fyrir vonbrigðum með þær, enda höfðu borgarstjórar ekki umboð til þess að lofa miklu. Um 26.000 manns hafa lýst stuðningi við Neues Forum, helstu andófs- samtökin, sem stofnuð voru for- mlega 11. sept. s.l., enda þótt stjórnvöld hafi kallað þau upp- reisnarsinnuð. 6 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 18. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.