Þjóðviljinn - 19.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.10.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Austur-Þýskaland Honecker hættur Krenz tekur við. Herrmann og Mittag víkja úrstjórnmálaráði. Frjálslyndissveifla á döfinni? Erich Honccker sagði af sér í gær sem aðalritari austur- þýska kommúnistaflokksins, forseti Austur-Þýskalands og for- maður þjóðvarnarráðsins, æðstu stofnunar iandsins um varnar- mál. Miðnefnd flokksins útnefndi þegar í stað Egon Krenz í embætti aðalritara hans og fór fram á það við þingið að það kysi Krenz í hin embættin tvö. Gert er ráð fyrir að þingið muni fara að þeim tilmæl- um. Honecker er 77 ára og hefur verið æðsti valdhafi Austur- Þýskalands frá því árið 1971, er hann tók við embætti flokksleið- toga af Walter Ulbricht. í kveðjuræðu sinni, sem ADN- fréttastofan birti, segist hann eftir að hafa vandlega skoðað hug sinn ákveðið að láta af störfum, þar eð hann sæi fram á að vegna heilsubrests yrði sér ekki öllu lengur fært að vinna eins og nauð- syn krefði að velferð flokks og alþýðu. Austurevrópskir heim- ildarmenn segja að á fundi stjórnmálaráðs austurþýska kommúnistaflokksins í fyrradag, sem stóð fram á nótt, hafi menn fljótt orðið sammála um að Hon- ecker yrði að láta af embættum, en hinsvegar hafi lengi verið deilt hart um hver verða skyldi eftir- maður hans. Valið á Egon Krenz kom ekki á óvart, þar eð hann hefur alllengi verið talinn hvað líklegastur sem eftirmaður Honeckers. Hann er 52 ára og yngstur manna í stjórnmálaráðinu, þar sem með- alaldurinn var fyrir gærdaginn ekki langt undir sjötugu. Krenz fór með öryggismál í ráðinu og var þar með valdamesti maður um þau mál í ríkinu. Hann er sagður íhaldssamur, duglegur og greindur. Þá hefur verið tilkynnt í Austur-Berlín að miðnefnd ríkis- flokksins hafi vikið úr stjórnmálaráðinu, valdamestu stofnun flokks og þar með ríkis, þeim Gúnter Mittag, æðsta manni um efnahagsmál, og Joac- him Herrmann, áróðursmála- Krenz og Honecker- þeir hafa verið taldir mjög í einum anda og er því óvíst hvort mannaskiptin boða teljandi breytingar á stjórnarstefnu. stjóra flokksins. Mittag var einn- ig vikið úr embætti varaforseta. Báðir hafa þeir verið taldir til íhaldssamari manna forustunnar og er nú bollalagt um það, hvort brottvikning þeirra boði ein- hverjar breytingar á stjórnar- stefnu. Ljóst er að tíðindi þessi eru orðin af völdum mótmæla- öldu þeirrar gegn stjórnvöldum, sem undanfarið hefur risið í Austur-Þýskalandi, og fjöldafl- óttans úr landi. Reuter/-dþ. Tveir forustumanna kommúnistaflokksins sem einu sinni var, Imre Pozsgay (t.v.), sem flokkurinn vill að verði forseti og Laszlo Németh, forsætisráðherra. Ungverjaland Lýðræðisstjómar- skra samþykkt Landið ekki lengur skilgreint sem alþýðulýðveldi. Forseti verður valdamikill Kalifornía Hátt á þriðja hundrað forust Talið að manntjón hefði orðið miklu meira efhús hefðu ekki verið byggð með þaðfyrir augum að standast jarðskjálfta Ungverska þingið samþykkti í gær nýja stjórnarskrá, sem felur meðal annars í sér að Ung-. verjaland er ekki lengur skil- greint sem sósíalískt alþýðulýð- veldi með kommúnistaflokkinn sem forustuafl, heldur óháð, lýðræðislegt lýðveldi, grundvall- að á stjórnarskrá þar sem tekin eru mið af jafnt borgaralegu lýð- ræði og lýðræðislegum sósíal- isma, eins og það er orðað. Var nýja stjórnarskráin samþykkt Deila út af fjöldamorðum Tyrkir eru reiðir Bandaríkja- mönnum út af frumvarpi, sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi, þess efnis að þingið lýsi 24. apríl 1990 minningardag af tilefni fjöldam- orða Tyrkja á Armenum 1915- 23. Var þá myrt heil eða hálf önnur miljón Armena. Kenan Evren, Tyrklandsforseti, hefur sagt að samþykkt frumvarpsins hlyti að spilla samskiptum Bandaríkjanna og Tyrklands svo, að óhugsandi væri að úr því yrði bætt. með atkvæðum 333 þingmanna gegn fimm, en átta sátu hjá. Aðeins tíundi hluti greina gömlu stjórnarskrárinnar, sem hefur verið í gildi síðan 1949, er kommúnistar tóku völd í landinu, var tekinn upp óbreyttur í þá nýju, sem þó verður ekki nema til bráðabirgða, þar eð gert er ráð fyrir að ný stjórnarskrá til fram- búðar verði samin eftir næstu þingkosningar, er fram eiga að fara á miðju næsta ári. Verða það fyrstu frjálsu kosningarnar þar- lendis síðan 1947. f nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir fjölflokkakerfi og kveð- ið á um mann- og borgararétt- indi. Samkvæmt henni verða framkvæmdavald, dómsvald og löggjafarvald aðskilin. Forseti lýðveldisins, sem hingað til hefur verið valdalítill, fær aukin völd. Fyrst um sinn fer Matyas Szuros, þingforseti, með forsetavald, eða þangað til forsetakosningar hafa farið fram, en kommúnistaflokk- urinn fyrrverandi og stjórnar- andstæðingar deila um hvenær þær skuli hafðar. Ungverski kommúnistaflokkurinn skipti sem kunnugt er um ham 7. þ.m. og er síðan sósíalistaflokkur með vestrænu sniði. Reuter/-dþ. A.m.k. 271 maður fórst í jarð- skjálfta þeim er varð á þriðju- dagskvöld í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Langmcst varð manntjónið er efri hæð tveggja hæða hraðbrautarkafla í Oak- land, skammt frá San Fransiskó, hrundi með þeim afleiðingum að 253 manneskjur a.m.k. krömdust til bana í bílum sínum undir steinsteypufargi. Skjálftinn, sem stóð yflr í 15 sekúndur, varð á mesta umferðartímanum um kvöldið. í San Fransiskó og víða þar um kring urðu miklar skemmdir á byggingum, en talið er að bæði mann- og eignatjón hefði orðið miklu meira ef byggingar þar um slóðir hefðu ekki verið hannaðar með það fyrir augum að standast jarðskjálfta. Skjálfti þessi, sem átti upptök sín skammt frá San Jose og Santa Cruz, um 80 km suður af San Fransiskó, mældist 6,9 á Richterkvarða og var þann- ig jafnkröftugur jarðskjálftanum í Armeníu í des. s.l. En í þeim jarðskjálfta fórust um 25.000 manns, og þungvæg orsök til þess gífurlega manntjóns var að há- hýsi armensku borganna höfðu ekki verið byggð með hliðsjón af j arðskj álftahættu. Kalifornía er eitt af þeim svæð- um heims, þar sem hættast er við jarðskjálftum vegna San Andre- assprungunnar, glufu í jarð- skorpunni sem liggur eftir fylkinu næstum endilöngu. Skæðasti jarðskjálfti í sögu Bandaríkjanna hingað til varð í San Fransiskó 1906, en þá fórust 452 mann- eskjur. Franskir jarðskjálftafræðingar telja hættu á öðrum jarðskjálfta og hinum snarpari á San Fran- siskósvæðinu innan skamms, þar eð þriðjudagsskjálftinn hafi vak- ið skjálftavirkni í jarðlögum í San Andreassprungunni, þar sem slík virkni hafi ekki verið fyrir hendi í öld. Aðrir vísindamenn spá mikl- um jarðskjálfta í Suður- Kaliforníu innan næstu 20-30 ára og innan næstu 50-80 ára í Norður-Kaliforníu. Enn segja vísindamenn að jarðskjálftinn á þriðjudagskvöld hafi vakið at- hygli jarðvísindamanna á því, hve þekking þeirra á því sem gengur fyrir sig í jarðskorpunni sé enn harla takmörkuð og geri það að verkum að erfitt sé að spá fyrir um jarðskjálfta af teljandi ná- kvæmni. Reuter/-dþ. Atlantis út í geim Geimskutlunni Atlantis var í gær skotið á loft frá Canaveral- höfða í Flórída, eftir 24 stunda töf vegna veðurs. Skutlan hefur fimm manna áhöfn og á hún að senda geimkönnunarfar að nafni Galileo áleiðis til Júpíters. Sú ferð Galileos kemur til með að taka sex ár. Dyraverndarar sakaðir um kynþáttahyggju Frumbyggjar á Aleútaeyjum og víðar í Alaska og Kanada hafa sakað dýraverndunarsamtök, sem beita sér fyrir friðun loðdýra, um kynþáttahyggju gegn upp- runalegum íbúum norðurslóða. Segja frumbyggjar að veiði- mönnum meðal þeirra hafi verið hótað bana, láti þeir ekki af loð- dýraveiðum. Veiðar af þessu tagi hafa frá örófi alda verið mikil- vægur liður í atvinnulífi eskimóa, Aleúta og indíána. Fundur Gaddafis og Mubaraks Gaddafi Líbýuleiðtogi og Mu- barak forseti Egyptalands, sem undanfarna daga hafa fundað í borgum nálægt landamærum ríkjanna, hafa orðið sammála um að opna stjórnarerindrekaskrif- stofur í höfuðborgum hvors ann- ars. Hér er þó ekki enn um fullt stjórnmálasamband að ræða. Fá- leikar hafa verið með ríkjum þessum um langt skeið. Kínastjorn hvessir sig við Hongkong Opinber fréttastofa Kína fór í gær hörðum orðum um þá ákvörðun stjórnvalda í Hong- kong að færa mikilvæga breska flotastöð í nýlendunni úr stað innan marka hennar á næstu árum. Er þetta í fjórða sinn á viku, sem stjórnin í Hongkong sætir ámæli af hálfu kínversku stjórnarinnar, og hefur þetta vak- ið verulegan ugg í nýlendunni, sem ákveðið hefur verið að sam- einist Kína 1997. Frá því að lýð- ræðishreyfingin kínverska var bæld niður í sumar kvíða Hong- kongbúar almennt fyrir þeim tímamótum. 57.000 vestur á fimm vikum Um 57.000 Austur-Þjóðverjar hafa flúið vestur yfir tjald yfir Tékkóslóvakíu, Pólland og Ung- verjaland frá því 11. sept. s.l. er Ungverjar opnuðu landamæri sín að Austurríki. Um 80.000 manns að auki hafa síðan um s.l. áramót flust löglega frá Austur- til Vestur-Þýskalands. Vatnsskammtur flótta- manna minnkaður Starfsmenn Flóttamannastofn- unar Sameinuðu þjóðanna hafa minnkað daglegan vatnsskammt sómalskra flóttamanna í búðum í Eþíópíu um næstum helming. Var þetta gert bæði vegna þurrð- ar á vatni vegna þurrka og fjár- skorts sem dregur úr mögu- leikum á að flytja vatn til flóttam- annabúðanna langt að. Um 350.000 sómalskir flóttamenn eru í búðum í Eþíópíu. Líbanonsviðræður nær strandi Horfur eru nú á að viðræður líbanskra þingmanna, sem staðið hafa yfir í Taif í Saúdi-Arabíu í þrjár vikur, fari út um þúfur. AI- varlegasta ágreiningsefnið er dvöl sýrlenska hersins í Líbanon. Kristnir Líbanir krefjast þess að hann verði á brott þegar í stað eða sem fyrst, en múslímar landar þeirra vil ja að herinn verði kyrr þangað til nýju stiórnarfýr- irkomulagi hafi verið komið á í landinu. 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 19. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.