Þjóðviljinn - 21.10.1989, Síða 1

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Síða 1
Laugardagur 21. október 1989 177. tölublað 54. órgangur Síldin er komin, síldin er komin. Fregnin fór einsog eldur um aukalega meö því aö stilla sér upp við færibandið. Þessar ungu sinu í Hafnarfirði ívikunni. Þaö átti aö vinna síld í Norðurstjörn- stúlkur í Hafnarfirði voru svo niðursokknar í starfið að þær unni. Silfur hafsins kveikti minningar í hugum eldra fólks og máttu ekkert vera að því að líta upp þegar Jim Smart Ijósmynd- unga fólkið sá möguleika á að krækja sér í nokkrar krónur ari heimsótti þær. Kerfið Þar er hver sinn herra UmlOO deildarstjóraryfir40 deildum. íeinu ráðuneyti stjórna einn ráðuneytisstjóri, 5 skrifstofustjórar, 8 deildarstjórar og 3 deildarlög- frœðingar tveimur starfsmönnum. Stjórnarráðsnefnd leggur til að ráðu- neytið verði lagt niður Um mánaðamótin stefnir sér- stök nefnd sem vinnur að uppstokkun stjórnarráðsins að því að skila áliti sínu til ríkis- stjórnarinnar. Guðmundur Ágústsson, þingmaður Borgara- flokksins, á sæti i nefndinni. Hann segir nefndina leggja til miklar tilfæringar á verkefnum á milli ráðuneyta og almennt sé miðað að því að færa stjórnar- ráðið til nútíma vegar og í sam- ræmi við það sem þekkist annars staðar. í samtali við Þjóðviljann sagði Guðmundur að sér sýndust um 100 deildarstjórar vera í stjórn- arráði íslands yfir um 40 deildum. í einu ráðuneyti, sem Guðmundur vildi ekki tilnefna, fer heldur lítið fyrir almennum starfsmönnum. Ef byrjað er á toppnum, þá situr þar ráðherr- ann, síðan kemur aðstoðarmaður ráðherra, ráðuneytisstjóri, þá koma 5 skrifstofustjórar, 8 deildarstjórar, 3 deildarlögfræð- ingar og loks 2-4 starfsmenn. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans leggur nefndin til að þetta ráðuneyti verði lagt niður og verkefnum þess skipt á milli tveggja annarra ráðuneyta. í öðru ráðuneyti mun deildarstjóri fylla einn sína deild og stjórnar því engum nema sjálfum sér. Guðmundur sagði nefndina, sem starfað hefði síðan um mitt sumar, fljótlega hafa komist að því að hennar biði meira starf en ætlað var. Tillögur nefndarinnar kæmu til með að ganga út á til- færslur á verkefnum á milli ráðu- neyta og ýmis verkefni væru skil- greind upp á nýtt. í öðru lagi væri unnið að því að gera reglur innan einstakra ráðuneyta skýrar og að ráðuneytin verði skylduð til að setja sér starfsreglur eins og al- menn fyrirtæki settu sér. Með til- lögum sínum væri nefndin ekki að gera lítið úr störfum einstakra manna, heldur væri stefnt að því að gera stjórnsýsluna skilvirkari. Ríkisstjórnin mun fá tillögur nefndarinnar inn á sitt borð um mánaðamótin. Þó nefndin miði að því að setja fram tillögur út frá faglegum forsendum, er víst að margt af því sem hún leggur til mun valda pólitískum deilum. Það verður til að mynda að hafa í huga að um leið og menn veröa deildarstjórar eru þeir forseta- skipaðir, sem þýðir með öðrum orðum að þeir eru æviráðnir. Nefndin mun hins vegar leggja til samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans að æviráðningar verði aflagð- ar. Þá hefur Þjóðviljinn fregnað að nefndin muni leggja til að tvö af núverandi ráðuneytum verði felld niður og mun það sjálfsagt valda deilum. Þegar Þjóðviljinn bar þessar hugmyndir og fleiri undir Guð- mund Ágústsson, vildi hann ekki staðfesta þær. Sagði ekki heppi- legt að hann eða aðrir nefndar- menn færu að tjá sig í smáatriðum um tillögur nefndarinnar áður en ríkisstjórnin hefði fengið þær til umfjöllunar í heild sinni. Með Guðmundi sitja í nefndinni Jón Sveinsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, Arnmundur Backman, hæstaréttarlögmaður, Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri viðskiptaráðuneytis og Páll Líndal, lagaprófessor, en hann er fulltrúi Júlíusar Sólness, ráðherra Hagstofu íslands og verðandi Umhverfismálaráðherra. -hmp Ungverjaland Fjölflokka- kerfi löggilt Þingmenn fyrrverandi kommúnistaflokks samþykktu að vinnu- staðafélög hans verði lögð niður Ungverska þingið samþykkti í gær nýtt kosningafyrirkomulag, og er samkvæmt því staðfest að kosningar samkvæmt fjöiflokka- kerfi fara fram í landinu í júní n.k. Þessi samþykkt þingsins er staðfesting á samkomulagi, sem gert var í sumar með aðild þáver- andi kommúnistaflokks landsins, samtaka tengdra honum og stjórnarandstöðusamtaka. Nýju kosningalögin voru sam- þykkt með 286 atkvæðum gegn 20 og 24 sátu hjá. f fyrradag lög- gilti þingið áður gert samkomu- lag um að stjórnarandstöðu- samtök, sem stofnuð hafa verið á síðustu tveimur árum, fengju að breyta sér í stjórnmálaflokka. Sama dag samþykkti þingið með miklum meirihluta atkvæða að félög kommúnistaflokksins fyrr- verandi á vinnustöðum skyldu leyst upp fyrir kosningarnar á sumri komanda. Kom sú sam- þykkt á óvart, þar eð 70 af hundr- aði þingmanna eru í ríkisflok- knum. Er þetta talinn verulegur ósigur fyrir Rezso Nyers, leið- toga kommúnistaflokksins sem áður var en skilgreinir sig nú sem sósíalistaflokk að vestrænni fyrir- mynd. Á þingi flokksins fyrir skömmu fékk Nyers ráðið því að samþykkt var að vinnustaðafé- lögin skyldu starfa áfram. Ne- meth forsætisráðherra, sem einn- ig er í þeim flokki, hefur hinsveg- ar beitt sér fyrir því að félög þessi verði lögð niður. Af stjórnarandstöðusamtök- unum, sem nú verða flokkar, kveður einna mest að Ungverska lýðræðisvettvanginum, sem tekið hefur upp sambönd við flokka kristilegra demókrata í Vestur- Evrópu. Vettvangurinn hefur nú um 20,000 félaga og sýndi styrk sinn í sumar með því að vinna aukakosningar í fjórum kjör- dæmum. Sumir vestrænir stjórn- arerindrekar spá því nú að samtök þessi muni verða aðalsig- urvegari kosninganna næsta ár. Af öðrum verðandi stjórnarand- stöðuflokkum ná nefna Bandalag frjálsra lýðræðissinna, Smá- bændaflokk og Jafnaðarmanna- flokk. Talsmaður fyrstnefndu samtakanna telur, að eftir að vinnustaðafélögin hafi verið lögð niður muni hrun blasa við sósíal- istaflokknum. Á þinginu, sem kosið verður á næsta sumar, verða 386 þingmenn, 176 þeirra kosnir í kjördæmum, 152 í héruð- um og 58 af landslista. Reuter/-dþ. Munið byggingarhappdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.