Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 2
Gleymum ekki geðsjúkum Kiwanisfélagar hófu í gær að selja K-lykla til hjálpar geðsjúkum, en fyrsta lykilinn keypti Vigdís Finnboga- dóttir forseti (slands á dögunum áður en hún hélt erlendis. Takmark Kiwanisfélaga er að selja 65 þúsund lykla og eru landsmenn hvattir til þess að taka þátt í þessu átaki til hjálpar geðsjúkum. Á myndinni afhendir Jón K. Ólafsson formaður K-dagsnefndar, Vigdísi Finnbogadótturfyrsta lykilinn. Með á myndinni er Bragi Stefánsson fráfarandi formaður Kiwanisumdæmisins á íslandi. FRETTIR Vinnulöggjöf VSI-upphlaup Ákvœði umforgang ekki til að bolafólki úr vinnu segir Lára G. Júlíusdóttirfr.kv.stj. ASI. Skerðing á réttindum verkafólks hangir á spýtunni segir ÖgmundurJónasson formaður BSRB Aðlögun íslenskrar vinnulög- gjafar að alþjóðasáttmálum er stöðug vinna og eftirlit. Nefnd sem skilar skýrslu um ísland vegna félagsmálasáttmáia Evr- ópu bárust nýlega fyrirspurnir þaðan þar sem óskað er skýringa m.a. á ákvæðum í kjarasamning- um um aðild verkafólks að verka- lýðsfélögum á Islandi „Við fengum ósk um það frá sérfræðingum félagsmálasátt- mála Evrópu um að skýra nánar ýmis atriði í okkar skýrslu og höf- um ástæðu til að ætla að þær skýr- ingar verði teknar gildar" segir Lára G. Júlíusdóttir fram- Æskulýðsfylking AB Landshlutafélög þinga í dag Landshlutaféiög Æskulýðsfylk- ingar Alþýðubandalagsins þinga í Reykjavík í dag. Félögin munu á fundinum leggja línurnar fyrir landsfund Alþýðubanda- lagsins 16.-19. nóvember og kjósa í trúnaðarstöður innan ilokksins, að sögn Kristjáns Ara Arasonar. Síðast liðinn fimmtudag var haldin aukaaðalfundur Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykjavík og var þar kosin ný stjórn sem situr fram á vor. Nýju stjórnina skipa Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, Ólafur Páll Gunnarsson, Runólf- ur Ágústsson, Pétur St. Arason ogHörður J. Oddfríðarson. Nýja stjórnin kemur saman á mánudag til að skipta með sér verkum og hefja undirbúning málefnastarfs fyrir landsfund, að sögn Kristjáns Ara. Hann sagði mikla einingu hafa ríkt á fundinum á fimmtudag og hugur hefði verið í fólki varðandi starfsemi félagsins á komandi vetri. Löngu tímabært væri að ungt fólk hæfi göngu í átt til fé- lagslegra úrbóta í íslensku þjóðfélagi og markaði brautina frá því úrræðaleysi sem einkennt hefði stjórnmálaumræðuna, jafnt hvað varðaði atvinnumál, efna- hagsmál sem og menningarmál. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík kaus sér einnig á fimmtudag full- trúa á landsfund. Þau eru Guð- rún Yrsa Ómarsdóttir, Runólfur Ágústsson, Ólafur Darri Andra- son, Ólafur Páll Gunnarsson, Guðmundur Auðunsson og Hörður Oddfríðarson. Benedikt Erlingsson var kosinn til vara. -hmp kvæmdastjóri ASÍ sem á sæti í þriggja manna nefnd ríkis VSÍ og ASIsem sendir reglulega fyrr- greindum sérfræðingum skýrslu um vinnulóggjöfina og ákvæði í íslenskum kjarasamnmgum, um t.d. forgang stéttarfélagsmeð- lima til vinnu. í fréttabréfi Vinnuveitenda- sambandsins eru þessar óskir að utan gerðar að alvarlegum at- hugasemdum gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Lára segir að eng- in ástæða sé til upphlaupa vegna þessa máls, - ákvæði í kjarasamn- ingum um viss umframréttindi verkafólks í stéttarfélögum séu til orðin vegna aðstæðna á íslandi, smæðar fyrirtækja og lítilla fé- lagseininga. Þau séu alls ekki til að bola fólki úr vinnu heldur til að tryggja fólki aðild að verka- lýðsfélögum. Þá sé atvinnurek- endum í raun frjálst að ráða í vinnu þá sem þeir vilja. „Það er sjálfsagt að skoða alla hluti opnum huga en það sem hangir á spýtunni hjá VSÍ er auðvitað að skerða réttindi verkafólks og verkalýðsfélaga," sagði Ögmundur Jónasson í sam- tali við Þjóðviljann. Ögmundur segir að„slíkt komi að sjálfsógðu ekki til greina en engu að síður sé nauðsynlegt að verkalýðshreyf- ingin líti í eigin barm og og skoði skipulag sitt og stilli saman sína strengi." fmg FRETTAKORN 1 Hi ¦ ¦¦ ^IHB ¦" \ iflffi C • 1 ^ Amnesty International Vika bamanna ISRAEL Mannréttindabrot hafa verið framin á palestínskum börnum svo til daglega síðan uppreisnin -intifada - hófst í desember 1987 á hernumdu svæðunum. Sam- kvæmt skýrslum S.Þ. frá Gaza- svæðinu var meirihluti þeirra sem féllu fyrsta ár intifada undir 15 ára aldri. Börn voru skotin til baka eða hrottalega barin af ísra- elskum hermönnum, varpað í fangelsi eftir óréttlát réttarhöld eða haldið föngnum án ákæru og réttarhalda. Mörg áttu þátt í atburðum þar1 sem steinum eða öðrum hlutum var kastað. Önnur virðast ekki hafa átt neinn þátt í ofbeldisað- gerðum þegar þau voru skotin eða tekin til fanga. Dæmi um börn sem ísraelskir hermenn skutu til bana 1989 við óréttlætanlegar aðstæður: Samer 'Aruri, 11 ára, 19. mars í þorpinu Silat al-Harthiya. Nu'man Jaradat, 17 ára, sama dag annars staðar í þorpinu og sami hermaður talinn hafa verið að verki. As'ad Hammuda, 14 ára, 19. mars á Gaza-svæðinu. Maher Shaebek, 13 ára, 8. apríl í Jenin. Milad Anton Shahin, 12 ára frá Betlehem, 5. maí. (Hann var að kasta steinum að hermönnum ásamt félögum sínum). Dæmi um særð börn: Ra'ad Hammad Abu 'Isha, 17 ára piltur sem þjáist af Down Synd- rome (erfðasjúkdómur - mongól- ismi), 26. apríl. Dæmi um börn sem þolað hafa pyntingar eða aðra illa meðferð: Samer 'Aruri, 11 ára, skotinn til bana af ísraelsmönnum. Ra'ad 'Adwan, 15 ára, í Nablus 26. apríl. Hrottalega barinn. 14 ára piltur, ónafngreindur, í Bethlehem, einnig í apríl. Hand- leggsbrotinn með kylfu af völd- um hermanns. Dæmi um börn sem tekin voru í varðhald eftir óréttlát réttarhöld eða haldið án ákæru eða réttar- halda: Attiyeh Shaykh, 17 ára, og Mu- hammad Musa Khilayli, 16 ára. Báðir dæmdir í 6 mánaða vist í Ketziotvarðhaldsbúðunum í Negev-eyðimörkinni, þar sem aðbúnaður er harður og engar fjölskylduheimsóknir eiga sér stað. Áskoranir um rannsókn á þess- um málum stendist til: Yitzhak Rabin, Minister of De- fence 7 „A" Street Hakiriya Tel Aviv 67659 Israel Börn og bœkur Mikið um tíyrðir við Efstaleiti Barnabókavikan sett í Útvarpshúsinu á sunnudaginn. Efnt tilsam- keppni um smásögu, ritgerð eða Ijóð. „Mikilvœgt að börnum sé beint inn í bókaheiminn," segir Sigríður Ragna Sigurðardóttir n ðrn og bækur, er yfirskrift daginn verður sett í Útvarpshús- barnabókaviku, sem á sunnu- inu við Efstaleiti. Verður mikil Tónlistarskóli Reykjavíkur Einleikspróf á sembal Anna M. Magnúsdóttir semballeikari heldur tónleika í Listasafni íslands á mánudags- kvöldið. Eru tónleikarnir seinni hluti einleikaraprófs hennar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Anna frumflytur Ms. Magnús- dóttirss Maggot eftir John Speight, og leikur auk þess Svítu í a-moll eftir Couperin, Toccata Settima í d-moll eftir Fresco- baldi, Svítu í c-moll eftir Forqu- eray og Partítu nr. 6 í e-moll eftir J.S. Bach. Aðgangur að tónleik- unum er ókeypis og öllum heim- ill. Anna M. Magnúsdóttir lýkur ein- leikaraprófi á Sembal á mánu- dagskvöldið. hátíð í Efstaleitinu við setningu vikunnar, blásið í lúðra og strengir stroknir, sungið og sýnt brúðuleikhús, - og ekki má gleyma ávörpum og ræðuhöldum ýiniss konar, auk þess sem opnuð verður sýning á bókum fyrir börn og unglinga. Barnabókavikan mun síðan fara fram í skólum, á bókasöfnum og í f jölmiðlum fram til 28. október og er markmiðið að vekja athygli barna og ung- linga á bókum, hvetja þau til bóklestrar og foreldra þeirra til að sinna lestri barna sinna. Tildrög Barna og bóka er sú hugmynd Félags íslenskra bóka- útgefenda að standa fyrir ein- hverju átaki í þessa áttina í tilefni að 100 ára afmæli sínu á þessu ári. Að vikunni standa auk þeirra menntamálaráðuneytið, Mál- rækt 89, Ríkisútvarpið', Rithöf- undasamband íslands, íslenska barnabókaráðið, bókafulltrúi ríkisins, almenningsbókasöfn og skólasöfn. Var dagsetníng valin með tilliti til málræktarátaksins, sem fram fer 4 'skólum í næstu viku. Sýningin í Útvarpshúsinu verð- ur opin kl. 9-18 alla næstu viku. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJIKN Laugardagur 21. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.