Þjóðviljinn - 21.10.1989, Page 3

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Page 3
Hafnarfjörður Fiskuriim seldur innanlands * Hafnarstjórn Hafnarfjarðar vill að óunninn fiskursé ekki seldur úr landi nema hann hafifyrst verið seldur á íslenskum markaði ar sem fyrirsjáanlegur er minnkandi afli íslenskra flski- skipa og Ijóst má vera að með auknum útflutningi á óunnum flski eiga íslenskar flskverkunar- stöðvar í sífellt harðnandi sam- keppni við útlendinga um hrá- efni, álítur hafnarstjórn að setja beri reglur sem banna að óunninn flskur sé fluttur úr landi nema hann hafi fyrst verið seldur á ís- lenskum markaði, segir í ályktun Hafnarstjórnar Hafnarfjarðar sl. miðvikudag. Hafnarstjórnin telur að slíkt muni bæta aðstöðu innlendra fiskkaupenda, koma í veg fyrir óhagstæðar verðsveiflur á er- lendum mörkuðum, fjölga störf- um hér á landi við sölu á fersk- fiski og fljótlega leiða til þess að íslenskir gólf- og fjarskiptamark- aðir verði sameiginlega stærsti fiskmarkaður Evrópu. „Því skorar hafnarstjóm á þingmenn Reykjaneskjördæmis að þeir hlutist til um að gerðar séu þær breytingar á lögum sem þokað geta þessum málum áleiðis.“ Þá beinir hafnarstjórnin því til 20. ársþings Hafnarsambandsins að það setji fram kröfu um að fisksölumálum sé komið í ofan- greint horf. -Sáf Hefur grunnskólanemendum verið boðið að koma og skoða sýninguna og Útvarpshúsið í leiðinni, hlusta á upplestur og hljóðfæraslátt. Efni tengt vikunni verður víða á dagskrám beggja rása Útvarpsins og í Sjónvarpinu alla næstu viku, auk þess sem bóksalar, almennings- og skóla- bókasöfn verða með sérstaka barnabókakynningu. Hefur fóstrum verið boðið að koma með börn af dagvistarheimilum í heimsókn á almenningsbóka- söfnin, sögustundum verður fjölgað og rithöfundar fengnir til að lesa upp úr verkum sínum. Laugardaginn 28. október, síð- asta dag kynningarinnar, verður svo opið hús í fjölda almennings- bókasafna víða um land og vel tekið á móti gestum. Hann er einbeittur á svipinn hann Ragnar enda rétt að leggja upp í þá miklu sjóferð sem felst í veröld bókanna. Mynd - Kristinn. Nauðsynlegt átak Að sögn Sigríðar Rögnu Sig- urðardóttur, sem sæti á í undir- búningsnefnd Barna og bóka fyrir hönd Ríkisútvarpsins er kynningin vitaskuld liður í því átaki sem nú fer fram til verndar íslenskri tungu. Það sé mikil þörf á að halda íslensku lesefni að börnum nú þegar erlent efni flæði í vaxandi mæli frá gerfihnöttum yfir landið. Eins sé full ástæða til að leggja áherslu á að góð lestrar- kunnátta sé börnum nauðsynleg til þess að þau geti nýtt sér alla þá nýju tækni sem nú er á boðstól- um, börn þurfi til að mynda að vera læs til að geta farið í tölvu- leiki og áttað sig á texta á skjá. Sigríður segir það að vísu hafa komið sér á óvart að sjá niður- stöður könnunar sem hún tók þátt í -sem meðlimur í norrænu nefndinni Barn och kultur. Þar var atbugað hvernig börn á aldr- inum 10-11 ára á Norðurlöndun- um eyddu frístundum sínum og kom í ljós að þau lásu ótrúlega mikið, mun meira en búist var við. En þó sú niðurstaða hafi ver- ið vonum framar sé full ástæða til að vera á verði í þessum efnum. - Við getum ekki búist við öðru en að við þurfum að halda áfram að beita okkur í þessu máli, segir Sigríður. - Það þarf að benda foreldrum á að það er mikilvægt að þau lesi fyrir böm sín á meðan þau eru ólæs og beini þeim síðan inn í bókaheiminn þegar þau eru orðin læs. Við von- um að þetta framtak okkar verði til góðs fyrir land og þjóð, segir Sigríður að lokum. Hátíðin í Útvarpshúsinu á sunnudaginn hefst kl. 15, en þá mun forsetí- íslands, Frú Vigdís Finnbogadóttir ávarpa gesti og setjaBamabókavikuna. Mennta- málaráðherra, Svavar Gestsson opnar sýninguna, en Atli Rafn Sigurðsson og Birna Ósk Hans- dóttir munu ávarpa gesti fyrir hönd aðstandenda barnabóka- vikunnar, kynna ræðumenn og tónlistarfólk. Börn, unglingar og foreldrar þeirra em boðin velkomin á há- tíðina, sem verður útvarpað á Rás 1 í beinni útsendingu. Meðal þeirra sem fram koma verður Kór Öldutúnsskóla, Strengja- sveit Tónlistarskóla íslenska Suzuki-sambandsins, Skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar og kunnar persónur úr Stundinni okkar. Leiksýningar verða í Brúðubflnum fyrir utan Útvarps- húsið, en fyrir framan anddyri þess leikur Hljómskálakvintett- inn frá kl. 14:30. Bókasýningin verður opin til kl. 18, og þar leika börn af og til nýútgefin barnalög Elíasar Davíðssonar fyrir sýning- argesti. I tilefni vikunnar efna Félag ís- lenskra bókaútgefenda og menntamálaráðuneytið til sam- keppni á meðal grunnskólanema um ritgerð, smásögu eða ljóð um efnið ' Börn og bækur, eða Heimur án bóka. Skilafrestur er til 10. nóvember næstkomandi og eru vegleg bókaverðlaun í boði. LG Laugardagur 21. október 1989 pJÖÐVIUINN - SÍÐA 3 Lokubúnaðurinn Davíð lúfffar Davíð Oddsson létfjarlœgja lokubúnaðinn á bílastœðunum við Frímúrarahöllina eftir að Össur Skarphéðinsson tók málið upp í borg- arstjórn Lokubúnaðurinn á bflastæðun- um við Frímúrarahöllina, sem settur var upp í samvinnu við gatnamálastjóra, var fjarlægður í gær upp úr hádegi, í kjölfar þess að Össur Skarphéðinsson hafði tekið málið upp á borgarstjórnar- fundi á fimmtudag. Davíð Oddsson lýsti því yfir í gær að borgarverkfræðingur hefði sett upp slána á kostnað borgarinnar án þess að ráðfæra sig við borgarstjóra. Sagði Davíð að kostnaður við uppsetningu lokubúnaðarins væri um 300 þús- und krónur. Fyrirtækið Astra selur þennan lokubúnað og samkvæmt upplýs- ingum Þjóðviljans kostar loku- búnaðurinn með 100 segulkort- um rúmar 460 þúsund krónur. Þá mun kostnaður vegna uppsetn- ingarinnar ekki vera undir 300 þúsundum samkvæmt heimildum Þjóðviljans. 300 þúsundin hans Davíðs verða því 800 þúsund krónur. Össur Skarphéðinsson lagði nokkrar spurningar fyrir Davíð á borgarstjórnarfundinum, en hann tók málið upp undir liðnum byggingarnefnd, en Gunnar H. Gunnarsson hafði tekið þetta mál upp á síðasta fundi byggingar- nefndar einsog Þjóðviljinn greindi frá fyrir viku. Össur spurði m.a. hvers vegna borgarstarfsmenn hefðu tekið hluta af leiksvæði á bak við Skúlagötuhúsin, sem er í um 80 m. fjarlægð frá frímúrarastæðun- um, undir bflastæði. Davíð svar- aði þeirri spurningu aldrei. Það er hinsvegar ljóst að beint sam- hengi er á milli þess að bflastæð- unum við Frímúrarahöllina var lokað almenningi og að leikvöll- urinn var tekinn undir bflastæði. Framkvæmdir við uppsetningu lokubúnaðarins hófust annan júní og þeim lauk 22 júní. Malar- bflastæðin á bak við Skúlagötu- húsin voru hinsvegar gerð 15. og 16. júní þannig að augljóst sam- band er þar á milli. Það kostaði 36 þúsund krónar á ári að fá að nota bflastæðin við Frímúrarahöllina, eða 3 þúsund krónur á mánuði. -Sáf Byggingavísitala 1,2% hækkun Vísitala byggingarkostnaðar í október er 1,2% hærri en í sept- ember. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 24,6% en síðustu þrjá mánuði um 7% sem samsvarar 31,2% árs- hækkun. 0,1% af hækkuninni er vegna hækkunar á ákvæðisvinnu raf- virkja, 0,2% vegna verðhækkun- ar innihurða, 0,2% vegna hækk- unar á gatnagerðargjöldum, 0,1 vegna hækkunar á eldavélum. og 0,6% vegna verðhækkunar á ýmsum öðrum liðum. -Sáf HELGARRÚNTURINN TÓNLISTINflóiryfirallabakka um þessahelgi. ídag, laugardag, kl. 16 leikur Djasssveit FÍH undir stjórn Finnans Jukka Linkola ísal FÍHað Rauðagerði 27 og sama sveit verður á ferðinni í Heita pottinum í Duus-húsi á sunnudagskvöld. Á morgun kennir ýmissa grasa í tónlist- arlífinu. Kl. 16stjórnarElías DavíðssonkirkjukórÓlafsvíkurátón- leikum á heimaslóðum, kl. 17 heldur hljómsveit Tónlistarskóla Reykja- víkurtónleika í Háteigskirkju og um kvöldið verður mikil tónlistarhátíð á Hótel (slandi þar sem allar helstu stjörnurnar, jafnt af klassísku sem forgengilegu sortinni, leika listir sínarfrá kl. 21. Nú, og þeir sem viljafá sér snúning eiga um margt að velja, þám. Hallbjörn í Glæsibæ og StraxíFirðinum... M YNDLIST ARUNNEN DU R ættu að nota helgina til að skoða sýning- ar þeirra Errós á Kjarvalsstöðum og Jóns Stefánssonar í Listasafni íslands, þe. þeirfáu sem ekkihafaþegargert það. Vestur í Garða- stræti, (FÍM-salnum, opnar Norðlendingurinn Kristinn G. Jóhannsson sýningu á olíumálverkum og við Skólavörðustíg verða opnaðar sýn- ingar í tveimur galleríum, á nr. 4a sýnir Gunnar Kristinsson og á nr. 15 eru til sýnis myndir eftir Björn Geir Ingvarsson. Og Þingvallamyndirnar hans Ásgríms standa alltaf fyrir sínu... BORGARLEIKHÚSIÐ var opnað með pomp og pragt í gærkvöldi en þar verðurekki framin leiklist fyrren á þriðjudag. Og í Þjóðleikhúsinu er enginn séns á miðum á Oliver! fyrr en um næstu helgi. En á Akureyri er verið að sýna Hús Bernörðu Alba og Nemendaleikhúsið sýnir Grímu- leik í kvöld en þar er víst uppselt líka. Svo er hægt að sjá ísaðar gellur í gamla Iðnó og Djöfla hjá Frú Emilíu. Og í kvöld er síðasta sýning í Reykjavík á Brúðkaupi Fígarós í Óperunni. Flýtið ykkur að ná (miða, af þessu máenginn missa... HUNDAVINIR ættu að fá útrás fyrir sínar sérþarfir á sunnudag því þá verður linnulaus sýning og keppni 218 hunda í Laugardalshöll sem hefst kl. 9 um morguninn. Morgunhanar og göngugarpar finna eflaust eitthvað við sitt hæfi hjá Útivist eða Ferðafélagi Islands, eða Hana nú eða Fólagi eldri borgara. Eskfirðingarog Reyðfirðingarbúsettirí Reykjavík ætla að drekka saman kaffi í Sóknarsalnum kl. 15 á sunnu- dag... TILG ANGUR LÍFSINS hefur vafist fyrir mörgum en kannski fá þeir svar á ráðstefnu Lífs og lands í Norræna húsinu kl. 13 á morgun, sunnudag. Tilgangur Alþýðubandalagsins með þátttöku í ríkisstjóm skýrist líka kannski fyrir þeim sem sækja fund með ráðherrum flokks- ins á Húsavík kl. 16 á morgun. Og svo er sjálfsagt að taka Kiwanis- mönnum vel þegar þeir banka upp á og bjóða falan lykil til styrktar geðsjúkum...

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.