Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 4
þJOÐVILHNN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Orðmusteri höfuð- borgarinnar Þjóðviljinn óskar Leikfélagi Reykjavíkur til hamingju með þann langþráöa áfanga sem þaó nær nú um helgina meö sýningarstarfi í Borgarleikhúsi í nýjum miöbæ höfuðborgar- innar. Vonir hljóta að standa til þess um land allt að sá glæsilegi tæknirammi leiklistarinnar búi þjóðmenningu okk- ar vaxtarrými og þrótt. Hugurinn leitar ósjálfrátt að saman- burðiviðvígslu Þjóðleikhússinsfyrir39árum. Þarvarþvílýst yfir að bygginguna skyldi skoða sem „musteri íslenskrar tungu". En hvort eru það nú musterin eða tungan sem endast og duga betur? Eru það musterin sem verja tunguna eða tung- an sem heldur uppi musterunum? Hvort er meira, burðarþol Borgarleikhússins eða þeirrar orðsins listar sem þar verður flutt? Ekki þarf að draga samlíkingar af viðhaldsmálum Þjóð- leikhúss til að sannfærast um svarið. Svo vill til að fornsögur okkar flytja þennan boðskap með skýrum hætti. Einar Skúlason skáld frumflutti kvæðið Geisla í Niðarósdómkirkju fyrir tæpum þúsund árum. Ekki hefur þurft að hagga orði í Ijóðinu síðan, hvað þá efla það með tækni og skreytingum, en þetta helgasta steinmusteri Norðmanna hins vegar verið háð stanslausri viðgerð og endurbótum. Starfar nú við Nið- arósdóminn á annan tug manna að staðaldri eingöngu við að tryggja að listasmíð þessi úr grjóti hverfi ekki úr sögunni. Orðlistin er harðari og endingarbetri en steinsmíðin, stálið og glerið. Smiðir tungunnar grundvalla það sem varir. í upphafi var orðið. Það fer vel á því að Borgarleikhús skuli í bernsku sinni byggja á kletti Halldórs Laxness. Þjóðleikhússtjómin greip reyndar til sömu hjálpar þegar „musteri íslenskrar tungu" var splunkunýtt og engan grunaði þær veilur sem í múrum lágu. Sömuleiðis er það ánægjulegt, að sannkallað hús- skáld Leikfélagsins, Kjartan Ragnarsson, þreytir nú enn þá list að hnika frumtexta skálds úr bók og yfir í dansinn á musterisgólfinu. Kjartan ertákngervingur þeirrar ævagömlu leiklistarhefðar sem sprettur úr kjarna leikhópsins, skáld- skaparmálsins sem kviknar í leikaranum sjálfum. Háar fjárhæðir eru nefndar um byggingarkostnað Borg- arleikhúss og þótt ekki sé fjölgað starfsmönnum er Ijóst að þungur róður kann að vera framundan í rekstri stofnunarinn- ar. Reykjavíkurborg mun að líkindum tvöfalda árlegt framlag sitt til starfseminnar en að öðru leyti hafa lítil afskipti af henni frekar. Hið valinkunna lið Leikfélags Reykjavíkur mun því sækja lífsmagn sitt að verulegu leyti til þess áhorfendaskara sem fyrirtæki af þessu tagi þarf á að halda. Ekki er á öðru von en bæði höfuðborgarbúar og aðrir landsmenn vitji Borgar- leikhússins af miklum krafti. Miklu skiptir að val verkefna og meðferð sé með þeim hætti sem efla tengsl áhorfenda af sem fjölbreyttustu tagi. Det Norske Teatret í Osló er nýjasta stórbygging í leikhús- heimi Norðurlanda að Borgarleikhúsi frátöldu. Þar hafa sameinast glæsileg og haganleg bygging og eftirsóknar- verður leikverkalisti. Þótt markmið Det Norske Teatret sé beinlínis sú umdeilda þjóðemisstefna að styrkja stöðu ný- norskunnar og sveitamenningar í þéttbýli, býður það jöfnum höndum upp á skrautsýningar á alþjóðlegum söngleikjum, tilraunverkum, nýjum norskum leikritum, vinsælum ærsla- leikjum og sígildum meistaraverkum leiksögunnar. Vonandi ber Borgarleikhús gæfu til þess að halda í heiðri þá vinsælu blöndu kímni og harms sem hefur einkennt verkefnaval Leikfélags Reykjavíkur frá öndverðu. Á samdráttar- og niðurskurðarskeiði lenda fjárfrekar nýj- ungar og glæsibragur, undir smásjá almennings. Lítið þarf út af að bregða til þess að réttmæt gagnrýni beinist að menn- ingarfyrirbærum sem öðrum. Aðstandendur Borgarleikhúss þurfa hins vegar ekki að kvíða viðbrögðum, takist þeim á listræna sviðinu að sýna þann metnað sem elur af sér þakkláta þjóð. ÓHT Dekklyndi þJÓÐUILJINN Síðumúla 6 -108 Reykjavík Sími: 681333 Kvöldsími:681348 Símfax:681935 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjórl: Hallur PállJónsson. Rltstjórar: Arni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrlrblaðamenn:DagurÞorleifsson,ElíasMar(pr.),Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jím Smartfljósm.), LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurOmars- son((þr.), ÞrösturHaraldsson. Skrllstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Olya Clausen. Auglýslngar: Guðmunda Kristinsdórtir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, Unnur Agústsdottir. Slmavarsla: Sigrlður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelftslu- og afgreiðslustjórl: Guðrún Gisladóttir. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhuimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgrelðsla, rltstjórn: Slðumúla 6, Reykjavfk, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Sfmfax:68 19 35 Auglýslngar: Siðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Pr»ntun:Blaðaprenthf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Askriftarverðámánuðl: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 21. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.