Þjóðviljinn - 21.10.1989, Page 5

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Page 5
___________________FRÉTTASKÝRING_________________ Tmverðugleiki Alþingis Ríkisendurskoðun getur reynst Alþingi öflugur bakhjarl í eftirliti með fjárveitingarvaldinu. Salome Þorkelsdóttir einn af forsetum Alþingis: Eðlilegt að forsetar kynni skýrslur Ríkisendurskoðunar fyrstir Sennilega er engin ein stofnun á íslandi eins mikið í almennri umræðu og Alþingi. Þingmenn og störf þeirra eru stöðugt undir kastljósi fjöliniðla þannig að þjóðinni verður tamt að hugsa um þessa æðstu stofnun lýðveldis- ins fyrst og fremst sem vettvang atburða. Alþingi er hins vegar bæði grunnur og lífæð lýðræðis á íslandi og hlutverk þess um leið mjög mikilvægt í að viðhalda þeim samfélagsreglum sem Is- lendingar hafa kosið að hafa. Samkvæmt stjórnarskrá lýðveld- isins er valdinu þrískipt í þjóðfé- laginu. Við höfum svið sem kall- ast löggjafarvald, framkvæmda- vald og dómsvald. Hugsunin á bak við þessa þrískiptingu er sú að hvert eitt svið fylgist með hin- um þannig að tryggt sé að al- mennar lýðræðislegar leikreglur séu hafðar í heiðri. íslenskt þjóðfélag hefur tekið geysilegum breytingum frá því lýðveldið var stofnað 1944. Þessi þjóðfélagsbreyting hefur að sjálf- sögðu haft mikil áhrif á hlutverk Alþingis sem löggjafarsamkomu og hlutverk þess sem eftirlitsaðila með framkvæmdavaldinu hefur vaxið og um leið orðið flóknara. Geta Alþingis sem stofnunar til að sinna þessu eftirlitshlutverki er vafalítið minni nú en oft áður. Flestir eru þó sammála um að sú breyting sem framkvæmd var með lögum 1986, að setja Ríkis- endurskoðun undir Alþingi, í stað þess að hafa hana undir fjármálaráðuneyti, hafi styrkt þingið gagnvart framkvæmda- valdinu. Eftirlit stofnunarinnar með einstökum ráðuneytum og stofnunum er mjög víðtækt sam- kvæmt lagabókstafnum. Ríkis- endurskoðun getur af eigin frum- kvæði rannsakað rekstur ein- stakra sjóða, ráðuneyta og stofn- ana, gert við hann athugasemdir og sett fram tillögur til úrbóta. Skýrslur þær sem Ríkisendur- skoðun hefur gert á undanförn- um misserum hafa vakið mikla athygli fjölmiðla. Hvort það er vegna þess að stofnunin heyrir nú undir Alþingi en ekki fjármála- ráðuneyti er síðan spurning. Svanur Kristjánsson, stjórnmála- fræðingur, sagðist frekar vilja skrifa þessa athygli á þær breytingar sem átt hefðu sér stað í fjölmiðlaheiminum. Skýrslur Ríkisendurskoðunar hefðu til að mynda fengið meiri athygli og umfjöllun í Stöð 2 en á Ríkissjón- varpinu. Hann sagðist þó ekki vera í nokkrum vafa um að Ríkis- endurskoðun hefði styrkt Alþingi gagnvart framkvæmdavaldinu. Geir H Haarde brýtur vinnureglur Salome Þorkelsdóttir, einn af forsetum Alþingis, tók í sama streng, enda hefði það verið ætl- unin með breytingunni. Nýverið hafa risið upp deilur varðandi það þegar Geir H Haarde, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og einn af yfirskoðunarmönnum ríkisreiknings, kom upplýsingum um innihald skýrslu frá Ríkis- endurskoðun til fréttamanns ríkisútvarpsins. Salome sagði Al- þingi kjósa yfirskoðunarmenn og þeir heyrðu því undir Alþingi en ekki forseta þess nema óbeint. Hins vegar væru forsetar þingsins yfirmenn Ríkisendurskoðunar. Yfirleitt væri gangurinn sá að Ríkisendurskoðun skilaði skýrsl- um sínum til forseta þingsins sem síðan dreifðu þeim til þing- manna. Það er því ljóst að Geir H Ha- arde hefur brotið þessa vinnu- reglu í tvígang með því að leka upplýsingum í fjölmiðla áður en forsetar þingsins hafa fengið þær í hendur og komið þeim til þing- manna. Geir hefur borið fram þær afsakanir í fjölmiðlum að upplýsingarnar ættu ekki að vera neitt leyndarmál fyrir almenningi og að fréttamður ríkisútvarpsins hefði hvergi hallað réttu máli í sínum fréttaflutningi. En það er einfaldlega ekki þetta sem málið snýst um. Spurningin er ekki hvort innihald skýrslna Ríkis- endurskoðunar eigi að vera leyndarmál fyrir þjóðinni, heldur hvort æðstu yfirmenn Ríkis- endurskoðunar eigi ekki að hafa rétt til að kynna fyrstir niðurstöð- ur athugana sem stofnunin hefur gert fyrir Alþingi. Sem yfir- skoðunarmaður hefur Geir fullan rétt á að krefjast allra upplýsinga og aðgangs að öllum skjölum Ríkisendurskoðunar. Ef hann verður var við eitthvað misjafnt, væri eðlilegt að hann gerði forset- um þingsins grein fyrir því eða kveddi sér hljóðs í þingsölum. Forsetar Alþingis funda um þetta mál á mánudag. Eðlilegt væri að þeir samþykktu áminn- ingu til Geirs þar sem hann væri minntur á hverjir það eru sem fara með æðsta vald á Alþingi. Geir H Haarde á ekki að komast upp með að snúa sér út úr öllu saman með því að innihald skýrslna Ríkisendurskoðunar eigi ekki að vera leyndarmál. Það hefur enginn talað um að fjöl- miðlar ættu ekki að fá þessar upp- lýsingar, heldur með hvaða hætti þær eiga að berast þeim og þing- mönnum og hvernig þær skulu kynntar. Á Alþingi hvílir þung lýðræðis- leg ábyrgð. Þjóðin kýs inn á þessa stofnun pólitíska fulltrúa sína og alþingismenn kjósa sér forseta, sem þingið felur að stjórna bæði þingstörfum og Alþingi sem stofnun. Með þessu fela hinir lýðræðislega kjörnu fulltrúar nokkrum manneskjum mikla ábyrgð. Allir þingmenn vilja sjálfsagt geta treyst því að forset- arnir hefji sig yfir flokkspólitísk mörk í sínum störfum. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að traust samband ríki á milli Ríkisendur- skoðunar og forsetanna. Þannig þjónar Alþingi best sínu hlut- verki sem eftirlitsaðili með fram- kvæmdavaldinu, í eðlilegri lýð- ræðislegri umræðu. Einhver milliliður á milli forseta og Ríkis- endurskoðunar á ekki að komast upp með það að koma sjálfum sér í sviðsljósið, jafnvel í flokkspólit- ískum tilgangi. Með því væri ver- ið að grafa undan mjög mikil- vægri stoð í þrískiptum grunni valdsins. Yfirskoðunarmenn osammala Hlutverk yfirskoðunarmanna hlýtur fyrst og fremst að vera það að vera augu og eyru Alþings á ákveðnum vettvangi. Þeir hafa ekki embættislega stöðu til að taka fram fyrir hendurnar á for- setum Alþingis. Yfirskoðunar- menn eru þrír og virðast tveir þeirra, Lárus Finnbogason og Sveinn G. Hálfdánarson, sjá hlutverk sitt öðruvísi en hinn þriðji, Geir H Haarde. Munurinn á þessum mönnum er kannski fyrst og fremst sá, að Geir er stjórnmálamaður en Lárus og Sveinn ekki. I yfirlýsingu sem tví- Hér hlustar Geir H Haarde á Al- bert Guðmundsson, sem eitt sinn var fjármálaráðherra Sjálfstæð- isflokksins og fór duglega fram úr fjárlögum. ingmennirnir Hjörleifur Guttormsson (Abl), Kristín Einarsdóttir (Kvl), Guðmundur G Þórarinsson (Frsfl) og Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir (Bfl), hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu þar sem ríkisstjórnin er kvött til að boða tii alþjóðlegrar ráðstefnu á íslandi hið fyrsta, til að ræða um afvopnun í höfunum og undirbúa samningaviðræður með sérstöku tilliti til kjarnorku- afvopnunar á norðurhöfum. í á- lyktuninni segir að jafnframt skuli leitað eftir því við ríki sem eiga kjarnorkukafbáta og kjarn- orkubúin skip á norðurhöfum, að þau takmarki umferð þeirra í grennd við ísland og aðrar til- tækar ráðstafanir verði gerðar til að bægja frá hættu af geilsameng- un vegna slysa og óhappa. í greinargerð með ályktuninni segir að eitt brýnasta verkefni af- vopnunarmála sé að samninga- viðræður hefjist um stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar og afvopn- un á höfunum, en engar form- legar viðræður eigi sér stað nú um menningarnir hafa gefið frá sér segja þeir að þeir telji að þeim beri að starfa óháð pólitískum skoðunum að yfirskoðuninni og að leggja hlutlaust mat á það er þeir komast að í því starfi. Þetta sjónarmið þeirra eykur trúverð- ugleika þeirra sem eftirlitsmanna og um leið trúverðugleika Al- þingis sem eftirlitsaðila með framkvæmdavaldinu. Orðrétt segir í yfirlýsingunni: „Við lítum svo á að gögn sem við fáum í hendur og upplýsingar sem okkur berast í skoðunar- störfum okkar séu trúnaðarmál þar til við höfum komið þeim á framfæri við Alþingi. Fráhvarf frá þeirri stefnu teljum við trún- aðarbrest". Geir H Haarde hefur því gert sig sekan um að reyna að þyrla upp pólitísku moldviðri og þetta efni. Höfin séu þannig eina sviðið sem ekki væri fjallað um í afvopnunarviðræðum með þátt- töku risaveldanna. Talið sé að um 14 þúsund kjarnorkuvopn séu til sem ætluð séu til sjóhernaðar og þeim fjölgi stöðugt. Stór hluti þessara vopna sé í kjarnorku- knúnum kafbátum og skipum sem sigli um norðurhöf. Þingmennirnir vekja athygli á því að fjöldi slysa og hættulegra bilana hafi átt sér stað í kjarnork- uherbúnaði íhöfunum. Skemmst sé að minnast þess þegar sovésk- ur kjarnorkukafbátur fórst í Norður íshafinu suðvestur af Bjarnarey 7. apríl sl. og með hon- um 40 sjóliðar. Þessi kafbátur hafi verið sá þriðji í röðinni sem ferst hjá Sovétmönnum síðan 1983. Á árunum 1965-1977 sé tal- ið að 380 slys og óhöpp sem tengdust kjarnorkuvopnum bandaríska sjóhersins hafi átt sér stað. „Kjarnorkuvígbúnaðurinn á norðurhöfum felur ekki aðeins í sér stórfellda hættu fyrir heims- friðinn heldur er í honum fólgin að brjóta trúnað við Alþingi í þeim tilgangi. Það að stofnanir fari fram úr fjárlögum er engin nýlunda og allir stjórnmálaflokkar sem átt hafa fulltrúa sína í búðum fram- kvæmdavaldsins bera þar nokkra sök og er Sjálfstæðisflokkurinn þar engin undantekning. Ef Al- þingi á að sporna á móti þessari áráttu framkvæmdavaldsins verður að virða ákveðnar vinnu- reglur þannig að virðing sé borin fyrir Alþingi þegar það herjar á framkvæmdavaldið. Forsetar AI- þingis eiga að undirstrika þann rétt og þá skyldu sem þeir bera sem æðstu menn Alþingis og Ríkisendurskoðunar, svo fárán- legur og persónulegur skotgrafa- hernaður í Haardestílnum endur- taki sig ekki. _hmp sérstök ógn við efnahag þeirra þjóða sem mest eiga undir nýt- ingu sjávarauðlinda“, segir orð- rétt í greinargerð ályktunarinnar. Geislavirkni í höfunum geti stefnt fiskistofnum í stórfellda hættu. Minnt er á að forsætisráðherr- ar og utanríkisráðherrar íslands hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum sínum vegna kjarnorkuvígbúnað- ar hafanna á alþjóðavettvangi, en ekki fengið miklar undirtektir. Þingsályktunartillagan kveður ekki á um hvernig skuli staðið að ráðstefnunni en þar kemur fram að eðlilegt væri að leita eftir þátt- töku þeirra ríkja sem haldi úti kjarnorkukafbátum í norður- höfum, en það eru Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og Frakk- land. Einnig væri eðlilegt að öll Norðurlöndin tækju þátt ásamt Kanada og írlandi og Atlants- hafsbandalaginu og Varsjár- bandalaginu og leitað verði eftir stuðningi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna vegna undirbúnings ráðstefnunnar.^ Kjarnorkukafbátar í höfunum í kring um ísland skipta tugum ef ekki hundruðum. Hér rís einn bandarískur úr hafi. Kjarnorkuvopn ísland taki fmmkvæði Þingmenn leggjafram þingsályktun um að ríkisstjórnin boði til alþjóð- legrar ráðstefnu um afvopnun íhöfunum. 380 slys tengd kjarnorku- vopnum Bandaríkjahers í og á höfunum Laugardagur 21. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.