Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 9
Verkefni Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands á Græn- höfðaeyjum stendur nú á tíma- mótum: sá árangur hefur náðst með 10 ára þróunarstarfi, að tek- ist hefur að ljúka megináfongum verkefnisins með góðum árangri: að kanna möguleika til fiskveiða og meta hvaða fiskistofna væri vænlegt að nýta, að finna hen- tugar aðferðir til veiðanna og rannsaka hvaða áhrif þær hafa á stofnana, að þróa vinnsluaðferðir á fiskinum, finna markaði fyrir framleiðsluna, gera söiusamn- inga og fá viðunandi verð. Segja má að öllum þessum þáttum verk- efnisins sé nú lokið, og að nú sé komið að því að gera raunhæfar framtíðaráætlanir um nýtingu þessarar auðlindar til hagsbóta fyrir þessa fátæku þjóð. Síðasti þröskuldurinn Þetta sagði Stefán Þórarinsson Við þróunarverkefnið á Grænhöfðaeyjum hefur verið tekið mið af forsendum eyjaskeggja Þróunaraðstoð Uppskemtími er framundan EftirlOáraþróunaraðstoðíslendingaáGrœnhöfðaeyjumsjáíbúarnir núfram á að geta nýtt sér nýja og áður óþekkta auðlind með skipulögðum hœtti og til frambúðar, segir Stefán Þórarinsson verkefnisstjóri verkefnisstjóri þröunarverkefn- isins á Grænhófðaeyjum í samtali við Þjóðviljann í gær, en Stefán hefur unnið við verkefnið síð- astliðin 5 ár. Stefán sagði að allt frá árinu 1987 hefðu áður ónýttar tegundir botnlægra hitabeltis- fiska verið nýttar með viðunandi árangri, og á allra síðustu mánuð- um hefði síðasti þröskuldurinn verið yfirstiginn með vel viðun- andi árangri í markaðs og sölu- málum, þannig að nú væri hægt að gera framtíðaráætlanir um botnfiskveiðar á Grænhöfða- eyjum til útflutnings. Fiskurinn er veiddur í dragnót og heilfryst- ur eða ísaður heill í kassa og flutt- ur þannig á markaði í Evrópu og Bandaríkjunum. Stefán sagði að landgrunn væri lítið á Grænhöfðaeyjum, og fiski- slóðin því ekki stór. Umræddar tegundir hefðu ekki verið nýttar áður á Grænhöfðaeyjum, en þetta væru botnfiskstegundir sem þekktar eru um allt hitabeltið, jafnt í S-Ameríku, á Indlandi og í Asíu. Neytendur fisksins í Evr- ópu og Bandaríkjunum eru að stórum hluta innflytjendur frá hitabeltislöndunum, sem þekkja þennan fisk fyrir og vilja hann einungis óunninn og ferskan. Ferski fiskurinn er ísaður í kassa líkt og laxinn hér á landi og flutt- ur á markað með flugi. Sagði Stefán að gott verð hefði fengist fyrir slíkan fisk á Evrópumarkaði undanfarið. Alls hafa um 500 tonn verið veidd með tilraunaveiðum frá 1987, og af því magni hefur um helmingur farið til útflutnings. Meginþorri aflans mun í framtíð- inn fara til útflutnings til þess að afla dýrmæts gjaldeyris fyrir þjóðarbúið. Við teljum að veiða megi úr stofninum um 3-4000 tonn á ári og að samhæfa megi þessar veiðar við þær hefð- bundnu túnfiskveiðar, sem eyjar- skeggjar hafa stundað tímabund- ið á vertíðum. Því túnfiskurinn er flökkufiskur sem stendur stutt við og gefur sveiflukenndan arð. Ur litlum efnum Stefán sagði að frá upphafi hafi verið unnið að þessu verkefni úr litlum efnum, og hefði öll sú að- staða sem fyrir var á Grænhöfða- eyjum verið nýtt til hins ýtrasta, bæði hvað varðar fiskiskip, verk- unaraðstöðu, kæligeymslur og frystiaðstöðu. Verkefnið hefur fengið um 300-350 þúsund bandaríkjadali á ári eða um 20 miljónir króna á núverandi gengi. Helstu kostnaðarliðirnir hafa verið fólgnir í mannahaldi, en við verkefnið hafa að jafnaði unnið 4 fastráðnir menn og 1-2 lausráðnir sérfræðingar og af- leysingamenn sem unnið hafa í skemmri tíma. Áætlað er að verkefninu muni Ijúka á næsta ári. Við íslendingar erum þekktir fyrir að verja þjóða minnst í þró- unaraðstoð hlutfallslega, miðað við iðnríkin, og getum vart sagt frá því kinnroðalaust á alþjóða- vettvangi. En án þess að ég vilji vera með nokkuð sjálfshól, þá held ég að segja megi að við höf- um engu að síður fengið nokkra viðurkenningu fyrir það starf sem við höfum unnið, og það sem við höfum fram að færa, sem er þekking en ekki fjármagn. Til dæmis hefur sá árangur sem við höfum náð með dragnót á Græn- höfðaeyjum vakið athygli víðar. Petta veiðarfæri var óþekkt í hita- beltinu áður, en menn telja nú að þessi árangur okkar geti haft þýð- ingu fyrir fleiri þróunarlönd. Ástæðan er ekki síst sú að drag- nótin er í eðli sinu skyld þeim veiðarf ærum sem þetta fólk hefur notað með handafli frá landi. Munurinn er bara sá að dragnótin er dregin af skipi. Að flýta sér hægt Við höfum haft þá meginreglu í þessu starfi að taka stutt skref í einu og engar stökkbreytingar. Við höfum því náð þessum árangri án þess að fara út í stærri fjárfestingar eða taka stóra fjárf- estingaráhættu. Við höfum hægt og sígandi verið að finna forskrift að því hvernig hægt væri að nýta þessa auðlind með arðvænlegum hætti. Nú teljum við okkur vera búna að finna þá forskrift, og því er næsta skrefið að gera áætlun um nýtingu í stærri skala. Við u Fiskimenn frá Grænhöfðaeyjum gera að dragnótinni. höfum nú unnið upp gögn sem við getum lagt upp í hendurnar á fjársterkum alþjóðlegum þróun- arstofnunum til þess að fá fjár- magn til þess að fjárfesta í því sem til þarf. Þar er ekki um það að ræða að kaupa heilan flota fiskiskipa - við höfum reynslu af því héðan hvað slíkar offjárfest- ingar geta kostað- heldur þarf að bæta þá aðstöðu sem þegar er fyrir hendi í vannýttum fiski- skipum og frumstæðri verkunar- aðstöðu. Óvænt viðurkenning Það kom ýmsum á óvart, þegar Pedro Pires forsætisráðherra Grænhöfðaeyja var hér í sumar til þess að endurgjalda heimsókn Steingríms Hermannssonar til Grænhöfðaeyja, að hann skyldi fara fram á aðstoð íslendinga varðandi ólíkustu efni eins og skipulagningu skattheimtu og stjórnun efnahagsmála. Flestir hafa trúlega talið að íslendingar væru ekki aflögufærir um hollráð í þeim efnum. En við sem unnið höfum að þróunarverkefninu á Grænhöfðaeyjum tókum þessum umleitunum sem óvæntri og óbeinni viðurkenningu fyrir því starfi sem við höfum unnið þar. íbúar Grænhöfðaeyja þekkja okkur af því starfi sem við höfum unnið þar. Og þeir hafa ályktað að fleira gott gæti komið frá ís- landi en kunnátta í útgerð. Við, sem að þessu verkefni höfum unnið, erum sannfærðir um gildi þess, ekki bara vegna þess árang- urs sem það hefur þegar sýnt, heldur líka vegna þess orðstýs og þeirra sambanda sem það hefur aflað og mun afla í framtíðinni. Þeir fjármunir sem varið er til þróunarstarfs sem skilar raun- verulegum árangri munu skila sér aftur og ríflega það í nýjum við- skiptasamböndum og nýjum verkefnum. -61g Laugardagur 21. október 1989 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.