Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 11
MINNING AFMÆLI Guðjón var mjög lifandi í stjórnarstarfinu, var alltaf já- kvæður við þær framkvæmdir og framfarir, sem þetta stóra og fjöl- breytta atvinnufyrirtæki er. Hann hafði trú á þessum atvinnu- rekstri og þótti vænt um vöxt og viðgang hans. Bjartsýni Guðjóns var sérstök og kannski stundum of mikil, um að allt gengi vel, en hún var uppörvandi. Starf verkstjóra í saltfisk- og skreiðarverkun var umfangs- mikið og erfitt, enda oft tugir manna í vinnu. Þetta starf leysti Guðjón Marteinsson af hendi: með myndugleik - það má segja, að hann hafi verið eins og kóngur í ríki sínu. Hann hafði þann persónuleika, sem þurfti til að stjórna, var ákveðinn mjög. Guðjon var hjúasæll og voru sumir verkamenn hjá honum árum saman. Stundum var hann hávaðasamur, eins og verk- stjórum er títt, en hann var umburðarlyndur og einstaklega vingjarnlegur við fólkið. Hann hafði gott lag á unglingum, sem sóttu til hans í sumarvinnu. Umgengni öll og hreinlæti í Saltfiskvinnslunni þótti til fyrir- myndar, enda stundum með stær- stú stöðvum á landinu. Áhugamál Guðjóns Marteins- sonar voru margvísleg. Hann var mikill stuðningsmaður unga fólksins í íþróttafélaginu Þrótti og var heiðraður þar. Hann var í Sjómannadagsráði og í ritnefnd Sjómannablaðs Neskaupstaðar alla tíð og einn af aðalstjórnendum hátíðahalda á Sj ómannadaginn. Störf hans fyrir Verkstjóra- félag Austurlands voru happa- drjúg. Þótti með ólíkindum hve barátta hans var hörð fyrir því að koma upp orlofshúsum félagsins í Breiðdal. Stórhugur og dugnaður Guðj- óns kom fram í félagsmálastarfi hans. Var hann næmur á spaugi- legar hliðar lífsins, enda var það honum styrkur í umgengni við allan þann fjölda fólks, sem vann hjá honum um dagana. Ég kynntist Guðjóni fyrst, þeg- ar hann 15 ára gamall gekk í Verkalýðsfélag Norðfjarðar. Það var á miklum átakafundi í Bíó- húsinu þegar fjöldi unglinga með Guðjón í broddi fylkíngar sótti um inngöngu í félagið. A þessum fundi missti Alþýðuflokkurinn meirihluta í Verkalýðsfélaginu, en við Sósíalistar náðum stjórn- inni. Má segja, að þetta hafi verið upphafið að þeim sósíaliska og félagslega sinnaða meirihluta, sem ráðið hefir málum í Nes- kaupstað um nærri hálfrar aldar skeið. Guðjón Marteinsson er einn þeirra, sem á mikinn þátt í samheldni fólks síns í byggðar- laginu. Hann var strax róttækur í skoðunum, félagi í Sósíalista- félaginu og Alþýðubandalaginu alla tíð. Starfaði Guðjón þar oft vel og átti gott með að koma fyrir sig orði og hvetja menn til dáða. Árið 1946 kvæntist Guðjón Guðrúnu S. Guðmundsdóttur frá Brimnesi í Fáskrúðsfirði. Eign- uðust þau 4 dætur og son er lést sem kornabarn. Eru dætur þeirra allar giftar. Bjuggu þau Guðrún og Guðjón alla tíð í húsi því er þau reistu í landi Sjónarhóls við Hlíðargötu. Þar ræktuðu þau mikinn og fagran blómagarð. sem á sér ekki marga líka, enda húsmóðirin orðlögð ræktunar- og blómakona. Heimilið var einstaklega glað- vært og myndarlegt. Kom góð- vild þeirra hjóna og dætra þeirra oft í ljós við þá, sem minna máttu sín. Var því viðbrugðið, hve fjöl- skylda Guðjóns sýndi nágranna- konu þeirra Guðrúnu ekkju Eiríks Vigfússonar mikla blíðu og hjálpsemi allt þar til hún lést. Hjónaband Guðjóns og Guð- rúnar var mjög hamingjusamt og var það Guðjóni óviðjafnanlegur styrkur hve kona hans reyndist honum umhyggjusöm síðustu árin, þegar hann gekk ekki heill til skógar. Guðjón Marteinsson átti alla sína ævi heima á Norðfirði, hann var stoltur af sinni heimabyggð, frændmargur, frændrækinn og átti fjölda vina, sem minnast hans með söknuði. Ég kveð þennan vin minn og frænda og þakka honum einlæga tryggð og vinsemd. Við Soffía vottum Guðrúnu, dætrum þeirra og fjölskyldum dýpstu samúð. Jóhannes Stefánsson Jóhann Karl Birgisson 1972 -1989 Jóhann Karl Birgisson fæddist 2. nóv. 1972 í Neskaupstað og ólst þar upp þangað til þrettánda október þessa mánaðar að hann kvaddi jarðlífið. Það var ótíma- bær kveðja ungs drengs. Jóhann Karl átti elskulega for- eldra Birgi Sigurjónsson og Sig- rúnu S. Jóhannsdóttur sem eignuðust, auk Jóhanns, börnin Kristínu Steinunni, Söndru og Sindra. Á heimili Sigrúnar og Bigga að Starmýri 15 var jafnan líflegt og fjörugt. Vinir Jóhanns, jafnt sem yngri systkina hans, voru vel- komnir þangað og komu oft og nutu þar góðra samverustunda. Þegar ég rifja upp eiginleika Jóhanns Karls kemur mynd í hug- ann af tilfinninganæmum, sam- viskusömum og duglegum dreng, sem var sannkallaður vinur vina sinna. Af dreng sem fór í veiði- ferðir til Vopnafjarðar með fjöl- skyldu sinni, ömmum og öfum, dreng sem iðkaði skíðaíþróttir af kappi og vann reglulega til verð- launa. Jóhann Karl hafði farið nokkr- ar ferðir til sjós sér til ánægju með föður sínum áður en hann réðst sem háseti á togara síðast liðið vor. Hann átti reyndar ekki langt að sækja áhuga á sjósókn, en Birgir er stýrimaður og afi hans og nafni var sjómaður. Þeim nöfnuum samdi vel og spiluðu þeir oft saman á síðkvöldum. Föðurömmu sína missti Jó- hann Karl þegar hann var fjórtán ára en með henni og móður- ömmu sinni átti hann margar góðar og gefandi stundir. Iðulega leitaði Jóhann Karl til þeirra sem jafnan áttu góðsemi og hlýju sem þær gáfu ömmudreng. Jóhann Karl var bæði greindur og kappsamur og hafði m.a. áhuga á að læra ensku og sumarið 1987 fór hann til Englands í sumarskóla og bætti tungumála- kunnáttu sína. Þá dvaldi Jóhann Karl ásamt fjölskyldu sinni um stund heima hjá mér og Marteini frænda sínum og minnist ég þess hve Jóhann var þá glaðlegur og ánægður með líf og tilveru. Marteinn, Silja og ég sendum hugheilar samúðaróskir til ætt- ingja og vina sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Jóhanns Karls. Sorg þín er sár elsku mágkona og vona ég að lífskraftur fylgi þér, Birgi svila mínum og börnunum í nútíð sem í framtíð. Minning lifir um einlægan bróður, ljúfan og bjartan son. Minning um Jóhann Karl. Megi hann hvfla í friði. Ágústína Jónsdóttir Hlín Ingólfsdóttir áttrœð 20.10. 1989 Kæra vinkona, undur er það hvað „flaumur tímans fljóta” hef- ur ætt fram og fært margt í kaf og gleymsku, en unga stúlkan sem minnti á fjólu eða iyfjagrasið bláa hefur staðið allt af sér og er orðin ættmóðir fjölda merkra kvenna og karla og er enn að lesa nýjar bækur. Mér er í fersku minni þegar þú tókst á móti mér í forsal berkla- hælisins að Reykjum í Ölvesi. Þá varstu helmingi eldri en ég, full- orðin stúlka á tuttugasta og öðru ári. Ekki veit ég hvernig það bar til að hjúkrunarkona eða annað starfsfólk tók ekki fyrst við mér, en það varð til þess að mér var tekið opnum örmum og færð inn í þetta sjúkrasamfélag af þeirri, sem gerst þekkti þá reynslu sem í hönd fór. Áður en iengra er rakin saga okkar löngu vináttu, er rétt að gera nokkra grein fyrir afmælis- barninu og uppruna þess. Því miður er þekking mín á ættum Hlínar í molum og gera aðrir þeim fróðleik vonandi betri skil. Foreldri Hlínar voru hjónin Hlín og Ingólfur Johnson, sem bæði voru Þingeyingar að upp- runa. Þau giftust 1898, en fluttust til Kanada aldamótaárið og fengu þar „heimilisréttarland” og komu upp góðu búi. Þar fæddist Páll sonur þeira, en dóttirin Hlín ekki fyrr en skömmu eftir að þau komu heim aftur árið 1909. Við heimkomuna tóku þau við bú- stjórn á kúabúi sem Bernhöft tannlæknir rak að Fífuhvammi, sem þá mun hafa verið í Seitjarnarneshreppi. Þetta var mikið bú og mikil ræktun á þess tíma mælikvarða og hefur Ingólf- ur flutt með sér nýja verkkunn- áttu í landbúnaði sem hann hefur viljað nýta við eigin búskap. Þau hjón munu hafa verið sæmilega fjáð, því þau keyptu stórbýlið Innra-Hólm í Innra-Akranes- hreppi og bjuggu þar góðu búi, þar til þau skildu samvistir 1920 og heimilið leystist upp. Á Innra-Hólmi lifði Hlín sín bernskuár og alltaf er Innri- Hólmur nefndur glöðum rómi. En eftir skilnað foreldranna flutt- ist Hlín með móður sinni til Reykjavíkur og um svipað leyti, eða e.t.v. heldur fyrr, fór berkla- veikin að herja á hana. Skóla- göngu lauk snögglega, en drifið var í því að ferma hana áður en hún fór á Vífilsstaðahæli. Á tveim-þrem fyrstu áratugum aldarinnar herjaði berklaveikin á þjóðina og breytingar á búsetu og jafnvel uppkoma skólastaða varð til þess að fjölga smitleiðum manna á milli, ásamt þröngbýli og öðrum fátæktarfylgjum. Það var ungt fólk og börn sem hrundu niður í berklaveiki og hún var því þjóðinni mikil blóðtaka. Engin lyf og fáar haldbærar lækningaað- ferðir fundnar við veikinni og hún varð því oft brátt banamein þeirra sem sýktust. Sárum tilfinn- ingum og lífstrega lýsti stúdent- inn og skáldið Jóhann Gunnar Sigurðsson í þessum ljóðlínum: „Ég elskaði lífið og Ijósið og ylinn. Nú liggur það grafið í djúpa hylinn. Og vonirnar mínar, sem voru fleygar, sumar dánar, en sumar feigar. ” Æðruleysi er ekki öllum gefið og „Hvíti dauðinn” var sveipaður rómantískri blæju, sem þungbær örlög, sem aldurtili skálda og af- leiðing óhamingjusamra ásta. Framsækið fólk í heilbrigðis- stéttum tók upp baráttuna fyrir stofnun berklahæla og fátæk al- þýða lagði fram lið sitt við bygg- ingu berklahælanna að Vífils- stöðum og Kristnesi. Þar með var brotið blað í sögu berklavarna og berklalækninga hér á landi. Sjúklingarnir lágu ekki lengur einir undir sinni súð, heldur voru saman komnar á hælunum ungar manneskjur sem áttu við sama sjúkdóm að stríða, og meðal þeirra myndaðist samkennd sem átti eftir að valda stórmerkjum í íslensku þjóðlífi. Fjöldinn allur af berklasjúk- lingunum hafði ekki lokið nema fáum námsárum. Sumra þeirra hefði raunar beðið einhver strit- vinna, eða það sem verra var, endalaus hlaup eftir vinnu- snöpum á atvinnuleysisárunum. Aðrir sem betur voru settir hurfu frá hálfnuðu námi og sáu ekki möguleika á að verða að liði í atvinnulífinu. Þessi samfélög fundu fljótt farvegi fyrir lífsvilja sinn í skáldskap, félagslífi og í námi innan hælanna. Það fór því fljótt að kveða við bjartari tón í kvæðum og sönglögum. Dæmi um vaknandi vongleði er kvæði Stefáns frá Hvítadal, sem hann nefndi Vorsól, en þar er eftirfar- andi erindi: „Nú finn ég vorsins heiði í hjarta. Horfin, dáin nóttin svarta. Ótal drauma blíða, bjarta barstu vorsól, inn til mín. Pað er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín." Meðal eldhuganna í hópi berklasjúklinganna var Hlín Ingólfsdóttir og Árni Einarsson, sem síðar varð eiginmaður henn- ar. Það var endurhæfing sjúkl- inga til starfa og hlutdeildar í þjóðfélaginu sem var hjartans mál þessara frumherja. Um og fyrir 1930 var hafin leshringa- starfsemi á Vífilsstöðum, Krist- nesi, Kópavogshæli og á Reykja- hæli sem síðast var byggt. Sjálfs- nám og námshópar voru starf- andi einkum í málanámi s.s. esperantista hópurinn sem kall- aði sig „Verda stello”, leshringir um marxisma o.fl. voru í gangi lengri eða skemmri tíma og varð þessu unga fólki veganesti þegar það varð vinnufært. En það var mikill munur á starfsgetu þess sem var fær í flest- an sjó og hins sem var útskrifaður og taldist ekki þurfa lengur á sjúkrahúsvist að halda. Það vant- aði millistig á milli hælisins og al- menns atvinnulífs og það voru berklasjúklingarnir sem fyrst og með mestum krafti gerðu kröf- una um endurhæfingu samfara afturbata sjúklinga. Nú virðist okkur endurhæfing vera hluti af sjálfsagðri almennri þjónustu og óaðskiljanlegur partur heilbrigð- isþjónustunnar. Sú gífurlega breyting sem orðið hefur fyrir sjúka og slasaða í afturbata er meðal stórvirkja gömlu sjúkling- anna sem á sínum tíma mynduðu Samband íslenskra berkla- sjúklinga og reistu sér óbrot- gjarnan minnisvarða með bygg- ingu Reykjalundar. Lífskrafti þeirrar stofnunar verður best lýst með því, að hann hefur gert sjálf- an sig óþarfan sem berklahæli, en hófst þá þegar handa um önnur aðkallandi verkefni við endur- hæfingu. Það kann að virðast langsótt að fara svo mörgum orðum um stefnu og störf SÍBS í afmælis- grein um vinkonu mína, en starf- sævi þeirra Hlínar og Árna var samofin viðgangi og starfi þeirra samtaka. Þegar Vinnuhælið að Reykjalundi tók til starfa varð Árni Einarsson framkvæmda- stjóri þess. Þau fluttu á Reykja- lundarsvæðið, og þar starfaði einnig Páll Ingólfsson, bróðir Hlínar, að byggingu mannvirkj- anna. Síðar þegar börn þeirra komust upp tóku þau þátt í margs konar störfum fyrir hælið s.s. Svala Árnadóttir sem lengi hefur starfað á skrifstofu Reykja- lundar. Verk þeirra sem vinna í stein eða stál, eru líkleg til að standast tímans tönn og lofa sinn meistara. Þeir sem vinna með lif- andi efnivið, börn og blóm, eiga tvísýnan leik við höfuð- skepnurnar og samfélagið. í því tafli hefur Hlín átt góðan sigur. Hún hefur verið gædd græði- fingrum og átt gott með að blása lífsanda í veikar vonir og bilaðan þrótt samsjúklinga og þeirra mörgu sem tengdust heimili hennar á Reykjalundi. Þau verk standa, þó þeim hafi ekki verið hreykt. Þrátt fyrir mikið og gott starf um langa ævi er vinum Hlínar e.t.v. hjarta nær hvað húo sjálf er, heldur en allt það sem hún hefur komið í verk. Fyrir mér hefur hún alltaf verið fyrst og fremst bókvís kona, óþreytandi lestrarhestur, og skáldskapur hefur verið henni andleg næring og efniviður í amstri daganna. Kona sem hefur lifað tvær heims- styrjaldir og land sitt ýmist frjálst eða í herfjötrum, hefur þurft að safna sólargeislunum til þess að sjá bjart framundan. Mér er enn í minni feginleiki Hlínar þegar Jóhannes úr Kötlum birti spámanniegt kvæði sitt „Brúna höndin”. Þá var upp- gangur þýska nazismans mikill og uggur í alþýðu manna við uppi- vöðslu nazista um alla Evrópu. Þegar bók Jóhannesar: Samt mun ég vaka kom út bað Hlín mig að skreppa strax í bókabúð og síðan lásum við til skiptis spjaldanna á milli. Og það voru önnur skáld og fleiri, enda komu fljótt upp spurningar eins og þessdi: „Ertu búin að lesa Gangvirkið hans Ólafs Jóhanns?” eða „Náðirðu í Tólf konur?” og „Hvernig gekk þér að lesa Snöruna hennar Jakobínu?” Ef svo vel vildi til að við höfðum verið nokkuð jafnf- ljótar til þá var tækifæri að ræða verkið frá ýmsuni hliðum. Ekki veit ég hvort það er á margra vitorði að Hlín fékkst við skriftir sem ung stúlka. Ég var spurð hvort Hlín væri ekki að skrifa eitthvað. Viðmælandi minn, sem var bóndi í Hraungerðishreppi, sagði þá: „Það er skaði ef hún Hlín heldur ekki áfram að skrifa. Hún átti bæði greinar og smásögur í Ungmennafélagsblaðinu okkar, þegar hún var hjá fólkinu sínu austur á Brú.” Þau Árni og Hlín eignuðust fjölda afkomenda og verða þeir ekki taldir hér, en börn þeirra eru: Auður, kaupkona í Hafnar- firði, Svala, skrifstofum. Mos- fellsbæ, Ingólfur, rafverktaki, Mosfellsbæ, Hlín, fimleika- kennari, Garðabæ, Einar, pró- fessor við Háskóla íslands, og Páll, raftæknifræðingur búsettur í Danmörku. Kæra vinkona, bestu þakkir fyrir góðar stundir og trausta vin- áttu. Megir þú lifa vel og lengi í landinu okkar góða. Reykjavík 17.10. 1989 Þórunn Magnúsdóttir Laugardagur 21. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.