Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.10.1989, Blaðsíða 15
I VIKULOK í DAG Konur gegna lykilhlutverki Pheobe Muga Asiyo fulltrúi UNIFEM: Viljimenn aðstoðaþriðja heiminn hlýturþað að beinast einkum að konum því þœr halda þjóðfélaginu gangandi Hér á landi er nú stödd Pheobe Muga Asiyo, sérstakur fulltrúi Hjálparsjóðs Sameinuöu þjóð- anna fyrir konur - UNIFEM. Er hún hér til að kynna starfsemi sjóðsins sem leggur mikla áherslu á betri lífsgrundvöll kvenna í þriðja heiminum. Asiyo kemur frá Kenýa og hef- ur um áratuga skeið barist fyrir mannréttindum í heimalandi sín- um sem og um gjörvallan heim. Hún hefur gegnt fjölda áhrifast- aða fyrir Kenýa og verið einn af frumkvöðlum í mannréttindabaráttu þjóðarinn- ar. Hún hefur nýlega látið af þingmennsku í Kenýa og tekið við sem sérstakur kynningarfullt- rúi UNIFEM. - Sjóðurinn var stofnaður upp- úr 1975 með höfuðáherslu á mannréttindi kvenna í þriðja heiminum. Okkar starf beinist aðallega að þeim svæðum sem verst eru stödd hvað þetta varð- ar, td. í þorpum ýmissa landa í Afríku þarsem konur vinna nær öll störf fyrir þjóðarbúið. Um 80% bænda í Afríku eru konur og sömuleiðis um 60% bænda í Asíu og 40% bænda í rómönsku Am- eríku. Vilji menn aðstoða þriðja heiminn eru þeir fyrst og fremst Pheobe Asiyo: íslendingar hafa skilning á jafnréttismálum og geta því komið okkur til aðstoðar. Mynd: Jim Smart. að segjast vilja aðstoða konur, sagði Pheobe Asiyo á blaða- mannafundi í gær. - Mannréttindi kvenna eru undirstaða betri heims, bæði hvað varðar félags- og efnahags- lega þróun. Hinsvegar virðast fjölmiðlar ávallt beina spjótum sínum að fjármálahöllunum í Wall Street. Þannig geta þeir ekki fundið lausn á efnahags- vanda heimsins því þriðji heimur- inn er svo stór og gegnir þar lykil- hlutverki. Upplýsa konur 3. heims Á hvaða hátt getið þið aðstoð- að konur í þessum heimshluta? - Við verðum að fræða þær og gefa þeim kost á sömu menntun og karlarnir. Konurnar byrja svo oft að hugsa um heimilið að þær glata tækifæri til menntunar. Bet- ur upplýstar konur eignast oft færri börn og betri heimili og geta upplýst börn sín betur þannig þau gangi einnig menntaveginn. Við þurfum einnig að geta gert fólki kleyft að lifa í sínu þjóðfélagi án þess að það skemmi út frá sér. Á hverju ári breytum við 110 þús- und ferkílómetrum í eyðimörk og er það mikið til vegna þess að fólkið í þessum löndum veit ekki að það er að gera skaða. Við þurfum að kenna konum í þess- um löndum - sem vinna helstu landbúnaðarstörf - að nýta nátt- úruauðlindir á annan hátt. Hvernig geta þjóðir einsog ís- land komið þar að gagni? - Norðurlönd eru mjög fram- arlega á sviði jafnréttismála og skilja frekar þennan vanda. Danska stjórnin gaf td. nýverið fé til UNIFEM og hefur okkur orð- ið talsvert ágengt í löndum einsog Zimbabwe vegna slíkrar aðstoð- ar. Þetta er líka hægt í öðrum löndum og vinnum við nú á svip- aðan hátt með stjórn Tansaníu. Þið hafið konu í forsetastóli og konur eru hvarvetna í áhrifastöð- um í ykkar þjóðfélagi og því væntum við stuðnings frá íslandi. Stjórmálamenn tala mikið um breytingar en nú er tími athafna kominn. Við þurfum að aðstoða konur til að standa á eigin fótum því annars gengur þróunin miklu hægar. -þóm Stefna Kvikmyndahátíðar Nú þegar Kvikmyndahátíð er nýlokið er ekki úr vegi að skoða hana í víðara samhengi en faglegar umsagnir kvikmyndaskríbenta hafa náð að gera meðan á hátíðinni stóð. Þetta var níunda hátíðin í röðinni og eru auðvitað skiptar skoðanir um hvernig tókst til að þessu sinni. Eitt verður þó ekki af þessari hátíð tekið, en það er aðsóknin sem var betri en oftast áður. Lengri dagskrá en til tveggja daga í senn hefði samt ekki dregið úr henni! Ef grannt er skoðað er varla hægt að segja annað en mjög vel hafi tekist með val á myndum á hátíð- ina. Þarna voru flestar helstu kvikmyndir sem gert hafa það gott á öðrum hátíðum síðustu tvö árin eða svo, en var einhverra hluta vegna hafnað af eigend- um kvikmyndahúsa. Myndir sem fengu ýmis meiri- háttar verðlaun, ss. gull- og silfurbjörninn í Berlín 1988, gullpálmann í Cannes 1988 og fjögurra ann- arra sem hlutu sérstök verðlaun á sömu hátíð, fyrstu verðlaun í Rúðuborg 1989 og nýjasta dæmið var mynd sem fékk listrænu verðlaunin í Cannes 1989. Þrjár þessara mynda hlutu reyndar einnig óskar, Evrópuóskar og gullhlébarða í Locarno og margar myndanna voru tilnefndar í ýmsum keppnum. Þá voru sýndar ýmsar mjög athyglisverðar myndir frá öllum heimshornum þótt ekki teljist þær í hópi þeirra bestu. Á heildina litið virðist Kvikmyndahá- tíð hafa tekist ætlunarverk sitt: að pikka út þær myndir sem hlutu hvað mestan sukkseks á nýliðnum árumþannig að ekki myndaðist gat í kvikmynda- sögu lslendinga. En með því er ekki öll sagan sögð. Erfitt er að vera f ullkomlega ánægður þegar talsverðum hluta myndanna hefði jafnvel mátt sleppa. Sem dæmi hefur einhverra hluta vegna ekki tekist að ná því besta úr f ranskri kvikmyndagerð. Fj órar myndir komu þaðan og var engin þeirra nógu góð til að teljast til stórverka Frakka í dag. Þá hefði auðvitað mátt reyna við enn nýrri myndir td. Sex, lies and videotape, Jesus de Montreal og Trop belle pour toi sem hlotið hafa verðlaun á þessu ári. Afsökun undirbúningsnefndar - að enn sé von um að f á þess- ar myndir á almennar sýningar - verður þó að telj ast góð og gild þótt ég leyfi mér að efast um amk. þær tværsíðartöldu. Kvikmyndahátíð mun því áfram verða á eftir tím- anum hverju sinni og þurfa að hreinsa upp eftir íslensk bíó. Kannski gæti ástandið batnað ef hátíðin yrði haldin árlega. Svo deila menn endalaust um hvort eigi að sýna gamlar myndir í bland við nýmetið og hvort sýna eigi röð mynda í sama flokki einsog nú var gert með István Szabó. Undirbúningsnefndin er því að mörgu leyti ekki öfundsverð af hlutskipti sínu og á erfítt með að leggja nákvæma stefnumörkun hátíðarinnar. Enda hefur það komið á daginn að Kvikmyndahátíð hefur nánast ekkert þróast þennan rúma áratug sem hún hefur verið við lýði. Þetta gæti auðvitað breyst ef ekki glampaði svo illilega á doll- arana í augum íslenskra kvikmyndahúseigenda og þeir gæfu einhverju öðru gaum en bandrísku sukki. En þá verða menningarvitarnir líka að mæta í myrkrið þótt ekki sé það kallað Kvikmyndahátíð með stóru K-i. Að síðustu hefur þessi hátíð þá ein- kennilegu sérstöðu að sýna enga innlenda mynd og er það vondur siður sem tilheyrir vonandi fortíðinni. -þóm þjÓÐVILJINN 21 október FYRIR 50 ARUM fyrir50árum Kínverski herinn hefurgert harð- ar árásir á lið Japana norðan járnbrautarlínunnar Nachang- Tsiuking. Aðaltakmark árásanna eru borgirnar Wuning, Tsinang og Fengshien. laugardagur. 294. dagurársins. Fyrsti vetrardagur. Fyrsta vika vetrar hefst. Gormánuður byrjar. Kolnismeyjamessa. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8.36- sólarlag 17.48. Viðburðir Bókabruninn mikli í Kaupmanna- höfn 1728. Þjóðhátíðardagur Sómalíu. Sigurjón Ólafsson myndhöggvari fæddur 1908. Ný- sköpunarstjórnin mynduð 1944. DAGBOK APÓTEK Rey kjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 20.-26. okt. er [ Lyfjabergi og Ingólfs Apóteki. Fyrrnef nda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10frídaga). Síðarnefndaapótekiðer opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LOGGAN Reykjavík simi 1 11 66 Kópavogur......................sími 4 12 00 Seltj.nes.........................sími 1 84 55 Hafnarfj..........................sími 5 11 66 Garðabær......................simi 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík.......................sími 1 11 00 Kópavogur......................sími 1 11 00 Seltj.nes.........................sfmi 1 11 00 Hafnarfj..........................sími 5 11 00 Garðabær.......................sími 5 11 00 LÆKNAR Lækna vakt fyrir Reykja vi'k, Sel- tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tíma- pantanir i síma 21230. Upplýsingar um laekna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- laekni eða ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspitalans: opin allan sólahringinn simi 696600. Halnartjör&ur: Dagvakt, Heilsugæslan simi 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 656066, uþplýsingarumvaktlæknas. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæ&ingardelld Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spftalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Hoilsuvemdarstöðin við Barónsstfg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali:alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknirannarraenforeldrakl. 16-17 daglega. St. Jósefsspftali Hafnarfirði: alladaga 15-16og 19-19.30. Klepps- ¦ spftalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alladaga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf ísálfræðilegum efnum.Simi 687075. MS-f élagið Álandi 13. Opið virka daga frá kl. 8-17. Síminn er 688620. Kvennaráðgjöfln Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sfmi21500, símsvari. Sjálfsh jálparhópar þeirra sem oröiö haia fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing ámiðvikudögumkl. 18-19,annarssím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum timum. Siminn er 91-28539. Biianavakt rafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspel lamál. Sfmi 21260allavirkadagakl.1-5. Lögf ræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús" krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklingaogaðstandendurþeirraá . fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið f sfma 91 22400 alla virka daga. GENGIÐ Sala Bandaríkjadollar.............. 61,31000 Sterlingspund.................. 98,56500 Kanadadollar................... 51,94200 Dönskkróna.................... 8,34720 Norskkróna..................... 8,81900 Sænskkróna................... 9,48920 Finnsktmark.................. 14,22180 Franskurfranki................ 9,59620 Belgfskurfranki................ 1,54810 Svissn. franki................... 37,44120 Holl.gyllini....................... 28,76310 V.-þýsktmark.................. 32.47350 ftölsklíra.......................... 0,04485 Austurr.sch....................... 4,61500 Portúg. escudo................ 0,38490 Spanskurpeseti............... 0,51410 Japansktyen................... 0,43505 (rsktpund........................ 86,53000 KROSSGATA ¦ -7 • 14 " ! 3 L ¦-¦ 17 Lárétt: 1 ágeng4sak- laus 6 viðkvæm 7 klöpp 9 kvenmannsnaf n 12 umhyggjusöm14 hrædd15amboð16 fuglar19eðja20glens 21 bölvi Lóðrétt:2blaut3 hreinsa 4 fyrirlíti 5 hreysi 7 meiðast 8 ver- urlOkarlmannsnfan 11illgresið13auð17 vitlausa18beita Lausnásiðustu krossgátu Lárótt:1háls4köst6 pól7masi9óska12 klökk14góa15rám16 klafil9akki20eðja2l hrella Lóðrétt:2ása3spil4 klók 5 sök 7 möglar 8 skakka10skriða11 aumkar 13 öra 17 lin 18 ter Laugardagur 21. október 1989 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.