Þjóðviljinn - 24.10.1989, Page 1

Þjóðviljinn - 24.10.1989, Page 1
Þriðjudagur 24. október 1989 178. tölublað 54. órgangur Þjóðarbókhlaðan Hagsmunum háskólans þjónað Olafur Ragnar Grímsson: Ekkert eitt hús veldur eins miklum tímamótum í húsnœðismálum háskólans. Háskólaráð segir áform um að happdrœttisfé fari til Þjóðarbókhlöðu ógna sjálfstœði háskólans Eg þarf ekki að láta neinn innan naskólans segja mér hver eru brýnustu verkefnin í húsnæðis- máium háskólans. Þau þekki ég vel af eigin raun eftir 20 ára starf við Háskóia íslands, sagði Óiafur Ragnar Grímsson, fjármólaráð- herra, vegna mótmæla háskólar- áðs Háskóla Isiands gegn því að gert er ráð fyrir því í fjárlagafr- umvarpi að 60 miiijónir af tekjum Happdrættis háskólans fari tii byggingar Þjóðarbókhlððu. Ekki hafi verið kvartað eins mikið undan neinu einu atriði innan há- skólans og skorti á viðunandi húsnæði fyrir háskólabókasafn og skorti á nútíma bóka- safnsaðstöðu og lesaðstöðu fyrir hundruð nemenda. Ólafur Ragn- ar sagði að ekkert eitt hús myndi valda eins miklum tímamótum í húsnæðismálum háskólans og Þjóðarbókhiaðan. í ályktun sem háskólaráð hefur sent frá sér er því andmælt ein- dregið að fjárveitingarvaldið hyggist ráðstafa sjálfsaflafé há- skólans. Sérstaklega er því and- mælt að 60 milljónir af tekjum happdrættisins renni til fram- kvæmda við Þjóðarbókhlöðu og 15 milljónir eigi að renna tii bóka- og tímaritakaupa háskóla- bókasafns og 12,5 milljónir eigi að fara til tækjakaupa stofnana skólans sem hafi sjálfstæðan fjár- hag. Pá er segir háskólaráð að happdrættið hafi átt ómetanlegan þátt í að tryggja sjálfstæði há- skólans. í samtali við Þjóðviljann sagði Ólafur Ragnar að vinir hans í háskólanum segðust vilja ákveða í hvað peningarnir færu. Það hefði verið ánægjulegt ef háskól- aráð hefði haft frumkvæði og víð- sýni til að skilja og ákveða að hagsmunum háskólans væri best þjónað með því að Þjóðarbók- hlaðan kæmi sem fyrst til starfa. Sér hefði skilist að háskólaráð vildi frekar setja peningana í húsnæði tannlæknadeildar, Tanngaró. „Ég spyr sjálfan mig og aðra, hvort þjónar betur húsn- æðismálum háskólans í heild, að Þjóðarbókhlöðunni verði lokið sem fyrst eða að Tanngarðinum á Landsspítalalóðinni miði eitt- hvað áfram,“ sagði Ólafur Ragn- Þegar Þjóðarbókhlaðan hefur verið tekin í gagnið munu að sögn ráðherrans losna á bilinu 1-2.000 fermetrar í núverandi húsnæði háskólans. Þjóðarbókhlaðan muni því ekki eingöngu bæta að- stöðu háskólabókasafns og nem- enda til mikilla muna, heldur líka losa um mikið af húsnæði fyrir skólann. í Þjóðarbókhlöðu verði fullkomnasta tenging við alþjóð- lega gagnabanka og rannsóknar- bókasöfn. Ólafur sagðist harma að háskólaráð skyldi kjósa að gera úr þessu deilumál og spurn- ingu um sjálfstæði háskólans. Tmðfullt í Útvaipshúsinu Mikið fjölmenni var í Útvarpshúsinu á sunnudag við upphaf barnabókavikunnar. Þar ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands landsmenn í beinni útsendingu og Svavar Gestsson menntamála- ráðherra opnaði sýningu á barnabókum í Útvarpshúsinu. Alla þessa viku munu svo skólar, bókasöfn og fjölmiðlar reyna að vekja athygli barna á bókum. Þá verðureinnig sérstakt málræktarátak ígrunnskólum (vikunni. Mynd: Jim Smart. EFTA-EB Kaflaskil í samningaviðræðum Samstarfsnefndembœttismanna EFTA/EB skilaði afsér áföstudag. Jón Baldvin: Bráðabirgðakönnun ávalkostum, en stefntað eiginlegum samningaviðrœðum á nœsta ári Samstarfsnefnd háttsettra embættismanna EB og EFTA skilaði síðastliðinn föstudag sam- eiginlegu áiiti um frekara sam- starf aðila í átt að sameiginlegu evrópsku efnahagssvæði. Nefnd- in hóf störf í aprfl síðastliðinn í kjölfar Oslóaryfírlýsingar forsæt- isráðherra EFTA-ríkjanna, þar sem kveðið var á um að stefnt skyldi að samkomulagi um „óhindraðan flutning á vöru, þjónustu og fjármagni og um atvinnu- og búseturétt fólks, með það að markmiði að koma á einu samræmdu efnahagssvæði“. Jón Baldvin Hannibaisson utanríkisráðherra, sem nú gegnir formennsku í ráðherraráði EFTA, sagði í samtali við Þjóð- viljann í gær að hinum sameigin- legu niðurstöðum samstarfs- nefndar EB og EFTA yrði nú skilað til ríkisstjórna og þjóð- þinga EFTA-ríkjanna annars vegar og framkvæmdastjórnar EB hins vegar. Þá mun EFTA- hluti nefndarinnar skila sérstakri skýrslu til óformlegs ráðherra- fundar EFTA-ríkjanna, sem haldin verður í Genf næstkomandi föstudag. Þar mun fyrsta pólitíska umræðan um niðurstöðurnar fara fram, þar sem ráðherrar munu leggja mat á niðurstöðurnar fyrir hönd sinnar ríkisstjórnar. Hér heima mun málið verða á dagskrá á ríkis- stjórnarfundi og fundi utanríkis- málanefndar um næstu helgi. Jón Baldvin sagði að framhald málsins yrði síðan væntanlega að ríkisstjórnir EFTA-ríkjanna leiti eftir formlegum samnings- umboðum frá viðkomandi þjóð- þingum fyrir fyrirhugaðan ráð- herrafund EFTA og EB í París 19. desember næstkomandi. Jón Baldvin sagði að verkefni samstarfsnefndarinnar sem nú hefði skilað af sér hefði f alist í því að greina þau vandamál er stæðu í vegi fyrir frekara samstarfi og koma með tillögur um aðgerðir. Niðurstaðan væri síðan umræð- ugrundvöllur, sem að mati nefnd- armanna dygði til þess að málið haldi áfram. Hér væri um kafla- skil í samstarfi EFTA og EB að ræða. Jón Baldvin sagði jafn- Málið hefði ekkert með sjálfstæði háskólans að gera. Sjálfstæði há- skólans snérist um menningarlegt og vísindalegt starf, sjálfstæða hugsun og þekkingarsköpun, en ekki húsnæðismál. Ekkert eitt í starfsemi háskóla er eins mikill grundvöllur að efn- islegu sjálfstæði hans í vísindum, umræðum og þekkingarsköpun og fuilkomið bókasafn eins og Þjóðarbókhlaðan, að mati Ólafs Ragnars. Hún væri þess vegna hornsteinn í sjálfstæði hans og meira en innantóm orð. -hmp framt að skýrt væri tekið fram í niðurstöðum samstarfsnefndar- innar að um bráðabirgðakönnun væri að ræða, þar sem grein væri gerð fyrir þeim valkostum er til greina koma, þar sem hvorugur aðili hefur tekið á sig neinar skuldbindingar. „Hins vegar hef- ur það legið fyrir að ef og þegar réttir aðilar hafa tekið sínar pólit- ísku ákvarðanir, þá verði stefnt að því að hefja eiginlegar samn- ingaviðræður á næsta ári. Slík ákvörðun sé í höndum ríkis- stjórna og þjóðþinga EFTA- landanna." Jón Baldvin Hannibalsson kemur heim frá Genf næstkom- andi föstudag. -ólg Ferðaskrifstofur Riftunin skiptir engu Pólaris riftir samningi um kaup Samvinnuferðal Landsýnar áferðaskrif- stofunni. Helgijóhanns- son: Þykjumst heppnir að vera lausir við að eiga samvinnu við menn með viðskiptasiðferði á svo lágu plani „Þessi riftun Pólaris á samn- ingnum við Samvinnuferðir/ Landsýn er einhliða og við ætlum ekki tinusinni að kanna hvort þetta er löglegt eða ekki. Ef við- skiptasiðferði þessara manna er ekki meira en þetta þykjumst við heppnir að vera lausir við að eiga samvinnu við þá,“ sagði Helgi Jó- hannsson framkvæmdastjóri Samvinnuferða/Landsýnar við Þjóðviljann i gær. Stjórn Pólaris tilkynnti Samvinnuferðum/Landsýn í gær að ekki yrði staðið við kaupsamn- inginn frá því fyrir helgi, en hann var undirritaður með fyrirvara um samþykki stjórna fyrirtækj- anna. Helgi segist hafa fullvissu fyrir því að gengið hafi verið frá samningi við Svavar Egilsson, stærsta eiganda Veraldar, áður en málið var tekið fyrir á stjórnarfundi Pólaris. „Þetta skiptir okkur engu máli. Við vorum stærstir á markaðin- um áður en til þessa kom, þannig að við keyrum bara áfram með okkar félögum og höldum áfram að vakta það að Flugleiðir komist ekki í einokunaraðstöðu á ferða- skrifstofumarkaðinum,“ sagði Helgi. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.