Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Loksins friður? Líbanon Kúrdar vega hermenn Fjórir tyrkneskir hermenn féllu um helgina í bardögum við kúr- dneska skæruliða í Hakkarihéraði, ekki langt norðan landamæra Tyrk- lands og íraks, að sögn tyrkneskra yfirvalda. Skærur eru sagðar halda áfram á þessum slóðum. Skæruliðar þeir sem hér um ræðir eru sagðir vera liðsmenn Kúrdneska verkamannaflokksins (PKK), sem hefur róttæka vinstristefnu. Svo hefur verið að heyra á fréttum að undan- förnu að sá flokkur hafi sig nú frammi í vaxandi mæli í tyrkneska Kúrdistan. Kontrar enn að 18 níkaragvanskir hermenn féllu og sjö særðust á laugardag í viður- eign við kontraliða í fjallahéruðunum í norðvesturhluta Níkaragva. Gerðu kontrar fyrirsát hermönnum, sem voru á leið á vörubílum til að láta bóka sig á kjörskrá. Samkvæmt friðarsáttmála Mið- Ameríkuforsta, gerðum í ágúst, á að leysa upp kontraliðið í Hondúras fyrir 8. des. n.k., en margir kontra hafa brugðist illa við því. Bendir ýmislegt til að þeir hyggist nú auka hernað gegn Níkaragvastjórn í von um að það leiði til þess að friðarsáttmálinn verði til einskis. Yfir 130 fórust i flugslysi Yfir 130 manns létu lífið á laugardag er hondúrönsk farþegaflugvél af gerðinni Boeing 727 rakst utan í hlíð er hún var í aðflugi til lendingar áflugvellinum viðTegucigalpa, höfuðborgHondúras. Erþettamanns- kæðasta flugslys í sögu þess lands. 15 komust af, þar af fjórir áhafnar- menn. Vélin var í flugi frá Kostaríku. Af þeim sem fórust voru flestir frá Níkaragva, eða um 60, en aðrir sem létu lífið voru frá Argentínu, Bandaríkjunum, Belgíu, Bólivíu, Bretlandi, Chile, Finnlandi, Frakk- landi, Hollandi, Hondúras, Kostaríku, Sovétríkjunum, Spáni, Svíþjóð og Tékkóslóvakíu. Drukku blóð«g myrtu mann Fjórar rúmlega tvítugar konur í Brisbane í Ástralíu hafa játað á sig morð á Edward Baldock, 47 ára gömlum borgarstarfsmanni, á s.l. föstudagsnótt. Tældu þær hann upp í bíl til sfn og óku með hann inn í almenningsgarð, þar sem ein manneskjan stakk Baldock 14 stungum og afhöfðaði hann næstum meðan hinar héldu honum niðri. Stúlkurn- ar drukku blóð áður en þær hófust handa við verknað þennan, sem ntun hafa átt að vera einskonar blót. Þær reyndust hafa mikinn áhuga á kirkjugörðum, því að myndir þaðan fundust í íbúð einnar þeirra og þar að auki legsteinn. Stúlkurnar hafa allar játað á sig glæpinn. Lögreglan segir þær allar vera lesbíur. Samkomulag á þingmannaráðstefnu í Taif, en Aounfordœmirþað. Ekkertfastákveðið um brottför Sýrlandshers Sýrlandsher. Gert er ráð fyrir að hann færi sig til austurhluta landsins á næstu tveimur árum eftir að umsamdar breytingar í stjórn landsins hafa verið fram- kvæmdar, og síðan skuli stjórnir Sýrlands og Líbanons í samein- ingu ákveða hvernig hersveitum þessumskuli ráðstafað. Sýrlands- stjórn afsegir fyrir sitt leyti að kalla sitt lið frá Líbanon meðan ísraelskar hersveitir séu syðst í landinu, og ólíklegt er að ísraelar kveðji á brott sitt lið þaðan með- an þeir eiga á hættu árásir frá Pal- estínumönnum og Líbanons- sjítum. Kristnir Líbanonsþingmenn krefjast skriflegs fyrirheits um að Sýrlandsher fari úr landi þeirra um síðir, en Michel Aoun, her- stjóri þeirra og stjórnarformað- ur, krefst þess að Sýrlendingar fari þegar í stað og virtist í gær ráðinn að hafa samkomulagið að engu, nema því aðeins farið yrði að kröfu hans. Walid Jumblatt, leiðtogi Drúsa, sem hart hafa barist með Sýrlendingum gegn Aoun, finnst hinsvegar að of langt hafi verið gengið til móts við kristna menn og Amalsjítar undir forustu Nabih Berri virðast sama sinnis. Reuter/-dþ. Frá stríðinu í Líbanon, sem staðið hefur í 14 ár- friðarvonir eru þessa stundina með meira móti, veikar þó. Vissar líkur eru nú á því að friður sé loksins að komast á í því stríðshrjáða landi Líbanon, harla takmarkaðar þó. Fulltrúar á Líbanonsþingi, sem undanfarn- ar þrjár vikur hafa setið á rök- stólum í Taif í Saúdi-Arabíu, samþykktu um helgina tillögu frá Arababandalaginu þess efnis, að friður skuli gerður með þeim kostum að hlutdeild múslíma í stjórn Líbanons sé aukin og Sýr- lendingar dragi úr hersetu sinni þar. Ýmislegt er þó óljóst í samn- ingi þessum, einkum viðvíkjandi A ustur-Þýskaland Óháð verkalýðsfélag stofnað Forseti alþýðusambands segirþað verða að láta afundirgefni við valdhafa Verkamenn við Wihelm Pieck- iðjuverið í Teltow, einni af út- borgum Austur-Berlínar, sendu í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að þeir væru að stofna verka- lýðsfélag óháð stjórnvöldum. Er þetta fy rsta félagið af því tagi þar- lendis. Hingað til hefur kveðið mest að menntamönnum og skólafólki í mótmælahreyfingunni í Austur- Þýskalandi, en þátttaka verka- manna í henni hefur verið tiltölu- lega lítil. Ekki er vitað hve margir starfsmanna iðjuversins standa að stofnun félagsins, en talsmað- ur þess segir að í sumum deildum hafí allir starfsmennirnir ákveðið að ganga úr verkalýðsfélögum á vegum hins opinbera. Nýja fé- lagið nefnist Umbætur. Harry Tisch, forseti hins opin- bera verkalýðssambands lands- ins, sagði um helgina að verka- Iýðsfélögin í sambandinu yrðu að gera sig óháðari gagnvart stjórn- um fyrirtækjanna og ríkisflokkn- um. Fjölmiðlar landsins, sem undanfarið hafa gerst opnari fyrir gagnrýni, hafa síðustu dagana sagt frá óánægju verkamanna með launakjör, skort á vörum í háum gæðaflokkum og úreltan tækjabúnað. Verkamenn þeir, sem standa að stofnun óháða verkalýðsfé- lagsins, krefjast verkfalls- og mótmælaréttar, frjálsra fjöl- miðla, að hömlur á ferðum er- lendis séu afnumdar og að sérr- éttindi embættismanna og flokks- gæðinga séu numin úr gildi. Eru þetta svipaðar kröfur og verka- menn í Gdansk í Póllandi lögðu fram 1980 er stofnun Samstöðu fór í hönd. í Wilhelm Pieck- iðjuverinu eru framleiddar vélar og rafeindavarningur. Tugþúsundir manna fóru á föstudag í göngu um Dresden, báru kertaljós og kröfðust um- bóta. Gangan fór að öllu leyti friðsamlega fram og lögregla hafði sig ekki í frammi. Yfir 120,000 Austur-Þjóðverjar hafa flust eða flúið til Vestur- Þýskalands það sem af er árinu, og eru þetta mestu fólksflutning- ar frá þýska austurríkinu til vest- urríkisins frá því áður en Berlín- armúr var hlaðinn. Reuter/-dþ. ranir sem sækja um leyfi til dvalar í Vestur-Þýskalandi - innflytjendastraumurinn er vatn á myllu Lýðveldis- Baden- Wurttemberg Sigur Lýöveldisflokks Orsakir: óánœgja útafatvinnuleysi, innflutningi fólks ogþó einkum Byggðarstjórnakosningar fóru á sunnudag fram í vestur- þýska fylkinu Baden-Wúrttem- berg og í gær bentu tölur til þess að hinn hægriöfgasinnaði óá- nægjuflokkur Lýðveldisflokkur- inn hefði unnið verulegan sigur á kostnað flokks kristilegra dem- ókrata, sem stjórnar þar í fylki. í Stuttgart, höfuðborg fylkisins, voru líkur á að Lýðveldisflokkur- inn fengi 9,6 af hundraði atkvæða og allt að 14 af hundraði atkvæða í sumum minni borgum. Endanleg úrslit verða ekki húsnæðisleysi kunn fyrr en seint í vikunni, vegna flókins kjörkerfis. Mikið atriði í atvinnulífi fylkisins er há- tæknilegur iðnaður, og hefur Baden-Wurttemberg á þeim vett- vangi forustu í Vestur- Þýskalandi. En óánægja er mikil og vaxandi í fylkinu út af atvinnu- og húsnæðisleysi og miklum inn- flutningi fólks, og er talið að Lýð- veldisflokkurinn hafi lyft sér á þeirri öldu. Manfred Rommel, borgarstjóri í Stuttgart og einn helstu leiðtoga kristilegra dem- ókrata í fylkinu (sonur Erwins Rommel, hershöfðingjans fræga úr heimsstyrjöldinni síðari), virð- ist telja að húsnæðisskorturinn sé aðaiorsök sigurs Lýðveldis- flokksins og hefur gagnrýnt sam- bandsstjórnina í Bonn fyrir hirðuleysi um þau mál. Kristilegir töpuðu tæplega sex af hundraði fylgis síns í Stuttgart. Jafnaðarmenn, helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn, hafa þó litla ástæðu til að hrósa happi, því að í iðnaðarborginni Mannheim, þar sem þeir hafa lengi verið sterkir, misstu þeir níu af hundraði fylgis síns. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.