Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 9
VIÐHORF framhald af síöu 5 Það þarf að gera stórátak í að skerða félagslega þjónustu. íhaldinu liggur ekkert á. Pað hefur engan áhuga á að þessi ríkisstjórn hrökkvi upp af fyrr en eftir sveitarstjórnakosningar í vor. Það veit ofurvel, að tíminn og núverandi ríkisstjórn eru þeirra bestu bandamenn í að undirbúa framkvæmd ofan- nefndra stefnumiða. Hvað ætti Alþýðubandalagið að gera? Er ekki nokkuð augljóst hvað Alþýðubandalagið ætti að gera við þessar aðstæður? Það ætti að láta steyta á stefnu sinni. Það á að segja við stöndum með launa- fólki þegar ríkisstjórnin leggur út í atlögu gegn því, hvort sem er með hardagasveitum sínum eins og í Þjóðleikhúsinu eða í efna- hagsaðgerðum til að rýra kaupmáttinn. Það ætti að lýsa yfir þeirri kröfu sinni að innan ákveðins tíma verði öllum framkvæmdum til hernaðaruppbyggingar hætt hér á landi, ella gangi það úr stjórn- inni. Það á að lýsa því yfir, að það gangi úr stjórninni nema aðför- inni að landsbyggðinni verði hætt. Það á að hefja áróðursherferð til að freista þess að koma í veg fyrir að íslandi verði troðið bak- dyramegin inn í Evrópubanda- lagið, sem margt bendir nú til að sé í bígerð þrátt fyrir alla svar- daga. Varðandi öll þessi mál á Al- þýðubandalagið mótaða stefnu, sem mundi eiga greiða leið að hjarta launafólks um allt land. Meinið er að Abl. fylgir ekki þeirri stefnu nú. Það fylgir allt annari stefnu, stefnu sem vart verður skilin frá opin berri stefnu Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum að gera þá kröfu til forystu Alþýðubandalagsins, að hún beri fram í athöfnum sína eigin stefnu, þótt hún sé andstæð núverandi stefnu ríkisstjórnar- innar. Ragnar Stefánsson er jarðskjálfta- fræðingur NÝJAR BÆKUR - NÝJAR BÆKUR N Ole Lund Kirkegaard Anton og Amaldur flytja I bæinn Anton og Arnaldur flytja í bæinn Iðunn hefúr gefið út nýja bók eftir hinn vinsæla barnabóka- höfund Ole Lund Kirkegaard. Bókin heitir Anton og Arnaldur flytja í bæinn. Sögur Ole Lund Kirkegaard eru vel kunnar þeim sem lesa ís- lenskar barnahækur og njóta stöðugt vinsælda og nægir að nefna bækurnar Fúsi Froska- gleypir, Gúmmí-Tarsan og Ottó nashyrningur en líflegur frá- sagnarstíll og einstök kímnigáfa einkenna sögur höfundarins. í nýju bókinni kynnumst við söguhetjunum Antoní og Arn- aldi. Þeir eru tvíburar og svo líkir að mamma þeirra þekkir þá ekki einu sinni í sundur. Þeir fluttu í bæinn sumar eitt þegar svo heitt var í veðri að fólk gat alls ekki sofið með nátthúfur og hænurnar verptu linsoðnum eggjum... Og það má nærri geta að það færist líf í tuskurnar þegar þeir eru í grennd. Anton og Arnaldur láta nefnilega ekki sitja við orðin tóm þegar þeir fá góða hugmynd og þá er eins gott að vara sig. Þórgunnur Skúladóttir þýddi. Hljóðbækur Námsgagnastofnun hefur á undanförnum árum látið lesa 26 námsbækur inn á hljómbönd. Hljóðbækurnar eru einkum ætl- aðar blindum og sjónskertum nemendum en nýtast ekki síður nemendum sem eru hæglæsir eða geta ekki lesið námsbækur hjálparlaust. Nú hafa Sjálfstæði íslendinga 3, eftir Gunnar Karlsson og Sam- ferða um söguna bæst við hljóð- bókalista Námsgagnastofnunar. Gunnar Karlsson og Silja Að- alsteinsdóttir lásu inn Sjálfstæði íslendinga 3 og eru nú öli bindin af Sjálfstæði íslendinga til á hljómböndum. Sigurður Hjartar- son og Valgerður Kristjónsdóttir lásu Samferða um söguna en Sig- urður er jafnframt þýðandi bók- arinnar sem Mál og menning gaf út í samvinnu við Námsgagna- stofnun árið 1987. Öllum hljóðbókum er komið fyrir í vönduðum plastmöppum. FLÓAMARKAÐURINN SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu hvítur skápur, ca. 2x2 metrar. Brúnn skápur ca. 1x1,5 metrar. Stórt gam- alt, brúnt skrifborð. Uppl. í síma 18841 eöa 83542. Tapast hefur vínrautt Iðnaðarbankaveski með skil- ríkjum. Finnandi vinsamlegast hring- ið í Björgu í síma 82345, fundarlaun. Óskast keypt Notaður hraðsuðuketill í góðu á- standi og lítið, kringlótt eða spor- öskjulagað eldhúsborð. Uppl. í síma 623211 á daginn eða 15766 á kvöld- in. Atvinna óskast Ég er ein með þriggja mánaða dóttur mína og bráðvantar vinnu, t.d. við húshjálp eða skúringar. Uppl. í síma 622278. Skódi óskast Óska eftir að kaupa notaðan Skoda, ekki eldri en árg. '84. Mætti þarfnast viðgeröar. Uppl. í síma 44465 eftir kl. 17.00 næstu daga. Til sölu Tvískiptur Husquarna ísskápur, ein- staklingsrúm með dýnu, barnaburð- arrúm, barnarimlarúm með dýnu, barnabílstóll og sófaborð. Uppl. í síma 34879. Skrifborð Skrifborð og aðrir gamlir skrifstofu- munir til sölu, ódýrt. Upplýsingar í síma 13695. Herbergi til leigu við Grettisgötu. Upplýsingar í síma 13647. Óska eftir þriggja herbergja íbúð á leigu frá ára- mótum. Guðný, sími 674847. Málara vantar vinnu helst til frambúðar hjá fyrirtæki eða stofnun. Einstök verk koma til greina. Uppl. í slma 15184. Til sölu stóra ensk-íslenska orðabókin. Á sama stað óskast ódýrar hillur, Ijós og lampar. Sími 18475. Húshjálp Tek að mér almenna húshjálp. Get bætt við mig fleiri húsum. Er vanur. Jón, sími 688701. Einstaklingsíbúð óskast eða herbergi með aðgangi að eld- húsi. Uppl. í síma 11861, eftir kl 19.00 í dag og næstu daga. ísskápur óskast Óska eftir að kaupa ódýran ísskáp, ekki hærri en 1.50 cm. Einnig óskast svalavagn. Uppl. í síma 17855. Sjóminjar Áttu sjóminjar eða veistu um minjar sem tengjast sögu sjávarútvegs á Is- landi? Sjóminjasafn íslands tekur á móti öllum slíkum munum, gömlum og nýjum til varðveislu. Hafið sam- band í síma 91-52502 ámilli kl. 14-18 alla daga. - Sjóminjasafn fslands. Til sölu nýr dömufrakki, lítið númer. Verð kr. 8.000.-. Uppl. í síma 21724 eða 26300. Lítið herbergi með aðgangi að baði til leigu í vestur- bæ. Uppl. í síma 27411. Góður svefnbekkur með rúmfataskúffu til sölu. Selst á kr. 5.000. Uppl. í síma 29878. Vörubíll Mercedes Benz 1513 vörubíll, árg. '74 til sölu. Uppl. í síma 91-35236. Til sölu tímbur smíðatimbur og byggingatimbur á frábæru verði. Uppl. í símum 671717 og 83912. Hreingerningar Við erum tvær skólastelpur og tökum að okkur að þrífa í heimahúsum. Erum vanar og vandvirkar. Uppl. í síma 36718, Sara eða 35206, Hrafn- hildur. Rafmagns- og dyrasímaþjónusta Þarftu að láta laga raflögnina eöa dyrasímann? Höfum sérhæft okkur í lagfæringum og breytingum á gömlum raflögnum. Þú færð vandaða vinnu á sanngjörnu verði. Gerum kostnaðaráætlanir eða tilboð. Krist- ján Sveinbjörnsson rafvirkja- meistari, sími 44430. Mazda Til sölu Mazda 323, árg. '79, til niður- rifs. Sími 44328. í Kolaportinu geta allir selt nánast hvað sem er. Pantið sölubása í símum 621170 (kl. 16-18) og 687063 (á kvöldin). Útveg- um afgreiðslufólk ef óskað er. Selj- endur notaðra muna fá núna sölu- bása á aðeins kr. 1.500. Kolaportið - alltaf á laugardögum. Frá Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Fyrsta vetrardag var opnuð sýning á járnmynd- um Sigurjóns ásamt gjöfum og aðföngum síð- astliðinna ára. í vetur verður safnið opið laugar- daga og sunnudaga kl. 14-17 og öll þriðjudags- kvöld kl. 20-22. LANDSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á bæklunarlækningadeild 1 12-G nú þegareða eftir samkdmulagi. Nýir hjúkrunarfræðingar fá skipulagða aðlögun með hjúkrunarleiðbein- anda sem miðast að því að starfsmaðurinn nái sem bestum tökum á hjúkruninni á deildinni. Upplýsingar gefur Anna Stefánsdóttir hjúkr- unarframkvæmdastjóri, símar 60-1366 eða 60- 1300. Umsóknir sendist Önnu Stefánsdóttur. RÍKISSPÍTALAR Reykjavík 24. október 1989 S.Í.B.S. dagurinn 1989 í dag 24. október er afmælisdagur Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga. Af því tilefni eru fyrirtæki og stofnanir sam- bandsins, Reykjalundur í Mosfellsbæ og Múla- lundur við Hátún 10 opin almenningi frá kl. 13- 16 og verður starfsemin kynnt gestum. Afmæliskaffi verður í Hótel Lind við Rauðarár- stíg í kvöld kl. 20.30. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Umbúðalausa jafnaðarstefnu! Birting - félag jafnaðar- og lýðræðissinna heldur fél- agsfund miðvikudaginn 25. október í Tæknigarði, og hefst hann klukkan 20.30. Gstur fundarins er Hörður Bergmann sem spjallar um þverstæður umbúðarþjóð- félagsins, nýja mælikvarða á framfarir og endurnýjun jafnaðarstefnu, en nýútkom- in er bók Harðar um þessi efni, „Umbúðaþjóðfélagið - uppgjör og afhjúpun - Nýr framfaraskilningur". Á fundinum verða einnig kosnir fulltrúar Birtingar á landsfund Alþýðubandalagsins um miðjan nóvember, rætt um málefnaundirbúning fyrir landsfundinn, og bollalagt um stöð- una í borgarmálum. Nýir félagar og gestir velkomnir. Stjórnln Alþýðubandalagið Selfossi Félagsfundur Áríðandi félagsfundur verður haldinn að Kirkjuvegi 7, miðvikudag- inn 25. október kl. 20.30. Dagskrá: Undirbúningur fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Fjölmennið. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn í Gaflinum, fimmtudaginn 25. október, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Kosning fulltrúa til kjördæmisráðs. Árni 4. Árni Bergmann ritstjóri ræðir um þróunina í Austurevrópu og svarar spurningum. 5. Önnur mál. Athugið breyttan fundarstað. Stjórnin Ólafur Svavar Steingrímur Nýr grundvöllur Framtíðarverkefni í íslenskum stjórnmáium Almennur borgarafundur verður haldinn með ráðherrum Alþýðu- bandalagsins í Garðabæ, Kirkjuhvoli (safnaðarheimilinu) 30. okt- óber nk. kl. 20.30. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Aðalfundur Alþýðubandalagið í uppsveitum Árnessýslu heldur aðalfund í Ar- atungu þriðjudaginn 24. október klukkan 21. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund AB. ,, 3. Önnur mál. Stjórnln.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.