Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.10.1989, Blaðsíða 11
AFMÆLI Ólafur Haukur Ámason Afengisvarnaráðunautur Þegar hollvinur minn Ólafur Haukur fyllir sjötta tug æviára sinna má ekki minna vera en hon- um sé send ein lítil kveðja með kærri þökk fyrir kynni góð, svona í tilefni tímamótanna. Hann er einn þeirra of fáu, sem ég met því meira að miklum verð- leikum, því meir sem ég fæ mann- inn að kenna. Honum hæfði að sjálfsögðu heil drápa, slíkur höfðingi stfls og kvæða sem þar fer, en hauströkkrið yfir huga mínum hindrar allar aumar til- raunir í þá átt. Þessi vaski baráttumaður bind- indis og hollra lífshátta í hverri grein er ætíð jafnferskur í boðun sinni og krydd gamansemi og góðrar stöku kann hann öðrum mönnum betur með að fara og metur ekki síður en það alvör- unnar stríða undirspil, sem ein- kennir mætan málstað hans. Hann sameinar og samtvinnar um leið það sem máli skiptir, kjarna hvers máls, en gleymir ekki gullkornum hinna smærri at- riða, sem skipta oft jafnmiklu, þegar grannt er gáð. Eg heyrði hans fyrst getið sem hins fjölhæfa og farsæla skóla- manns, sem átti vinsældir og traust nemenda og foreldra og þá man ég allt í einu að endur fyrir löngu las ég í Þjóðviljanum ræðu hans við tímamót í skólanum hans og mikið óskaði ég þess þá að mega flytja svo meitlaðan boðskap af svo mikilli færni og stílleikni, sem þar merlaði alls staðar á. Síðar hlýddi ég á mál hans, leiftrandi og vandað orðavalið sem mælt af munni fram hljómaði einnig eins og ritmál það er bezta hefur fengið hugsun og yfirlegu. Og lítil smellin saga í upphafi og við endalok hélt fólki enn bet- ur við það meginefni, sem allt snerist um. Þegar hann varð áfengisvarnaráðunautur fór ekki hjá því, að fundum okkar fjölgaði og orðræður urðu margar um það áhugamál sem við eigum æðst en ekki síður um hina fjölmörgu þætti þjóðmálanna, sem eldlegur áhugi hans beindist að. Enginn maður hefur betur sýnt mér og sannað með óyggjandi rökum og ótal tilvitnunum hver ógn okkur stafar af áfengis- auðvaldinu ekki síður en öðru auðvaldi arðránsins. En arðrán áfengisauðvaldsins er algert og endamörk þess ekki fyrr en við landamæri lífs og dauða, því ein- skis er svifist og mannleg ham- ingja og reisn, mannlífið sjálft eru sjálfsögð til fórnar á altari Bakkusar og Mammons í einni, sannri eining. Ég hefi oft dáðst að því, hve vökull og vel Ólafur Haukur er að sér um hin ýmsu mál er að áfengisbölinu lúta og væri betur að Alþingi og alþingis- menn hefðu oftar og fleiri borið gæfu til að hlíta þeirri ótvíræðu lagaskyldu að færa sér í nyt fróð- leik og ráð Afengisvarnaráðs, sem á að vera löggjafanum til æð- sta ráðuneytis í þessum við- kvæma og vandmeðfarna mála- flokki. Þar er ekki í kot vísað og rök og staðreyndir ráða ævinlega ferð, þó heit og heil sannfæring búi að baki. Hann reyndist mér hinn ráðholli liðsmaður, þegar ég var á þingi að berjast gegn vá þeirrar vímu sem áfengið skapar, hvort sem er í formi sterkra drykkja, léttvíns eða bjórs. Og því miður eru aðvörunar- orð okkar varðandi bjórinn að verða æ uggvænlegri ógnarstað- reynd til óheilla íslenzkri þjóð. Eftir að ég kom í Áfengis- varnaráð undir hans ágætu for- ystu er einkennið það ásamt elskuseminni, kímnisögunum og glettnum, glitrandi gerðum stök- um að alltaf er verið á verði, alltaf reynt að sækja fram, ef sóknar- færi gefst, því baráttuvilji bindindismannsins er í órofa- samhengi við ágæti málstaðarins. Skýrsla Áfengisvarnaráðs um hver áramót ber miklum „húmanista” og frábærum penna fagurt vitni og ætti að vera skyldulesning á Alþingi. Svo má ég nú víst ekki mæra afmælis- barnið meira, því þá verður mér aldrei að eilífu fyrirgefið. En ég treysti á að eftir ávítur nokkrar næst er við hitumst heilir verði slegið á léttari strengi gamansagna og vísnaperla þeirra, sem hann kann af ærna gnótt og sjálfur yrkir hann af leikni og ágætri íþrótt, þó ekki megi hátt fara. Ölafur Haukur á því lífsláni að fagna að eiga lífsförunaut, sem fært hefur honum drýgstan hlut þess gæfugulls, sem öðru gulli er æðra. Hann á tvö ágætisbörn og undurgóð kynnin eystra við dótt- ur hans færðu mig einhvern veg- inn enn nær þessum góða dreng, sem nú hverfur yfir á sjöunda tug æviára sinna. Okkur bindindismönnum er efst í huga heit þökk til Ólafs Hauks í dag en ekki síður óskin að enn megum við um langa tíð eiga hann að sem hinn vökula varðmann og sídjarfa sóknar- mann heilbrigðis og bindindis. Njóti hann ótalinna ævistunda á gleðibjartri tíð gæfunnar svo sem hann á svo einlæglega skilið. Með kærri kveðju og heillaósk- um. Helgi Seljan Ólafur Haukur átti afmœli í gœr, 23. okt. Amnesty International Vika bamanna írak Amnesty International telur að börn og ungt fólk sé meðal þeirra sem orðið hafa að þola kúgun af pólitískum ástæðum. Þessi aðgerð er í þágu barna sem „hurfu“ á árunum 1980-1988. Þau eru í hópi þúsunda manna sem öryggis- eða leyniþjónustu- sveitir hafa handtekið á þessu tímabili. í október 1983 lagði A.I. fyrir fraksstjórn nöfn 114 manna sem höfðu „horfið" eftir að þeir voru handteknir af öryggissveitum milli 1979 og 1982. Meðal þeirra voru fimm skólanemendur undir 18 ára aldri er þeir voru hand- teknir: Muslcn Hassan og Riyad Hass- an: í Basra í apríl-maí 1981. Nizar Najm og Samir Najm: f Basra í maí 1981. Samir ’Abbas: f Al-Thawra, Baghdad, í ágúst 1981. Ríkisstjórnin lýsti yfir að nöfn- in, sem lögð voru fram, væru „uppspuni“. Amnesty hefur í fór- um sínum vitnisburð manns úr þessum 114 manna hópi. í september/október 1985 fékk A.I. fréttir um handtöku 300 barna og unglinga. í septefliber 1987 staðfesti ríkisstjórnin að 7 þeirra hefðu verið tekin af lífi. Ekkert er vitað um örlög og að- setur hinna barnanna. Fréttir um „hvörf“ í kjölfar handtöku halda sífellt áfram að berast til A.I. ’lsmat Najam ’Abdallah, nem- andi frá Duhok, 17 ára við hand- töku í október 1986. Mustafa Ahmad Mustafa, nemandi frá Duhok, 17 ára við handtöku í febrúar 1987. Báðir handteknir af leyniþjón- ustusveitum, að því er virðist vegna gruns um tengsl við Kúr- díska lýðræðisflokkinn (KDP). Enn er ekkert vitað um hvar þeir eru niðurkomnir. 315 börn og ungmenni eru meðal 8000 Kúrda sem „hurfu“ í kjölfar handtöku í ágúst 1983. Meðal þeirra eru þessi börn: Shaikhomar Yassin Isma’il: F. 1975 í Baban, handt. í Qoshtapa. Ihsan ’Ali Shihab: F. 1974 í Barzan, handt. í Qoshtapa. Ferhad Ahya Ahya: F. 1973 í Hupa, handt. í Harir. Siyamand Salman Haji: F. 1972 í Hasnaka, handt. í Qos- htapa. Yasin Muhammad Yasin: F. 1971 í Shengel, handt. í Qos- htapa. Mala ’Ali Ibrahim: F. 1970 í Pendru, hant. í Bahark. ’Aziz Mirkhan Hamed: F. 1969 í Kanyader, handt. í Diyana. Farhad Ibrahim Bapir: F. 1968 í Kani Bout, handt. í Diyana. Mawlud Chicho Mawlud: F. 1967 í Bekhshash, handt. í Be- hark. Sabri Sazem Mahmud: F. 1967 í Bersyav, handt. í Harir. Meðal hundruða annarra sem sagðir eru „horfnir" eru karlkyns meðlimir úr arabískum Shi’i múslímafjölskyldum, sem yfir- völd segja vera af írönsku bergi brotnar (bæði fullorðnir og börn) og hafa verið fluttar nauðungar- flutningum til íran. Margir sem handteknir voru eru hafðir áfram í haldi án lagalegrar meðferðar. Fjölskyldur þeirra hafa ekkert fengið að vita um dvalarstað þeirra. Eftirfarandi eru dæmi um unga fanga úr fjölskyldum sem fluttar hafa verið nauðugar til íran: ’Abd al-Rahman Quasem Ha- tem: Námsmaður handtekinn 6. febr. 1982, 17 ára. Færður frá heimili sínu í Baghdad og vænt- anlega fluttur fyrst í Mudiriyyat al-Amn al-’Amma í sömu borg. Annars ekkert um hann vitað. Malek Baba Isfandiyar: Kur- dískur námsmaður, handtekinn 10. apríl 1983, þá 16 ára. Hand- tekinn á götu í Baghdad, annað ekki vitað. ’Abd al-Hussain ’Abd al- Hassan Sayyid Áli Gubanchi: Námsmaður handtekinn 10. júlí 1983, þá 17 ára. Færður frá heim- ili sínu í Najaf og haldið Jyrst þar. Annað ekki vitað. Vinsamlega skrifið og látið í ljósi áhyggjur Amnesty Internat- ional vegna mannréttindabrota gegn börnum Sem hafa horfið. Skrifið til: His Exellency President Saddam Hussain Ofíide of the President Presidential Palace Karadat Mariam Baghdad Republic of Iraq þlÓÐVILIINN FYRIR 50 ÁRUM Allir sósíalistar verða að koma á afmælishátíð Sósíalistaflokksins. Bæjarráð hefur ákveðið að veita Benedikt G. Waage ævilangt ókeypis aðgang að Sundhöllinni. _____________I DAG 24. október þriðjudagur. 297. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8.45 - sólarlag kl. 17.38. Viöburðir Dagur Sameinuðuþjóðanna. Sameiningarflokkur alþýðu - Só- síalistaflokkurinn stofnaður 1938. Verbréfahrunið í New York 1929. Kvennaverkfallið 1975. Sunna á afmæli. Sjómannafé- lagið Jötunnstofnaðí Vestmannaeyjum 1934. Guð- mundur Friðjónsson skáld fædd- ur 1869. Karl Ó. Runólfsson tón- skáld fæddur1900. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar-og kvöldvarsla lyfj- abúðavikuna 20.-26. okt. er I Lyfjabergi og Ingólfs Apóteki. Fy rrnef nda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apótekiðer opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 4 12 00 Seltj.nes sími 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er i Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, simaráðleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítalinn. Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöatlöts. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsími vaktlæknis 985-23221. , Keflavík: Dagvakt. Upplýsingars. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratimi 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- a spítalinn: alla daga 15-16 og 18.30-19. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT H jálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- lingaTjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræðilegum efnum. Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka dagafrá kl.8-17.Síminner 688620. Kvennaráðgjöf in Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opiö þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem oröiö hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarf ræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sim- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa veriö ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- ogfimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns-og hitaveitu:s. 27311. Rafmagnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i sima 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ Sala Bandaríkjadollar.......... 61,31000 Sterlingspund............. 98,56500 Kanadadollar............ 51,94200 Dönskkróna................. 8,34720 Norskkróna................. 8,81900 Sænsk króna................ 9,48920 Finnsktmark............... 14,22180 Franskurfranki............. 9,59620 Belgískurfranki........... 1,54810 Svissn. íranki.......... 37,44120 Holl. gyllini............. 28,76310 V.-þýskt mark............. 32.47350 Itölsklíra................ 0,04485 Austurr.sch............... 4,61500 Portúg. escudo............ 0,38490 Spánskur peseti........... 0,51410 Japansktyen................ 0,43505 Irsktpund................. 86,53000 KROSSGÁTA Lárétt: 1 kjána4léleg 6 tré 7 skurn 9 megna 12skartgripur14loga 15 tæki 16 gæfa 19 girnd20nýlega 21 sterti Lóðrétt:2gisin3 flaska4kimi5blað7 framlags8duga10 skrifaðiH veiðin13 venju17eira18pinni Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 frek4sýkn6 aum 7 sker 9 Ásta 12 natin14rög15orf16 Iómar19svað20grín 21 ragni Lóðrétt: 2 rök 3 kara 4 smái5kot7særast8 englar 10 Snorri 11 arf- inn 13tóm 17óða18 agn Þri&judagur 24. október 1989 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.