Þjóðviljinn - 25.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.10.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Borgarminjavörður Hæfnismati hafnað Kristín Á. Ólafsdóttir og Bryndís Schram sátu hjá við atkvœðagreiðslu um nýjan borgar- minjavörð í menningarmálanefnd Meirihluti menningarmála- nefndar borgarinnar vísaði frá tillögu Kristínar Á. Ólafsdótt- ur um að fram færi hæfnismat á þeim ellefu umsækjendum um stöðu borgarminjavarðar á fundi sínum sl. fímmtudag. I framhaldi af þvi mælti svo meirihlutinn með því að Margrét Hallgrímsdóttir fornleifafræðingur yrði ráðin sem borgarminjavörður, en full- trúar minnihlutans, þær Kristín og Bryndis Schram sátu hjá við afgreiðsluna. Tillaga Kristínar gerði ráð fyrir að fráfarandi borgarminjavörður annaðist hæfnismatið ásamt tveimur fulltrúum, sem Félag ís- lenskra safnamanna og Heimspekideild Háskóla íslands tilnefndi. Frávísun meirihlutans byggði frávísun sína á því að eng- in dæmi væru um slíkt hæfnismat við ráðningu forstöðumanna borgarstofnana. Þegar gengið var frá afgreiðslu á tillögu meirihlutans um að ráða Margréti Hallgrímsdóttur lét Kristín bóka að engin starfslýsing væri til fyrir borgarminjavörð né heídur ákvæði um menntun og reynslu enda væru umsækjendur af misjöfnum toga og starfs- reynsla þeirra ólík. „Embætti borgarminjavarðar tekur til margra þátta, svo sem stjórnunar, minjavörslu, menn- ingarsögu, húsfriðunar og kynn- ingar til almennings. Áður en ráðið er í þetta embætti ætti að mínu mati að fara fram faglegt mat á þeim kröfum sem gera skal til væntanlegs starfsmanns. Því lagði ég til að sérstök dómnefnd væri skipuð. Meirihlutinn hafn- aði þeirri hugmynd með þeim rökum helstum að slíkt hefði ekki verið gert áður hjá Reykjavíkur- borg. I menningarmálanefnd hef- ur ekki að mínu mati farið fram nýtileg umræða um hvaða fag- legu þættir skuli ráða við val í embættið. Ég mun því ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu um ráðn- ingu borgarminjavarðar." -Sáf Gjaldeyrir Reglur rýmkaðar Heimilað aðflytja inn vörur og vélarmeð lengri greiðslufresti erlendis Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- hcrra, kynnti í gær tvær breytingar sem gerðar hafa verið á reglum um gjaldeyrisviðskipti. Þegar fram í sækir sagði ráðherr- ann að þcssar breytingar myndu minnka þrýsting á innlendum lánamarkaði og stuðla að lækkun vöruverðs. Um er að ræða rýmk- un á gjaldeyrisreglum. Annars vegar verður breyting sem lýtur að heimildum innflytj- enda til greiðslufrests eða til að taka vörukaupalán erlendis við innflutning og hins vegar verður rýmkun á reglum um erlendar lántökur hvað varðar innflutning og innlenda framleiðslu á vélum og tækjum og búnaði til átvinnu- rekstrar og skipaviðgerða. Regl- urnar breytast frá og með fyrsta nóvember, þannig að greiðslu- frestur sem áður var 90 dagar verður 360 dagar þegar um er að ræða erlendar lántökur eða greiðslufresti án ábyrgðar pen- ingastofnana innanlands. En ef um slíkar ábyrgðir er að ræða verður greiðslufresturinn 120 dagar. Ef föst regla gildir um það í milliríkjaviðskiptum að styttri frestir gildi, sagði Jón að þessar rýmkuðu reglur giltu ekki. Greiðslufrestur með olíuvörum yrði áfram 105 dagar. Breytingin sem nú væri gerð væri framhald á rýmkun sem gerð hefði verið um síðustu áramót, þegar veitt var almenn heimild til greiðslufrests til 90 daga. Það væri athyglivert að þrátt fyrir þá breytingu hefðu vörukaupaskuldir við útlönd frekar dregist saman en hitt, eða um 12% frá því september í fyrra til september í ár. Reglur um lántöku- og leigu- samninga vegna innflutnings inn- lendrar framleiðslu og eignar- leigu á vélunt, tækjum og búnaði til atvinnurekstrar og skipavið- gerða, eru rýmkaðar þannig að sögn Jóns, að nú verður hægt að taka stærri hluta kostnaðarins að láni erlendis. Þar sem áður hefði verið heimilt að taka 60% að láni verði nú heimilt að taka allt að 80%, ef ekki er um ábyrgðir inn- anlands að ræða. -hmp Gengissig Tilhæfulaus Moggafrétt Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson, vísar því á bug að samkomulag hafi verið gert við fulltrúa útflutningsgreina um 6% gengissig fram til 1. des- ember, eins skýrt hefði verið frá í Morgunblaðinu á sunnudag. Seðlabankinn hefði einungis heimild til ákvcðinnar gengisað- lögunar. „Þessi frétt Morgunblaðisins er fullkomlega tilhæfulaus. Það hef- ur ekkert slíkt samkomulag verið gert og engar þær umræður farið fram sem Morgunblaðið vísar til í frétt sinni,“ sagði Ólafur Ragnar. Það eina sem ákveðið hefði verið í gengismálum væri að Seðla- bankinn hefði heimild til 2,25% aðlögunar á genginu til samræmis við sveiflur á erlendum mörkuð- um. Að öðru leyti tækju gengis- breytingar mið af verðbreyting- um á íslenskum afurðum erlendis og síðan því að greiðslur úr verð- jöfnunarsjóði muni ljúka um næstu áramót. Atvinnuvegirnir hafa ekki leitað sérstaklega til ríkisstjórnar að undanförnu um að gengið verði fellt. „Hins vegar er það ekkert leyndarmál að forsvars- menn atvinnuveganna hafa í mörg ár sagt að það þyrfti meiri gengisbreytingu," sagði Ólafur Ragnar. Ráðherrar hefðu ekki hitt forráðamenn atvinnulífsins til að ræða þessi mál mánuðum saman. -hmp Ljósmynd: Siguröur Mar. Kerfisflakk með böm Fjöldi samþykkta og ályktana um hvar yfirstjórn dagvista- mála á að eiga heima, í mennta- málaráðuneyti eða félagsmála- ráðuneyti, hefur að undanförnu borist ráðuneytum og fjölmiðl- um. Átök hafa verið um málið og enn ekki sýnt um úrslit. Lyktir deilunnar gætu haft afdrifaríkar afleiðingar á það sem fram fer á dagvistarstofnunum, bæði við uppeldi barnanna og starfssvið fóstra. Deilan tengist nýju frum- varpi um félagsmálaþjónustu sveitarfélaga sem verið hefur í smíðum hjá nefnd á vegum félags- málaráðuneytisins. Þar er lagt til, þvert á vilja t.d. Fóstrufélags ís- lands og Kvenréttindafélags Is- lands að yfirstjórn dagvista verði í félagsmálaráðuneytinu. Ljóst er að slík tillaga mætir grjótharðri andstöðu úr menntamálaráðu- neyti með Svavar Gestsson í broddi fylkingar. Stettamotmæli og stuðningur Sérsamþykkt frá VMSÍ-þingi fyrr í mánuöinum um dagvist- armál og „ófremdarástand" í forskóladeildum grunnskólanna tengir greinilega dagvistir við uppeldismál. Þessi mál hafa verið mjög til umræðu innan BSRB og segir Ögmundur Jónasson for- maður BSRB að þar standi,, kraf- an um átak í dagvistarmálum upp úr“, það þurfi „þjóðfund laun- þegasamtakanna um uppeldis- mál til að færa grunnskólakerfið að raunveruleikanum". Hann segir það sína persónulegu skoðun „að vaxandi samvinna dagvistastofnana við grunn- skólana gefi tilefni til áframhald- andi tengingar dagvista við menntamálaráðuneytið. Innan BSRB hefur umræðan fyrsts og fremst tengst vilja fólks til hagsmunabóta fyrir börn annar- svegar og síðan beint sem kjara- mál félagsmanna sem líta fyrst og fremst á dagvistastofnanir sem uppeldisstofnanir en ekki geymslustaði," sagði Ögmundur. Fóstrufélag fslands hélt fulltrú- aráðsfund um helgina sem leið þar sem ákveðið var að efna til harðra mótmæla við félagsmála- frumvarpið. Selma Dóra Þor- steinsdóttir formaður Fóstru- félagsins segir tilraunina til að flytja yfirstjórn dagvista úr menntamálaráðuneytinu vera „eina alvarlegustu aðför að for- skólabörnun sem gerð hefur ver- ið“. Hún segir að „fóstrur hafi þróað dagvistakerfið frá upphafi en nú hafi ekkert samráð verið haft við þær þegar til standi í BRENNIDEPLI grundvallarbreyting á yfirstjórn- inni“. Selma segir að fóstrur muni styðja Svavar Gestsson menntamálaráðherra til að halda dagvistarmálum í sínu ráðuneyti og að um það sé full samstaða. Hún segir ennfremur að ef fóst- rur eigi í framtíðinni að verða fé- lagslegir þjónustuaðilar verði þær að ganga í gegnum endur- menntun og slíkt sé fáránlegt. Ný sýn á félagsþjónustu Aðalröksemdin fyrir því að yf- irstjórn dagvista flytjist nú í fé- lagsmálaráðuneytið er sú að taka beri upp samræmda stjórn í vel- ferðarþjónustunni innan hvers sveitafélags með „einn hatt yfir því skipulagi": félagsmálaráðu- neytið. Bragi Guðbrandsson fé- lagsmálastjóri Kópavogs sem tók þátt í samningu frumvarpsins um félagsþjónustu sveitarfélaga segir að við undirbúning frumvarpsins hafi verið haft samband við Menntamálaráðuneytið og óskað umsagnar þess um hugmyndir frumvarpsnefndarinnar. Þetta hafi verið gert í ágúst 1988 en ekki hafi borist nein umsögn enn. Bragi segir að sér sé „ekki kunnugt um nokkurt land sem hafi dagvistarmál undir yfirstjórn menntamála og hér sé um að ræða að skapa nýja sýn á velferð- Þetta er ein alvar- legasta aðför að forskólabörnum sem gerð hefur verið, segir Selma Dóra Þorsteins- dóttir formaður Fóstrufélagsins arþjónustu, - þar sem félags- málaþjónusta innan hvers sveitarfélags verði samræmd, að hún nái betur til venjulegra fjöl- skyldna og heimila, að hún af- markist ekki við hóp fólks sem á undir högg að sækja og að hún þurfi ekki að stjórnast af mörgum ólíkum ráðuneytum einsog raun- in sé á nú. Miðstýring - valddreifing Það er ljóst að á vinstri væng stjórnmálanna er nú tekist á um áherslumun á valddreifingu ann- arsvegar og þverpólitísk fagsjón- armið á milli m.a. uppeldis- menntaðra , og félagsfræðinga hinsvegar. Úr menntamálaráðu- neyti heyrast hugmyndir um „menntamálaráðuneytið út á land“ og ráðherrann Svavar Gestsson vill einnig auka ákvörð- unarvald skólanefnda allsstaðar, en þær fengju væntanlega aukin áhrif í dagvistarmálum ef frekari tenging yrði á dagvistunarmálum við starf grunnskólanna. Hug- myndin um flutning dagvistunar- mála yfir í félagsmálaráðuneytið er einnig gagnrýnd fyrir að fela í sér aukna miðstýringu. Mótrökin eru svo þau að félagsmálanefndir heima í héraði gætu með aukinni samræmingu komið meira viti á skipulag félagsþjónustunnar. Svavar Gestsson segist ekki trúa því, að félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir ætli að koma í veg fyrir að sú vinna að lögum um leikskóla sem nú eigi sér stað í menntamálaráðuneyt- inu skili ekki árangri, það hafi verið sameiginleg ákvörðun í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar. Jóhanna bendir hinsvegar á það að undirbúningur að frum- varpi um félagsmálaþjónustu sveitarfélaga þar sem gert hafi verið ráð fyrir dagvistunarmálum undir yfirstjórn félagsmála hafi staðið síðan Magnús H. Magnús- son var félagsmálaráðherra eða í tæp 20 ár. Svavar Gestsson hafi á þessu tímabili sjálfur setið sem félagsmálaráðherra og unnið að málinu. Þá segist Jóhanna ekki geta séð hversvegna fóstrur geti ekki sinnt uppeldisstörfum á dag- heimilum þó yfirstjórnin sé í fé - lagsmálaráðuneytinu, enda sé gert ráð fyrir sérlögum sem m.a. lúti að uppeldisþættinum. Gert er ráð fyrir að forskólafr- umvarp verði tilbúið úr mennta- málaráðuneytinu eftir 2-3 vikur. Svavar Gestsson segir að „í því þjóðarátaki sem ríkisstjórnin ætli sér að gera í dagvistarmálum verði haft samráð við sveitafé- lögin, verkalýðshreyfingu og skólana. Það skipti því miklu máli að flana ekki að neinu þar sem hér sé um allra stærsta menntamálið að ræða, nú sé einnig verið að endurskoða stjórnarráðslög sem geri ráð fyrir að öll uppeldismál falli undir menntamál." Hann segir að verði bæði frumvörpin að lögum geti svo farið að sum sveitarfélög verði með dagvistir undir félags- málaráðuneyti en önnur mennta- málaráðuneyti. „Slíkt er fárán- legt,“ sagði Svavar í samtali við Þjóðviljann. fmg Mlðvikudagur 25. október 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.