Þjóðviljinn - 25.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.10.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRÉTTIR Austur-Þýskaland til þessa 300.000 íLeipzig, 40.000 íSchwerin, 10.000 í Halle Hátt á fjórða hundrað þúsund manns safnaðist á mánudags- kvöld saman í kröfugöngur og mótmælafundi í borgum Austur- Þýskalands og kröfðust frjálsra kosninga, ferðafreisis og annarra breytinga í frjálsræðisátt. Einnig var látin í Ijós óánægja með að almenningur hafði ekki verið spurður álits er Egon Krenz var hafinn til æðstu valda. Eru þetta langfjölmennustu kröfu- og mót- mælaaðgerðirnar hingað til þar- lendis, frá því að andófsalda tók að rísa gegn stjórnvöldum. Þrátt fyrir gífurlegt fjölmenni fór allt friðsamlega fram og lög- regla skipti sér ekki af göngunum og fundunum. Langmest var þátttakan sem fyrr í Leipzig, þar sem andófshreyfingin virðist hafa mest fylgi, og að sögn talsmanna lúthersku kirkjunnar tóku um 300.000 manns þar þátt í aðgerð- unum. Austurþýska sjónvarpið segir um 40.000 manns hafa mætt á fundi í Schwerin í norðurhluta landsins. Er það nýlunda, þar eð lítið hefur verið um kröfu- og mótmælafundi hingað til norðan Berlínar. Um 10.000 voru á fundi í Halle, álíka margir í Magdeburg og þúsundir í Austur-Berlín og Dresden. Atburðir þessir benda ekki til þess að almenningur sé ánægðari en áður, þótt Honecker sé farinn frá. Margir virðast gramir yfir því að Krenz skuli vera látinn taka við öllum embættum fyrirrennara síns, sem auk þess að vera flokks- leiðtogi var forseti og æðsti mað- ur um varnarmál. Reuter/-dþ. Fjöldafundur innar mest. Leipzig 16. þ.m.-í þessari annarri mestu borg Austur-Þýskalandserfylgi andófshreyfingar- Eþíópía Stórsókn uppreisnaimanna ppreisnarmenn i Norður- Eþíópíu segjast hafa í s.I. viku fellt hundruð manna af eþíópska stjórnarhernum og tekið um 3800 til fanga í bardögum á svæðinu milli smáborganna Weldiya og Dese, vestanvert í fylkinu Wollo (Welo). Er síðarnefnda borgin höfuðstaður fylkisins. A ustur-Þýskaland Mótatkvæði greidd á þingi Annað eins hefur þar aldrei áðurskeð: 26 greiddu atkvœði móti útnefningu Krenz í forsetaembætti pon Krenz, aðalritari Sósíal- íska einingarflokksins, ríkis- Færri fórust en óttast var Vitað er með vissu að 62 menn fórust í jarðskjálftanum í Kalif- orníu fyrir viku en 79 er saknað. Manntjónið er eigi að síður miklu minna en fyrst var óttast, er talið var að yfir 270 manns hefðu far- ist. Munar hér mest um að miklu færri bílar voru á þeim kafla tveggja hæða hraðbrautarinnar sem hrundi saman en talið var í fyrstu. flokks Austur-Þýskalands, var í gær kjörinn forseti landsins og formaður Þjóðvarnarráðs þess, en það þýðir að hann verður æðsti maður um varnarmál. Var það austurþýska þingið, Volks- kammer, sem kaus Krenz í emb- ætti þessi, eins og stjórnarskrá gerir ráð fyrir. En nú gerðist sá áður óheyrði atburður í sögu þessa ríkis að 26 þingmenn af 500 alls greiddu at- kvæði gegn útnefningu Krenz í forsetaembætti og jafnmargir sátu hjá. Nokkurt fát kom á Horst Sindermann, þingforseta, og starfsmenn þingsins við þessa uppreisn á þingbekkjum og vafð- Norðausturhluti landsins að mestu á þeirra valdi Þetta átti sér stað á undanhaldi stjórnarhersins frá Weldiya, sem nú er á valdi uppreisnarmanna, er virðast eiga skammt ófarið til Dese, sem er um 250 km norð- austur af Addis Ababa, höfuð- borg Eþíópíu. Ef uppreisnar- menn segja satt hér frá, sem líkur benda til að þeir geri, er hér um að ræða harla alvarleg tíðindi fyrir Eþíópíustjórn Mengistus Haile Mariam, er stjórnað hefur landinu járnhendi frá því um miðjan s.l. áratug. Uppreisnar- menn hafa frá því í ágústlok verið í sókn í suðvestur og suður frá fylkinu Tígre, sem þá þegar var að mestu á þeirra valdi, og munu nú hafa unnið mikinn hluta fylkj- anna Gondar og Wollo. Þýðir þetta að norðausturhluti hinnar eiginlegu Eþíópíu (Eritrea ekki meðtalin) er að mestu á þeirra valdi. Þessir sigursælu uppreisnar- menn berjast undir merkjum Al- þýðufrelsisfylkingar Tígre og Al- þýðulýðræðishreyfingar Eþíóp- íu, er ruglað hafa reitum í banda- lagi sem nefnist Alþýðubylting- arlýðræðisfylking Eþíópíu. For- ustumenn fylkingar þessarar segja markmið hennar vera að steypa af stóli stjórn Mengistus eða að minnsta kosti knýja hann til „þýðingarfullra" friðarvið- ræðna. Mengistu líst greinilega ekki á blikuna, því að í fyrradag hóaði ist fyrst í stað fyrir þeim að telja mótatkvæðin. Þau munu greitt hafa sumir þingmanna frjálsdem- ókrata og kristilegra demókrata, smáflokka sem hingað til hafa verið þægir bandamenn ríkis- flokksins, boðið fram á lista með honum og fengið fyrirfram ák- veðinn kvóta þingsæta að launum. En nú eru flokkar þessir farnir að sýna af sér visst sjálf- stæði, líkt og hliðstæðir flokkar í Póllandi áður. Átta þingmenn greiddu at- kvæði móti útnefningu Krenz í embætti formanns Þjóðvarnar- ráðs. Reuter/-dþ. hann hálfri miljón þegna sinna saman á útifund í Addis Ababa og kvað eþíópsku alþýðuna nú verða að taka á sig rögg til að „tortíma óvininum". Talsmaður uppreisnarmanna segir stjórnar- herinn hafa kallað lið mikið til Dese frá Eritreu og Harar. Eftir fréttum þessum að dæma hafa uppreisnarmenn með téðri sókn einangrað þann her Eþíópí- ustjórnar, sem situr í stöðvum í Eritreu, svo að við hann eru nú vart aðrar samgöngur en í lofti. Þar hefur verið tiltölulega friðsamlegt undanfarið, en frið- arviðræður stóðu yfir í s.l. mán- uði milli Eþíópíustjórnar og Al- þýðufrelsisfylkingar Eritreu í Atlanta í Bandaríkjunum, að til- hlutan Carters fyrrum Bandaríkj- aforseta. Til stendur að þær við- ræður verði teknar upp að nýju í Nairobi 18. n.m. Reuter/-dþ. Mannskæð sprenging 23 manna er saknað eftir sprengingu, sem varð í olíuefna- iðjuveri í eigu olíufyrirtækisins Phillips skammt frá Houston í Texas sfðdegis á mánudag. Óttast er að menn þessir flestir hafi far- ist, og eitt lík hefur fundist. 124 brenndust og slösuðust, þar af sex lífshættulega. Fjölmennustu kröfufundir Sovétríkjaþing Samþykkt að fella niður flokkskvóta ðstaráð (þing) Sovétríkj- anna samþykkti í gær með 254 atkvæðum gegn 85 að fasta- þingsæti kommúnistaflokks landsins og annarra samtaka, sem flest eru honum tengd, á þjóðfulltrúaþinginu, skuli af þeim tekin. Samkvæmt núgild- andi reglum er þriðjungur sæta á þjóðfulltrúaþinginu frátekinn fyrir kommúnistaflokkinn og um- getin samtök. Margir þingmenn, sem tóku til máls fyrir atkvæðagreiðsluna, kváðu regluna um fráteknu þing- sætin ólýðræðislega og gerðu þau að verkum að vissir kjósendur réðu yfir fleiri atkvæðum en einu. Er niðurstaða þessi að óvilja stjórnarinnar. Samþykkt þessari verður bætt inn í stjórnarskrána, þó því aðeins að sameinað þing, þ.e. bæði æðsta ráðið og þjóð- fulltrúaþingið ljái henni sam- þykki sitt. Æðsta ráðið samþykkti einnig í gær stjórnarskrárviðbót, sem fel- ur í sér að sovétlýðveldin 15 skuli sjálf ákveða hvernig þau kjósi í sín eigin æðsturáð. Þetta opnar fyrir þeim möguleika að forsetar lýðveldanna verði kosnir í beinum kosningum, en Gorbat- sjov Sovétríkjaforseti varaði við því í fyrradag og kvað hættu á að með því móti söfnuðust of mikil völd í hendur of fárra. Reuter/-dþ. Gorbatsjov - æðstaráðið fer ekki að öllum ábendingum hans. Baker lofar Gorbatsjov James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lofaði í gær í ræðu umbótastefnu Gorbat- sjovs Sovétríkjaforseta og kvað hana hafa átt þátt í að skapa ein- stök skilyrði fyrir því að risaveld- in þyrftu ekki að óttast hvort ann- að í framtíðinni. Þessi ræða Bakers er tekin sem merki þess, að Bandaríkjastjórn Bush hafi nú ákveðið að auðsýna Sovétríkja- stjórn Gorbatsjovs meiri vin- semd og traust en hingað til. Eyðnin herjar írland Eyðni breiðist hraðar út í ír- landi en í nokkru öðru Evrópu- bandalagslandi, að sögn þarlends stjórnartalsmanns. Tala eyðni- sjúklinga þar tvöfaldast á hverj- um níu mánuðum, en á hverjum tveimur árum í Bretlandi. 52 manneskjur hafa til þessa látist úr eyðni í írlandi og áminnstur tals- maður kvaðst óttast að útbreiðsla sjúkdómsins yrði á næstunni miklu hraðari þar en hingað til. Mest kvíðaefni í þessu sambandi eru sprautudópistar í Dublin, en þeim fer fjölgandi. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.