Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 26. október 1989 180. tölublað 54. árgangur Norðurlönd Matur dýrastur i Reykjavík Landbúnaðarvörur lang dýrastar á Islandi en aðrar innlendar og innfluttar matvörur standast samanburð. Verð á matvælum er almennt m.jöfí hátt í Reykjavík saman- borið við aðrar höfuðborgir Norðurlanda auk Lundúna. Verð á landbúnaðarvörum er talsvert hærra hérlendis og hafa mjólkur- vörur, kjúklingar, egg og svína- kótilettur þar mest að segja. Að öðru leyti er söluverð á inn- lendum og innfluttum matvörum ekki óhagstætt í Reykjavík. Þá er álagning verslana að jafnaði lægri en í hinum borgunum en söluskattur vitaskuld hærri. Þetta eru helstu niðurstöður verðkönnunar Verðlagsstofnun- ar sem gerð var í sumar. Kannað var verð á 28 algengum mat- vörum í Reykjavík, Þórshöfn, Kaupmannahöfn, Osló, Stokk- hólmi, Helsinki og London. Að- eins var kannað verð í fáeinum verslunum og ekki tillit til ýmissa tilboða sem gjarnan eru í boði í stórmörkuðum. Almennt var verð hæst í Reykjavík, Helsinki eða Ósló en lægst í Þórshöfn eða London. í ljós kom að verð á mjólkur- vörum er talsvert hærra hér á landi en í hinum löndunum og munar mestu á rjóma, smjöri og osti með þeirri undantekningu að smjör var dýrara í Helsinki. Mjólk og jógúrt var einnig tals- vert dýrara hér á landi. Reykja- vík stóðst samanburð á lamba- kjöti og nautahakki en hafði lang hæsta verðið á svínakótilettum, kjúklingum og eggjum. Lamba- kjöt var þó miklu lægra í Þórs- höfn og Kaupmannahöfn og var íslenskt lambalæri í Þórshöfn um helmingi ódýrara en niðurgreitt lambalæri í Reykjavík. Verð á fiski var eðlilega mjög hagstætt í Reykjavík og var að- eins Þórshöfn með lægra verð á ýsu- og rauðsprettuflökum, en þess ber að gæta að fiskflök voru fryst í öðrum borgum en Reykja- vík. Brauð var í dýrara lagi í Reykjavík og hreinn appelsínu- safi, kóla drykkur og pilsner voru hvergi dýrari en í Reykjavík. Kaffi var hinsvegar ódýrast í Reykjavík og borðsmjörlíki og mjólkursúkkulaði um meðaltal. Kannaðar voru sex innfluttar vörutegundir og var verð í Reykjavík í meðallagi. Hér var verð hæst á gulrótum og ban- VöruverðalmenntlœgstíÞórshöfnenhœstíReykjavík. , öðrum löndum Aðrar önum,ímeðallagiáeplumenlágt ýmsu skýringum á mismunandi Lambakjöt er mest greitt niður lendar framleiðsluvörur höfðu verð var á hveiti, kornflögum og vöruverði á milli landa. Mjólkur- hér á landi en heildsöluverð á vörugjöld á víxl en aðflutnings- strásykri. yörur eru mest greiddar niður á kjúklingum og eggjum er rúm- gjöld á innfluttum vörum voru yf- í skýrslu Verðlagsstofnunar er Islandi og í Finnlandi en samt er lega fimmfalt hærra hér á landi, irleitt mest á íslandi. einnig gerð grein fyrir hinum verðið hæst í þessum löndum. en í Færeyjum og miklu dýrara en -þóm Krakkarnir fjölmenntu í Barnabókabúð Máls og mennlngar Laugavegl 18 í gær til þess að fylgjast með finnska teiknaranum Virpi Pekkala teikna Karólínu, sem er söguhetja í tveimur bókum sem Mál og menning hafa nýlega gefið út. Alla þessa viku er ýmislegt skemmtilegt um að vera í Barnabókabúðinni. í fyrramál- ið kemur Herdís Egilsdóttir og segir frá Pappírs-Pésa, á föstudagsmorgun mun Steinunn Jóhannesdóttir kynna bók sína Mamma fer á þing. Rúsínan í pylsu- endanum er svo á laugardag en þá mun Einar Áskell verða á Skólavörðuholti kl. eitt eftir hádegi og vonast hann til þess að krakkarnir hjálpi honum niður í Barnabókabúðina á kassabílnum sínum, en þar mun hann kynna nýju bókina um sig, Bittu slaufur, Einar Áskell. Mynd: Jim Smart. Herinn „Kamival" í stnöstolum Herinn söðlar um meðþvíað bjóða Islendingum áfjölskylduhátíð í stríðstólum sínum. Hjörleifur Guttormsson: Algerlega íandstöðu við þœr samskiptareglur sem eiga aðgilda. „Mér finnst auðvitað alveg óviðeigandi að herinn söðli um á þennan hátt og er það í andstöðu við þær samskiptareglur sem gilt hafa milli okkar hingað til," sagði Hjörleifur Guttormsson um svo- kallað „karnival" sem herinn heldur öllum fjölskyldum sínum og íslenskum almenningi. Að sögn Friðþórs Eydals upp- lýsingafulltrúa hersins í Keflavík hefur þessi fjölskylduhátíð verið haldin tvisvar á ári um nokkurt skeið en talsvert fleiri íslendingar tóku þátt í henni nú fyrir skömmu en venjulega. Þetta var í fyrsta sinn sem húllumhæið var auglýst Sjávarfang Hagnaður en óvissa um framtíðina Frystihúsin eru í dag sam- kvæmt áætlun Þjóðhagsstofnun- ar rekin með 2% hagnaði og er þá miðað við rekstrarskilyrði í októ- bermánuði. Þetta er mun betri af- koma sé miðað við það sem af er ársins. Ástæður rekstrarbótanna eru fyrst og fremst meira gengissig en gert var ráð fyrir og örlítil hækk- un á frystum afurðum á frystri þorskblokk fyrst og fremst á Bandaríkjamarkaði, en örlítil verðhækkun hefur einnig gert vart við sig á frystum afurðum á Evrópumarkaði. 3% halli á saltfiskverkun stafar að því er heimildamenn Þjóðviljans segja af minni verðhækkunum erlendis á saltfiski en hjá frystingunni Hagnaður af togaraútgerðinni er 4% á ísfisktogara og 7% á frystitogara. Hinn mikli halli á bátaútgerðinni stafar af meiri launakostnaði í bátaútgerð mið- að við togarana fyrst og fremst segir Sigurður Einarsson útgerð- armaður í Vestmannaeyjum. Innan fiskvinnslunnar má bú- ast við samtals 4% aukningu á útgjöldum á næstunni. Þar koma til um 1% hækkun kostnaðar, að- allega launakostnaður auk þess að verðbætur á útfluttar fiskaf- urðir falla niður um áramót. Sé gert ráð fyrir stöðugleika innan- lands í útgjöldum til aðfanga þarf fiskvinnslan að ná 4% hækkun á afurðaverði á erlendum mörk- uðum í staðinn. Forsvarsmenn fiskvinnslunnar eru nokkuð bjartsýnir á markaðshorfur er- lendis og fullyrða að þar megi a.m.k reikna með stöðugleika ef ekki áframhaldandi verðhækk- unum. fmg utan vallarins og því hefur herinn breytt talsvert um stefnu í sam- skiptum sínum við íslenskan al- menning. „Hér áður fyrr var boðið upp á svokallað opið hús þar sem starf- semi hersins var kynnt en síðustu ár hefur verið haldið „karnival" 4. júlí og einhvern tíma að hausti. Hingað til hafa engar kvartanir borist og menn ekki séð neitt at- hugavert við þetta. íslenskir gest- ir eru aðallega frá Suðurnesjum enda aðeins auglýst í blöðum héðan," sagði Friðþór ennfrem- ur. Meðal þeirra „skemmtana" sem eru í boði hersins má nefna að ýmis tól og tæki mynda eins- konar tívolí í stóru herflugskýli. Gestir fengu að skoða ýmis stríðstól, flugvélar og þyrlur, og krakkarnir fengu að leika sér í brynvörðum herbílum svo dæmi séu tekin. -þóm WMJKL <« n I I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.