Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 3
FRÉTTIR r Útflutningsverðmœti Al og þorskur Útreikningar byggðir á samdrætti í þorskafla upp úrsjó, samdráttarhorfum til ‘94 oghag- vaxtaraukningu af álframleiðslu á sama tíma Jöfn útflutningsverðmæti af þorskafurðasölu og álfram- leiðslu miðað við tonn af hvoru um sig var boðskapur iðnaðar- ráðherra Jóns Sigurðssonar þeg- ar hann kynnti áform um stækk- un álversins. Samanburðurinn hefur vakið athygli og leita menn þeirra forsendna sem liggja að baki. Hagfræðingar segjast geta nálgast þessa niðurstöðu með tvennskonar reikningsaðferðum sem báðar sýni svipaða niður- stöðu. Þá er miðað við hærra raf- orkuverð til nýrrar stóriðju en Vöruskipti Hagstæð um 1,7 miljarða Vöruskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 1.780 miljónir króna í ágúst en var óhagstæður um 100 miljónir á sama gengi í ágúst í fyrra. í ágúst voru fluttar út vörur fyrir röska 7,5 miljarða en fyrir röskar 5,7 inn. Fyrstu átta mánuði ársins hefur vöruskiptajöfnuðurinn verið hagstæður um 6,5 miljarða króna en á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 0,8 miljarða á sama gengi. Sjávarafurðir voru um 72% af verðmæti vöruútflutningsins eða um 6% meira en í fyrra. Útflutn- ingur á áli var 18% meiri og á kísiljárni 42% meiri en á sama tíma í fyrra. -Sáf þeirrar gömlu og þá er ekki reiknað með aukningu í útflutn- ingstekjum vegna aukinnar fullnýtingar sjávarafla. Útreikningar iðnaðarráðherra byggjast á m.a. verðmætasköpun afurðaframleiðslu þegar helm- ingur af þorsktonni upp úr sjó hefur verið dreginn frá vegna tak- markaðrar nýtingar. Stuðst er við sömu stærðir um horfur í efna- hagsmálum þjóðarinnar næstu 4 árin og gert er í endurskoðaðri þjóðhagsspá frá Þjóðhagsstofnun frá 11. október s.l. í þeirri spá er reiknað með minni samdrætti næsta ár í gjaldeyristekjum af út- flutningi fiskafurða en verið hef- ur undanfarin tvö ár. Þess má geta að í erindi sem Jóhann Ant- onsson viðskiptafræðingur hélt á VMSÍ-þingi nýlega gat hann sér þess til að auka mætti hagvöxt á næstu árum af sjávarútvegi og fiskvinnslu um í kringum 5% með fullnýtingu sjávarafla og breytt- um vinnubrögðum í markaðsöfl- un erlendis. Birgir Árnason aðstoðarmað- ur iðnaðarráðherra sagði í sam- tali við Þjóðviljann að reiknað væri með að ef framkvæmdir hefjast við stækkun álvers á næsta ári megi reikna með um 1% hag- vexti á því ári vegna bygginga- framkvæmda. Hagvöxtur færi síðan vaxandi um 1% á ári og þegar álframleiðslan yrði komin á fullt eftir 4 ár væri hagvöxtur vegna hennar um 4% og héldist árlega upp frá því. Þessir útreikn- ingar úr iðnaðarráðuneytinu miðast við nettó-gjaldeyrisöflun, þ.e. þegar aðföng til álframl- eiðslunnar og sjávarútvegsins hafa verið dregin frá. fmg Bœkur Mamma fer Norðurlandaráð hefur sent frá sér barna- og unglingabókina Mamma fer á þing, eftir Steinunni Jóhannesdóttur. Bókin er liður í kynningarstarfl ráðsins fyrir unga lesendur og mun koma út á öllum Norðurlöndum. Hún er skrifuð frá sjónarhóli ellefu ára stúlku og lýsir þeim breytingum sem verða á fjölskyldulífinu þeg- ar móðir hennar gerist skyndUega þingmaður. í formála bókarinnar segir Bitte Bagerstam ma. að þótt krakkar pæli ekki mikið í stjórnmálum og hafi margt annað að hugsa snerti pólitík þau ekki síður en fullorðna. „Ég var pínu- lítið hikandi fyrst þegar mér var boðið að skrifa þessa bók og hélt að stjórnmálamenn vildu mig gefa þeirra mynd af pólitík. Eftir að ég tók að mér verkefnið kynnti ég mér störf þingmanna og þær leikreglur sem gilda á þeim vett- vangi og kom margt mér á óvart þótt ekki hefði ég farið varhluta af störfum stjórnmálamanna," sagði Steinunn Jóhannesdóttir höfundur bókarinnar. „Bókin er síðan skrifuð út frá sjónarhóli barnsins sem upplifir allt ferlið með móður sinni: fyrst tekur það þátt í sigrinum á kosn- inganótt, síðan tekur erill starfs- ins við og það kynnist einnig óþægindum frægðarinnar. En ég reyndi umfram allt að skrifa bók- ina án þess að það bitnaði á skemmtanagildi hennar. Sögunni lýkur með að mamman fellur í kosningum og þá byrjar baráttan fyrir alvöru. Stelpan skilur ekki af hverju hún er felld því henni Steinunn Jóhannesdóttir höfund- ur Mamma fer á þing. Mynd: Kristinn. finnst mamma hafa staðið sig svo vel. Ég held að endirinn sé ekki svartsýnn heldur afskaplega raunsær því þingmenn eiga alltaf á hættu að vera felldir,“ sagði Steinunn. Hún sagðist ennfremur vonast eftir að bókin ýtti undir jafnréttishugsun barna. Hún hefði farið og kynnt bókina í skólum og finnst börnum hlutfall karla og kvenna á þingi greinilega óeðlilegt. Steinunn sagðist hafa hitt nokkrar þingkonur og fengið góð viðbrögð frá þeim, enda eru þingmenn yfirleitt venjulegt fjöl- skyldufólk einsog í bókinni. Mamma fer á þing kostar 1300 krónur úr búð en að sögn Herdís- ar Sveinsdóttur hjá dreifingarað- ilanum Bjöllunni mun hún verða fáanleg eftir helgina. -þóm Vandamál kerfis og heimila Eftir tvo mánuði á virðisauka- skattur að taka við af sölu- skatti. Virðisaukaskatturinn mun tryggja ríkissjóði stærstan hluta tekna hans, en tekjur af virðisaukaskatti á næsta ári eru áætlaðar 40,5 milljarðar króna. Alls eru tekjur ríkissjóðs af óbeinum sköttum samkvæmt fjárlagafrumvarpi, 69,4 millj- arðar króna. Fjármáiaráðuneyt- ið hefur réttilega kynnt upptöku virðisaukaskatts sem mikla skatt- kerfisbreytingu. Út frá sjónarhóli ráðuneytisins eru kostir virðis- aukans umfram söluskattskerfið aðallega þeir að allt eftirlit verður þægilegra og þar með öll inn- heimta tryggari. Virðisaukinn á einnig að koma í veg fyrir illræmda uppsöfnun söluskatts, sem bæði hefur skekkt sam- keppnisstöðu einstakra fyrir- tækja og leitt til hækkunar vöru- verðs. Uppsöfnunin hefur cinnig leitt til yfirgripsmikils endur- greiðslukerfis, þar sem ríkissjóð- ur hefur endurgreitt innheimtan söluskatt til að rétta hag einstakra greina. En þegar aðeins tveir mánuðir eru í gildistöku virðis- aukans eru enn margir endar lausir og víst að þeir eiga eftir að valda bæði pólitískum usla og skrifræðislegum vandamálum. í söluskattskerfinu ríktu margs konar undanþágur. Einn aðal- kostur virðisaukans átti að vera sá að undanþágur væru fáar og helst engar. Allir áttu að greiða virðisaukaskatt. Aðalkostirnir við þetta fyrir „kerfið“ er að það gæti þá einbeitt eftirlitinu að inn- heimtunni sjálfri, þe. hverjir hafa greitt og hverjir ekki, í stað þess að her embættismanna lægi í því að skoða frumskóg reglugerða og laga um alls kyns undanþágur. En eins og svo oft áður rekast hagsmunir kerfisins á við hagsmuni einstakra hópa í samfé- laginu. Nú eru að magnast upp raddir hagsmunahópa sem vilja að starfsemi þeirra verði undan- þegin virðisaukaskatti. Fyrir þessu færa hóparnir ákveðin rök, sem ekki verður farið út í að meta hér. Þrýstingur þessara hópa set- ur hins vegar ríkisstjórnina í bobba, þar sem það er eðli stjórnmálamanna að láta þrýst- ing hagsmunaaðila hafa áhrif á sig. Tvö öfl togast á, einfaldleiki og skilvirkni virðisaukakerfisins annars vegar og pólitískir hags- munir hins vegar. Fjármálaráðuneytið hefur sent frá sér greinargerð þar sem ma. er tekið á nokkrum af þeim „vandamálum“ sem fylgja upp- töku virðisaukaskattsins. Ríkis- stjórnin hefur lýst yfir þeim vilja sínum að lækka verð á matvæl- um. Eina leið ríkisvaldsins er að greiða matvörur niður eða hafa á þeim lægra skattþrep. Þegar hef- ur verið ákveðið að hærra skatt- þrep virðisaukaskatts verði 26%, en í gildandi lögum um virðis- aukaskatt er aðeins ein álagning- arprósenta, 22%. Fjármálaráð- herra hafði tilkynnt að lægra þrep virðisauka, 13%, yrði á helstu matvörum: kjöti, fiski, mjólk og innlendu grænmeti. Nú virðast menn í fjármálaráðuneytinu hins vegar hafa uppgötvað að þessi ákvörðun gæti orðið flókin í framkvæmd og í greinargerðinni eru settar fram efasemdir um að endurgreiðsla hluta virðisaukans á framleiðslustigi á grænmeti og fiski, muni skila sér til neytenda. Ef endurgreiðslan, sem tækni- lega séð á að koma álagningunni niður í 13% á framleiðslustigi, skilar sér ekki til neytenda er til- gangur lægra þrepsins auðvitað fyrir bí. Ástæða erfiðleikanna í BRENNIDEPLI með endurgreiðslu virðisaukans hvað varðar grænmeti og fisk, er að sögn fjármálaráðuneytisins, að framleiðendurnir eru mun fleiri en hvað varðar kjöt og mjólk og smásöluálagning þess- ara vara er frjáls. Allt eftirlit með því hvort endurgreiðslan skilaði sér yrði því flókin og erfið. í greinargerðinni eru settar fram hugmyndir um hvernig megi leysa þetta tæknilega vandamál og sagt að sjálfsagt væri einfald- ast að hækka endurgreiðslu á mjólk og kjöti eða hafa hana víð- tækari, þannig að hún næði til fleiri mjólkurafurða. Gróft reiknað yrðu endurgreiðslur varðandi grænmeti og fisk 300 milljónir en tæplega 700 milljónir á kjöti og mjólk. Ef verð á kjöti og mjólk yrði lækkað um 14-15% í stað 10% eins og fyrirhugað væri, mætti fá út sömu heildar- fjárhæð endurgreiðslu. Samkomulag virðist hafa náðst um að undanþiggja aðgangseyri að leikhúsum, tónleikum og ýms- um mennigarsýningum öðrum, virðisaukaskatti. Var það talið einfaldara en að fara út í flóknar endurgreiðslur. Öll íþróttastarf- semi félaga innan ÍSÍ verður líka Almenningur hefur hins vegar aðeins áhuga á einum hluta þessara laga: hvernig lœkka megifram- fœrslukostnað heimil- anna, oghefurþann áhuga sameiginlegan með ráðherrum ríkis- stjórnarinnar efmarka má yfirlýsingar ráð- herra hennar undanþegin, en sama verður ekki sagt um lögfræðiþjónustu. í stað- inn er lagt til að stofnasð verði til ókeypis lögfræðiþjónustu fyrir þá sem hafa minna fjármagn á milli handanna, því það eru þeir sem sækja þjónustuna sem greiða en ekki lögfræðingarnir. Fleiri vafamál hafa komið upp varðandi virðisaukann. Bækur og auglýsingar í ljósvakamiðlum bera nú söluskatt, en tímarit eru alla jafna undanþegin og sama er að segja um dagblöð og lands- málablöð ásamt afnotagjöldum útvarps og sjónvarps. Mismun- andi yrði hvort prentmiðlarnir bæru virðisaukaskatt eða ekki og yrði að gera greinarmun á því hvort væri verið að selja bók, tímarit, dagblað eða landsmála- blað. í greinargerðinni eru settir fram nokkrir möguleikar. Einn möguleikinn er að undanþiggja alla prentmiðla virðisaukaskatti, en gallinn við þá framkvæmd iegir fjármálaráðuneytið, er að enginn greinarmunur yrði gerður á menningarlegu gildi þessara miðla. Þessi undanþága myndi líka skapa þrýsting um að plötur, myndbönd og fleira yrðu einnig undanþegin. Helst komi því til greina að skattleggja allt prentmál ásamt afnotagjöldum útvarpsstöðva. Með þessu fengju allir miðlar sömu skattlegu með- ferð, en á móti yrðu stofnaðir nokkrir sjóðir til að efla einstaka miðla. Nefndireru fjölmiðlasjóð- ur, menningarlánasjóður og lýðr- æðissjóður. Eins og sagði hér í upphafi, þá er sú kerfisbreyting sem felst í upptöku virðisaukaskatts mjög viðamikil. Til að lögin nái fram að ganga þarf að setja hvorki fleiri né færri en 14 reglugerðir, sem boðað er að líti dagsins ljós í næsta mánuðu og þar næsta. Það er deginum ljósara að töluvert verk er eftir óunnið áður en full- mótuð lög og reglugerðir liggja fyrir um virðisaukaskattinn. Það hvílir eðlilega þyngst á ríkisstjórn að leysa úr þessum málum en Al- þingi ber einnig hluta byrðanna. Almenningur hefur hins vegar aðeins áhuga á einum hluta þess- ara laga: hvernig lækka megi framfærslukostnað heimilanna, og hefur þann áhuga sameigin- legan með ráðherrum ríkisstjórn- arinnar ef marka má yfirlýsingar ráðherra hennar. Heimilin í landinu hafa lítinn áhuga á kerfis- legum vandamálum við fram- kvæmd skattheimtu, hver sem hún er. Og ef ríkisstjórnin á að ná því að hressa upp á álitið verður hún að finna leið til að létta á heimilunum, þannig að almennt launafólk finni raunverulegan mun á aðstæðum sínum en þurfi ekki að lesa um hann í Hagtölum mánaðarins. -hmp Fimmtudagur 26. október 1989 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.