Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Frammistaða sljómmálamanna Stjórnmálamenn hafa verið að kvarta yfir því að undan- förnu að stjórnmálaumræðan sé komin á lágt plan. Steingrímur Hermannsson nefndi þetta í viðtali við Tím- ann á dögunum og sakaði í leiðinni oddvita Sjálfstæðis- flokksins um að draga stjórnmálin niður í svaðið. Hann sagði líka að fjölmiðlar væru komnir út á hála braut. Svipuð viðhorf komu fram hjá Karli Steinari Guðnasyni í umræðum frá alþingi á mánudagskvöld; honum þótti fjöl- miðlar stunda ærumorð í stórum stíl. Það getur reyndar verið að pólitíska umræðan sé eitthvað persónulegri og illskeyttari nú um stundir en verið hafði um skeið. En ekki detta íslendingar úr háum söðli í þessu efni: Á þeim tímum þegar uppi voru þeir þingskörungar sem allir virðast sammála um að sakna núna, þá var glíman mun harðari og illyrtari en nú. Og þótt nú sem fyrr séu menn í stjórnmálaumræðu og túlkun hennar sífellt að gera úlfalda úr mýflugum og öfugt, þá er það í sjálfu sér ekki heldur vitnisburður um aukna lágkúru stjórnmálaumræðunnar. Miklu heldur er það hin pólitíska þreyta í landinu sem veldur því, að menn eru fúsir til að taka undir almenna sleggjudóma um vesöld stjórnmálanna. Þessi þreyta á sér margar orsakir: kannske fer mest fyrir þeirri að stjórnmálamenn eru sífellt í Ijósvakamiðlum, þeir eru ofbrúkaðir. Um leið er það að renna betur upp fyrir íslendingum, sem voru lengi vel mjög foringjahollir menn, að í þeirri málámiðlunarsúpu sem stjórnmál eru, týnast skýrar línur og miklu minna verður úr öllum fyrir- heitum en til stóð og vonandi var vilji fyrir. Þetta er sjálf-1 sagt meira eða minna óhjákvæmilegt allt saman. En hitt má svo saka kjörna oddvita þjóðarinnar um: þeir reynast jafnvel enn daufari en efni standa til við að koma málum í gegnum „kerfin“ margræmdu. Og þeim mun áleitnari verða vonbrigðin með þá. Hér er ekki verið að tala um tregðu manna til að gjöra eitthvað það sem óvinsælt er og talið „ill nauðsyn". Held- ur blátt áfram um þau góðu mál, sem stjórnmálamaður gæti vel fengið einlægt lof í lófa fyrir. Til dæmis skal nefna áform sem hafa verið uppi í heilbrigðisráðuneytinu um að koma böndum á útgjöld til heilbrigðiskerfisins. í því sambandi hafa menn einkum beint athyglinni að lyfjakostnaði miklum og sprengingu í kostnaði við sér- fræðingaþjónustu. Það eru vitaskuld vissir erfiðleikar á að koma sparnaði á í þessum greinum, en þó minni en víða annarsstaðar vegna þess að hér er um óeðlilega og óvinsæla og sjálfvirka útgjaldaþenslu að ræða til aðila sem hafa mjög háar tekjur. Og samt er sem ekkert geti gerst. Nefnd sem á að reyna að koma feinkaháum lyfja- kostnaði niður, hún skilar áliti eftir óratíma og telur að í besta falli sé hægt að spara svosem eitt eða tvö prósent í kostnaði við sölu lyfja. Og þó vita menn að álagningin á lyfjum er hvorki meira né minna en 68 prósent og er til orðin við allt aðrar aðstæður en nú ríkja. Tillögum um hemla á sívaxandi sérfræðingaþjónustu hefur verið svar- að með hótunum ýmissa sérfræðinga um að segja sig úr lögum og samningum við sjúkrasamlögin. Nú veit enginn enn hvert framhald verður á þessum málum. En menn skulu hafa hugann sem fastast við það að hér er um merkileg prófmál á ferð. Spurt er: Treysta stjórnvöld sér til að hafa forystu um sparnað sem er nauðsynlegur og getur gefið visst svigrúm til úrbóta á sviðum þar sem skór í raun kreppir að? Eða munu þau lyppast niður fyrir tæknikratískum tregðulögmálum stjórnkerfisins sjálfs og þrýstingi þeirra sem hafa mikinn hag af því að engu sé breytt? KLIPPT OG SKORIÐ «■■1 gabri iiimmmmmmmmmiiniiiiimimmmn Öreigahugsunin komin í hús Þá er einh flutningum Leikfélag R. kjallaranum Idnó í nýja lc arstjórínn h< rekstrar. Lc hópurínn að hann vseri a og hefur efh félaginu yrði eignar og a ckki. Borga að hann af relcstrar“. Bern Opnunarl arleg ásýnd Einarsson I sjónvarpað flestir msett heitin. Ein minningarts sjónvarpi um dagskrá þess hefur lögð að undanfömu. í þessu öllu er IIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIM VÍTT OG BREITT 111 Ríkiskúnst i neiftr 'Ýentdi;,'Pétta 'var óskaoleea ' "«'/ynr mco mstraOninSar sínar, | ísiensk, þótt þau væni ekki skrittð | Elsku hjartans menningin Þeir sem að menningu vinna og listir stunda kvarta oftar en ekki yfir því að algengt mynstur á sam- skiptum þeirra við ráðamenn sé á þessa leið: Ráðamenn (pólitískir valdhafar, háttsettir embættis- menn ofl) sverja menningunni trú og hollustu með fögrum orð- um og góðum, einkum og sérflagi þegar hátíðlegt tilefni gefst. En þegar svo kemur að því að fylgjá málum eftir, þá reynist hinn pól- itíski vilji í daufara lagi, hann er útþynntur af hvunndagsvafstri og „loks er eins og ekkert hafi gerst“. Eða að minnsta kosti miklu minna en til stóð. Fýlan í Tímanum Fjölmiðlar koma venjulega inn í þetta dæmi með þeim hætti að þeir taka vel undir við menning- una, þótt það geti svo verið undir hælinn lagt hvort þar er um eins- konar ósjálfráð viðbrögð að ræða eða meðvitaða stefnu. Þó er þetta ekki algilt frekar en annað. Og þá er það helst til að taka að þegar dagblaðið Tíminn víkur að menn- ingarmálum á sinni leiðarasíðu, þá er nokkuð sama hver á penna heldur, nafnlausir menn eða skammstafaðir: allt menningar- brölt verður í þessum skrifum eins og óþarft og á vitlausri and- legri hillu, gagnslaus baggi á mannfólkinu. Gott ef menning- arstússið er ekki bara til þess iðk- að að rauðliðar í allskonar dular- klæðum geti gefið heiðarlegu fólki langt nef og leikarapakk og aðrir vafasamir söfnuðir skemmt sér konunglega á kostnað sak- lauss almennings. Borgarleikhús- fólki heilsað Enn eitt dæmið um þetta bættist við í pistli Garra um Borg- arleikhúsið í gær. Nú er það ekki nema að vonum, að allir sem til máls taka séu bara nokkuð glaðir yfir nýju leikhúsi og óski Leikfé- lagsmönnum til hamingju með að draumar þeirra hafi ræst. En ekki hann vestangúlpur Garró! í hans Tímapistli eru uppi hafðar þessar venjulegu glósur um leikarana sem „eru frægir fyrir að skemmta sér í atvinnuskyni, þegar aðrir stunda atvinnu sína af öðrum ástæðum og augljósari“ og óspart gefið til kynna að svoddan pakk, fastráðið og lýðum leitt, eigi varla skilið að fá nýtt og mikið hús til að leika sér í. Ekki nóg með það. Áður en lýkur fer Garri að kýta út af verkefnavali Leikfélagsins - nánar tiltekið sviðsetningum á fyrstu bókum sagnabálks Hall- dórs Laxness um Ólaf Kárason Ljósvíking. Garra þykir slíkt val bera vott um vafasamt hugarfar og telur nær að velja eitthvað eftir Jóhann Sigurjónsson, Guð- mund Kamban eða Matthías Joc- humsson í staðinn. Máli sínu lýk- ur hann á þessari perlu hér: Nasi hefur orðið „Garri veit um eitt slíkt verk til viðbótar, fyrst stefnan er að taka kvalræðismenn til meðferðar, en það er Harmsaga ævi minnar eftir Jóhannes Birkiland. Þar gæti hið velferðarkennda hugarfar brotist í gegn á grátbólginn hátt í nýju leiklistarhúsi, sem öreigahugsun- inni á íslandi hefur verið afhent til rekstrar.“ Nú vill svo til, að við þurfum ekki að fara í neinar grafgötur um það hver talar. Garri hefur eins og ósjálfrátt gengið sig inn í heim leikhússins og tekið að sér hlut- verk og gegnir því af mikilli prýði. Hann talar röddu Nasa undir Fótarfæti, virðulegs fjár- eiganda og útgerðarmanns með sóma og sann, sem tekur það ekki í mál að ómögum og vesalingum, sem liggja upp á heiðarlegu fólki sé hossað. Hvorki í lífi né listum. Og má segja eins og í Skugga- Sveini: Þar hæfir skel tranti. Stríðið við letingjana Annað dæmi úr þeim sama Tíma er undirgarrapistill eftir Odd Ólafsson sem nefnist Ríkis- kúnst. Þar er sáran kvartað yfir því, að þau kommúnistaviðhorf hafi sigrað á íslandi „að ríkissjóð- ur eða einhverjar sjóðaómyndir utan í honum eigi að borga list- ina“. Stalín er ennþá hér, segir ritstjórnarfulltrúi Tímans og bæt- ir við: „íslensk list stendur föstum fótum í ríkissjóði og þangað sækir hún styrk hvenær sem á þarf að halda“. Pistlinum lýkur svo á svartag- allsrausi í þá veru að „ríkisrekna listin“ blómstri meðan atvinnu- vegir hrynji. Manni skilst helst, að gjaldþrot kaupfélaga og fisk- verkenda sé því að kenna að Þjóðleikhús er til á íslandi eða rithöfundasjóður. Það er náttúr- lega út í hött í þessu sambandi að rifja upp nokkrar einfaldar stað- reyndir um bókhald menningar- innar: ríkissjóður hefur til þessa fengið í sinn hluta mun meira af verði bókar en höfundur hennar, svo einfalt dæmi sé néfnt. Hitt er svo víst, að einnig í þessu dæmi má greina hinn sterka arf hefðar- innar, þar sem Tímamenn eru meira en fúsir að taka á sig hlut- verk í Heimsljósi Halldórs Lax- ness. Oddur ritstjórnarfulltrúi smýgur fljótt og vel í mussu hreppstjórans í Litlu-Bervík sem var öldungis viss um að íslenska þjóðin hefði í margar aldir átt í höggi við „menn sem ekki nenntu að vinna og kölluðu sig skáld.“ Staðlaðir öskukarlar í Evrópubandalaginu, sem furðu margir vilja komast í sem fyrst, er sífellt verið að staðla og samræma. Nýjustu fregnir herma að búið sé að finna hinn sam- ræmda öskukarl Evrópu. Hann er um 150 sm á hæð og þess vegna þykir við hæfi að öskutunnur í Evrópu verði hér eftir 90 sm á hæð og annar búnaður eftir því. Danir frændur okkar eru komnir í mikinn vanda í sínu Evr- ópusambýli eina ferðina enn. Þeirra öskukarlar eru nefnilega miklu hærri vexti og mundu sann- arlega eyðileggja í sér bakið ef þeir þurfa að hokra að nýjum öskutunnustaðli hins sameigin- lega innri markaðar. Bíða menn nú spenntir eftir úrslitum í þessu fróðlega máli. þJÓDVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími:681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H.Torfason. Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrlr blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, HeimirMár Pétursson, HildurFinnsdóttir(pr.),Jim Smart(ljósm.), LiljaGunnarsdóttir, ólafurGíslason.ÞorfinnurÓmars- son (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Utkeyrsla, afgreiðsia, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 68 13 33 & 68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140 kr. Askriftarverð ó mánuði: 1000 kr. 4 StoA - ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 26. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.