Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Sovéllnng Ihaldssöm stiommalasamtök stofnuð íhaldssamir þingmenn í æðsta- ráði Sovétríkjanna urðu sam- mála um það í fyrradag að stofna ný stjórnmálasamtök, sem þeir nefna Rossíja (Rússland). Eru stofnfélagar aliir úr kjördæmum í Rússneska sambandsríkinu, því víðlendasta og fjölmennasta af so- vétlýðveldunum, sem alls eru 15. Tassfréttastofan hefur eftir Rússarfækki skammdrægum flaugum Varnamálaráðherrar Nató- ríkja, sem undanfarna tvo daga hafa fundað um kjarnavopn í Vil- amoura í Portúgal, skora á So- vétríkin að fjarlægja úr Austur- Evrópu um 1300 skotpalla fyrir skammdrægar kjarnaflaugar. Telur Nató að Sovétmenn hafi þar 1400-1600 skammdrægar kjarnaflaugar á móti aðeins 88 Lanceflaugaskotpöllum sem Nató hefur í Vestur-Evrópu, flesta í Vestur-Þýskalandi. Ráð- herrarnir lýstu jafnframt fögnuði sínum yfir breytingum þeim er orðið hafa í sumum Varsjár- bandalagslanda og lofuðu þau fyrir ráðstafanir sem þau hafa gert til einhliða niðurskurðar á vígbúnaði. Uppreisnarmenn nálgastAddis Ababa Uppreisnarmenn í Eþíópíu, sem nú hafa norðausturhluta landsins að mestu á sínu valdi, tilkynntu í gær að þeir hefðu tekið smáborgina Mekane Se- lame í Wollo, um 200 km frá höf- uðborginni Addis Ababa. Eru uppreisnarmenn eftir þessu að dæma komnir framhjá Dese, höfuðstað Wollo, þar sem stjórn- arherinn er fjölmennur fyrir. Dese er um 120 km norðaustur af Mekame Selame. stofnendum að samtökin muni beita sér fyrir lausn á vandamál- um Rússlands, sósíalískri endur- nýjun samfélagsins og því að koma á alþýðuvaldi í raun, eins og það er orðað. Samtök þessi hafa á sér þjóðernishyggjusvip nokkurn og meta fréttamenn stofnun þeirra svo, að andstæður vaxi milli hinna ýmsu skoðana- hópa í sovéskum stjórnmálum. í s.l. mánuði stofnuðu verkamenn frá 29 borgum Sameiningarfylk- ingu verkamanna Rússlands, og lýstu þau samtök því yfir að þau myndu beita sér gegn róttækum breytingum í efnahagsmálum og til varnar hagsmunum Rússa gegn þjóðernishreyfingum í öðr- um sovétlýðveldum. Reuter/-dþ. Litháískir þjóðemissinnar á fundi—nú rís gegn þeim rússnesk þjóðern- ishyggja. Kambódía Víetnamar famir - bardagar harðna Harðir bardagar hafa undan- farna daga geisað í Kambódíu ná- lægt landamærum Taflands milii stjórnarhersins og skæruliða þrennra samtaka, sem gegn Kambódíustjórn berjast. Víet- namski herinn, sem verið hefur í landinu í áratug, fór þaðan í sept. og virðast skæruliðar nú vera að prófa hvernig stjórnarherinn muni standa sig Víetnamalaus. Skæruliðar hafa unnið nokkuð á og munar þar mest um að Rauð- ir kmerar tóku smáborgina Pail- in, skammt frá vesturlandamær- unum, á sunnudag. En í gær hafði stjórnarherinn stöðvað sókn skæruliða og beitti kappsamlega stórskotaliði og skriðdrekum. Skæruliðum er sagt kappsmál að vinna sem mest á meðan regntím- inn varir, en þegar þornar er gert ráð fyrir að stjórnarherinn, sem betur lætur hefðbundinn vígvall- ahernaður, verði í sterkari stöðu. Siddhi Savetsila, utanríkisráð- herra Taílands, segist telja að hvorugur aðila í borgarastríði þessu geti á öðrum sigrast. Reuter/-dþ. Kambódískir stjórnarhermenn - hvorugur stríðsaðila sigurstranglegur. Kröfur námumanna í Vorkuta Burt með fomstuhlutveik kommúnistaflokks Námumenn í a.m.k. þremur námum í Vorkuta, vestan við. norðurenda Úralfjalla, lögðu nið- ur vinnu í gær. Búist er við að verkfallið breiðist út til fleiri náma þar. Verkföll í orkufram- leiðandi atvinnugreinum voru bönnuð með samþykkt sovéska æðstaráðsins í mánaðarbyrjun. Námumenn í Vorkuta halda því fram, að ekki hafi verið staðið við loforð um launakjör og að- búnað er stjórnvöld gáfu í júlí eftir víðtæk verkföll kolanámu- manna. En þar að auki krefjast verkfallsmenn að bannað sé að sami maður gegni bæði embætti aðalritara kommúnistaflokksins og embætti forseta, en Gorbat- sjov er nú hvorttveggja. Einnig vilja námumenn þessir að Sovét- ríkjaforseti sé kosinn í beinum kosningum og að felld sé úr stjórnarskrá grein sú, er kveður á um forustuhlutverk kommúnist- aflokksins. Reuter/-dþ. Ráðstefna í Páfagarði Varað við sértrúarflokkum Háttsettir menn í Páfagarði hafa látið í Ijós áhyggjur af mikilli grósku trúflokka, sem skil- greindir eru sem sértrúarsöfn- uðir, víða um heim. Remi Hoec- kman, sérfróður um samkirkju- málefni, sagði í gær á ráðstefnu í Róm um sértrúarflokka að kaþól- ska kirkjan yrði að bregðast við snöfurlega gegn þeim. Annar kirkjuhöfðingi, Gio- vanni Cheli biskup, heldur því fram að fimmtungur íbúa þess ka- þólska heimshluta Rómönsku Ameríku sé nú í sértrúarflokkum og trúarhópum sem klofið hafa sig frá kaþólsku kirkjunni. Að sögn sama biskups eru nú yfir 10,000 trúflokkar af ýmsu tagi í Afríku. í skýrslu gerðri á vegum Páfagarðs 1986 segir að sértrúar- söfnuðir nái einkum til sín ungu fólki, þjóðernisminnihlutum, at- vinnuleysingjum sem og rótlausu fólki og rugluðu í ríminu. Þó eru þeir söfnuðir af þessu tagi til sem vel efnað og menntað fólk Iaðast að öðrum fremur, samkvæmt skýrslunni. Reuter/-dþ. Sama skálmöldin á Sri Lanka Morðsveitir, sem að líkindum eru á snærum hers og lögreglu, drápu í gær og fyrradag 34 unga menn í Kandy, höfuðborg Sing- halaríkis eyjarinnar fyrr á tíð, og stráðu líkum 24 þeirra á götur borgarinnar, væntanlega til við- vörunar. Talið er að piltar þessir hafi verið grunaðir um vinsemd við JVP„harðsnúin vinstrisamtök sem halda uppi grimmum skæru- og hryðjuverkahernaði gegn stjórnvöldum. JVP er kennt dráp á sjö manna fjölskyldu lögreglu- manns í Kandy í fyrradag. Um 20 manneskjur í viðbót urðu morð- sveitum og skæruliðum að bráð á ýmsum öðrum stöðum á eynni í fyrradag og fyrrinótt. Erjur indíána og skógasvertingja Indíánar af Tacayanaættbálki eru sagðir hafa hertekið tvo fljótabáta á þriðjudag nálægt hafnarbænum Boskamp í Súrí- nam, við ósa Coppernamefljóts. Indíánar þarlendis hafa gripið til þvílíkra úrræða áður, í þeim til- gangi að knýja stjórnvöld til að draga úr ívilnunum sem skóga- svertingjum (Bushnegroes) hefur verið heitið. Blökkumenn þeir, er svo nefnast, hafast við úti í frumskógum landsins, en forfeð- ur þeirra struku þangað fyrr á tíð úr þrældómi hjá Hollendingum. Skógasvertingjar voru óánægðir með sinn hlut í Súrínam, eftir að það varð sjálfstætt, og háðu gegn stjórnvöldum þriggja ára skæru- hernað er lauk með friðarsamn- ingi í júlí s.l. En að mati indíána, sem einnig búa í skógunum, var sá samningur á þeirra kostnað. Kína kaupirsuð- urafrísk kol Kína, sem lengi hefur forðast viðskipti við Suður-Afríku vegna apartheidstefnu stjórnvalda þar, hefur undanfarið horfið frá því ráði og tekið að flytja inn kol það- an, að sögn hollenskra samtaka sem fylgjast með kola- og olíuvið- skiptum Suður-Afríku. Suðurafr- ísku kolunum, er Kínverjar kaupa, er skipað út í höfnum í Mósambik. Kaupsýslufyrirtæki í Hongkong annaðist milligöngu um þetta með viðskiptaaðilum. Þar að auki hafa Kínverjar keypt verksmiðju, er framleiðir gas úr kolum, af suðurafrísku fyrirtæki fyrir um fjórar miljónir dollara, og hafði fyrirtækið yfirumsjón með uppsetningu verksmiðjunn- ar í Kína. Byssudauðinn í Bandaríkjum Skæðastur svörtum unglingum 11 af hundraði þeirra barna og unglinga, sem létust í Bandaríkj- unum árið 1987 biðu bana af völdum byssuskota, að sögn stjórnarembættismanns. Yfir- völdum telst svo til að það ár hafi 3392 bandarísk börn og unglingar á aldrinum eins til 19 ára látist af skotsárum. 17 af hundraði tán- inga þeirra, sem létust þarlendis á árinu, féllu fyrir skotum. Þetta mannfall er langmest meðal svartra pilta á táningsaldri, en byssur urðu að grandi yfir 40 af hundraði blakkra karlmanna í þeim aldursflokki sem létust 1987. Tilsvarandi tala fyrir hvíta pilta á táningsaldri er 16 af hundr- aði. Bandarísk börn undir tíu ára aldri, sem deyja af völdum skot- sára, eru flest annaðhvort myrt eða þá að um slys er að ræða. Á aldursbilinu 10-14 ára skiptast dauðsföllin nokkurnveginn jafnt milli sjálfsvíga, morða og slysa. En 48 af hundraði táninga, sem deyja af skotsárum, falla fyrir morðingjum, 42 af hundraði fremja sjálfsvíg og átta af hundr- aði verða fyrir slysaskotum. Reuter/-dþ. Krenz vill ræða við stjórnarandstöðu Egon Krenz, nýorðinn æðsti valdhafi Austur-Þýskalands, kvaðst í gær reiðubúinn til við- ræðna við stjórnarandstöðu- samtök og raunar alla sem væru austurþýskir borgarar að því til- skildu að þessir aðilar virtu stjórnarskrá landsins. Sagði Krenz að nauðsyn væri á víð- tækum skoðanaskiptum um framtíð austurþýska samfélags- ins. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.