Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.10.1989, Blaðsíða 7
ÞJÓÐMÁL Þingfréttamenn Starfsvettvangur þrengdur Forsetar Alþingis Geir Haarde áminntur „Forsetar Alþingis beina þeim tilmælum til yfirskoðunarmanna ríkisreiknings að þeir gæti þess framvegis sem sérstakir trúnað- armenn Alþingis, að birta ekki at- hugasemdir sínar við ríkis- reikning fyrr en þær hafa verið lagðar fram á Alþingi, eins og áskilið er í 43. grein stjórnar- skrárinnar,“ segir í samþykkt sem gerð var á fundi forseta Al- þingis sl. mánudag. Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, segir að samþykktin sé vin- samleg tilmæli til yfirskoðunar- manna, forsetar hafi ekki vald yfir þeim. Guðrún sagði forseta þingsins telja það eðlileg vinnubrögð að athugasemdir yfirskoðunar- manna séu fyrst kynntar á Al- þingi, enda sé talað um það í 43. grein stjórnarskrár að Alþingi sé gerð grein fyrir athugasemdum af þessu tagi. En samþykkt forset- anna kemur í framhaldi af því að Geir H Haarde, einn yfir- skoðunarmanna ríkisreiknings, kom upplýsingum til fjölmiðla áður en þær höfðu verið kynntar Alþingi. Þess þarf að gæta mjög vel, að sögn Guðrúnar, að trúnaðarstarf sem þetta sé ekki notað til að ná sér niðri á pólitískum andstæð- ingi, með því að þyrla upp ein- hverju moldviðri um mál sem einhver skýring kynni síðan að vera á. -hmp Ný útvarpslög Utvaipsráð lagt niður Útvarpsréttarnefndlögð niður, en menntamálaráðherra veitistarfsleyfi. Yfirmenn RÚV aðeins ráðnir til 5 ára. Útvarpsleyfi ekki lengur staðbundin Menntamálaráðherra, Svavar Gcstsson, mun á næstu dögum leggja fram á Alþingi frumvarp til nýrra útvarpslaga. Helsta nýmæli frumvarpsins mið- að við gildandi lög, er að hið pól- itíska útvarpsráð Ríkisútvarpsins verði lagt niður, en í staðinn fái framkvæmdastjórn veigameira hlutverk við stjórn stofnunarinn- ar og að dagskrárráð verði stofn- uninni til aðhalds varðandi stöðu RÚV og þróun. í frumvarpinu er einnig lagt til að yfirmenn RÚV verði framvegis ráðnir til 5 ára, þannig að útvarpsstjóri td. verði ekki lengur æviráðinn. Önnur nýmæli í frumvarpinu eru að Útvarpsréttarnefnd verði lögð niður. En sú nefnd hefur haft leyfisveitingar til útvarps- og sjónvarpsrekstrar á sinni könnu, sem frumvarpið gengur út frá að menntamálaráðherra sjái um í framtíðinni. Við hlið ráðherra mun starfa svo kölluð Útvarps- nefnd skipuð þremur fulltrúum tilnefndum af Hæstarétti. Þessi nefnd verði ráðherra til ráðu- neytis og fjalli um kærur á út- varpsstöðvar, telji einstaklingar eða félög misgert við sig í dag- skrá. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að leyfi til útvarpsrekstrar miðist ekki við þrönga skilgreiningu á afmörkuðum þjónustusvæðum, eins og það er orðað, heldur geti þær náð til alls landsins. Þá er lagt til að þýðingarskylda verði lög- fest og áhersla lögð á að efni sem sérstaklega er ætlað börnum og ungmennum verði talsett. Töluverðar deilur hafa staðið um Menningarsjóð útvarps- stöðva og erfiðlega hefur gengið að fá einkastöðvarnar til að greiða tilskilin gjöld í hann. Lagt er til að sjóðurinn verði lagður niður og að þeirri skyldu verði létt af Ríkisútvarpinu að taka þátt í rekstri Sinfóníuhljóm- sveitar fslands. Afnotagjöld verði ekki lengur tengd eignar- haldi á viðtækjum heldur tengist þau íbúðum. Erlendum aðilum verður ekki heimilt að eiga meira en 10% í íslenskum útvarps- og sjónvarps- stöðvum og ákvæði er um að út- varpsstöðvar skuli stuðla að al- mennri menningarþróun og eflingu íslenskrar tungu. Þær út- varpsstöðvar sem sækja um starfsleyfi skulu og gera menntamálaráðherra grein fyrir þeirri dagskrárstefnu sem fyrir- huguð er, hvenær útvarp eigi að hefjast og hvernig fjárhagslegri ábyrgð verði háttað. Sú krafa er einnig sett fram að auglýsingar stöðvanna séu á lýtalausri ís- lensku. -hmp Athafnasvæði frétta- og blaða- manna í Alþingishúsinu hefur verið þrengt með reglum sem forsetar þingsins hafa samið. Áður en þessar reglur voru sam- þykktar gat fjölmiðlafólk farið um stærstan hluta þinghússins í efnisleit, en gat þó að sjálfsögu ekki farið inn í sjálfa þingsalina. Nú hefur frétta- og blaðamönnum verið meinaðaur aðgangur að gangi sem liggur framan við mál- stofur þingsins, sem ma. hefur í för með sér að þeir geta ekki lengur farið inn á skrifstofu þing- sins. Forsetar þingsins héldu fyrir skömmu fund með þingfréttarit- urum fjölmiðlanna, þar sem regl- ur um aðgang þeirra að þinginu voru kynntar. Fengu reglurnar vægast sagt dræmar undirtektir fjölmiðlamanna, sem voru allir sammála um að reglurnar myndu beinlínis hindra þá í starfi. Meiningin var að halda annan fund um málið en svo varð ekki, heldur var þingfréttariturum til- kynnt bréflega um að reglur hefðu verið ákveðnar en verulega hafði þá dregið úr þeim hindrun- um sem fólust í upprunalegu regl- unum. Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, sagði Þjóðvilj- anum að reglurnar væru settar vegna þess að það hefði verið kvörtunarefni lengi hjá þing- mönnum, að þeir hefðu lítinn vinnufrið í kring um þingsali. Skrifstofufólki Alþingis hefði líka þótt óþægilegt að vinna með fjölmiðlafólk svo gott sem yfir sér. Reglurnar væru ekki hugsað- ar sem hindranir í vegi fjölmiðla- fólks. Því hefði verið búin góð ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 aðstaða í þinghúsinu og fengi öll þingskjöl og hefði aðgang að síma. Þannig að varla væri hægt að segja að dregið hefði verið úr möguleikum fjölmiðla til að afla frétta á Alþingi, þó gangurinn fyrir framan þingsali hefði verið gerður friðhelgur. -hmp Dagana 27.-31. ágúst voru forsetar Alþingis ásamt varaforsetum staddir í Helsinki í boði finnska Ríkisþingsins. Guðrún Helgadóttir, forseti Sameinaðs þings, fór fyrir hópnum, en með í för voru Jón Helgason, forseti efri deildar, og varaforsetarnir Salome Þorkelsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir og Karl Steinar Guðnason, ásamt Olafi Ólafssyni varaskrif- stofustjóra Alþings. í móttöku í finnska Ríkisþinginu, þar sem Kalevi Sorsa, forseti Ríkisþingsins, tók á móti forsetum Alþingis, afhent Guðrún Helgadóttir Sorsa Skarðsbók sem gjöf frá Alþingi til Ríkisþingsins. Guðrún og Jón fóru á fund Kovisto Finnlandsforseta og sendinefndin hitti einnig að máli utanríkisráðherra Finnlands, Peretti Paasio. Myndin var tekin í boði sem forseti Ríkisþingsins, Sorsa, hélt til heiðurs forseta Sameinaðas Alþingis, Guðrúnu Helgadóttur og sýnir Sorsa halda ræðu með Guðrúnu sér við hlið. Vinnumarkaður KynningaráAak um rétt og skyldur Kvennalistaþingmenn vilja að félagsmálaráðherra gangistfyrir kynn- ingarátaki til handafólki á vinnumarkaði um réttindiþess ogskyldur. Vinnumarkaðurinn að breytast Kvcnnalistaþingmenn hafa laet fram þingsályktun um að Al- þingi feli félagsmálaráðherra að gera sérstakt átak til að kynna fólki á vinnumarkaði réttindi þess og skyldur. Ráðherrann skipi nefnd sem kanni hvernig best megi tryggja að allir sem starfi á almennum vinnumarkaði þekki rétindi sín og skyldur, þar með talin launakjör, lífeyrisréttindi, reglur um hvíldartíma, orlofs- greiðslur og uppsagnarákvæði. Nefndin kanni hvernig megi koma fræðslu um þessi mál inn í skólakerfið. Þá vilja þær Kvenn- alistakonur láta kanna hvernig megi tryggja að einstaklingar sem fái laun sem verktakar eða cftir uppmælingu, njóti ekki lakari kjara en annað launafólk. í greinargerð með ályktuninni er vakin athygli á því að vinnulög- gjöfin sé að stofni til frá fjórða áratug þessarar aldar og miðist um margt við aðstæður þess tíma. Þá hefði verið algengast að fólk stundaði launavinnu og fengju greitt fast tímakaup eða fast mán- aðarkaup. Þetta sé að breytast. Sífellt fleiri séu nú ráðnir sam- kvæmt uppmælingu eða sem verktakar í störf sem sem áður hefðu verið unnin á föstu kaupi. Fjöldi fólks teldi hag sínum betur borgið með þessum hætti en spurning sé hvort svo sé í raun. Margt af þessu fólki njóti hvorki orlofs né þess að greidd séu launatengd gjöld af launum þess. Atvinnuöryggi þess sé lítið þar sem það eigi hvorki rétt á launum í veikindum né uppsagnafresti. Þá segir í greinargerðinni að vinnuveitendur verkafólks sem ráðið sé sem verktakar eða í á- kvæðisvinnu, greiði ekki í lífeyr- issjóði fyrir það, þrátt fyrir skýr lagaleg tilmæli. „Það ættu að vera lágmarks- réttindi allra að fá einhverja fræðslu um vinnumarkaðinn á meðan skyldunámi stendur,“ segir orðrétt í greinargerðinni. Líklega henti þessi fræðsia best í efstu bekkjum grunnskólans en henni ætti síðan að fylgja eftir í framhaldsskólunum. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.