Þjóðviljinn - 28.10.1989, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 28.10.1989, Qupperneq 1
Laugardagur 28. október 1989 182. tölublað 54. árgangur. FYRSTI SNJÓRINN Krakkarnir tóku heldur betur við sér þegar þeir vöknuðu í gær- morgun. Jörð var alhvít í Reykjavík og úti blíða. Sumir upplifðu sitt fyrsta snjókast þennan morgun einsog snáðamir á myndinni. En þó snjórinn sé mjúkur þá er hann líka kaldur og það er stutt frá hlátri til gráts. Mynd Kristinn. EB Fáfræði þjóðarinnar mikil Samstarfsaðilar verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda sammála um að þekkingarskortur landans sé hœttulega mikill Niðurstöður úr könnun Félags- vísindastofnunar Háskólans fyrir Samstarfshóp atvinnuiífsins um evrópska samvinnu sýna að af þeim Islendingum sem taka af- stöðu með eða á móti aðild ís- lands að Evrópubandalaginu (56,0% íslendinga) eru 35,4% fylgjandi aðild og 20,5% á móti. Lang stærsti hiuti þeirra sem svöruðu könnuninni voru hlut- lausir eða óvissir: samtals 43,6%. Sé miðað við kannanir í maí og júní s.l. hefur hópur þeirra sem er hlutlaus eða óviss stækkað um 8,7%, þeim sem eru fylgjandi hefur fjölgað um 1 % og þeim sem eru á móti hefur fækkað um 8,2%. Þetta sýnir að þeim sem í könnuninni eru hlutlausir eða óvissir hefur fjölgað mest síðasta hálfa árið. Skoðanakönnunin er ítarleg og voru þeir sem eru fylgjandi og á móti spurðir frekar um þekkingu sína á Evrópubandalaginu (EB) annarsvegar og Fríverslunar- bandalagi Evrópu (EFTA) hins- vegar. Af niðurstöðum úr þess- um hluta könnunarinnar má ráða að aðeins brot íslendinga sem taka afstö'ðu með eða á móti þekkir muninn á EB og EFTA til hlýtar eða 14%. Þetta sýnir að 86% þeirra sem eru fylgjandi eða á móti vita ekki vel hvað um er að ræða. Heil 75,5% vissu ekki um aðild íslands að EFTA eða nokk- urs annars ákveðins lands. Þá er ljóst að Framsóknar- flokkurinn hýsir sem hlutfall af stuðningsmönnum fæsta fylgj- andi aðild að Evrópubandalaginu og Alþýðuflokkurinn hýsir flesta þá sem eru fylgjandi. Fylgjandi aðild í Alþýðuflokki eru 61,2%, í Sjálfstæðisflokki 47%, í Alþýðu- bandalagi 36,7%, í Kvennalista 35,6% og í Framsóknarflokki 26,9%. Það skal undirstrikað hér að hlutfallstölurnar á skiptingu meðal stuðningsmanna stjórnmálaflokkanna eiga við þá sem annað hvort eru með eða á móti. Hlutlausir eða óvissir eru eftir sem áður 43,6% þátttak- enda í könnuninni. 22 Spænskur saksóknari krafðist þess í gær að fjórir Baskar, sem ákærðir eru fyrir að hafa orðið 12 lögregluhermönnum að bana, verði dæmdir til 2232 ára fangelsisvistar hver þeirra. Fjórmenningarnir, sem eru í ETA-samtökunum er vilja Ba- skaland sjálfstætt, sprengdu fyrir þremur árum í loft upp í Madrid Hlutfallsleg andstaða meðal stuðningsmanna stjórnmála- flokkanna er mest hjá Alþýðu- bandalagi 38,7%. Þar næst kem- ur Framsóknarflokkurinn með 28,9%, þá Kvennalisti með 19,5% á móti, Sjálfstæðisflokkur með 17,7% á móti en innan Al- þýðuflokks eru aðeins 8,2% sem telja aðildina „frekar óæskilega". Á móti aðild en styðja engan þessara flokka eru 15% af þeim sem hafa afstöðu með eða á móti. fmg Baskar alda fangelsi fólksflutningavagn með um 70 lögregluhermönnum. Eftir kröfu saksóknarans að dæma ætlast hann til að Baskar þessir dveljist í fangelsi til ársins 4221 e.Kr. Sé gert ráð fyrir þeim möguleika að maður hefði verið dæmdur til þetta langrar fangels- isvistar rúmum 240 árum f. Kr. (á lokaskeiði fyrsta púnverska stríðsins) væri sá um þessar mundir að ljúka afplánun refsi- vistar sinnar, þ.e.a.s. ef honum hefði enst aldur til þess. Eitthvað eru spænsk lög mót- sagnakennd um þetta efni, því að í þeim er grein þess efnis, að ó- heimilt sé að halda nokkrum manni lengur í fangelsi þarlendis en 30 ár. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.