Þjóðviljinn - 28.10.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.10.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR Hafnarfjörður Frftl í sund Ný sundlaug verður opnuð í dag. Þrjár laugar tengdar saman utan- og innandyra auk að- stöðu til líkamsþjálfunar stórum vatnssvepp í vaðlaug. Innilaugin verður tengd úti- lauginni með sérstakri rennu. Hún verður 8 x 12,5 metrar en verður fullbúin næsta vor. Sund- laugahúsið er rösklega eitt þús- und fermetrar á tveimur hæðum. Búningsaðstaða er fyrir um 400 gesti, auk útiklefa og kaffisalar. Sundlaugin er hönnuð sem al- hliða útivistarsvæði og því er á svæðinu malbikuð og upphituð hlaupabraut, míní-golfvöllur, auk aðstöðu til líkamsþjálfunar. Sundlaugin verður opnuð kl. 13.30 í dag og hefur almenningur tækifæri á að taka þátt í vígslunni með því að fara endurgjaldslaust í sund. -þóm Idag verður formlega tekin í notkun ný og glæsileg útisund- laug í Hafnarfirði. Auk fullbúinn- ar laugar fyrir alþjóðakeppnir verður þarna einnig sérstök barna útilaug og innilaug sem verður aðallega ætluð til kennslu. Heildarkostnaður við sund- laugarmannvikið verður um 190 miljónir króna. Undirbúningur að bygging- unni hófst fyrir áratug en fimm ár eru liðin frá fyrstu skóflustung- unni. Arkitekt er Sigurþór Aðal- steinsson verktaki er Reisir hf. Útilaugin er 12 x 25 metrar að stærð og verða barnalaugin og innilaugin tengdar henni. Barna- laugin er með vatnsrennibraut og Fjárlög Háskólinn mótmælir allur Stúdentaráð Háskóla íslands mótmælir harðlega hugmynd- um fjárveitingarvaldsins að taka sér ráðstöfunarvald yfir helmingi af sjálfsaflafé skólans, segir í á- lyktun sem samþykkt var ein- róma á fundi SHI á fimmtudag. Fyrirsjáanlegt sé að tekjur happ- drættisins muni minnka og það muni hægja á nauðsynlegum byggingarframkvæmdum en húsnæðismál skólans séu langt í frá fullnægjandi. Fundur Félags háskólakennara sem einnig var haldinn í gær, lýsir eindreginni andstöðu við þá nýju stefnu stjórnvalda í málefnum Háskóia íslands sem felist í fjárlagafrum- varpi. Háskólakennarar segja að um sé að ræða tilræði við sjálfstæði og framtíð háskólans. Allar bygg- ingar og tækjakaup skólans hafi verið fjármagnaðar með happ- drættinu undanfarna áratugi og án þess væri skólinn ekki til í nú- verandi mynd. Stúdentaráð segir siðleysi og andstætt lögum að ætla happ- drættinu að greiða 60 milljónir til þjóðarbókhlöðu á sama tíma og aðeins fari 234 milljónir af 700 milljóna þjóðarbókhlöðuskatti til byggingar hennar. -hmp FRÉTTAKORN Dounreay Leiöretting mótmælt Þau mistök áttu sér stað í Nýja Náttúruverndarráð sendi Stein- grími Hermannssyni forsætisráð- herra og breska sendiherranum í gær ályktun þar sem mótmælt er harðlega fyrirhugaðri byggingu endurvinnslustöðvar fyrir brennsluefni kjarnaofna við Do- unreay í Skotlandi. í ályktuninni segir: „Það er óumdeilt að fyrir- huguð stöð og starfsemi tengd henni mun auka til muna hættu á geislamengun við norðanvert Atlantshaf. Áhrif slíkrar meng- unar geta orðið geigvænleg fyrir allt líf á þessum slóðum." Náttúr- uverndarráð bendir á að það sé ekki einkamái þjóða þegar þær velta umhverfisvanda sínum yfir á aðra. Því er skorað á ríkisstjórn Bretlands að hætta tafarlaust við þessi áform og jafnframt skorað á ríkisstjórnir allra landa við norðanvert Atlantshaf og aðra þá sem láta sig umhverfismál ein- hverju skipta, að gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að endurvinnslustöðin verði reist í Dounreay. Landsráðstefna her- stöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga halda landsráðstefnu um næstu helgi. Ráðstefnan hefst kl. 13 laugardaginn 4. nóvember og henni lýkur um kvöldmat daginn eftir. Á ráðstefnunni verður fjall- að um aðgerðir Heimavarnarliðs- ins, útgáfu- og áróðursmál og er- lend samskipti. Þá^rnun Adda Steina Björnsdóttir flytja erindi um siðfræði fjölmiðla og segja frá þingi um fjölmiðla og friðarmál sem haldið var í Svíþjóð í sept- ember sl. Helgarblaðinu í gær að Guðrún Ágústsdóttir borgarfulltrúi var sögð Agnarsdóttir í undirfyrir- sögn. Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Drætti frestað Ákveðið hefur verið að fresta drætti íhappdrætti Félagsheimilis tónlistarmanna til 10. nóvember nk. Miðar eru til sölu í hljóm- plötuverslunum Steinars, Skei- funni og í Gramminu. H.C.Andersen í Blindrabókasafni Danski rithöfundurinn H. C. Andersen verður kynntur í Blindrabókasafninu í dag kl. 14. Það er Keld Gall lektor sem fjall- ar um skáldið og verk hans og Gísli Halldórsson leikari les úr verkunum. Skíðalyftu í Ártún Fulltrúar minnihlutaflokkanna í borgarstjórn fluttu á fimmtudag tillögu um að skíðalyftu yrði komið upp í Ártúnsbrekku og að aðstaða þar til skíðaiðkunar yrði bætt. í góðu veðri að vetri þegar skfðafæri er gott safnast iðulega stór hópur borgarbúa saman í Ártúnsbrekku og rennir sér þar á skýðum þrátt fyrir þap að engin aðstaða sé þar. Meirihlutinn tók vel í þessa til- lögu og var henni vísað til íþrótta- og tómstundaráðs til nánari at- hugunar. -Sáf Oddi Fyrirlestur og fundur um Palestínu Dr. Uri Davis, þekktur ísraelsk- ur fræðimaður og háskóla- kennari, sem nú starfar í Bret- landi, mun halda opinberan fyrir- lestur á vegum Félagsvísinda- deildar Háskóla íslands í Odda á mánudag kl. 17.15. Mun fyrir- lesturinn fjalla um mögulega Iausn Palestínudeilunnar á lýð- ræðislegum forsendum, og verð- ur hann fluttur á ensku. Uri Davis er í hópi þeirra ísra- elsku menntamanna sem gagnrýnt hafa ísraelsstjórn fyrir stefnu hennar gagnvart þeim íbú- um landsins sem ekki eru gyðing- atrúar. Þá hefur hann gagnrýnt ísraelsstjórn fyrir framferði hennar á herteknu svæðunum og stefnu hennar gagnvart nágrann- aríkjunum. Uri Davis er forstöðumaður ráðgjafarstofnunarinnar „The Jerusalem Peace Service“ og gegnir stöðu heiðursfyrirlesara við háskólann í Exeter. Hann fæddist í Jerúsalem 1943, og stundaði nám í heimspeki, ara- bísku og mannfræði við jerúsa- lemháskóla ogíNew York. Hann hefur starfað að mannréttinda- málum í ísrael og átt sæti í stjórn mannréttindasamtaka þar. Árið 1984 bauð Jassir Arafat dr. Uri Davis að ávarpa fund stjórnmála- nefndar palestínska þjóðþing- sins, og hefur hann síðan setið fundi þingsins sem áheyrnarfull- trúi. Er hann fyrsti gyðingurinn sem þegið hefur slík boð. Á mánudagskvöldið mun Fé- lagið Ísland-Palestína ásamt með fjölda stjórnmálasamtaka gang- ast fyrir opnum fundi með Uri Davis að Hótel Borg, og eru allir áhugamenn um palestínsk mál- efni hvattir til þess að mæta á fundinum eða á fyrirlestrinum í Odda. -ólg Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Halldór Laxness virða fyrir sér bronshöfuð eftir myndhöggvar- ann Nils Aas. Ljósm. Jim Smart. Halldór Laxness í brons Brjóstmynd eftir Nils Aas sett upp í Landsbókasafni Itilcfni 70 ára rithöfundaraf- mælis Halldórs Laxness hefur ríkisstjórnin ákveðið að sérstak- ur staður í Þjóðarbókhlöðunni verði helgaður skáldinu og að þar verði komið fyrir ýmsum gögnum er tengjast rithöfundarferli hans. Jafnframt hefur norski mynd- höggvarinn Nils Aas gefið ís- lenska ríkinu höfundarrétt að brjóstmynd af skáldinu, og hefur ríkisstjórnin látið steypa mynd- ina í brons og komið henni fyrir í anddyri Landsbókasafnsins. Bronsmyndin verður síðar flutt í Þjóðarbókhlöðuna. Á blaðamannafundi sem menntamálaráðuneytið gekkst fyrir í Landsbókasafni í gær ávarpaði Svavar Gestsson skáldið og þakkaði honum fram- lag hans til íslenskrar menningar. „Halldórs Laxness og verka hans verður minnst á íslandi þegar flest annað sem við erum að bar- dúsa í þessu landi verður löngu gleymt,“ sagði Svavar. Höfundur bronsmyndarinnar, Nils Aas, er einn kunnasti mynd- höggvari Norðmanna, og hefur hann leyft tvær afsteypur af frum- myndinni. Hin afsteypan er varð- veitt á safni í Noregi. -ólg Þekktu sjálfan þig í dag kl. 13.45 verður sett ráð- stefna um mannvísindi á íslandi sem Hug- og félagsvísindadeild Vísindaráðs boðar til. Hefur ráð- stefnan yfirskriftina Þekktu sjálf- an þig. Heiðursgestur er Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands. Alls verða flutt sjö erindi um hin aðskiljanlegustu efni sem snerta mannvísindi á íslandi en ráðstefn- unni lýkur svo með pallborðsum- ræðum. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.