Þjóðviljinn - 28.10.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.10.1989, Blaðsíða 15
I VIKULCK Að drekka te í Júgóslavíu Bubbi Morthens sendir um þessar mundirfrá sér enn eina breið- skífuna á tœplega tíu ára löngum ferli Mynd: Jim Smart. Allt frá því Isbjarnarblús kom út áriö 1980 hefur Bubbi Morthens verið ókrýndur kóngur í íslenskri popptónlist. Breyttir straumar og stefnur í poppinu hafa ekki d'regið úr vinsældum hans, en þær verða að teljast einsdæmi í ís- lenskri dægurtónlist. Eftir helgina kemur út ný plata með Bubba og nálgast þær nú annan tuginn plöturnar sem kappinn hefur sent frá sér. Það var því ekki úr vegi að slá á þráðinn til Bubba af þessu tilefni og grenslast fyrir um þenn- an nýja grip sem ku víst vera ögn meira framandi en flestar hinna gömlu. Hefur þessi plata eitthvert ákveðið þema einsog sumar þinna planta höfðu? „Það er varla hægt að segja að hún hafi ákveðna stefnu að því leyti, en ég held að platan sé skemmtileg og komi bara til með að hafa góð áhrif á fólk. Textarn- ir eru íslenskir og ágætlega samdir en þeir eru um allt og ekk- ert. Ég stikla á stóru um það sem mér finnst merkilegt.“ Eru hugtök einsog frelsi og sjálfstæði þér jafn hugleikin nú og fyrr? „Frelsi og sjálfstæði þjóðarinn- ar er mér auðvitað alltaf hug- leikið en platan fjallar ekki beint um þá hluti. En ef menn vilja þá er hægt að finna texta á plötunni sem sendir þessari ríkisstjórn og þeirri síðustu kaldar kveðjur." Þú hefur augljóslega gerst vandvirkari í textagerð en áður. Sérðu eftir gömlu textunum sem voru á þínum fyrri plötum? „Nei, það geri ég alls ekki. Textarnir eru nú byggðir upp á allt öðrum forsendum en áður. Þeir textar sem ég yrki núna geta staðið einir sem ljóð án þess að hafa laglínu með sér, en hér áður fyrr samdi ég textana um fram allt til að passa með lögunum. Þó má finna nýjan texta hjá mér sem verður að hafa með sér laglínu.“ Ertu þá ósáttur við textana í íslenskri popptónlist? „Ja, maður verður náttúrlega að passa sig á að kasta ekki of mörgum steinum því ég bý auðvitað í glerhúsi. En popparar eiga auðvitað að leggja metnað í verk sín, bæði þegar þeir taka sér penna í hönd og yrkja og þegar þeir semja lög og síðan spila mús- ikina. Það er krafa manns að menn geri hlutina á eins góðan hátt og þeir mögulega geta.“ Víkjum þá aftur að nýju plöt- unni, Nóttinni löngu. Hverjir að- stoða þig á þessari plötu? „Það eru margir ágætir menn: Christian Falk, Hilmar Örn Hilmarsson, Johan Söderberg, Ken Thomas, Sigtryggur tromm- ari, Ragga Gísla og fleiri. Það má segja að Hilmar, Ken og Christi- an eigi mest í plötunni með mér og útsendingar og umgjörð plötu- nnar eru í þeirra höndum." Það þarf þá varla að spyrja þig hvort þú sért ekki ánægður með útkomuna, eða hvað? „Ég er mjög ánægður með plötuna og tel hana eina af mín- um þremur bestu plötum, ásamt Plágunni og ísbjarnarblús." Og þú fylgir henni náttúrlega eftir með spilamennsku? „Já, ég hef verið að spila og verið tekið mjög vel. Ég mun á næstunni fara í skólana og spila þar einn og sér en síðar mun ég fá með mér band til að halda stærri tónleika. Þegar nær dregur jólum mun ég örugglega halda stóra tónleika sem yrðu þá formlegir útgáfutónleikar plötunnar." Hvað um framtíðina? Hvað ætlar Bubbi að gera á næsta ári? „Það er í raun lítið ákveðið nema að við Hilmar ætlum að fara til Júgóslavíu á næsta ári og drekka te. Þeir gera svo gott te í Júgóslavíu og við ætlum að fara þangað, drekka te og taka upp plötu í leiðinni." þjómnuiNN FYRIR 50 ÁRUM Athygli skal vakin á því að allir verðaað hafasótt skömmtunarseðla sína fyrir 31. þ.m. Afhending þeirraferfram í skömmtunarskrifstofu bæjarins Tryggvagötu 28. APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavikuna 27. okt.-2. nóv. er I Árbæjarapóteki og Laugarnesapóteki. Fyrmefnda apótekiö er opiö um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnef nda apótekið er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur...........sími 4 12 00 Seltj.nes...........sími 1 84 55 Hafnarfj............sími 5 11 66 Garðabær............sími 5 11 66 Slökkviliö og sjúkrabílar: Reykjavík...........sími 1 11 00 Kópavogur...........sími 1 11 00 Seltj.nes...........sími 1 11 00 Hafnarfj............sími 5 11 00 Garðabær............sími 5 11 00 UEKNAR Læknavakt fy rir Reykjavík, Sel- tjarnarnes og Kópavog er f Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gef nar í sím- svara 18888. Borgarspítal inn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eða ná ekki til hans. Landspit- alinn: Göngudeildin er opin 20-21. Slysadelld Borgarspítalans: opin allan sólahrlnginn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamið- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspitalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og eftir samkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans Hátúni 10 B. Alladaga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Hellsuverndarstöðinvið Barónsstig opin alla daga 15-16 og 18.30-19.30. Landakotsspítali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alladaga 15-16og 19-19.30. Klepps- ^spítalinnralladaga 15-16og 18.30-19. í PAO 28. október laugardagur. 301. dagur ársins. 2. vika vetrar hefst. Tveggjapost- ulamessa. Sólarupprás í Reykja- vík kl. 8.58-sólarlágkl. 17.24. Viðburðir Lýðveldi stofnað íTékkóslóvakíu 1918. Bylting hefst í Þýskalandi 1918. Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: alladaga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavik: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyðarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opið allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf i sálfræöilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virka dagafrá kl. 8-17. Siminn er 688620. Kvennaráðgjötin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, simi21500, símsvari. Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Simi 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf, sími 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eöa orðið fyrir nauögun. Samtökin 78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Bilanavakt rafmagns-oghitaveitu:s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sif jaspellamál. Síml 21260allavirkadagakl.1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, er veitt i síma 11012 milli kl. 19.30 og 22.00 áfimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opið hús“ fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögumkl. 17.00-19.00. Samtökáhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið i síma 91 - 22400 alla virka daga. GENGIÐ 26. okt. 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar........... 61.96000 Sterlingspund............... 99.70900 Kanadadollar................ 52.91000 Dönskkróna................... 8.66570 Norskkróna................... 9.02150 Sænskkróna................... 9.70250 Finnsktmark................. 14.66860 Franskurfranki............... 9.93030 Belgískur franki........... 1.60580 Svissneskurfranki........... 38.47250 Hollensktgyllini............. 29.86670 Vesturþýskf mark............. 33.73810 Itölsk líra.................. 0.04598 Austurriskur sch........... 4.79100 Portúg. Escudo............... 0.39450 Spánskurpeseti................ 0.52870 Japansktyen................... 0.43742 (rsktpund.................... 89.72100 SDR-Serst.DDR................ 79.42840 ECU-Evrópumynt.............. 69.18760 BelgískurFr.Fin............... 1.60020 -þom Taumlaus hamingja þjóðarinnar Það hefur ekki svo lítið gildi að tilheyra ham- ingjusömustu þjóð í heimi, þessari stórhuga þjóð sem hægt væri að koma fyrir í einu háhýsi stór- borga þeirra þjóða sem eru minna hamingjusamar eða beinlínis fýldar ef ekki niðurdregnar. Af heims- kunnri glaðværð fylgdist þjóðin.með því í líðandi viku þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra kynnti stefnu ríkisstjórnar sinnar og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra kynnti fjár- lagafrumvarpið. Þessi hamingjusama þjóð sem hefur játað fyrir Gallup að vera ákaflega trúrækin ofan á ofurhamingjuna, fékk líka að frétta það í vikunni að hún nenni ekki í kirkju. En íslendingar eru svo vanir að heyra tölur í alls kyns samhengi, aðallega neikvæðu, að þeir kippa sér ekki upp við þetta. Hvað er líka 10% kirkjusókn við hliðina á þriggja milljarða halla á ríkissjóði, 39 þúsunda lágmarkslaunum og nokkra stiga frosti um mitt sumar? Nei, þjóðin lætur sig tölur litlu skipta. I stað þess að velta sér upp úr þeim skemmtir þjóðin sér og er virkilega upptekin við að vera hamingju- söm. „Ég er bara svo hamingjusamur núna að ég má ekki vera að því að ræða við þig efnahagsvand- ann,“ sagði kunningi við mig þegar ég hafði vand- að mig við að losa hamingjugrettuna af andlitinu, til að vera nú alvarlegur einu sinni. Og auðvitað skellti ég bara upp úr og henti gaman að öllu saman og sagði: „Skítt með hallann, kaupið, Patr- eksfjörð og yfirleitt allan heimsósóma." Eins og við erum nú hamingjusöm þjóð þá er mjög skrýtið hvernig við högum okkar kirkju- sókn. Ég ætla að ganga út frá því að ég sé týpískur, dæmigerður íslendingur hvað áhuga á hinni lúter- sku kirkju snertir. Og hvenær fer égí kirkju? Þegar einhver nákominn deyr. Ég þetta hamingju- sama eintak af íslendingi fer sem sagt í kirkju þegar sorgin knýr dyra. Kirkjan er þess vegna einhvers konar musteri sorgarinnar í mínum huga. Eina trúarathöfnin sem ég verð vitni að fyrir utan jarðarfarir er messa biskupsins yfir íslandi á jólun- um. Þá sit ég yfirleitt með öllum kynslóðum fjöl- skyldunnar og tek þátt í heitum umræðum hvort nýi biskupinn sé „betri“ en sá gamli á meðan reykt fjallalambið fer sína náttúrlegu leið. Kirkjunnar menn hafa velt yfir því vöngum lengi hvers vegna hamingjusamasta þjóð í heimi mætir ekki í messugjörð klukkan 14 á sunnu- dögum. í mínum huga er svarið einfalt. Messur á íslandi eru ekki skemmtilegar. Hvernig á maður að komast í gegnum þungbúna lúterska messu eftir hamingjusama helgi með hamingjusömustu þjóð í heimi? Ég bendi kirkjunnar mönnum á, að þó ég trúi meira á álfa og drauga, stokka og steina en almættið, þá lét ég mig hafa það að rífa mig upp á óæðri endanum löngu áður en sólin vaknaði formlega, til að mæta í hámessu Jóhannesar Páls páfa II í brunagaddi á Landakotstúni. Hvers vega? Þetta var svo fjölbreytt og hamingjusöm athöfn. Það beinlínis bjargaði deginum að horfa í andlit sóknarbarnanna sem stóðu skjálfandi af kulda á túninu, en lj ómuðu í framan eins og barn á j ólum. Það er grundvallaratriði fyrir alla þá sem vilja fá athygli þjóðarinnar að gera sér grein fyrir því að þar sem hamingjan er stödd er mætt á staðinn hamingjusamasta þjóð í heimi. Hamingjusama helgil -hmp KROSSGATA Lárétt: 1 drykkur4buxur 6(erö7erfiÓa9spil12 meyr 14 vex 15 upptök 16 tæla 19 hortöi 20 mjög 21 staura Lóörétt: 2 súld 3 hnupl- aði 4 lituskán 5 vitskerta 7 biskupsstafur 8 grætur 10 masa11 beinni 13blað 17 munda18hreyjsi Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 máða4 hæfa6 sjá 7 elds 9 spík 12 ragir 14ske15aða16ylinn19 akri20ágæt21 angra Lóðrétt: 2 áll 3 assa 4 hási5frí7enskan8 dreyra10pranga11 kvarta 13 gái 17 lin 18 nár Laugardagur 28. október 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 / DAGBÓK /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.