Þjóðviljinn - 31.10.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.10.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 31. október 1989 183. tölublað 54. árgangur Akureyri Atvinnuleysið mun þrefaldast Slippstöðin: Öllu starfsfólki, 210 talsins, sagt upp. SigurðurRingsted: Stefnuleysi stjórnvalda að kenna. Eining: Kemur verulega á óvart OUu starfsfólki Slippstöðvar- innar hf. á Akureyri 210 að tölu hefur verið sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum með venjulegum uppsagnar- fresti. Þær taka því gikii frá og með 1. febrúar næst komandi. Ástæðan er algjört verkefnaleysi hjá fyrirtækinu sem hefur getað haldið uppi atvinnu yfir vcturinn hingað tiJ með nýsmíði uppá eigin reikning. Sigurður Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar sagði að upp- sagnirnar væru öðrum þræði var- úðarráðstöfun hjá fyrirtækinu þar sem ekkert benti til þess að það fengi einhver verkefni á næstunni. Þó verður ráðið mjög fljótlega aftur í lykilstöður hjá fyrirtækinu en með öllu óvíst með endurráðningu starfsfólksins að öðru leyti. Sigurður sagði að því væri ekki að neita að uppsagnirn- ar væru afleiðing þess stefnu- leysis sem ríkt hefur hjá stjórnvöldum varðandi skipa- smíðaiðnaðinn. Á sama tíma sem hann er að drabbast niður sökum verkaefnaskort virðist ekkert lát vera á nýsmíði erlendis fyrir ís- Heildsölur A annað þúsund Á síðasta ári störfuðu við inn- flutning alls 1324 fyrirtæki auk fjölmargra einstaklinga sem fluttu inn vörur til eigin nota. Samanlagt innflutningsverðmæti þeirra 50 stærstu árið 1988 var um 27.728,7 miljónir króna eða sem samsvarar 40,4% af heildar- verðmæti innflutningsins sem nam 68.723,1 miljón króna cif. samkvæmt Hagtíðindum Hag- stofu íslands. Af þessum 1324 innflutnings- fyrirtækjum fluttu 196 fyrirtæki inn vörur fyrir meira en 60 milj- ónir króna á síðasta ári. Hér er um að ræða nær 15% af fjölda fyrirtækja í innflutningi en samanlagt innflutningsverðmæti þeirra nam rösklega 68% af heildarverðmæti innflutningsins. Þá fluttu 527 fyrirtæki inn vörur fyrir meira en 20 miljónir króna á árinu 1988. Þetta voru tæplega 40% af fjölda innflutningsfyrir- tækja en samanlagt innflutnings- verðmæti þeirra nam hins vegar rösklega 87% af heildarinnflutn- ingnum. -grh lenska útgerðarmenn jafnframt því sem endurbætur og viðgerðir á íslenska fiskiskipastólnum eru sífellt að færast í æ ríkari mæli til erlendra skipasmíðastöðva. „Það verð sem útgerðarmenn eru að greiða fyrir nýsmíðar sínar er- lendis er oft á tíðum það sem við erum vel samkeppnisfærir um," sagði Sigurður Ringsted. Að sögn Sævars Frímanns- sonar formanns verkalýðsfélags- ins Einingar á Akureyri komu uppsagnirnar verulega á óvart. Sævar sagði að hann tryði því ekki fyrr en í fulla hnefana að þær yrðu látnar koma til fram- kvæmda. En ef svo yrði mundi það hafa gífurleg áhrif á atvinnu- ástandið á Akureyri til hins verra. Um síðustu mánaðamót voru 113 manns á atvinnuleysis- skrá í bænum en að sögn Sævars hefur þeim þó eitthvað fjölgað nú upp á síðkastið í kjölfar gjald- þrots Híbýla hf. auk þess sem sláturtíð er að mestu lokið. -grh Fóstrur Forsætisraðherra afhent mótmæli H átt í fimm hundruð starfs- menn dagvistarheimila mættu fyrir framan Alþingi í gær til þess að mótmæla áformum Jóhönnu Sigurðardóttur um að færa dag- vistarmál úr menntamálaráðu- neyti yflr í félagsmálaráðuneytið. Frá Austurvelli var svo gengið upp að stjórnarráði og Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra afhentar undirskriftir 1.782 fóstra og annarra starfsmanna dagvistarheimila allsstaðar að á landinu, þar sem áformunum var mótmælt, en undirskriftunum var safnað á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Þegar Steingrímur tók við undirskriftarlistunum sagði hann að þetta mál fengi örugglega far- sælan enda fyrir fóstrur og aðra starfsmenn dagvistarheimila. Kristín Dýrfjörð hjá Fóstrufé- laginu sagði í samtali við Þjóðvilj- Leikskólinn er menntastofnun, Leikur er vinna og nám og f leira í þeim dúr mátti lesa á kröf uspjöld- um sem starfsfólk á dagvistar- stofnunum hélt á fyrir framan Al- þíngishúsið í gær. Mynd Jim Smart. ann í gær að málinu væri alls ekki lokið núna. „Við höldum ótrauð- ar áfram og við linnum ekki lát- ununi fyrr en málið hefur fengið þann farsæla endi sem forsætis- ráðherra lofaði okkur." -Sáf Happdrœtti t»j0Hljans eflirviku Nú er aðeins vika þar til dregið verður í happdrætti Þjóðviljans, en dráttur fer fram 4. nóvember. I boði eru margir glæsilegir vinn- ingar og er fyrstí vinningur bifr- eið af gerðinni Lada Samara, sem kostar rúmlega 450 þús. kronur. í fyrra var það gamalreyndur áskrifandi og starfsmaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, sem hreppti bifreið í vinning. Nú er spurningin hver verður sá heppni í ár? Áskrifendur blaðsins eru hvattir til að greiða hið fyrsta heimsenda miða sína og styrkja þar með útgáfu Þjóð- viljans. Handboltahöllin Ekkert ákveðið enn Bygging íþróttahallar íLaugardal er ekki áfjárlögum nœsta árs. Jón Hjaltalín Magnússon: Undirbúning þarfað hefja á nœsta ári. Svavar Gestsson: Frumathugun í gangi og nœgur tími til stefnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar og verður því lítið um undirbúning á næsta ári. Það hefur koinið fram í máli þeirra sem til þekkja að hefja þurfi að undirbúning að húsinu á næsta ári. Hvort það verður gert veit ég ekki en í sjálfu sér er hægt að byggja svona hús á aðeins tveimur árum og því enn nægur tími til stefnu, sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður Hand- knattleikssambands íslands uni það hvort undirbúningur að byggingu fþróttahúss í Laugar- dalnum geti dregist á langinn. Handknattleikssambandið fékk loforð frá fyrri ríkisstjórn að reist yrði fjölnota íþrótta- og sýn- ingarhús með um 7-8000 áhorf- endasætum fyrir heimsmeistara- keppnina í handknattleik árið 1995. Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig staðið verði að byggingu hússins, né hverjir munu standa straum að kostnaði auk ríkisins. Líklegt þykir að Reykjavíkurborg muni taka þátt í byggingunni og möguleiki er á að aðilar helstu útflutningsatvinnu- veganna verði einnig með. At- hygli vöktu þó ummæli Júlíusar Hafstein formanns íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í DV um helgina að höllin væri mál ríkisstjórnar en ekki borgarinn- ar. Að sama skapi kemur á óvart að ekki er gert ráð fyrir kostnaði vegna undirbúnings í fjárlaga- „Bæði ég og fulltrúar Reykja- víkurborgar höfum að undan- förau verið að skoða ýmsa mögu- leika á byggingu hússins. Við höf- um reynt að gera okkur grein fyrir hvað slíkt hús kostar í bygg- ingu en ljóst er að það verður að kosta miklu minna en þúsund miljónir, einsog sumir vilja meina. Við getum ekki hafið frekari undirbúning fyrr en þetta liggur fyrir og það á einnig eftir að ákveða hvernig kostnaði verð- ur skipt á milli byggingaraðila. En ég hef alls ekki trú á að við verðum of sein með undirbúning og byggingu hússins þótt ekki sé gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs," sagði Svavar Gests- son menntamálaráðherra í sam- tali við Þjóðviljann. Jón Hjaltalín var sammála Svavari um heildarkostnað húss- ins og sagði 9000 fermetra fjöl- nota hús mætti byggja fyrir um 4-500 miljónir. „Undirbúning ætti þó að hefja á næsta ári og þyrfti um 20 miljónir frá ríki og Reykjavíkurborg til að greiða hann," sagði Jón Hjaltalín Magnússon formaður HSI. -þóm Munið byggingarhappdrætti Þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.