Þjóðviljinn - 31.10.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.10.1989, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaiýðshreyfingar Fáfræðin um Evrópumál Samstarfshópur atvinnulífsins um evrópska samvinnu hefur birt niðurstöður skoðanakannana um afstöðu fólks til Evrópubandalagsins. Niðurstöðurnar voru furðulegar og um margí fáránlegar. Samkvæmt þeim eru meir en 40 % landsmanna óvissir í sinni sök þegar spurt er um það hvort menn telji æskilegt eða óæskilegt að ísland sæki um aðild að Evrópubandalaginu. En þegar svo litið er á þá sem afstöðu taka kemur það í Ijós að mun fleiri (eða rösklega 35%) eru fylgjandi slíkri umsókn en eru andvígir henni (þeir eru rösklega 20%). Þetta er þeim mun undarlegra sem allir flokkar teljast hafa þá opinberu stefnu enn sem komið er, að það sé alls ekki á dagskrá að íslendingar sæki um aðild að Evrópubanda- laginu - þótt það hafi reyndar munað litlu að tillaga í þá veru kæmist inn í samþykktir síðasta landsfundar Sjálfstæðis- flokksins. Þetta er þeim mun undarlegra sem Evrópubanda- . lagið ætlar sér ekki að taka við neinum umsóknum á næstu árum. Og þetta er þó einkum og sér í lagi undarlegt vegna þess, að könnun sú sem hér er um fjallað, greinir í leiðinni frá afar mikilli fáfræði almennings um EFTA og Evrópubanda- lagið: langflestir vita fátt eitt eða ekkert um þann mun sem er á þessum bandalögum tveim, ótrúlega stór hluti lands- manna veit ekki með vissu um eitt einasta land sem er í þessum viðskiptablökkum. Til dæmis getur aðeins þriðji hver þegn nefnt einhver lönd sem eiga aðild að EFTA, þar sem við íslendingar höfum þó setið í mörg ár. Þessar undarlegu niðurstöður vekja upp margar spurn- ingar: meðal annars um dug eða dugleysi fjölmiðla við að koma á framfæri upplýsingum um mál sem miklu varða framtíð okkar sem þjóöar. Morgunblaðið er í Reykjavíkur- bréfi sínu á sunnudaginn að reyna aðgeragott úr öllu. Þar er mest um það hjalað að ungt fólk vilji frekar inn í Evrópu- bandalag en eldra fólk og er það rakið til þess að ungt fólk sé víðsýnna, vilji eiga fleiri tækifæri til starfa erlendis og kannski hafi íslensk æska hvorki meira né minna en „heillast af þeim hugsjónum sem búa að baki sameiningu Evrópu". Þessi útlistun Morgunblæaðsins ber vott um samskonar grunnfærna óskhyggju og kemur fram í sjálfum fúsleikanum til að stíga inn í Evrópubandalagið. Ungt fólk á íslandi hefur áriðanlega afskaplega takmarkaðan áhuga á „Evrópuhug- sjónum" - nær væri að óttast að það hefði glatað meir en þeir eldri tengslum við hefðir og viðhorf íslenskrar sjálfstæð- isbaráttu. Sjálf fáfræðin um þá kosti sem í boði eru í Evrópu- málum gerir hlálegar allar „jákvæðar" túlkanir á skoðana - könnuninni. Áhugi á umsókn um aðild að EB ber ekki vott um „víðsýni" eða „alþjóðahyggju" heldur blátt áfram vott um fáfræði og vanhugsun fyrst og fremst. Þá fáfræði að vilja steðja inní Evrópubandalag án þess að gera sér grein fyrir því að þar með eru menn að ganga undir yfirþjóðlegar valdastofnanir. Án þess að hugsatil þess, að það ER stefna Evrópubandalagsins - hvað sem einstakir forsætisráðherr- ar segja við íslenska ráðamenn á góðum stundum - að aðgangurað markaði EB þýði um leið aðgang að íslenskum fiskimiðum. Fjölmiðlar - einkum þeir áhrifamestu - hafa áreiðanlega brugðist í þessu máli. Þeir hafa, ekki síst sjónvarpið, slegið Iþann tón, að sameining Evrópu í nýtt stórveldi sé sjálfsögð söguleg nauðsyn, pólitískt hjálpræði og velmegunarhvati hinn mesti. Um leið og öllu því sem ersársaukafullt, erfitt og með öllu óaðgengilegt hefur verið ýtt til hliðar, því sópað undir það fræga íslenska kæruleysisteppi sem á er letrað stórum stöfum: Hvenær hefur ekki allt reddast? ÁB KLIPPT OG SKORIÐ ísland í erlendum - f jölmiðlum Matthías Johannessen gat þess á dögunum í Helgispjalli sínu í Mofgunblaðinu, að amríska evr- óþublaðið Herald Tribune hefði fúlsað við ágætri grein um ísland af þeirri ástæðu að enginn hefði áh'uga á því landi. Og svo líka vegna þess að „það vantaði has- arinn í greinina". ■í>að er reyndar alveg satt, að erlendir fjölmiðlar hafa afskap- lega lítinn áhuga á okkar amstri undir sólunni og ef þeir blaka auga norður hingað, þá er það helst í leit að einhverju stór- skrýtnu svo sem til uppfyllingar. Ásgitrú á íslandi hefur furðu oft komist í fjölmiðla, draugatrúin sömúleiðis og bjórleysið (þann . spón höfum við nú misst úr okkar aski). En að öðru leyti varðar eiigan um ísland. Nema þá að við vinnum í meiriháttar happdrætti með því að Nóbelsverðlaun í bókmenntum eða Vigdís forseti • getj' beint til okkar athygli með góðkynjuðum hætti. Heimspressan og íitlu blöðin okkar f>ær vangaveltur sem að ofan greinir verða Matthíasi Johann- esse'n tilefni til að skjóta á heimspressuna. Hann segir í dál-kum sínum: .„Heimspressan er síður en svo merkilegri en litlu blöðin hér ' heirha. Stundum miklu ómerki- ■ legri að mínu viti... Dóm- greirtdarleysi og yfirborðs- “ mennska eru of oft einkenni okk- ar- ftíma. Pað fylgir fjölmiðlun, ek.ki síst.“ Oómgreindarleysið og yfir- • boíðsmennskan eru náttúrlega syndir sem lítil blöð íslensk geta vel átt saman með heimsblöðum. Eri það er annað sem Matthías . héfúr hugann við þegar hann set- ur ypp heldur hagstæðan saman- > ‘ búiió við heimspressuna: .„Það er talað um frelsið í heimspressunni, hvað hún sé opin og merkileg... En hvernig er þessu frelsi varið? Tiltölulega fáir .. frettamennogdálkahöfundareru air^, ráðandi á síðum stórblað- an.na, aðrir komast ekki að. . Jáfnvel á þeim tímum sem íslensk blöð voru lokaðri en nú sátu rit- stjórar þeirra með sveittan, skallan að afgreiða konur og karla og birta greinar eftir þekkt fólk og óþekkt hvaðanæva af laixiinu. En á „fínu“ blöðunum útí í heimi er helst ekki birtur stafkrókur eftir svokallaða al- þýðu manna, sem er, guðisélof, hin eina sanna tólg í okkar stétt- ■ lausa þjóðfélagi.“ Allt er hirt og allt er birt... Matthías víkur hér að merki- le'gri sérstöðu íslenskra blaða: . þau eru reyndar furðu opin fyrir • þeim „skrýtnu körlum og kerl- ingtim“ sem Halldór Laxness ‘ segir bera uppi íslenska menn- ingu. Auðvitað er slík staða ekki sæfan tóm. En hún er partur af ■ þéifri lýðræðishneigð sem vissu- lega er besta hnoss, að hver mað- ur sé nokkurs virði og vonandi • mikils virði. (Þessi jöfnuður manna kemur fram meðal annars í frjálslyndi og þanþoli í birtingu afmælis- og minningargreina. Revndar hefi ég þekkt útlendan ritljöfund, rússneskan gyðing, sem gat ekki dáðst nógsamlega að lýðræðinu í minningar- greinunum.) Afgreiðslufúsleiki hinna sveittu ritstjóraskalla, sem Matthías getur um er líka jákvæð viðurkenning á þeim þjóðlegu og uppbyggilegu mannalátum, sem Stephan G. yrkir um í kvæðinu góða um Jón hrak: Hugði ei sannleik hóti betri hafðan eftir Sankti Pétri heldur en svo hending tœkist húsgangurinn á hann rœkist. En sú afstaða teygir sig langt aftur í tíma, eins og hver og einn getur rifjað upp: Heyra má ég erkibiskups boðskap, en ráðinn er ég í að hafa hann að engu... Alltaf færri og færri Tiltölulega fáir fréttamenn eða dálkahöfundar eru alls ráðandi á síðum stórblaðanna, segir Morg- unblaðsritstjóri. Það er rétt að fjölmiðlakapphlaupið blæs mjög út stöðu þeirra sem „komast að“. Hitt er þó enn verra, að alþjóðleg fjölmiðlun sem stóriðja, hún beinir athyglinni alltaf að færri og færri mönnum og athöfnum þeirra. Örfáir stjórnmálamenn draga á eftir sér fimm þúsund fréttamenn hvert sem þeir fara - og allir eru þeir að vinna úr sömu tilsvörunum og að mynda sömu brosin og að eltast við sömu „mannlegu víddina“ með því að fjasa um matseðla í veislum þess- ara karla og kjóla eiginkvenna þeirra. í svipaðri birtu, þó mun daufari, standa nokkrar popp- stjörnur og íþróttahetjur og örfá- ir leikarar. Óg síðan ekki söguna meir. Það er sagt að heimurinn sé þorp orðinn, en það er ekki þorp þar sem menn þekkja hver annan og virða sérvisku hvers og eins, heldur er það þorpið þar sem allir þekkja Pétur Þríhross og Oddvit- ann, það er að segja Bush og Gorbatsjov. Ut úr öllu saman verður svo mjög hláleg persónudýrkun, sem byggist á nafna galdri. Til dæmis að taka: nú eru fyrrum húsráð- endur í Hvíta húsinu í Washing- ton, Reagan og hans frú, að fara til Japans í boði fjölmiðlasam- steypu þar í landi. Fyrir þetta við- vik frá Reaganhjónin víst sem svarar tveim miljónum dollara. Það er ekki vitað til þess að þau hafi nokkurn skapaðan hlut fram að færa við Japani - en nafn þeirra hefur háan markaðsprís og það er nóg. í hvaða heima skal halda? „Verðmætaskyn samtímans er afar brenglað en líklega hefur það alltaf verið svo,“ segir í fyrr- nefndum pistli Matthíasar rit- stjóra. Nokkuð til í því: eða man nokkur skuggalegar lýsingar franska sagnameistarans Balzacs á óþverrasiðum Parísarpressunn- ar fyrir hálfri annarri öld? En allir eru á einhverri leið - og nú síðast hefur alheimspersónudýrkuninin náð dæmalausum byr undir vængi. Við mörlandar þurfum svo að spyrja okkur að því á hverjum mánudagsmorgni þegar vinnuvika hefst, á hvaða leið við erum sjálfir og hvaða íhaldssemi góðkynjaða við viljum stunda til þess að halda okkar sérstöðu. Líka í því að hafa annað fjöl- miðlasamband við þegna lands- ins en stundað er í stærri samfé- lögum og framlengja þar með okkar sérkennilegu blaða- mennsku sem er í rauninni undar- legt sambland af upplýsingu og sérvisku, yfirsýn og sveita- mennsku. ÁB þJÓÐVILJINN Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími:681333 Kvöldsími: 681348 Símfax:681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. FramkvœmdastjórliHallurPállJónsson. Rit8tjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fróttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir biaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart(ljósm.), Lilja Gunnarsdóttir, ÓlafurGíslason.ÞorfinnurÓmars- son (íþr.), Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglysingastjóri: Olga Clausen. Auglýsíngar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingi- mundardóttir, UnnurÁgústsdóttir. Símavarsia: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreið8lu-ogafgreiðslustjóri:GuðrúnGísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla6, Reykjavík, símar:68 13 33 &68 16 63. Símfax:68 19 35 Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 90 kr. Nýtt Helgarblað: 140kr. Áskriftarverö á mánuði: 1000 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 31. október 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.